Morgunblaðið - 24.08.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 24.08.2003, Síða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 21 Dagskrá: Borin verður upp tillaga um að hluthafafundur samþykki að kaupa samtals 60.611.274 hluta nafnverðs í félaginu (eigin hluti) af Skeljungi hf. á genginu 27,3 og lækki samhliða hlutafé félagsins um 60 milljónir hluta nafnverðs, eða úr 585 milljónum niður í 525 milljónir hluta að nafnverði. verður haldinn mánudaginn 8. september 2003, kl. 16.00. Fundarstaður: Grand Hótel Reykjavík. í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Hluthafafundur ÞÓTT höfundur bókar þessarar sé sjálfur skráður fyrir útgáfunni hefur hann notið margvíslegrar aðstoðar, meðal annars stuðnings fjársterkra fyrirtækja og stofnana á heimaslóð. Formála skrifar Halldór Blöndal. Ekki amalegt að hefja útreiðar á skáldfáknum í fylgd sjálfs þingforset- ans sem er þar að auki landskunnur hagyrðingur! Upplýst er í eftirmála að Jón hafi meir en ekki komið við sögu félagslífs í héraði, meðal annars glatt heimamenn með hljóðfæraleik. Þar sem hann er maður aldurhniginn má vafalaust líta á stuðninginn sem þakklætisvott fyrir góða skemmtun og vel unnin störf. Enn er á að líta að kveðskapur hans tengist mjög lífinu í átthögunum, ekki beint lífsbaráttunni sem slíkri heldur stóru stundunum í lífinu. Í bókinni er að finna fjölmörg tækifæriskvæði um nafngreinda ein- staklinga. Þar til má telja eftirmæli, brúðkaupsljóð og afmælisvísur. Sumt er kveðið í orðastað annarra, og þá vafalaust nágranna eða skyldmenna sem einnig eru þá nafngreind. Þar tekst Jóni vafalaust best upp. Hann fer gætilega með gáfu sína, gerist ekki um of nærgöngull við yrkisefnið, sveipar það fremur viðeigandi hátíð- leika og fetar troðnar slóðir í brag- arháttum og orðavali. Á þann veg verður að skoða og meta þessi ljóð. Þetta er stemmingakveðskapur þar sem fegurð og hugljómun svífur yfir vötnunum. Orð eins og: geislafagur … fagurblár … sólgullinn … safírblár … töfrandi … glitrandi – setja víða svip á textann. Kynslóð Jóns ólst upp við skólaljóð og söngtexta þar sem Þorsteinn og Einar skipuðu öndvegi. Enginn ætl- ast til að lærisveinninn verði fremri meistaranum. Að hætti gömlu skáld- anna heldur Jón órofa tryggð við rím og ljóðstafi. Síst skal það lastað. En fastheldnin við formið leiðir stundum til að annað verður undan að láta, svo sem venjubundin orðaröð. Láta fall- ast í svefn verður þannig »svefn í fall- ast láta« svo dæmi sé tekið. Svona nokkuð kölluðu menn skáldaleyfi svo aftur sé skírskotað til gömlu góðu daganna. Sem dæmi þess hvernig Jón getur best kveðið skal tekið Aðventu- ljóð, »gert fyrir kirkjukór Ólafsfjarð- ar« eins og þar stendur. Auk þess sem kvæðið er einfalt og þýtt vitnar það um trúartraust höfundar, sem reynd- ar kemur fram víðar í bókinni: Alkyrrðar upp runnin stund umvefur dali og grund, í bæ hverjum blasa við ljós, boða þá fegurstu rós. Um undrið sem alltaf er nýtt óma nú söngvarnir þýtt, færandi frið yfir grund og fögnuð á heilagri stund. Þótt blási oft stórviðri stríð, styttist í fagnaðartíð. Gefi oss gleðileg jól guðs mildi – og hækkandi sól. Lausavísur Jóns eru síðri, nema dýravísur sem hann hefur allmargar ort. Sveitarskáld var sá fyrrum kallað- ur sem orti fyrir sveit sína með svip- uðum hætti og þjóðskáld kvað fyrir þjóðina. Af kvæðum þeim, sem Jón hefur ort til sveitunga sinna, og stuðn- ingi þeim, sem útgáfa bókar hans hef- ur notið, má líta svo á að hann rísi vel undir þeirri nafnbót. Ljóst er að vandað hefur verið til útgáfunnar – með einni undantekn- ingu þó. Setning textans hefur sýni- lega miðast við allmiklu stærra brot með þeim afleiðingum að blaðrendur eru óþolandi naumt skornar. Mjóu munar t.d. að hluti formálans – þar með talin undirskrift þingforsetans – hverfi inn í kjölinn. BÆKUR Kvæði eftir Jón Árnason frá Syðri-Á. 87 bls. Útg. höfundur. Prentvinnsla: Svansprent. Ólafsfirði 2003. FJALLAÞYRNAR OG FJÖRUSPREK Tækifæriskveðskapur Erlendur Jónsson Í upphafi var morðið eftir Árna Þórarinsson og Pál Kristin Páls- son er komin út í kilju. Kristrún er ung- ur kvikmyndaleik- stjóri sem er að vinna að heimild- armynd um ár í ævi jökuls þegar móðir hennar deyr með voveiflegum hætti. Samband þeirra mæðgna hafði, eins og fleira í fortíð Krist- rúnar, verið erfitt og átakamikið. Áð- ur en Kristrún veit af er hún sjálf komin á kaf í rannsókn á dularfullri atburðarás sem kollvarpar því sem hún hafði áður talið sannleikann um ævi sína. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 268 bls., prentuð í Dan- mörku. Kápu hannaði Ámundi Sig- urðsson. Verð: 1.599 kr. Kilja AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.