Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 23
eftir öðrum á Norðurlöndum varð-
andi mannréttindi listamanna, jafn-
vel Færeyingar um sumt okkur
fremri þótt slakari séu í fótmennt-
inni.
Virðingin fyrir listamönnum og
verkum þeirra eftir því, innlendir
settir góðri skör lægra en erlendir,
gott dæmi var tízkusýning á Lista-
safni Íslands, sem í sjálfu sér skal
ekki lasta. En gæti það gerst á
nokkru öðru þjóðlistasafni að gest-
um sé þjappað saman kringum og
upp við þjóðargersemi eins og átti
sér stað? Yfirleitt er lína dregin
eftir gólfum sýningarsala, strang-
lega bannað að stíga inn fyrir hana,
og sums staðar kviknar jafnvel á
aðvörunarkerfi ef það er gert. Þá
er alltof þröngt á staðnum fyrir
slíkan gjörning án sérstakra ráð-
stafana. Mér í glöggu minni að þeg-
ar hellur minimalistans Carls
Andre voru sýndar á gólfi forsalar
var sérstakur gæsluvörður yfir
þeim allan daginn (!), eru þó úr
margfalt harðara efni en við-
kvæmur striginn.
Svo virðist sem litið hafi verið
framhjá því í mótun íslenzks
menntakerfis að listir voru lagðar
að jöfnu við vísindi á tímum end-
urreisnar og undirstrikað af helstu
boðberum upplýsingastefnunnar
fyrir rúmu tveim öldum. Mikilvæg-
ustu þættir alfræðibókar Denis
Diderots og l’Alemberts er út kom
1751 voru þannig; vísindi, listir og
starfsgreinar (Dictionarire rais-
onné des sciences, des arts et des
métiers). Að strikað skuli hafa ver-
ið yfir listir í íslenzka mennta-
kerfinu, þær settar til hliðar, hefur
að sjálfsögðu haft sínar afleiðingar
og þær ekki svo litlar eins og við
blasir, gróft vanmat á skapandi at-
höfnum hugviti og frumkvæði.
Einnig ómótað viðhorf, tómlæti og
virðingarleysi í nágrenni allra þess-
ara mikilvægu grunnþátta vitræns
menningarsamfélags og hvert sem
litið er; hornsteina öflugustu þjóð-
félaga samtímans.
Eðlilegt að stundum komi upp í
hugann „villimannaþjóðfélag“, en
varðandi það sérstaka atvik að
skemmdarverk voru unnin á mynd-
um franska ljósmyndarans Yann
Arthurs- Bertrand á Austurvelli,
bauð villimannaleg staðsetning
þeirra þeim heim. Ekki einasta, að
þeim skuli plantað niður á þeim
helga reit sem Austurvöllur á að
vera í augum þjóðarinnar, heldur
draga grófir klúðurslegir stein-
stöplarnir allan þrótt úr mynd-
unum þannig að þær leiða hugann
að póstkortum. Er sem illa grund-
aður framningur fyrir túrhesta á
sólarströnd, það versta er að hinn
mikilvægi og heilbrigði boðskapur
missir allan brodd.
Í mjög athyglisverðu viðhorfs-
spjalli hér í blaðinu nýlega, hermir
Gunnar Hersveinn af því er honum
og syni hans varð hjólað framhjá
Norræna húsinu á dögunum.
Strákur hafði þá að orði hve lítið
yrði úr húsinu með Náttúru-
fræðistofnunina gnæfandi að baki
og stóra húsablokk vestanmegin.
Þetta alveg hárrétt ályktað hjá hin-
um unga manni, margsinnis verið
vakin athygli á því enda villimann-
leg gjörð hvernig farið hefur verið
að þessu fallega húsi hins heims-
fræga arkitekts Alvars Aaltos, um
leið valtað yfir gróðurvin, nátt-
úruundur í borgarlandinu. En
vissulega ekki öll nótt úti ef ung-
viðið hefur opin augu fyrir því sem
alltof víða er að gerast í borg-
arlandinu. Er meginorsök þess að
margir eru því andvígir að leggja
Reykjavíkurflugvöll niður, hrollur
fer um þá við tilhugsunina um að
hörðu gildin fái þá líkast til að valsa
yfir landsvæðið.
Frá sýningu á verkum Andy War-
hols í listhúsinu Fold sem lýkur um
helgina (Dorothy Hamill).
!
"
!
"
#$$%
! !
&'
!
&&( )
ENSKA ER OKKAR MÁL
Við bjóðum einnig upp á enskunámskeið víða um land
Julie Ingham Sandra Eaton John O’ Neill Laura Guerra Sue Gollifer Maxwell Ditta
Hringdu í síma
588 0303
FAXAFENI 8
www.enskuskolinn.is
enskuskolinn@simnet.is
• Talnámskeið - 7 vikur
• Viðskiptanámskeið
• Einkatímar
• Enskunám erlendis
• Barnanámskeið (5-15 ára)
• Málfræði og skrift
• Kennt á mismunandi stigum
• Frítt kunnáttumat og ráðgjöf
Enskunámskeið að hefjast
"Okkur er umhugað
um þinn tíma"
Er sveigjanlegur vinnutími framtíðin fyrir
atvinnurekendur og starfsfólk?
Ráðstefna 3. september 2003 kl. 8:30–12:00 á Hótel Sögu, Ársal
Aðalfyrirlesari: Andris Kreicbergs, prófessor, upphafsmaður Time Care.
Time Care er sveigjanlegt tímastjórnunarkerfi, sem gerir starfsfólki mögulegt að velja
sér vinnutíma og frítíma í samræmi við eigin þarfir og þarfir atvinnurekanda. Stjórn-
endum er auðveldað að samræma óskir starfsfólks við þarfir vinnustaðar með sjálf-
virkri úthlutun á óvinsælum vinnutímum. Kerfið er notað í ólíkum atvinnugreinum,
eins og bönkum, heilbrigðisþjónustu, hótelum, löggæslu, opinberum stofnunum, veit-
ingahúsum, verslunum og þjónustuverum.
Dagskrá:
08:30 Setning ráðstefnu
Snjólfur Ólafsson, prófessor, viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands
08:40 Self rostering for increased productivity and well-being
Andris Kreicbergs, professor and chief physician, Karolinska Hospital
10:10 HLÉ
10:20 Fjölskylduvænt vinnuskipulag
Þórunn H Sveinbjörnsdóttir, varaformaður Eflingar stéttarfélags
10:40 Reynsla Neyðarlínunnar af notkun Time Care
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar
11:00 Time Care lausnin
Róbert Marinó Sigurðsson og Kristín Katrín Guðmundsdóttir, Vaktaskipan
11:45 Umræður og fyrirspurnir
Aðgangur er ókeypis.
Skráðu þig á netfangið timecare@timecare.is eða í síma 511 1014
GRAFÍKSÝNINGIN Homo Graf-
icus V var opnuð í sal Íslenskrar
grafíkur í Hafnarhúsinu á menning-
arnótt og stendur til 31. ágúst.
V er, eins og nafnið ber með sér,
fimmta samsýning Homo Graficus
sem sýnt hefur árlega frá 1998 og
heldur því upp á 5 ára starfsafmæli
með þessari sýningu.
Homo Graficus er lausskipaður
hópur karlkyns grafíklistamanna.
Markmið hópsins er sköpun á karl-
lægri grafík (ekki karlægri) og
virkjun grafíkur sem nútíma mynd-
miðils.
Síðasta sýning hópsins var í Húsi
málarans sl. sumar undir yfirskrift-
inni Egó.
Sýnendur á Homo Graficus V eru
listamennirnir Hafsteinn Michael,
Halldór Eiríksson, Helgi Snær Sig-
urðsson, Karl Emil Guðmundsson,
Sírnir H. Einarsson og Sævar Jóns-
son.
Homo Graficus sýnir