Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 26
SKOÐUN 26 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARNAR vikur hefur borið á umræðu um slæmar að- stæður mjög veiks fólks sem þjáist af fíkn (alkóhólisma) og/eða öðrum geð- rænum sjúkdómum. Þegar ömurlegar að- stæður þessa fólks koma uppá yfirborð- ið fáum við þjóðlegt samviskubit, við vilj- um helst ekki vita til þess að hér á landi þurfi fólk að lifa slíku lífi. Í hvert sinn sem umræða um þessi málefni fer af stað kemur fram fólk sem tilheyrir einhverjum þrýstihópi eða er í fyrirsvari fyrir meðferð fyrir þessa einstaklinga. Þetta fólk hefur yfirleitt þá skoðun að hið opinbera þurfi að láta meira fé til meðferð- arstofnana fyrir þessa sjúklinga. Fáheyrt er að heyra talað um hvaða árangur allar þessar meðferð- arstofnanir skili eða hvernig því fólki reiðir af sem hefur farið í með- ferð í lengri eða skemmri tíma og stundum oftar en einu sinni. Ef spurt er um slíkt þá fer ætíð af stað umræða um fjárskort til þessa mála- flokks. Aldrei er hugmyndafræði þessara meðferða tekin til gagnrýnnar op- inberrar umræðu og fáheyrt er að rýnt sé í starfsemi meðferðarstofn- ananna. Engar mælinar sem hafa verið gerðar af óháðum aðilum á árangri þessara meðferða liggja fyrir. Rétt einsog með aðra sjúkdóma eru þeir sem haldnir eru fíkn mis- jafnlega mikið veikir og það ná ekki allir bata. Sumir deyja án þess að fara nokkru sinni í meðferð. Eitt af því sem gerir þennan hóp frábrugð- inn öðrum hópum sjúklinga er að þetta fólk virðist geta ráðið því sjálft hvenær og hvort það fer í meðferð og að miklu leyti hvernig meðferð það fer í. Engin greining fram- kvæmd áður en pláss á meðferð- arstofnun er pantað. Þetta ásamt ýmsu öðru leiðir til þess að fáfrótt fólk fer að efast um að alkóhólismi eða fíkn sé sjúkdómur og fordóm- arnir lifa því góðu lífi. En samt fer það fyrir brjóstið á almenningi að sjá dauðveikan fíkil ráfa um, og víst er að fá mannanna mein niðurlægja fólk til jafns við þennan sjúkdóm. Sennilega eru hvergi á byggðu bóli hlutfallslega eins mörg legu- pláss fyrir alkóhólista, heimilisfasta eða heimilislausa, einsog hér á Ís- landi. Fáheyrt er að jafngott að- gengi sé að meðferð fyrir þessa sjúk- linga einsog hér á land, þá bæði í göngudeildarmeðferð og innlagn- armeðferð. Og þá ekki er öll sagan sögð; því hér er þessi meðferð ókeypis fyrir alla, hvort heldur fólk er að fara í fyrsta skipti eða tíunda, það þykja tíðindi víða um lönd, jafn- vel þar sem almannatryggingakerfi er með ágætum. En þrátt fyrir allt þetta þá virðist sem svo að ekki sjái högg á vatni hvað eftirspurn eftir meðfeð varðar. Það eru biðlistar í afeitrun og í meðferð ár eftir ár. All- ar stofnanir sem sinna þessu fólki eru yfirfullar og biðlistar alls staðar. Hvernig í ósköpunum stendur nú á því? Við Íslendingar höfum aukið neyslu áfengis umtalsvert síðustu 10 ár, en við drekkum samt hvað minnst allra þjóða í Evrópu. Aðeins Tyrkir og Albanir drekka minna. Framboð af ólöglegum vímugjöfum er talsvert en virðist samt ekki ná þeim toppum sem þekktir eru t.d. í Bandaríkjunum og Kanada eða Bretlandi. Þekkt stærð þeirra sem veikjast af alkóhólisma/fíkn á Vest- urlöndum og þeirra sem misnota vímugjafa er 10% af þýði. Hinir fíknu eru um helmingur þess hóps og það er sá hópur sem þarf helst og mest á meðferð að halda. Um það bil 96% allra alkóhólista eða fíkinna ein- staklinga á hverjum tíma eru ekki veikari en svo að þeir geta unnið og haldið heimili. Hin 4% eru á götunni eða á stofnunum eða í fangelsum. En þeir sem taka upp meðferðarplássin eru úr báðum þessum hópum. Hér á landi er það nánast algilt að fólk fer í afeitrun í nokkra daga áður en það fer í meðferð. Fólk fer í afeitrun hvort heldur það þarf á því að halda eða ekki. Það er alkunna að fólk sem ákveður að fara í meðferð t.d. á Vog þarf að bíða eftir plássi í nokkra daga, margir hætta neyslu á meðan beðið er, mæta bláedrú og fara í „afeitrun“ án þess sé nokkur þörf. Á sama tíma getur verið býsna snúið að koma einstaklingi sem er fárveik- ur af fráhvörfum í afeitrun. Allflestir sem fara í meðferð fá sömu meðferð- ina í nákvæmlega jafn-langan tíma óháð því hversu veikir þeir eru. Frá- vikin frá þessu heyra til undantekn- inga. Þetta er ein ástæðan fyrir því að alltaf er yfirfullt á meðferð- arstofnunum. Sú meðferð við alkóhólisma og fíkn sem hér er á boðstólum hjá SÁÁ og Landspítala — háskólasjúkrahúsi er sniðin eftir hinum svokallaða „Minnesotalíkani“ sem byggir alfar- ið á hugmyndafræði AA-samtak- anna. Ennfremur er hér boðið uppá meðferð sem nýtir sér annars konar trúarlega hugmyndafræði. Það er lítill sem enginn munur á árangri af þeim tveim náskyldu aðferðum. Þeg- ar litið er á árangur af meðferð sem byggir á AA-hugmyndafræðinni og þátttöku fólks í AA-samtökunum þá er hann sáralítill eða um 8% ef litið er á bata eftir 4 ár frá meðferð og aðeins 2% varanlegur bati. Bati er þá skilgreindur sem algert bindindi á alla vímugjafa. Hér á landi eru af og til að birtast allt aðrar tölur eða nánast 40–70% árangur sem ekki er hægt að skilja hvernig mögulegt er að fá. Ef árangurinn væri svo mikill væru allar meðferðarstofnanir hér á landi tómar. En þessi slaki árangur er önnur ástæðan fyrir því af hverju meðferðarstofnanir hér eru yfirfull- ar. Fólk fer aftur og aftur í meðferð. Sú staðreynd er besta vísbendingin um hversu gagnslítil þessi hefð- bundna meðferð er. AA-hugmyndafræðin er afsprengi bandarískrar millistéttarsiðfræði í bland við lúterska, evangeliska guð- fræði og kom fram árið 1935. Þetta kerfi var hið fyrsta sem sett var fram til þess að aðstoða alkóhólista, karla, því konum var bannaður að- gangur, og það virtist ganga nokkuð vel. En síðan þá hefur ýmislegt breyst. Á þeim tíma var ekkert vitað um þennan sjúkdóm og sjúkdóms- hugtakið var notað meira sem líking en sem staðreynd. Í dag er það vitað að alkóhólismi er arfgengur heila- sjúkdómur og engin tengsl eru á milli hans og persónuleika fólks, menntunar, greindar eða stéttar. Það er einstaklingsbundið hvernig sjúkdómurinn þróast og það er einn- ig vitað að ákveðnir persónu- leikaþættir spá fyrir um bata. Á síð- ustu áratugum hafa einnig komið fram nýjungar í meðferð, bæði ein- staklingsbundinni meðferð og hóp-/ stuðningsmeðferð. En þrátt fyrir það er AA-hugmyndafræðin enn mest notuð og það er vegna íhalds- semi en ekki vegna skilvirkni og ár- angurs. Talsmenn AA hafa það fyrir satt að þeir sem ekki nái árangri í gegnum AA sé fólk sem eigi bara eftir að átta sig á boðskapnum og meðtaka það á heiðarlegan hátt, það sé akkúrat ekkert að hugmynda- fræðinni, það sé bara eitthvað að Af sjálfmiðuðum með- ferðum og stofnunum Eftir Sölvínu Konráðs FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 FRÓÐENGI 20 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15-17 Stórglæsileg 4ra-5 herbergja endaíbúð á tveimur hæðum í fallegu og mjög snyrtilegu 3ja hæða fjölbýlishúsi innst í botnlanga á barnvænum og rólegum stað í Engjahverfinu. Einnig fylgir stæði í bílageymslu. Glæsilegt eldhús með fallegri innréttingu. Tvennar svalir. Gegnheilt merbau-parket og flísar að mestu á gólfum. Allar hurðir úr mahóní. Glæsilegar innréttingar. ÚTSÝNI. Óttar og Hlín taka vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 15-17. Verð 19,4 millj. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 94 fm rúmgóð og björt 3ja herb. íbúð á þriðju hæð í lyftublokk í góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í hol, 2 svefnherb., fataherb., eldhús, baðherb. og stofu. Suð-vestursval- ir. Sameiginlegt þvottahús á hæðinni og 5 fm geymsla í kjallara. Íbúðin er laus strax. Margrét sýnir, sími 898 1361. Asparfell 8 – 3ja h.h. – íbúð 3E Opið hús í dag frá kl. 14–16 Tvö 183,2 fm glæsileg raðhús á þremur hæðum með stórum innbyggðum bílskúr. Húsin afhendast tilbúin til innréttingar með milliveggjum, frág. rafmagni og hital. (án hurða, eldhúsinnr., baðinnr. og gólfefna). Ótrúlegt útsýni, góðar svalir og garður. Íbúðirnar skiptast í bílskúr, 3-4 herbergi, stofu, 3 baðherbergi, eldhús og þvottahús. Eignir sem vert er að skoða. Sigurður sýnir, sími 866 9958. Básbryggja 27 og 29 Opið hús í dag frá kl. 14–16 Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. Sérstaklega falleg og mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð á jarðhæð í 2-býli. Íbúðin skiptist m.a. í stofu og tvö herbergi. Íbúðin hefur öll verið standsett. Afgirt lóð til suðurs. Timburverönd. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-17. V. 10,5 m. 3134 Brekkustígur 6 - 1. hæð OPIÐ HÚS Falleg og björt efri u.þ.b. 142 fm sérhæð ásamt risi og stórum 40 fm bílskúr. Parket og góðar innréttingar. Tvennar svalir. Fallegt hús á eftir- sóttum stað. Gróin og falleg lóð. Finnur og Herdís munu sýna þessa fallegu eign í dag, sunnudag, á milli kl. 14.00 og 17.00. V. 19,8 m. 3508 Hátún 27 - Opið hús í dag Heiðarhjalli - glæsileg 4ra- 5herb. 116 fm hæð ásamt 22 fmbílskúr. Íbúðin er í algjörum sérflokki m. sérsmíðuðum innr., merbauparketimikilli lofthæð og stórglæsilegu útsýni. Allt sér. V. 20,5 m. 3573 Safamýri falleg sérhæð m.bílskúr Falleg og björt u.þ.b. 140 fmneðri sérhæð ásamt 25 fm bílskúr. Hæðin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu,hol, tvær stofur, eldhús, þrjú herbergi og baðherbergi. Parket og góðarinnréttingar. Suðursvalir. V. 20,9 m. 3544 Skaftahlíð - Sigvalda- blokkin Falleg, björt og velskipulögð 112m25 herbergja íbúð í Sigvaldablokkinni við Skaftahlíð. Eignin skiptist í m.a.hol, eldhús, stofu, borðstofu, þrjú herbergi og baðherbergi. Ein íbúð áhæð. Nýjar hurðir í íbúð. Nýstands- ett baðherbergi. Tvöföld hurð út ásvalir. V. 14,9 m. 3571 Ánaland með bílskúr-laus Falleg og björt u.þ.b. 120 fm íbúð ílitlu fjölbýl- ishúsi á eftirsóttum stað ásamt 23,6 fm bíl- skúr. Parket oggóðar innréttingar. Stórar suð- ursvalir. Arinn í stofu. Hús og sameign í mjöggóðu ástandi. Íbúðin er laus. V. 18,7 m. 3558 Sólheimar - Lúxusíbúð m/bílskúr Ein glæsilegasta íbúð lands- ins á13. hæð með óviðjafnanlegu útsýni og stórum svölum. Íbúðin sem er 3ja-4raher- bergja u.þ.b. 100 m2 auk 25 m2 bílskúrs skipt- ist m.a. í stofu, borðstofu,eldhús, baðherbergi og tvö herbergi. Allar innréttingar, gólfefni og skáparí fyrsta flokki. Eign í sérflokki. Mikill fjöldi mynda á eignamidlun.isog mbl.is 3563       Eiríksgata - Fjórar íbúðir á eftirsóttum stað við Landspítalann. Vorum að fá í sölu heilan stigagang með fjórum íbúðum. Um er að ræðaeina 2ja herbergja 46,6 m2 íbúð í kjallara og þrjár 3ja herbergja íbúðir á 1og 2. hæð og í risi frá 82 m2 til 95 m2 að stærð. Verð á 2ja herbergjaíbúðinni er 8,0 m. 3ja her- bergja íbúðirnar eru frá 12,0 -12,5 m.Endur- nýjað rafmagn, yfirfarið skólp og nýjar rennur. Frábær staðsetning.Húsið lítur vel út að utan. Íbúðirnar eru lausar fljótlega. 3567 Óðinsgata - standsett Vorum að fá í sölu mjög fallega mikiðstandsetta 3ja herb. hæð í 2-býli. Sér inngangur. Hagstæð lán áhvílandi.V. 11,2 m. 3574 Reynimelur - glæsileg Glæsi- leg 2ja herb. íbúð á 4.hæð m.glæsilegu útsýni. Nýstandsett bað, eldhús og gólfefni. Húsið er einnignýlega standsett. V. 9,9 m. 3559 Hraunbær - Frábær stað- setning Til leigu 153 m2 götuhæð í helstaverslunarkjarna Árbæjar í nýju húsi sem er sérlega vandað á allan hátt.Eignin er laus nú þegar. Í kjarnanum eru m.a. SPV, borgar- bókasafn, bakarí,bónus o.fl. Mikill fjöldi bíla- stæða. Aðeins traustir leigutakar koma til- greina. Nánari upplýsingar veitir Óskar. Ti leigu 2495 Laufásvegur - Laus strax. Vorum að fá í sölu 285,3 m2 húsnæðiá jarð- hæð sem býður upp á mikla möguleika á eftir- sóttum stað í bænum.Húsnæðið er að mestu leyti tilbúið til innréttinga. Eignin gæti hentað velundir ýmisskonar starfsemi s.s. verslun, þjónustu eða hugsanlega til aðinnrétta sem íbúðir. Hluti af húsnæðinu er í bakhúsi sem nú er í útleigutil Ameríska sendiráðsins en losnar fljótlega.Laus strax. Lyklar á skrifstofu. V. 21 m. 3564 KaplahraunGott 207 m2 iðnaðarhús- næði við Kaplahraun íHafnarfirði. Eignin var innréttuð sem leiguíbúðir. Miklir möguleik- ar.Möguleiki væri að koma upp iðnaðarhús- næði með skrifstofuhúsnæði á 2.hæðinni. Laust strax. V. 11,5 m. 3565  

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.