Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 33 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hellissandi, Austurgerði 6, Reykjavík, lést sunnudaginn 17. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju, mánudaginn 25. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti Landakotsspítala njóta þess. Ellert Róbertsson, Bryndís Theódórsdóttir, Guðbjörg Róbertsdóttir, Jósavin Helgason, Birna Róbertsdóttir, Birgir Róbertsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og afi, GÍSLI ÞORVALDSSON, Jörfabakka 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 19. ágúst. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju mánu- daginn 25. ágúst kl. 15.00. Margrét og Ingibjörg Gréta Gísladætur, móðir, systkini og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA LUISE ELISABETH JAKOB, lést á sjúkraheimili í Þýskalandi sunnudaginn 17. ágúst sl. Þeim, sem vildu senda samúðarvott, er bent á Félag aðstandenda Alzheimers-sjúklinga eða aðrar líknarstofnanir. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hilke Jakob Magnússon. Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU PÉTURSDÓTTUR, áður til heimilis í Hólmgarði 49, Reykjavík, verður gerð frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 27. ágúst nk. kl. 10.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti dvalar- og hjúkrunarheimilið Holtsbúð í Garðabæ njóta þess, reikn- ingur nr. 0318-13-110053. Ragnar Jörundsson, Svanhvít Sigurðardóttir, Sigrún Jörundsdóttir, Sveinn Áki Lúðvíksson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar áskæru eiginkonu, móður, tengda- móður og ömmu, ANDREU BENEDIKTSDÓTTUR, Seljavegi 19, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsde- ildar Landspítalans við Hringbraut fyrir frábæra umönnun. Sæmundur Haraldsson, Hrólfur Sæmundsson, Guðný Magnúsdóttir, Sigurbjörg Sæmundsdóttir, Kolbeinn Sæmundur, Andri og Glóey, Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN AXELSSON kaupmaður, Nónvörðu 11, Keflavík, sem lést þriðjudaginn 19. ágúst, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Landsamband hjartasjúklinga. Bergþóra Þorbergsdóttir, Guðmundur Jóelsson, Anna Margrét Gunnarsdóttir, Axel Jónsson, Þórunn Halldórsdóttir, Vignir Jónsson, Marteinn Tryggvason, Þorsteinn Jónsson, Katrín Hafsteinsdóttir, Íris Jónsdóttir, Gylfi Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Á sumarkvöldi fyrir 25 árum kom saman á Smárahvammsvelli í Kópavogi hóp- ur stuðningsmanna Breiðabliks til að leika knattspyrnu sér til ánægju og heilsubótar. Var ákveðið að hittast eitt kvöld í viku og sparka fótbolta. Þegar haustaði og veður gerðust válynd fækkaði í hópnum og einn rigningardaginn mættu aðeins fjórir og enginn með fótbolta. Réðu menn nú ráðum sínum og í stað þess að hver færi til síns heima var farið í gönguferð sem teygðist í tvo tíma. Að göngu lokinni var ákveðið að hittast næsta sunnudagsmorgun og ganga ekki skemur en í tvær klukku- stundir, hvernig sem viðraði. Einn þessara fjögurra göngumanna var Guttormur Sigurbjörnsson. Þessi fjögurra manna hópur hélst óbreyttur í 22 ár. Gengið var hvern sunnudag í tvær klukkustundir, líka í óveðrum. Það eina sem hindraði mætingu var ef menn voru á ferða- lagi eða veikir. Gengið var um ná- grenni höfuðborgarsvæðisins. Áður en þessar gönguferðir hóf- ustþekktumst við lítið, en við kynnt- umst vel og kunningsskapurinn varð að vináttu. Guttormur var léttur í spori, hafði áður verið góður íþróttamaður og var m.a. íþróttakennari að mennt. Í þessum gönguferðum okkar var mikið spjallað og ósjaldan rætt um nýjustu uppákomur í pólitíkinni. Guttormur var mikill framsóknar- maður og hafði verið bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn bæði á Ísafirði og í Kópavogi. Ekki vorum við allir framsóknar- menn, því gátu umræðurnar orðið líflegar, en ætíð voru þær á léttu nót- unum. Pólitíkin var áður fyrr persónu- legri og grimmari, en ekki minnist ég þess að Guttormur hafi nokkru sinni hallmælt pólitískum andstæð- ingum. Stundum, einkum á veturna, þeg- ar við komum blautir og kaldir eftir göngu í slagviðri, settumst við niður eftir heitt bað og héldum áfram að spjalla um lífið og tilveruna. Guttormur var sannfærður um framhaldslíf eftir dauðann. Á jörð- inni ættum við stuttan stans. Nú er hann lagður af stað í ferðina yfir móðuna miklu sem skilur að líf og dauða. Við göngufélagarnir tveir sem eft- ir erum, Jóhann Baldurs og ég, þökkum samferðastundirnar og ósk- um Guttormi góðrar ferðar. Þórir Hallgrímsson. Kveðja frá Rótaryklúbbi Kópavogs Þegar Rótaryklúbbur Kópavogs var stofnaður árið 1961 var Guttorm- ur Sigurbjörnsson valinn til að verða fyrsti forseti klúbbsins, enda marg- reyndur félagsmálamaður og fyrrum Rótaryfélagi frá Ísafirði. Hann var frá upphafi áhrifamikill og virkur fé- lagi og skilaði klúbbnum drjúgu og farsælu starfi. Hann var snjall ræðu- maður, ágætur húmoristi og fylginn sér í félagsmálum. Hinn prúðbúni dagfarsprúði félagi var og góður sessunautur á fundum, sem með lágum rómi kom af stað umræðu um málefni sem efst voru á baugi á hverjum tíma og miðlaði af reynslubrunni sínum, oft kryddað góðlátlegri kímni, en alvaran þó ávallt skammt undan. Guttormur var að verðleikum út- GUTTORMUR SIGURBJÖRNSSON ✝ Guttormur Sig-urbjörnsson fæddist á Ormsstöð- um í Skógum í Valla- hreppi í Suður-Múla- sýslu 27. september árið 1918. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 11. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 22. ágúst. nefndur Paul Harris- félagi árið 1985, sem er æðsta viðurkenning fyrir mikil og góð störf í þágu klúbbsins og Rót- aryhreyfingarinnar. Málefni og verkefni Rótary voru honum hjartans mál, svo sem sjá má í grein í veglegu afmælisriti sem gefið var út er minnst var 50 ára afmælis hreyfing- arinnar á Íslandi, en þar fjallaði Guttormur um sögu klúbbs okkar og þar farast honum m.a. svo orð: „Merkasta átak klúbbs- ins á sviði mannúðarmála er án efa þátttaka hans í byggingu sjúkra- heimilis fyrir aldraða að Sunnuhlíð í Kópavogi.“ Guttormur naut þar á allra síðustu æviárum sínum skjóls, aðhlynningar og hjúkrunar og hafði oft orð á því hve ánægður hann væri með hve vel hefði til tekist um byggingar og þjónustu. Okkur félögum í Rótary- klúbbi Kópavogs er það við leiðarlok ánægjuefni að svo skyldi til takast að einn af frumherjum okkar nyti ávaxtar þess starfs sem klúbburinn okkar hefur átt aðild að. Syni og fjölskyldu Guttorms vott- um við samúð okkar og þökkum Guttormi góð störf fyrir klúbbinn og ánægjulegar samverustundir og biðjum vini okkar góðrar heimkomu. Jóhann Árnason, forseti Rótaryklúbbs Kópavogs. Vinur okkar Guttormur er allur. Kynni okkar af honum og konu hans Aðalheiði, sem lést fyrir tveimur ár- um, hófust þegar við byggðum með Byggingasamvinnufélagi Reykjavík- ur íbúð í Álftamýri 58. Þá var hann formaður félagsins og hún starfaði á skrifstofunni. Á þessum tíma ný- komin úr námi, varð oft að fá greiðslufrest meðan á byggingu hússins stóð, ekkert nema liðlegheit hans og síðan verkefni sem ég fékk við bygginguna urðu þess valdandi að dæmið gekk upp. Síðan þetta gerðist varð náinn vinskapur milli okkar og þeirra. Þegar ég kom til starfa hjá Fasteignamati ríkisins var hann forstjóri þar, miklar breytingar voru þá í aðsigi, almenn tölvunotkun var að hefjast og miklar breytingar á vinnslu gagna fóru fram undir hans stjórn. Var hann með fyrstu stjórn- endum hjá ríkinu sem tóku tölvur í almenna notkun hjá starfsmönnum. Hann vildi að starfsfólkið fengi sem besta þekkingu á verkefnum fast- eignamatsins og setti á stofn Mats- mannaskólann í tengslum við End- urmenntunarstofnun Háskólans þar sem matsmenn Fasteignamatsins og starfsmenn annarra stofnana sem unnu að matsstörfum tóku síðan próf frá. Í framhaldi af þessu stofnaði hann Matsmannafélagið og var for- maður þess fyrstu árin. Þá fékk hann fjölda erlendra matsmanna til kennslu í matsstörfum, meðan hann var forstjóri Fasteignamatsins. Guttormur starfaði ávallt mikið að félagsmálum og kom víða við í þeim málum sem ekki verða rakin hér, að- eins það sem ég þekki til. Hann var mikill Breiðabliksmaður og formað- ur félagsins í tvö ár. Þá var hann ávallt einn af forustumönnum Fram- sóknarflokksins í Kópavogi eftir að hann flutti þangað. Starf hans er ómetanlegt fyrir flokkinn, ekki síst sú vinna sem hann lagði á sig sem ritstjóri Framsýnar til margra ára. Samvistir okkar við Guttorm og Að- alheiði í sumarferðum framsóknar- manna og tjaldferðum ásamt reglu- legum heimsóknum hvert til annars eru okkur ómetanlegar. Við kveðjum mikinn vin okkar og velgjörðarmann sem ávallt lagði vel til okkar. Ingva, Herdísi og börnunum biðjum við guðs blessunar. Þorvaldur og Dóra. Trúlega hafa fáir menn mér óskyldir haft jafn mikil áhrif á lífs- hlaup mitt og Guttormur Sigur- björnsson. Ég kynntist Guttormi haustið 1972 þegar hann sem for- maður bæjarráðs Kópavogs hvatti mig til að sækja um stöðu bæjarrit- ara í Kópavogi. Þá var við völd í Kópavogi meirihluti Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks. Hygg ég að á engan sé hallað að segja að Guttormur hafi verið hryggjarstykk- ið í þeim meirihluta, sem að mínu áliti lagði grunninn að þeirri upp- byggingu sem síðar varð í Kópavogi. Nægir að minna á Gjána í gegnum Kópavogshálsinn með tilheyrandi brúm, uppbyggingu miðbæjarins, þar sem gert var ráð fyrir húsi milli brúnna sem nú er í byggingu, fyrsta upphitaða knattspyrnuvöllinn á Ís- landi, samningana um hitaveituna og mætti lengi áfram halda. Í bæjarstjórninni, frá 1970-1974 undir forystu Guttorms, voru stór- huga menn og konur úr öllum flokk- um. Þar var enginn maður lítilla sanda né sæva og oft hugsað stórt. Guttormur var lipur og skemmti- legur fundastjórnandi og engum hef ég kynnst sem átti jafn auðvelt með að koma strax að aðalatriðum hvers máls og skilja kjarnann frá hisminu. Á þessum árum var pólitíkin eins og svo oft í Kópavogi hörð og mis- kunnarlaus og fór Guttormur ekki varhluta af því frekar en aðrir stjórnmálamenn sem standa upp úr fjöldanum og bitnar það oft meira en skyldi á fjölskyldu viðkomandi. Hygg ég að það hafi ráðið miklu um að Guttormur gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn- inni og var það miður fyrir íbúa Kópavogs, en að sama skapi sjálf- sagt gott fyrir fjölskylduna sem hann mat mikils, en hann var gæfu- maður í einkalífi og kvæntist ungur Aðalheiði Guðmundsdóttur frá Ísa- firði, sem lést fyrir nokkrum árum og saman áttu þau soninn Ingva. Gegnum árin myndaðist góð vin- átta milli okkar og áttum við lengi gott samstarf í Rótaryklúbbi Kópa- vogs og í Framsóknarflokknum þar sem hann tók virkan þátt. Það var gott að leita til Guttorms sem var úr- ræða- og tillögugóður og vildi hvers manns vanda leysa. Blessuð sé minning hans. Jón Guðlaugur. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.