Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði                             !"#$$ %&&'''(    ( Mig langar að skrifa hér stutta afmælis- kveðju til að minnast þín elsku mamma mín. Það er erfitt að sitja hér og rifja upp allar góðu minning- arnar sem við áttum saman vegna þess að sorgin er mikil og söknuður- inn er svo sár. Samt munu minningarnar alltaf lifa og þær verða aldrei frá okkur teknar. Þú hefðir orðið 45 ára 22. ágúst og mig langaði bara til þess að segja að ég elska þig og sakna þín og það líð- ur ekki sá dagur að ég hugsi ekki til þín. Mig langar til þess að senda þér þessi stuttu erindi sem ég veit að þú kunnir að meta: EYGLÓ ÁSTVALDSDÓTTIR ✝ Eygló Ástvalds-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 22. ágúst 1958. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 15. febrúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 26. febrúar. Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér, lát ei sörg né böl þig buga baggi margra þungur er. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði varpað er en þú hefur afl að bera orka blundar næg í þér. Grafðu jafnan sárar sorgir, sálar þinnar djúpi í, þótt þér bregðist besta vonin brátt mun lifna önnur ný. Reyndu svo að henni að hlynna hún þó svífi djarft og hátt segðu aldrei „vonlaus vinna“ von um sigur ljær þér mátt. Dæmdu vægt um veikan bróður veraldar í ölduglaum, þótt hans viljaþrek sé lamað þótt hann hrekist fyrir straum. Sálarstríð hans þú ei þekkir þér ei veist hvað mæta kann, þótt þú fastar þykist standa þú ert veikur eins og hann. (Guðmundur Valgeirsson frá Auðbrekku.) Ég kveð þig þá í bili, elsku dúllan mín. Þín dóttir Hildur. Þegar tvíburasystir mín hringdi og tjáði mér að amma væri komin á spítala var mér brugðið. Fréttin kom mér þó ekki í opna skjöldu. Ég hafði talað við ömmu reglulega í síma frá því ég kom hingað til friðargæslustarfa og fannst mér ég finna mun á henni þegar leið á árið. Þar kom þá að því að hún mæddist eftir langa og giftusamlega ævi, hafði ég stund- um hugsað í sumar. Hins vegar er jafnan erfitt að horfast í augu við hið óumflýjanlega og innst inni vonaði maður að hún myndi bragg- ast. Ekki kom þó til þess og dag- inn fyrir níutíu og þriggja ára af- mælisdag sinn var hún látin. Það er einkennileg og tregafull tilhugs- un að hennar njóti ekki lengur við. En minningar um ömmu byrja í Bjarkarstígnum. Barnsskónum sleit ég ásamt systrum mínum í Kaupmannahöfn og ég man enn hversu mikil tilhlökkunin var þeg- ar haldið var heim til Íslands á sumrin, sem var árlegur viðburð- ur. Þar var ávallt höfð viðdvöl á Akureyri í faðmi ömmu og afa. Afi var glaðbeittur og hávaðasamur á köflum og fullur af orku. Í ömmu hafði honum lánast að finna verð- ugan jafningja sem fylgdi honum INGA P. SÓLNES ✝ Inga PálsdóttirSólnes fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1910. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 11. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 20. ágúst. og studdi til æviloka. En það sem kemur sterkast upp í hugann þegar ég rifja upp sumardaga í bernsku á Akureyri er hversu mikilli hlýju stafaði frá ömmu. Einhvern veginn virtist hún eiga til endalausa þol- inmæði og umhyggju að veita stórum hópi barna og barnabarna svo enginn komst hjá því að líta til hennar með sérstakri vænt- umþykju. Þar komu, hvað okkur systkinin varðar, ekki bara til hinn víðfrægi rabarbaragrautur, búkollusaga og píanóspil. Ekki heldur það að hún hastaði aldrei á okkur systkinin heldur sýndi okk- ur endalausa þolinmæði. Óvenju- leg áhrif ömmu á flesta sem kynntust henni komu til af ein- hverju sem erfitt var að festa hendur á. Þeim mun meira sem ég hef brotið höfuðið um þessar bernskuminningar með ömmu hef ég komist að afskaplega einfaldri skýringu. Okkur þótti svo vænt um hana af því að hún var svo góð manneskja. Einfaldlega það, amma var óvenjulega skapgóð, blíð og góð manneskja. Andlát afa tók mjög á ömmu. Það gat engum dulist, enda höfðu þau verið afar samrýmd hjón. Ég var kominn nógu mikið til vits og ára til að sjá að þau voru ekki bara góð hjón heldur einnig mjög kærir vinir. Kannski vó því söknuðurinn þungt hjá ömmu þegar hún afréð að flytja úr Bjarkarstígnum niður í Aðalstrætið. Þar tók við annar lífs- kapítuli sem varð lengri og skemmtilegri en í raun hefði verið hægt að sjá fyrir við umskiptin. Amma lagði mikla áherslu á að vera sinn eiginn herra og naut sín vel þrátt fyrir að vera orðin ein í nýju húsi. Ekki var beinlínis um einveru að ræða. Bræðurnir Gunn- ar og Jón Kristinn voru handan götunnar í Aðalstræti og allt þeirra fólk sem leit ávallt reglu- lega til hennar. Að sunnan komu hin systkinin, Inga, Palli og faðir minn, svo oft sem við var komið. Við barnabörnin höfðum ávallt óskaplega gaman af því að renna til hennar og undir það síðasta hafði myndarlegur hópur barna- barnabarna bæst í hóp reglulegra gesta. Mér er það í fersku minni þegar ég fór stoltur, nýbakaður faðir ásamt eiginkonu minni með frumburðinn Salvöru, þriggja mánaða, að sýna nýorðinni lang- ömmunni. Við það tækifæri var farið út að borða í Hrísey og einn- ig farið í hefðbundinn bíltúr að Goðafossi. Enda þótti ömmu fátt indælla en að fara í notalegan bíl- túr. Varð þá Eyjafjarðarhringur- inn oft fyrir valinu en einnig var skroppið í Mývatnssveit eða rennt fram í Ólafsfjörð ef því var að skipta. Ég verð hér einnig að nefna að mér eru bíltúrar hennar og afa minnisstæðir. Þannig var að á hverju sumri dvaldi ég að Ástjörn, þangað heimsóttu þau mig, heilsuðu Boga og starfsfólki hans og buðu svo öllum drengj- unum upp á Valash og Konga sem fyllti skottið. Ekki er laust við að þetta hafi gert mig nokkuð rogg- inn meðal drengjana. Mörgum ár- um seinna var ég í brúarvinnu inni í Eyjafirði. Komu þau þá keyrandi á hverjum morgni og veifuðu mér handan árinnar. Það var ekki alltaf auðvelt fyrir óharðnaðan ungling að vera í brúarvinnu en með þessu var manni sýnt að frammi á Ak- ureyri ætti maður góða að sem hugsuðu til manns. Ömmu þótti gaman að því að horfa á sjónvarp og fylgdist með fréttum af mikilli nákvæmni fram undir það síðasta. Þetta þótti manni einhvern veginn sjálfsagt, en vitaskuld var ekkert sjálfsagt við það að kona á tíræðisaldri gæti haldið uppi við mann fjörlegum samræðum um pólitík og dægur- mál fram í andlát. Þegar leið að háttatíma settist hún hins vegar ávallt niður við dagbókarskrif og féll þar ekki úr dagur ef því varð mögulega komið við. Fundust mér, eins og öllum öðrum sem sóttu hana heim, þessar kyrrðarsetur inni í eldhúsi afskaplega notalegar. Ég hef af þessum fundum með ömmu ótrúlega skýra mynd í höfð- inu og með henni fylgir jafnskýrt hljóð, eins og í kvikmyndasal, af gömlu standklukkunni sem sló svo notalega inn korterin og klukku- stundirnar í lífi ömmu. Undir það síðasta var hún orðin ansi fótafúin blessunin, en hún var eldskýr í kollinum. Gigtin var einnig farin að plaga hana, en aldrei man ég hana kvarta að neinu ráði. Öllu heldur hafði hún vanda til að lofa hvern góðan dag, einkum þegar nógu hlýtt var fyrir hana að rölta út á hlað með göngu- grindina og gá til veðurs. Þannig man ég síðustu kveðjustundina okkar fyrir utan húsið í Aðalstræti áður en haldið var suður eftir notalega heimsókn. Aldrei hafði annað hvarflað að mér en að ég myndi bera hana til grafar og það vonandi eftir mörg ár. En nú höguðu örlögin því svo að andlát hennar bar brátt að og á sama tíma og ég hafði skuldbundið mig við friðargæslustörf í Bosníu og Hersegóvínu. Ég verð því að láta nægja að senda kveðju norður yfir heiðar til ættingja minna. Ég veit að amma hefði haft á þessu fullan skilning eins og á öðru. Þannig var hún amma mín. Jón Óskar, Sarajevó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.