Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Verða „bensínbræður“ úti í hinu íslenska réttarkerfi?
Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns
Með sönginn
í blóðinu
SÍÐUSTU sumartón-leikar í ListasafniSigurjóns, undir yf-
irskriftinni Norrænt síð-
sumar, verða haldnir
þriðjudagskvöldið 26.
ágúst klukkan 20.30. Það
eru þau Hallveig Rúnars-
dóttir sópransöngkona og
Árni Heimir Ingólfsson pí-
anóleikari sem þar munu
leika verk eftir norræn
tónskáld. Sönglög eftir
Jean Sibelius og Hjálmar
R. Ragnarsson, íslensk
þjóðlög í útsetningu Hildi-
gunnar Rúnarsdóttur og
söngflokkinn Haugtussa
eftir Edvard Grieg.
Hvað réð efnisvali á tón-
leikunum?
Þegar við sóttum um að
halda tónleika í Listasafni
Sigurjóns lögðum við höfuðið í
bleyti. Við héldum tónleika með
mikið af franskri og þýskri tónlist
í nóvember og nú langaði okkur að
flytja eitthvað annað. Okkur hafði
lengi langað að flytja þennan
ljóðaflokk Griegs, Haugtussa. Á
íslensku er þetta nú frekar óþægi-
legt nafn og veldur því held ég, að
hann er ekki mikið sunginn en
þetta er gífurlega falleg tónlist.
Við ákváðum að láta slag standa
og vonum að nafnið muni ekki
fæla frá. Grieg, sem er stórkost-
legt söngtónskáld, sagði sjálfur að
þetta væru bestu lögin sem hann
hefði skrifað. Það varð úr að við
ákváðum að leggja upp með nor-
rænt prógramm. Við völdum tvö
lög eftir Sibelius og þrjár þjóð-
lagaútsetningar eftir Hildigunni
Rúnarsdóttur, systur mína. Þau
lög eru meðal 30 annarra þjóð-
lagaútsetninga eftir Bjarna Þor-
steinsson sem hún útsetti fyrir
Ríkisúvarpið. Frægar eru útsetn-
ingar Ferdinards Ratuers á þjóð-
lögum úr safni Bjarna sem gefnar
voru út fyrir mörgum árum. Þessi
lög valdi hins vegar Una Margrét
Jónsdóttir hjá Ríkisútvarpinu úr
áður óútgefnum lögum og fékk
Hildigunni til að útsetja þau á ein-
faldan en mjög fallegan hátt. Þá
syng ég lagið Embla eftir Hjálmar
H. Ragnarsson sem hann samdi til
Vigdísar Finnbogadóttur í tilefni
60 ára afmælis hennar en ljóðið er
eftir Njörð P. Njarðvík og var
einnig afmælisgjöf hans til Vigdís-
ar. Ég hef áður flutt eftir Hjálmar
lagið Ástarljóð mitt. Það hefur
ekki heyrst mikið hér á landi en ég
hef flutt það bæði hér og eins í
Englandi. Mér finnst skemmti-
legra að syngja eitthvað sem ekki
allir þekkja og hef sungið mjög
mikið af nútímatónlist. Það er sér-
staklega spennandi að frumflytja
lag, þá er maður að búa til lifandi
hlut úr einhverju sem áður hefur
aðeins verið í höfðinu á tónskáld-
inu.
Hvernig finnst þér íslenskt tón-
listarlíf vera í dag?
Það er alveg hreint ótrúlegt
hvað hér er mikið tónlistarlíf,
fjöldi tónleika og þeir eru vel sótt-
ir. Maður fer á tónleika
í milljónaborg og þar
er jafnvel svipuð að-
sókn og hér. Mér finnst
sorglegt hvað tónlistar-
lífi hér er lítið sinnt af
stjórnvöldum. Það er í raun og
veru út í hött miðað við allan þann
fjölda sem sækir nám í tónlistar-
skólum og syngur í kórum. Það er
örugglega ekki minni tónlistariðk-
un hér heldur en íþróttaiðkun en
samt virðast allir peningarnir
vera settir í hana. Ég er á því að
hér vanti nú helst óperusal. Ég
hef sungið í óperu í Borgarleik-
húsinu sem var miklu skárra en ég
bjóst við en byggingin er samt
sem áður hönnuð sem leikhús en
ekki með óperuflutning í huga.
Þú ert komin af tónelsku fólki,
hefur það haft áhrif?
Já, ég byrjaði 5 ára gömul í
Skólakór Garðabæjar sem
mamma stjórnaði. Þar söng ég til
að byrja með en þegar kom á ung-
lingsárin var ég lengst af í Hamra-
hlíðarkórnum sem ég á mikið að
þakka, sérstaklega Þorgerði Ing-
ólfsdóttur kórstjóra. Öll systkini
mín syngja, Óli var einmitt að
klára söngnám í Skotlandi. Hinn
bróðir minn, hann Þorbjörn, hefur
þó haft einna mest að gera við
sönginn, þótt það sé ekki hans að-
alstarf enda er hann mjög hár og
klingjandi tenór sem er sjaldgæft.
Mamma og pabbi eru bæði lærðir
söngvarar en hafa þó aldrei haft
sönginn að atvinnu.
Hvað ráðleggur þú fólki sem er
að hefja söngnám?
Það sem skiptir mestu máli er
að bera mikla virðingu fyrir því
sem verið er að gera. Þú ert að
flytja tónlistina fyrir tónlistina en
ekki fyrir þig. Maður heyrir um
leið ef einhver er meira upptekinn
af sjálfum sér heldur en því sem
hann er að gera. Aldrei nokkurn
tímann leyfa sér að fara óundirbú-
inn á sviðið, í kirkjuna eða tón-
leikana.
Hvað er á döfinni hjá þér?
Ég er að kenna tónfræði og síð-
an verður alveg nóg að gera hjá
mér í söngnum. Þar er helst á döf-
inni frumflutningur á
nýju verki eftir Hildi-
gunni systur mína með
Caput-hópnum og svo
er draumurinn að flytja
Italienisches Lieder-
buch eftir Hugo Wolf og þá á móti
Keith Reed baritónsöngvara. Ég
söng með honum í fyrra í Óperu-
stúdíói Austurlands hlutverk
Fiordiligi í óperunni Cosi fan
Tutte eftir Mozart sem mér
fannst ákaflega gaman. Draumur-
inn væri sá að syngja fleiri hlut-
verk í framtíðinni, annars er ég til
í að syngja hvað sem er nema
kannski kántrítónlist.
Hallveig Rúnarsdóttir
Hallveig Rúnarsdóttir er fædd
1974. Hún hóf söngnám
hjá Sigurði Demetz árið 1991 en
færði sig síðan yfir í Tónlistar-
skólann í Reykjavík. Þar lauk
hún prófi á áttunda stigi í söng
undir handleiðslu Rutar L.
Magnússon árið 1998. Það sama
ár hóf hún nám við Guildhall
School of Music and Drama í
London hjá Theresu E. Gobleb
og útskrifaðist þaðan árið 2001.
Hallveig er í sambúð með Jóni
Heiðari Þorsteinssyni stjórn-
málafræðingi og eiga þau eina
dóttur.
Til í hvað
sem er nema
kántrítónlist
VEL gengur með undirbúnings-
framkvæmdir við Kárahnjúkavirkj-
un og hyggjast menn byrja að steypa
meginstífluvegginn í vetur. „Nú er
verið að gera tvenn hjárennslisgöng
fram hjá stíflunni til að geta veitt
ánni um meðan stíflan verður reist,“
segir Sigfinnur Snorrason, eftirlits-
maður Landsvirkjunar við Kára-
hnjúkavirkjun. „Búið er að sprengja
nálægt þrjú hundruð metrum. Síðan
erum við að hreinsa stíflugrunninn,
bæði austan og vestan við Jöklu og
það gengur ágætlega. Við erum
komnir niður í hæð 630, sem er um
það bil stífluhæðin hægra megin að
uppistöðunni og eigum þá eftir að
hreinsa niður að botninum á gljúfr-
inu. Vestan megin eru ýtur að ýta
jarðvegi úr stíflustæðinu alla daga
og langt fram á kvöld og gengur
mjög vel og er að verða langt komið.“
Unnið er í aðrennslisgöngum á
þremur stöðum. „Aðgöngin á Teigs-
bjargi eru komin u.þ.b. 500 m og
ganga mjög vel,“ segir Sigfinnur. „Í
aðgöngum tvö erum við um það bil að
fara að byrja, erum búnir að
sprengja um 20 metra inn og síðan
hægir aðeins á þeim í bili. Í aðgöng-
um þrjú er Héraðsverk að ljúka við
að gera klárt, þannig að við getum
bráðum farið að sprengja þar inn.“
Sigfinnur hefur ekki áhyggjur af
komandi vetrarveðrum. „Þau hægja
auðvitað á og ráð er gert fyrir í áætl-
unum að lítið sem ekkert sé hægt að
vinna í nokkra daga í hverri viku yfir
háveturinn. Það er þó lengi hægt að
halda áfram með ýmis verk.“ Sig-
finnur segir að mestallri vegagerð á
virkjanasvæðinu sé lokið.
Undirbúningsframkvæmdir við virkjunina ganga vel
Byrjað að steypa Kára-
hnjúkastíflu í vetur
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir