Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 15 ÞEGAR lagt var upp í Post- tónleikaferðina í júlíbyrjun 1995 var búið að búa svo um hnútana að sem flestir tón- leikar voru teknir upp. Bestu upptökurnar voru þó af ókeypis tónleikum sem Björk hélt fyrir félaga í aðdáenda- klúbb hennar í Shepherds Bush Empire í Lundúnum 22. febrúar 1997 og lunginn af lögunum á Post-tónleikadisk- inum er einmitt frá þeim tón- leikum. Tónleikarnir hafa einnig verið gefnir út á DVD- disk. Post ÖLLUM tónleikum árið 2000 var aflýst, enda Björk upp- tekin við leik í kvikmyndinni Dancer in the Dark, en síð- sumars 2001 kom fjórða plat- an, Vespertine, út. Tónleika- hald vegna hennar hófst áður en platan kom út, fyrst Evr- ópa, þá Bandaríkin og svo aft- ur til Evrópu, en aðeins var leikið í húsum sem stóðust strangar kröfur um hljóm. Tónleikaferðinni lauk hér á landi, en með í för var meðal annars grænlenskur kvenna- kór. Á fjórða disknum í kass- anum eru tónleikaupptökur úr þeirri ferð úr ýmsum áttum. Vespertine HOMOGENIC kom út í septem- ber 1997 og í sama mánuði var haldið af stað í tónleikaferð um heiminn með íslenska strengja- oktettinum, fyrst þriggja mánaða ferð um Evrópu og síðan um Bandaríkin í maí 1998, aftur til Evrópu um sumarið, þá til Suð- ur-Ameríku og loks aftur til Eng- lands, fjörutíu tónleikar í þremur heimsálfum sem lauk með tón- leikum í Þjóðleikhúsinu. Upptök- urnar á diskinum eru úr öllum áttum, en þess má geta að á hon- um er lagið So Broken sem ekki komst á Homogenic þó að margir telji það með bestu lögum Bjark- ar. Homogenic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.