Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ T ÖLVUVÍRUSAR og tölvuormar eiga það sameiginlegt að valda tölvunotendum um heim allan ómældum vanda. Þeir eru gerðir út af örkinni af mönn- um, sem virðast ein- göngu vilja kanna hvað þeir komast upp með, því sjaldnast hafa þeir nokkurn hag af hrekkjunum. Forritararnir eru nær und- antekningalaust ungir karlmenn, sem sýna af sér andfélagslega hegðun. Siðblindir að því leyti að þeir sjá ekkert athugavert við að senda skæða vírusa og orma um heimsbyggðina, en njóta athyglinnar sem þeir vekja. Friðrik Skúlason, hjá fyrirtækinu Friðriki Skúlasyni ehf. sem þróar og framleiðir veiruvarna- hugbúnað, líkir vírusa- og ormasendingum þeirra við veggjakrot. „Vírusar og ormar eru ekki eitt og hið sama, þótt vandræðin sem snúa að almennum tölvu- notendum séu hin sömu,“ segir Friðrik. „Orm- urinn dreifir sér sjálfur, en vírusinn þarf hjálp. Ormar eru því meiri vandi og geta náð heimsút- breiðslu á klukkustund, á meðan vírus er hálft ár að ná þeim árangri. Í báðum tilvikum þarf notandi kannski að opna viðhengi í tölvupósti. Ef þar leynist vírus, gerist kannski ekki annað en að einhver skjöl í tölvunni smitast. Vírusinn fer hins vegar ekki lengra fyrr en notandinn sendir smitað skjal eitthvert annað. Ormarnir eru með þeim hætti, að um leið og viðhengi með honum er opnað sendir hann sjálfan sig um allt, á öll póstföng sem leynast í tölvunni.“ Ormar og veirur angra fyrst og fremst Wind- ows-notendur. Ástæðan er ekki sú að t.d. Lin- ux-stýrikerfi sé svo miklu öruggara en Wind- ows, heldur sú að forritararnir eyða ekki tíma í að skrifa veirur eða orma fyrir kerfi sem hafa litla markaðshlutdeild. Windows-kerfi Micro- soft hefur margar gloppur í öryggismálum, eða svokallaðar öryggisholur. Á þessu ári einu hef- ur verið tilkynnt um 30 slíkar holur og enn leyn- ast margar í kerfinu. „Microsoft er að reyna að taka á þessu. Bill Gates sendi þá tilskipun til starfsmanna Microsoft fyrir alllöngu að huga betur að öryggismálum, en það hefur ekki enn dugað. Microsoft er eins og risaeðla. Þótt haus- inn ákveði að beygja af leið fylgir skrokkurinn ekki strax á eftir, hvað þá ef taka á U-beygju.“ Friðrik segir að flestir tölvunotendur séu með veiruvarnir af einhverju tagi. „Þessar hefðbundnu veiruvarnir hafa ekki dugað upp á síðkastið. Msblasterinn, sem fór eins og eldur í sinu á dögunum, fór framhjá veiruvörnunum af því að hann er ekki til sem skrá sem þær nema. Hann lifir sem gagnastraumur á Netinu. Leiðin til að varast hann er því annars vegar að loka þeirri öryggisholu sem hann nýtir sér og hins vegar að vera með eldveggi, sem loka fyrir net- umferð á óskilgreind port og getur stöðvað sendingar sem eru ekki réttar. Fyrir ein- staklinga mæli ég hiklaust með eldvegg sem heitir ZoneAlarm, en hann er hægt að sækja ókeypis á Netið. Hann verndar gegn fyr- irbærum á borð við Msblaster og er bestur af þeim eldveggjum sem boðið er upp á endur- gjaldslaust.“ Msblaster-ormurinn hafði þau áhrif að hægja á Netinu, auk þess sem Windows XP-vélar frusu eða fóru í endalaust endurræsingarferli. Hann var einnig þeirrar náttúru, að allar vélar sem smituðust af honum réðust gegn vefsíðunni windowsupdate.com, sem rekin er af Microsoft. Vefsíðan stóð þá atlögu að vísu af sér. Gífurlegir gagnaflutningar Á þriðjudag gerði nýr ormur vart við sig. Hann ber heitið SoBig.F@mm og hefur farið eins og eldur í sinu um allan heim. „Þar dugar veiruvarnahugbúnaður ekki. Vandi notenda er ekki sá að vélin þeirra smitist, heldur felst hann í gífurlegum gagnaflutningum. Einn ein- staklingur hafði fengið 44 þúsund pósta á mið- vikudag og þá var enn að bætast við. Þetta get- ur valdið gagnatapi, því þegar pósthólfið yfirfyllist skila nýjustu skeytin sér ekki. Póst- þjónar víða um heim hafa lent í vanda því þeir anna þessu flóði hreinlega ekki. Ég er sjálfur á póstlista á tölvu við háskólann í Hamborg. Á Rafrænt veggja Morgunblaðið/Jim Smart Friðrik Skúlason segir öryggi og þægindi sjaldan fara saman þegar tölvupóstur er annars vegar. Baráttan við tölvuvírusa og tölvuorma virðist endalaus. Undanfarna daga hefur hver slík óværan á fætur annarri gert tölvunotendum lífið leitt. Frið- rik Skúlason segir í samtali við Ragnhildi Sverrisdóttur að vopn þeirra sem ráðist á tölvur verði sífellt öflugri, en það verði varnirnar líka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.