Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Sýnd kl. 5.50. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.  SG. DVÓ.H.T Rás2  GH KVIKMYNDIR.COM  SG. DV KVIKMYNDIR.IS GULL MOLAR NÓI ALBINÓI Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 6. MEÐ ÍSLENSKU TALI YFIR 34.000 GESTIR! KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  Skonrokk FM 90.9  MBL 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11.15. B.i. 12 ára. Frumsýning Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! Sýnd kl. 4. Með íslensku tali  SV MBL KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8.15 og 10.30. B.i.10 ára. Sýnd með íslensku tali ÁLFABAKKI Kl. 1.40 og 3.50. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6, 8 og 10. AKUREYRI Kl. 2, 4 og 6. KEFLAVÍK Kl. 2 og 4. YFIR 34.000 GESTIR! KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  ÓHT RÁS 2  SG DV  MBL 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! 98% aðspurðra í USA sem höfðu séð myndina sögðu “góð” eða“stórkostleg”! Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins!  Skonrokk FM 90.9 PILTARNIR í Kimono hafalokið upptökum á nýrrihljómplötu sem væntanleger í verslanir eftir um hálf- an mánuð. Platan hefur hlotið nafnið Mineur Aggressif og ekki úr vegi að spyrja Alex Macneil, söngvara og textasmið hljómsveitarinnar, hvað í ósköpunum þetta nafn stendur fyrir. „Ja, opinberlega er þettta nokkurs konar orðablanda sem er tegund- arheiti þeirrar tónlistar sem við spil- um,“ segir hinn kanadíski Alex þýð- um rómi. „Þetta er nafn sem ég hef verið að hripa niður í minnisbækur mínar í langan tíma. Ég kann vel við hvernig það hljómar og það skil- greinir tónlistina okkar nokkurn veginn. Moll-hljómarnir okkar eru nokkuð hnuggnir – og þetta er eig- inlega allt meira eða minna í moll,“ bætir hann við og hlær. Lagskipt lagasmíð Auk Alex er hljómsveitin skipuð þeim Kjartani Braga Bjarnasyni á trommur, Halldóri Erni Ragn- arssyni á bassa og Gylfa Blöndal á gítar. Mineur Aggressif er fyrsta op- inbera útgáfa Kimono og gefin út af Smekkleysu. Bandið á rætur sínar að rekja til ársins 2001 þegar los komst á bandið Kaktus. Helmingur Kaltus-lima myndaði hljómsveitina Hudson Wayne, en úr hinum helm- ingnum varð til Kimono og Alex bættist við sveitina um svipað leyti. „Ég hafði fram að þeim tíma mest dvalið heima við og spilað síð-rokk,“ segir Alex. „Við notuðum eitthvað af þeim upptökum og sömdum nokkur ný lög.“ Þótt Alex eigi heiðurinn af textunum eru lögin öll með tölu þró- uð í náinni samvinnu hljómsveit- armeðlima: „Hvert lag má segja að fari í gegnum þrefalt ferli. Á fyrsta degi mætir hver og einn með nokkur stef, kannski fimm eða sex tilbrigði við einhverja laglínu. Við spilum stefin eitt af öðru hver fyrir annan. Stundum tökum við hugmyndirnar upp, og aðrir taka þá upp yfir þær og þannig losna lögin úr læðingi. Við fínpússum hugmyndina að hverju lagi meir og meir og endurtökum ferlið, svo þegar upp er staðið kemur lagið frá öllum meðlimum frekar en einhverjum einum. Við gerum þetta aftur og aftur þangað til allir eru sáttir við niðurstöðuna.“ Alex segist mjög hrifinn af þessu fyrirkomulagi: „Ég var í hljómsveit þar sem ég samdi alla tónlistina og mér þótti það ekkert afskaplega gaman. Með þessu móti leggja allir eitthvað til með laginu.“ Á nýju plötunni eru tíu lög, þar af voru öll nema tvö fullmeitluð þegar hafist var handa við upptökur: „Þetta voru lög sem við höfðum ver- ið að spila í átta mánuði eða meira og við vorum komnir á það stig að við hefðum nokkurn veginn getað tekið þau upp blindandi.“ Nýr trommuleikari Eftir útgáfu plötunnar urðu nokkrar mannabreytingar hjá Kim- ono. Þráinn Óskarsson trommuleik- ari kvaddi hljómsveitina og Kjartan Bragi kom í staðinn. Segir Alex brotthvarf Þráins hafa stafað af því að hann vildi einbeita sér að Hudson Wayne en hann er aðallagahöfundur þess afsprengis Kaktusar, sem fyrr var getið. Mineur Agressif verður til að byrja með aðeins gefin út á Íslandi. „Við höfum verið að tala við nokkur útgáfufyrirtæki í Evrópu en erum ekki enn farnir að líta til Bandaríkj- anna,“ segir Alex. Hann segir því enga heimsreisu komna á teikni- borðið enn: „Kannski förum við til Þýskalands. Svo virðist líka sem mörg íslensk bönd hafi farið til Jap- ans, og myndi kannski þykja við hæfi að senda band sem heitir Ki- Hljómsveitin Kimono gefur út Mineur Aggressif hjá Smekkleysu Áhugaverðari en sokkar Fyrsta hljómplata Kimono er um þessar mundir í prentun. Ásgeir Ingvarsson ræddi við Alex Macneil, aðalsöngvara hljómsveitarinnar, um væntanlega plötu, sögu hljómsveit- arinnar og forboðna bókstafi. Grennri BOGENSE TAFLAN Örugg hjálp í baráttunni við aukakílóin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.