Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÚ KIPPIR þér ekki uppvið það þótt ketillinn sésvolítið skakkur,“ segirHalldór Þórðarson, bóndiá Litla-Fljóti, og hellir heitu vatni í bollann minn úr dæld- uðum hraðsuðukatli. „Hvað kom fyrir ketilinn?“ segi ég og set tepoka út í vatnið. „Hann skekktist þegar vörubíll kom inn í eldhúsið,“ svarar Halldór og sækir vínarbrauðslengju, brún- köku og flatkökur inn í ísskáp. Með flatkökunum ber hann fram gult hunang í krukku. „Fáðu þér endilega hunang með flatkökunni, þetta er heimafram- leiðsla frá dóttur minni sem býr í Svíþjóð. Ég er svolítið montinn yfir því,“ segir hann. Ég hef aldrei áður sett hunang á flatköku en sú samsetning reynist betur en ég bjóst við. „Hvernig komst vörubíll inn í eld- húsið?“ segi ég. „Hann rann á húsið. Það á ekki að vera hægt, flokkast líklega undir kraftaverk eða draugagang, svona bíll á ekki að geta hreyfst fyrr en bú- ið er að setja hann í gang og ná upp loftinu svo losni um bremsurnar. En þetta gerðist nú samt,“ svarar Hall- dór og fær sér kaffi. „Ég hafði rétt áður setið þar sem þú situr núna en var nýfarinn fram í stofu og sambýliskona sonar míns (sem þá var) var að sýsla við þvott á efri hæðinni. Við heyrðum óskapleg- an dynk og þegar við komum sam- tímis inn í eldhúsið urðum við bæði kjaftstopp – gríðarstór, mannlaus Volvo-vörubíll hafði brotið sér leið inn um vegginn, skáparnir í innrétt- ingunni dottið á gólfið og eldavélin fram fyrir sig – síðan slær hún út af minnsta tilefni. Ketillinn sá arna hafði dottið á gólfið en örbylgjuofn- inn vó salt á borðbrúninni. Ég rétti ketilinn eins og ég gat en þetta atvik varð til þess að ég fékk nýja eldhús- innréttingu,“ heldur Halldór áfram sögunni af innrás vörubílsins fyrir nokkrum árum. Ég sé að umrædd eldhúsinnrétt- ing hefur yfir sér annan og nýlegri svip en aðrir hlutar íbúðarhússins sem Halldór á Litla-Fljóti lét reisa er hann var nýkvæntur ungur bóndi, hafði nýlega tekið við búsforráðum á bænum og horfði fram á veginn með bjartsýni sem þá ríkti í röðum ís- lenskra bænda. Dularfullur draumur Ég er komin fyrir tilviljun að Litla-Fljóti, er í slagtogi með konu sem vill skoða þar ákveðna tegund af steinum: „Blessuð skoðaðu steinana, – grjótið er það eina sem nóg er til af á Litla-Fljóti,“ segir Halldór sposkur á svip. Með það fer samferðakona mín út að skoða grjótið en ég nenni ekki með henni, heldur sit eftir við te- drykkju hjá Halldóri og iðraði ekki þeirra skipta, hann steinþagði ekki – svo mikið er víst. Í framhaldi af hinu undarlega at- viki með vörubílinn spyr ég Halldór hvort hann hafi orðið var við drauga? „Nei, það væri ljótt að segja það,“ svarar hann. „Og þó! Einn forvígismaður Drauga- og tröllaskoðunarfélagsins á Selfossi, sem var látinn, boðaði mér fund með því félagi á undan öðr- um. Mig dreymdi að ég væri staddur á ákveðnum stað með heilum hóp af fólki. Ég fann í draumnum að ég var búinn að fá nóg af þessum selskap og nennti ekki að vera þarna lengur. Mér fannst vera þarna rúta og nokkrir jeppar. Ég labba að næsta jeppa og ætla að fara að starta hon- um, þótt ég viti vel að ég eigi ekkert í honum. Ég starta og starta og ekk- ert gerist. Þá verð ég var við að þessi ágæti umræddi maður kemur – þótt látinn sé – og segir við mig elskulega eins og hans var vani, – okkur var alltaf vel til vina: „Það er ekki von að þetta fari í gang hjá þér, þessi lykill gengur að traktor.“ Mér verður á að spyrja hvort hann eigi þennan bíl. Jú sú er raunin og hann sagði jafnframt að sér væri sama þótt ég sæti þarna. Svo vakna ég næsta morgun við að hringt er í mig frá Selfossi og maður þar vill endilega fá mig á fund í Drauga- og tröllaskoðunarfélaginu í Skálholti þennan sama morgun. Ég segist alls ekki geta það, sé bundinn við annað. „En getur þú þá ekki komið fram í Reykholt að álfakirkjunni þar seinna um daginn?“ Ég samþykki það, fer svo á um- ræddan stað og segi þar ýmsar sög- ur. Meðal annars sagði ég söguna af Guðmundi nokkrum sem setti sig í fljótið fyrir ofan Krók. Á sama tíma var bróðir hans að gefa lömbum í lambhúsi. Þá sér hann hvar Guð- mundur kemur gangandi neðan frá ánni. Bróðirinn lýkur við að gefa lömbunum, fer svo heim og spyr eft- ir Guðmundi. Enginn þar hafði orðið var við hann en ekki leið á löngu þar til fréttir bárust af því að Guðmund- ur væri horfinn og förin hans hefðu verið rakin að fljótinu, þar sem húf- an hans og vettlingar lágu. Um leið og ég tala lít ég yfir söfnuðinn og staðhætti og sé þá að allt er hið sama og í draumnum, – þarna voru staddir allir félagar forvígismannsins látna og auðvitað hefur hann verið þarna einhvers staðar í millum, þótt við sæjum hann ekki,“ segir Halldór. Hann getur þess að Drauga- og tröllaskoðunarfélagið hafi komið sér upp félagsheimili – gangnamanna- kofa uppi og framan á svokölluðu Lambafelli. „Honum fylgir sú árátta að það tollir aldrei framan á honum hurð,“ bætir Halldór við. „Kofinn var kominn í niðurníðslu en félagið byggði hann upp. Hvernig gengur með hurðina núna veit ég ekki, ég hef ekki komið þangað lengi því það er ekki bílfært þangað og ég er latur að ganga þetta.“ Nú hlær Halldór. „Þú hefur þá ekki verið fjallkóng- ur?“ segi ég. „Nei, ég fór aldrei í göngur, en hann faðir minn var fyrirliði í eft- irsafninu í áratugi. Þegar hann hætti, nærri 75 ára gamall, var eldri sonur minn orðinn svo vaxinn að hann langaði að fara á fjall og ég vildi ekki hafa það af honum.“ Þess má geta að Halldór er ein- birni foreldra sinna, og fæddist þeg- ar þau höfðu verið í hjónabandi í heil 13 ár. Sú saga var sögð að vinur Þórðar föður hans hefði eitt sinn spurt hann í gangnaferð hvað hann hefði gert öðruvísi en áður, þetta skipti þegar drengurinn varð til. „Ég gat ekki formerkt að ég gerði þetta neitt öðruvísi en vant var,“ svaraði Þórður að bragði. Halldór Þórðarson fæddist á Stóra-Fljóti 19. nóvember 1933, einkasonur hjónanna Þórðar Kára- sonar og Þorbjargar Halldórsdóttur frá Hrosshaga. „Faðir minn ólst upp í Auðsholti frá tveggja ára aldri. Amma hafði verið þar í vinnumennsku og þetta var svona á þessum árum, fátækt fólk skorti jarðnæði og gat ekki haft börnin hjá sér. Þegar foreldrar mín- ir giftu sig og fóru að búa árið 1920 var hvert kot setið hér í Tungunum. Þau bjuggu fyrst í Vatnsholti í Grímsnesi sem þau tóku á leigu, höfðu svo jarðabýtti við Magnús Gíslason í Miðhúsum í Biskupstung- um. Þaðan lá leið þeirra að Stóra- Fljóti, þar sem ég fæddist, röskum 13 árum eftir að þau giftu sig á Mos- felli í Grímsnesi. Ég hef alltaf verið svo seinn, svo mjög gekk seinlæti mitt stundum fram af minni góðu og hugmiklu konu, Júlíönu Tyrfingsdóttur, að hún sagði að ég myndi án vafa koma of seint til eigin jarðarfarar. – En ég má þó eiga það að ég mætti til leiks þótt seint væri. Foreldrar mínir voru þó ekki barnlaus öll þessi ár sem þau biðu mín. Þau tóku fósturdóttur, Áslaugu Magnúsdóttur, sem var um ferm- ingu þegar ég kom til sögunnar. Mínar fyrstu endurminningar eru einmitt frá því þegar hún og amma voru að passa mig. Foreldrar mínir urðu að standa upp af Stóra-Fljóti þegar ég var 5 ára gamall. Þá jörð hafði hreppurinn fengið að gjöf og leigði þeim. Svo kom maður með fangið fullt af seðl- um vestan úr Dölum og keypti Stóra-Fljót og lagði þar niður hefð- bundinn búskap en setti upp gróð- urhús. Í sárabætur fengu foreldrar mínir ábúð á Litla-Fljóti sem hafði verið í eyði. Ég man vel eftir flutningnum frá Stóra-Fljóti, allt var flutt á hest- vögnum og til að ekkert yrði eftir tók ég kettlingafulla læðu og bar hana hingað út eftir – kettir hafa alltaf verið miklir vinir mínir. Foreldrar mínir urðu að halda verkafólk í heilt sumar meðan þau byggðu timburhúsið hér við hliðina, þar sem ég hef nú verkstæði, fjós og hlöðu. Á meðan framkvæmdir stóðu yfir var heimilisfólkið í gömlu fjár- húsi austan í túninu sem tjaldað var yfir með striga. Maður gekk undir manns hönd til þess að hjálpa pabba að koma þessum framkvæmdum áfram, – menn komu í hópum til þess að vinna dagsverk – þá var nú ald- arandinn töluvert öðruvísi en nú er. Það voru ekki alltaf taldir vinnu- tímarnir. Fyrir mér eru allar kindur eins Jóhann Ólafsson hét smiður sem hér var við bygginguna ásamt Jó- hannesi Kárasyni, föðurbróður mín- um, sem var yfirsmiður. Að öllum góðum kennurum ólöstuðum var Jó- hann besta kennaraefni sem ég hef kynnst. Hann var hér fram undir jól við frágang og hafði smíðaborð í kjallaranum. Það þurfti ekki að leita víða að mér þegar Jóhann var í kjall- aranum. Þar sat ég hjá honum og ég hugsa að hann hafi verið búinn að segja mér megnið af Íslendingasög- unum þegar hann fór um jólaleytið. Ég hef margoft heyrt Íslendinga- sögurnar lesnar í útvarpið og lesið þær sjálfur en aldrei hafa þær orðið eins ljósar fyrir mér og í frásögn Jó- hanns. Ég var auðvitað eftirlætisbarn, aldrei þurfti ég að vinna neitt innan- húss en gekk að útiverkum þegar ég hafði aldur til. Ég hafði gaman af smíðum en var ekki mikið hneigður Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Halldór Þórðarson í vinnustofu sinni. Hann heldur á reiptagli en Halldór er áhugasamur um gamla muni og fróðleik. Halldór með þægilegu læðuna Rós. Ég hef alltaf verið svo seinn Einn sólardag í sumar heimsótti Guðrún Guðlaugsdóttir Litla-Fljót í Tungum og ræddi þar við Halldór Þórðarson um lífshlaup hans og skoðanir á búskaparháttum nútímans. ’ Mér finnst yndislegt að horfa yfir græn ogslétt tún – en að sama skapi finnst mér öm- urlegt nú að sjá þau ekki nýtt, heldur öll út- spörkuð af hrossum. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.