Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Nú kemur þú golfinu á kortið Golfkort Búnaðarbankans – nýtt fullgilt kreditkort hlaðið golftengdum fríðindum. www.bi.is FRIÐRIK Skúlason tölvunarfræð- ingur segir það fyrst og fremst vera sök tölvufyrirtækisins Microsoft að tölvuveirur leiki lausum hala á Int- ernetinu og angri tölvunotendur. „Það væri hægt að koma í veg fyrir vírusvandamál að miklu leyti, ef Microsoft hefði ekki leyft að keyra vírusa innan úr póstforritum, þ.e. opna viðhengi beint í póstforritun- um,“ segir Friðrik í viðtali í Morg- unblaðinu í dag. Hann kennir Micro- soft einnig um að hafa látið öryggismál tölvuforrita sinna sitja á hakanum, og með þeim hætti hafi svigrúm myndast fyrir tölvuþrjóta. Meiri áhersla hafi verið lögð á þæg- indin en öryggismálin. „Ef fyrirtæk- ið hefði ekki staðið sig svo illa ræki ég ekki 50 manna fyrirtæki sem berst við vírusa,“ segir Friðrik enn- fremur. Segir Microsoft vera sökudólg í veiruvanda Skiptu út öryggi fyrir þægindi  Rafrænt veggjakrot/10 Landgræðsluskógar gátu ekki fengið nægi- lega margar plöntur til gróðursetningar á þessu ári miðað við áætlanir. Að sögn Ólafíu Jóhannsdóttur, formanns nefndar um Landgræðsluskóga, hefur ásókn í trjá- plöntur aukist það mikið að framleiðend- ur anna ekki eftir- spurn. „Það varð skortur á góðum plöntum í vor og framleiðendur gátu ekki uppfyllt þá samninga sem gerðir höfðu verið við land- græðsluskóga,“ segir Ólafía. Hún segir ýms- ar ástæður liggja þar að baki. Vorhretið hafði slæm áhrif „Mun fleiri leita eftir plöntum til gróður- setningar en áður, og sýnir það fjölda land- græðsluverkefna og áhuga almennings á skógrækt. Svo var hretið í maíbyrjun slæmt fyrir ræktunina og gerði það að verkum að fjöldi gæðaplantna var minni en áður. Við höfum fengið um átta til níu hundruð þúsund plöntur undanfarin ár, en höfum um 640 þús- und plöntur í ár. Það er þónokkur munur,“ útskýrir Ólafía. Skógrækt ríkisins seldi áður einnig plöntur til Landgræðsluskóga og almenn- ings, en hefur nú hætt því eftir afskipti Sam- keppnisstofnunar af aðstöðumun Skógrækt- arinnar og annarra plöntuframleiðanda. Við það hefur framboð plantna minnkað. Landgræðsluskógar planta færri trjám í ár Skortur á plöntum til gróður- setningar  Gróðursettu/6 HÆKKUN á verði matvæla á árinu 2001, sem varð í kjölfar lækkunar á gengi krónunnar, hef- ur að verulegu leyti gengið til baka. Frá ársbyrjun 2002 hefur verð á matvælum lækkað um 6,7%. Á sama tíma hefur neyslu- verðsvísitala hækkað um 2,2%. Matarverð hefur ekki verið lægra síðan í maí 2001. Frá ársbyrjun 2001 hefur matvælaverð hækkað um 5,8%, en neysluverðsvísitala hefur á sama tímabili hækkað um 11,8%. Gengi krónunnar lækkaði mikið á árinu 2001 og leiddi það til þess að verð á matvælum hækkaði um 9,6% það ár. Gengið fór hins vegar að hækka í lok árs 2001 og hækk- aði mikið í fyrra. Þetta hefur skil- að sér í lægra matvælaverði. Sam- kvæmt tölum Hagstofu Íslands hefur matur lækkað í verði frá árs- byrjun 2002 um 6,7%. Mæling Hagstofunnar sýnir að matvæla- næðis hefur á síðustu 12 mánuðum hækkað um 0,4% á meðan vísital- an í heild hefur hækkað um 2%. Það þýðir að það er húsnæðislið- urinn sem dregur áfram þá verð- bólgu sem er í landinu. Húsnæðið er þungur liður í vísitölunni og hefur haldið áfram að hækka,“ sagði Guðrún. Auk húsnæðis hefur ýmis opin- ber þjónusta hækkað meira en vísitala neysluverðs. Þar má nefna heilsugæslu, menntun og þjónustu leikskóla. Tryggingar, bílar og raf- tæki hafa einnig hækkað meira en almennt verðlag. Ein matvara sker sig úr varð- andi verðhækkanir, en það er fisk- ur sem hefur hækkað um tæplega 20% frá því í ársbyrjun 2001. Á sama tíma hafa ávextir lækkað um tæplega 20%. Enginn liður vísitöl- unnar hefur þó hækkað jafnmikið og tóbak sem hefur hækkað um 34% frá 2001. verð hefur ekki verið lægra síðan í maí 2001. Verðbólgan knúin áfram af hærra fasteignaverði Guðrún Jónsdóttir, sérfræðing- ur á vísitöludeild Hagstofu Ís- lands, segir að breytingar á gengi krónunnar séu sá þáttur sem skýri best þær breytingar sem orðið hafi á matvælaverði. Matvöruverð hafi hækkað nokkuð mikið árið 2001 í kjölfar lækkunar á gengi krónunnar. Eftir að gengið fór að hækka á ný hafi matvörur almennt lækkað í verði. Að undanförnu hafi gengið reyndar lækkað aftur, en þess sé enn ekki farið að gæta í verðmælingum Hagstofunnar. Þó að matvörur hafi lækkað talsvert í verði að undanförnu hef- ur neysluverðsvísitala eftir sem áður hækkað. Ein meginskýringin á því er hækkun á fasteignaverði. „Vísitala neysluverðs án hús- Hækkun á matvöruverði árið 2001 er að verulegu leyti gengin til baka Verðið ekki lægra frá því í maí 2001       , 8/ '9 -   . /   , /  01   2   2 / 2  0 3 4 /     5 6 5     5         - 7    3     ,      32      -    893: :;<! =<5>                                                                           VEL viðraði til útiverka víða á landinu í gær. Þessi starfsmaður Slippsins í Reykjavík notaði tækifærið til að þvo hrúðurkarla af skipsbotni, en hrúður- karlar setjast gjarnan á steina og skip. Ekki er ann- að að sjá en hann hafi átt töluvert verk fyrir höndum þegar ljósmyndara bar að garði. Morgunblaðið/Arnaldur Burt með hrúðurkarlana ÞEGAR Hlynur Ómar Björnsson var að gramsa í gömlum bókaskáp afa síns rakst hann á möppur með skjölum félags Íslendinga í Þýska- landi, sem starfandi var á árunum 1934 til 1945. Á þeim árum var fjöldi Íslendinga þar við nám og störf. Afi Hlyns, Björn Kristjáns- son, stórkaupmaður, var formaður félagsins, en hann átti mikil við- skipti við Þýskaland á þeim árum. Hlynur rannsakaði skjölin og rakst þar meðal annars á kveðju frá sjálfum Adolf Hitler, þar sem hann þakkar árnaðaróskir félags- ins á fimmtugsafmæli sínu. Sömu- leiðis var þar að finna bréf sem Björn Sv. Björnsson, þá liðsmaður hinna illræmdu Waffen SS-sveita, skrifaði Birni Kristjánssyni frá austurvígstöðvunum. Adolf Hitler þakkar Íslendinga- félaginu kveðjur á fimmtugs- afmæli sínu árið 1939. Fann kveðju frá Hitler  Sunnudagur/8–9 EGGERT Magnússon, formaður Knatt- spyrnusambands Íslands, vonast til þess að hafist verði handa sem allra fyrst að stækka leikvanginn í Laugardal. Hann segir löngu tímabært að stækka hann svo unnt verði að koma fleiri áhorfendum á leiki íslenska landsliðsins. Eggert segir að KSÍ hafi undanfarna mánuði verið í viðræðum við Reykjavíkur- borg og ríkið um stækkun vallarins en enn sem komið er hafi ekki verið tekin nein ákvörðun í þeim efnum. Hugmyndir KSÍ lúta að því að völlurinn verði stækkaður í tveimur áföngum og þegar framkvæmdum ljúki rúmi hann 14.000 manns í sæti. Þurfum að stækka þjóðar- leikvanginn  Höfum/4 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.