Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Glasgow
www.icelandair.is/glasgow
Skoða byggingar eftir arkitektinn Charles
Rennie Mackintosh.
Prófaðu þjóðarréttinn Haggis en ekki
spyrja um innihaldið!
Í Glasgow þarftu að:
á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Premier
Lodge, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld.
Brottfarir 7. nóv, 6. feb. og 5. mars.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
21
70
5
0
7/
20
03
erston
City Centre
Premier
Lodge
Ramada Jarv
Glasgow
Townhead
Merchant
City
St. Enoch
Princess
Square
Gladgows
Arts Centre
Central
Station
Royal
Concert HallSauchiehall
Sauchiehall
West George
GeorgeSquare
St. Vincent
Ingram Street
Waterloo
Argyle
Argyle
Argyle
West Regent
Renfrew
Renfrew
Bath
Gordon
Bath
Bu
ch
an
an
S
t.
Q
ue
en
Bi
sh
op
H
ol
la
nd
Pi
tt
D
ou
gl
as
s
Bl
yt
hs
w
oo
d
W
. C
am
be
ll
C
am
br
id
ge
S
tr
ee
t
W
el
lin
gt
on
H
op
e
Bu
ch
an
an
S
t.
H
ut
ch
en
so
n
R
en
f.
K
in
gs
to
n
Br
id
ge
K
in
g
G
eo
rg
eV
Br
id
ge
la
sg
ow
B
ri
dg
e
The Millennium H
Glasgow
Thistle Hotel
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
Verð frá 29.900 kr.
www.icelandair.is
AÐALFUNDUR Skógræktarfélags
Íslands var haldinn í Miðgarði í
Varmahlíð, Skagafirði, á föstudag
og laugardag. Viðstaddir voru
fulltrúar 32 aðildarfélaga Skóg-
ræktarfélagsins um allt land, alls
um 200 manns. Að sögn Magnúsar
Jóhannessonar, formanns félags-
ins, gengu fundarstörf vel og ýmis
mikilvæg mál hafa verið á dag-
skrá. „ Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra og Vigdís Finn-
bogadóttir fyrrverandi forseti
fluttu ávarp. Sömuleiðis voru lagð-
ar fyrir fundinn skýrslur og álykt-
anir,“ sagði Magnús í samtali við
Morgunblaðið.
Aðalfundurinn er haldinn í
Skagafirði í tilefni af sjötíu ára af-
mæli Skógræktarfélags Skaga-
fjarðar. „Af því tilefni gaf skóg-
ræktarhreyfingin í landinu
félaginu sjötíu myndarlegar
plöntur til gróðursetningar, og
hjónin Elín Jóhannesdóttir og Páll
Samúelsson aðrar sjötíu í Alda-
mótaskóginn við Steinsstaði í
Skagafirði,“ útskýrir Magnús. Þess
má geta að Aldamótaskógar voru
samvinnuverkefni Skógrækt-
arfélags Íslands og Búnaðarbanka
Íslands á árinu 2000 og var þá
gróðursett í öllum landshlutum ein
planta fyrir hvern Íslending, alls
um 280 þúsund plöntur.
Leiðbeiningar fyrir
trjáræktendur
Í smíðum eru leiðbeiningar fyrir
trjáræktendur, sem Skógrækt-
arfélag Íslands hefur unnið í sam-
vinnu við sérfræðinga og ýmis
samtök, til dæmis Fuglavernd-
arfélag Íslands, Landvernd, Um-
hverfis- og Náttúrufræðistofnun
og Skógrækt ríkisins. „Verkefnið
er nefnt Skógrækt í sátt við um-
hverfið og hefur verið unnið að
því í vetur. Vinna við það er komin
mjög vel á veg og mun tvímæla-
laust verða landbótavinnu skóg-
ræktarfélaganna um allt land til
hjálpar,“ sagði Magnús.
Mikil áhersla er lögð á að opna
skógarreiti víða um land fyrir al-
menningi, að sögn Magnúsar.
„Með þeim hætti viljum við bjóða
almenningi að njóta útivistar í
skógunum. Við höfum til dæmis
heimsótt skóginn að Hólum í
Hjaltadal, sem er mjög vel heppn-
uð skógrækt og mjög gott útivist-
arsvæði.“
Veðurfar og
vágestir skóganna
Framhald var á aðalfundinum í
gær og var þá rætt meðal annars
um áhrif veðurfars og ýmissa vá-
gesta á skógana. „Sérfræðingar
Skógræktar ríkisins á Mógilsá
ræddu ýmsar skemmdir sem von
er á í skógunum. Sem dæmi má
nefna hlýjuna síðastliðinn vetur og
hretið sem gerði í maíbyrjun sem
hafði mikil áhrif á skóga,“ sagði
Magnús.
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands í Skagafirði
Gróðursettu 140 plöntur
sem afmælisgjöf
Unnið að gróðursetningu við Steinsstaði.
É
g bíð bara eftir að þessu ljúki svo menningin nái heilsu
á ný, segir pípulegur maður sem bíður tískusýningar í
anddyrinu á Listasafni Íslands. Hann gefur lítið fyrir
menningarnótt. Segir það stórvarasamt að almenn-
ingur flykkist út á göturnar. Ef til vill hefur hann rétt
fyrir sér og fátt hættulegra hefðum og löggrónum vana en tískusýn-
ing með dansandi gínum og sýningarstúlkum sem halda sýningu á
sjálfum sér.
– Ég vil fá blöðru, segir tveggja ára stúlka og stappar niður fót-
unum. Þar sem ekki er verið að selja neinar blöðrur í Ráðhúsinu veit
pabbinn ekki hvert hann á að snúa sér. Stúlkan er staðföst og bendir
upp í loftið. Viti menn, þar lúrir blaðra á priki. Vinhlý kona stígur út
úr bás síldarævintýrisins í Siglufirði og réttir pabbanum krókstjaka.
Áður var hann notaður á síldartunnurnar. Nú nýtist hann helst til
að krækja í blöðrur fyrir tveggja ára stúlkur á menningarnótt. Og
einhvern veginn var það óhjákvæmilegt að stúlkan fengi blöðruna
sína. Þetta er bara þannig dagur.
Hópur af fólki bíður í strætóskýli gegnt Ráðhúsinu. Það torgar
ekki öllu fólkinu sem flæðir yfir gangstéttina. Ekkert bólar á stræt-
isvagni.
– Eruð þið búin að bíða lengi?
– Já, svara öldurmannleg hjón þunglega.
Konan fullvissar blaðamann þó um að strætisvagninn komi. Hún
segist hafa farið og talað við strætisvagnabílstjóra hinumegin göt-
unnar og hann hafi lofað sér því. En þegar hún hafi
spurt hvort tafirnar væru miklar, þá hafi hann
svarað því til að tíminn væri afstæður. Strætis-
vagnabílstjóri sem segir að tíminn sé afstæður.
Þá veit maður að dagurinn er sérstakur.
Tvisturinn rennir upp að strætóskýlinu. Það stíg-
ur enginn upp í nema blaðamaður með litlu fjöl-
skylduna sína. Vagninn er tómur. Ef undan er skilinn skrafhreifinn
bílstjórinn, sem auðheyrilega hefur mátt þola ýmislegt í öngþveiti
dagsins; umferðin mikil og götum víða lokað. Með það í huga spyr
blaðamaður hvaða leið strætisvagninn fari út á Granda.
– Hvert eruð þið að fara?
– JL-húsið, svarar blaðamaður.
– Ég skutla ykkur þangað, segir bílstjórinn hvatlega og beygir af
Vesturgötu suður Framnesveg. Þetta er allt í rugli hvort sem er,
bætir hann við og skellir upp úr.
– Er það út af menningarnótt? spyr blaðamaður undrandi.
– Út af þessu menningarkjaftæði segi ég, svarar hann hressilega
og stöðvar vagninn rétt við hringtorgið framan við JL-húsið.
– Jæja, við komumst ekki nær!
Svo hleypir hann fjölskyldunni út. Áður hóar hann í litlu stúlkuna,
sem er tveggja ára, og réttir henni skiptimiða. Hún tekur við honum
full lotningar. Þegar út er komið lítur hún á pabba sinn og segir
drjúg:
– Ég er með miða.
Í JL-húsinu reynir fólk að kaupa inn menningarlegar niður-
suðudósir og agúrkur. Ábyrgðarfullur fjölskyldufaðir rogast út með
fulla poka af ómeltum máltíðum, en sonurinn reynir að koma
nammipoka í vasann. Pokinn er bara alltof stór. Skömmu síðar hittir
blaðamaður kollega sinn á myndbandaleigunni, sem heldur á
Importance of Being Earnest.
– Þú ert bara menningarlegur.
– Já, svona í tilefni dagsins, svarar hann og hlær. Ég held ég verði
að leigja Friends með, svo þetta verði ekki of tormelt.
Í vinnustofu á Sólvallagötu eru sítrónur og gullepli úr ljóði Goeth-
es. Myndir málaðar á Sorrentoskaga á Ítalíu. Þekkirðu land? spyr
Goethe. Og órar vísast ekki fyrir því að sítrónurnar og gulleplin
hangi á húsvegg við gamla Suðurgötukirkjugarðinn.
Í garðinum heima dettur lítil tveggja ára stúlka fram fyrir sig í
blautu grasinu og getur ekki staðið upp aftur. Hún kallar á pabba
sinn að hjálpa sér á fætur. Þá kemur í ljós hver ástæðan er fyrir því
að hún nær ekki jafnvægi. Hún beitir aðeins annarri hendinni fyrir
sig. Í hinni er nokkuð sem má ekki blotna. Samankuðlaður skipti-
miði.
SKISSA
Pétur Blöndal
fór í bæinn á
menningar-
nótt
Morgunblaðið/Árni Torfason
Óvenjuleg
strætóferð
SAMKEPPNISSTOFNUN hvetur
neytendur til að kynna sér sjálfir verð
og gæði áður en skólavörur eru
keyptar. Í fréttatilkynningu segir að
mikil samkeppni ríki milli verslana og
„auglýsingar dynja á neytendum hvar
skólavörurnar fáist ódýrastar“. Um-
fang verðkannana á skólavörum sem
birtar hafa verið að undanförnu rétt-
lætir ekki, að mati Samkeppnisstofn-
unar, þær ályktanir sem af þeim eru
dregnar og koma fram í auglýsingum
verslana um þessar mundir. Þannig
sé hæpið að alhæfa um verðlag í versl-
un út frá örfáum vörutegundum.
Samkeppnisstofnun brýnir því fyr-
ir neytendum að kynna sér vel verð á
skólavörum áður en kaup eru gerð.
Hafa ber í huga að í sumum tilvikum
þarf að kaupa stórar pakkningar til að
ná fram því verði sem tilgreint er sem
lægsta verð. Þá geta gæði vara verið
mjög mismunandi.
Samkeppnisráð samþykkti á árinu
2000 leiðbeinandi reglur um verð-
kannanir til opinberrar birtingar í því
skyni að tryggja að gerð og birting
verðkannana sé í samræmi við góða
viðskiptahætti. Sérstök áhersla er
þar lögð á að verðkannanir gefi sem
heildstæðasta mynd af markaðnum
og að umfang kannana sé nægjanlegt
til að réttlæta þær ályktanir sem af
þeim eru dregnar.
Í fréttatilkynningunni segir enn
fremur að Samkeppnisstofnun muni á
næstunni taka auglýsingar á skóla-
vörum til athugunar.
Neytendur
kynni sér
sjálfir verð á
skólavörum
ELDUR kviknaði í vörubíl sem var á
leið yfir Fróðárheiði á Snæfellsnesi á
föstudagskvöld. Bíllinn var á leið upp
brekku, og var fullhlaðinn sandi. Af
þeim sökum var hann mjög þungur,
og virðist vélin hafa ofhitnað svo að
kviknaði í bílnum. Bílstjórinn varð
var við mikinn reyk úr vélinni og
snaraði sér út úr bílnum, sem logaði
brátt allur. Slökkvilið Snæfellsbæjar
kom og slökkti eldinn. Bílstjórann
sakaði ekki, en bíllinn er ónýtur.
Kviknaði í
vörubíl
♦ ♦ ♦