Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 20
LISTIR 20 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ ESS hefur verið minnst í sumar að 100 ár eru liðin frá fæðingu George Orwells sem fæddist 25. júní en hann er m.a. höfundur Dýrabæjar og Nítján hundruð áttatíu og fjögur. Bjartan júlímorgun í Islington í London hópast fólk saman til að njóta samfylgdar bókmenntamannsins Peters Powells um Isl- ington en þar bjó Orwell. Powell býr einmitt sjálfur við Canonbury Square í sömu blokk og Orwell, næstu íbúð við þar sem hann bjó. Hverfið er rólegt, yfir því það þægilega afskiptaleysi sem einkenn- ir breskan hversdagsleika. Ljóst er að Powell hefur frá mörgu að segja svo að gangan verður ekki löng. Hann hefur sjálfur verið áhrifamaður í Islington og þarf að koma að ýmsum fróðleik um það tímabil ekki síð- ur en Orwell. George Orwell’s Isl- ington með Peter Powell nefnist gang- an. Powell sýnir okkur húsið þar sem Salman Rushdie bjó þegar hann skrifaði Söngva Satans. Það er skammt frá neðanjarðarstöð- inni í Islington. Rushdie býr nú í New York. Hér er líka húsið þar sem afi lárvið- arskáldsins Johns Betjemans bjó, en í ná- grenni við blokk Orwells er virðulegra hús þar sem Evelyn Vaugh átt heima. Varla er hægt að hugsa sér ólíkari menn en þá Orwell og Vaugh. Sá síðarnefndi var kaþólskur íhaldsmaður (heimsádeilumaður í fyrstu) og hégómlegur í háttum. Orwell blátt áfram og skar sig ekki úr mannfjölda. Endað er á pöbb Orwells og þar gefst tækifæri til að komast í návígi við Powell. Hann hefur farið í margar Orwell-göngur og einnig stjórnar hann Dickens-göngum og Islington-kynnisferðum. Angel Weekend Walks er samheiti gönguferða hans sem hófust 1985. Hann hefur starfað sem leikari og söngvari en maður hefur á tilfinningunni að sagnfræðin sé honum hugleiknust. „Blaðamenn hafa stuðst við margt sem ég hef sagt þeim án þess að geta mín,“ segir Powell með mokkurri þykkju. Nú er bætt úr því en því miður ekki líklegt að lesendur Lundúnablaðanna sjái þessar línur í Morg- unblaðinu. Orwell sneri baki við kommúnistum eftir að hafa kynnst þeim í spænska borg- arastríðinu. Hann skrifaði fræga bók, Homage to Catalonia. Hann var alltaf ein- hvers konar sósíaldemókrati. Nú rita blöðin mikið um lista sem Orwell gerði rétt áður en hann lést.Þetta er skrá yfir enska laumu- kommúnista sem voru ófáir að mati Orwells. Listinn er í raun sakleysislegur. Hann varð til með þeim hætti að Orwell vildi þóknast vinkonu sinni sem vann í ráðu- neyti, mun hafa verið skotinn í henni. Að Orwell hafi verið líkur McCarthy, eins og ég las í sænsku blaði, er fráleitt. Í ævisögu T.S. Eliots eftir Peter Ackroyd er þess getið að meðal hverfa sem Eliot gat hugsað sér að búa í var Islington. Hann fékk þó ekki íbúð þar. Eliot var meðal þeirra stjórnenda hjá Faber and Faber-útgáfunni sem höfnuðu Dýrabæ Orwells. Nú er þetta m.a. lagt hon- um til lasts. Þeir sem Eliot lagði kapp á að gefa út voru m.a. James Joyce og Ezra Pound. Ackroyd telur að hann hafi sjálfur orðið fyr- ir áhrifum af Ódysseifi Joyce, einkum hvað varðar tengsl við fornar bókmenntir og goðafræði, samanber Auða landið, The Waste Land. Pound hafi aftur á móti lært af Auða landinu þegar hann ritaði Cantos, höfuðverk sitt. Eliot var ásakaður fyrir gyðingaandúð en Pound hataði gyðinga og studdi ítalska fas- ista. Eftir að Pound hafði verið handtekinn og settur á geðveikraspítala var Eliot einn helsti stuðningsmaður hans og átti þátt í því að honum var sleppt. Röksemdir Eliots og fleiri voru þær að Pound væri mesta skáld Bandaríkjanna. George Orwell var fyrst og fremst sam- félagsgagnrýnandi, Eliot konungssinni og trúrækinn kirkjunnar maður. Í ritgerðasafninu Inni í hvalnum skrifarOrwell um eftirstríðshöfundana, Pound, Joyce, Eliot og Lewis, þá sem síðar voru kallaðir módernistar, og segir að bölsýnin sameini þá. Að þessu leyti voru fyrrnefndir höfundar, að mati Orwells, ólíkir mönnum á borð við George Bernard Shaw og H.G. Wells. Þeir voru lærimeistarar Orwells en hann er ekki talinn hafa haft til að bera kímnigáfu þeirra. Kaldhæðni átti hann í staðinn. Mótsagnirnar felast í því, einkum hvað Eliot varðar, að þrátt fyrir að hann væri módernisti og vildi helst gefa út módernista hjá Faber and Faber var hann um leið boð- beri gamalla gilda og sótti uppsprettu í gamlan klassískan skáldskap og studdist við hann. Að auki samdi hann rit um kristilega heimsmynd og hélt fyrirlestra víða um kristna menningu. Orwell var dálkahöfundur hjá ýmsumblöðum og bókmenntagagnrýnandi.Það er enn skemmtun að lesa skrif hans. Hann gerði sér til dæmis grein fyrir þeirri byrði sem það er að semja bækur, síður en svo eftirsóknarvert. Greinar Orwells eru hnitmiðaðar, lausar við málæði og flugeldasýningar stíls. Hann kemst strax að efninu og rökstyður vel skoðanir sínar. Í Nítján hundruð áttatíu og fjögur varar Orwell við Stóra bróður, vígorðum Flokks- ins: Stríð er friður, Frelsi er ánauð og Fá- fræði er máttur. Í Dýrabæ er það kommúnisminn og ein- ræðisstjórnir sem hann afhjúpar. Svo margt sem Orwell sá fyrir og varaði við hefur komið fram að kalla má hann spá- mann. Hann er meðal þeirra fáu rithöfunda sem ekki létu blekkjast á tímum þegar flestir virtust sækjast eftir blekkingum og einföldum úrlausnum. Orwell skrifaði gegn hvers kyns upp- skriftum. Hann var alla tíð gagnrýninn. Líf hans snerist um að falla ekki í þá gryfju, eins og söguhetja Nítján hundruð áttatíu og fjögur, að elska Stóra bróður. Orwell lést í London 1950 af völdum berkla sem lengi höfðu hrjáð hann. Á rölti um Dýrabæ George Orwell AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is T.S. Eliot SALONHLJÓMSVEITIN L’amour fou heldur tónleika í Iðnó á þriðjudagskvöld kl. 21. Á efnis- skrá tónleikanna má finna skemmtitónlist af ýmsu tagi í anda salontónlistar, sem vinsæl var í Mið-Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar. Hljómsveitin leikur m.a. kvik- myndatónlist eftir þá Charlie Chaplin og Nino Rota, og argent- íska tangóa eftir meistarana Carl- os Gardel og Astor Piazzolla. Þá er mikill hluti efnisskrár helgaður íslenskum dægurflugum sem sér- staklega hafa verið útsettar fyrir þennan hljóðfæraflokk. M.a. Frost- rósir og Litli tónlistarmaðurinn eftir Freymóð Jóhannsson (12. september), Vegir liggja til allra átta og Tondeleyo eftir Sigfús Halldórsson, Maður hefur nú eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Augun þín blá og Það sem ekki má eftir Jón Múla Árnason, Austurstræti eftir Ladda, Þú og ég eftir Gunn- ar Þórðarson og Sveitin milli sanda eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson. Menningarborgarsjóður styrkti gerð nýrra útsetninga á þessum lögum sem mörg hver munu nú heyrast í fyrsta skipti opinberlega í þessum búningi. Hljómsveitina skipa þau Hrafn- hildur Atladóttir, fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir, víóla, Hrafn- kell Orri Egilsson, selló, Gunn- laugur T. Stefánsson, kontrabassi og Tinna Þorsteinsdóttir, píanó. Salonsveit í Iðnó Morgunblaðið/Arnaldur Salonhljómsveitin L’amour fou á æfingu. mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.