Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR
30 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þorbjörn Pálsson - símar 520 9555/898 1233
thorbjorn@remax.is - Hans Pétur Jónsson lögg. fastsali
Heimilisfang: Akralind 2
Stærð eignar: 120 fm
Brunab.mat: 13.110 þús.
Byggingaár: 1996
Áhvílandi: 6,7 millj.
Verð: 10.700 þús.
Gott og nýtt atvinnuhúsnæði – 120 fm á
jarðhæð. Skrifstofa og salerni. Stór
innkeyrsluhurð. Milliloft 20 fm. Allt
húsnæðið er hið vandaðasta að gerð.
Malbikað plan með hitalögn.
Sölufulltrúi sýnir eignina.
Sjáið sjálf og sannfærist.
Laust strax.
Allar nánari upplýsingar veitir
Þorbjörn sölufulltrúi RE/MAX Mjódd
Símar 520 9555, 898 1233.
thorbjorn@remax.is
Akralind - Atvinnuhúsnæði
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
JÖRFALIND 6 - KÓPAVOGI
Sérlega vel skipulagt milliraðhús á
einni hæð, alls 151,3 fm, (þar af er
bílskúr 23,9 fm). Húsið er staðsett
neðan götu með glæsilegu útsýni yfir
Kópavog og nágrenni. Þrjú svefn-
herb., stofa, sjónvarpshol og rúmgott
eldhús. Upptekin loft með lútuðu
greni. Bílskúr fullbúinn og geymslu-
loft yfir hluta íbúðar. Í heild gott hús á
einum besta útsýnisstað Kópavogs.
Verð 24,9 millj. Áhv. húsbréf 8,0 millj. + lífeyrissj. 2,5 millj.
Verið velkomin í dag á milli kl. 13.00 og 15.00
BRAGAGATA 33 - ÍBÚÐ Á NEÐRI HÆÐ
67 fm 3-4ra herb. íbúð á jarðhæð í
tvíbýli með sameiginlegum inn-
gangi. Innan íbúðar eru tvö svefn-
herbergi, annað lítið, fataskápur í
hjónaherbergi, stofa og borðstofa
samliggjandi. Eldhús með málaðri
innréttingu, borðkrókur og tengi
fyrir þvottavél. Útg. úr eldhúsi í
norðvesturgarð. Baðherbergi flísa-
lagt, baðkar og innrétting. Íbúðinni
fylgir útigeymsla á baklóð. Verð 11,2 millj. Áhv. húsbréf 4,1 millj.
Gerður tekur á móti ykkur í dag frá kl. 13.00-15.00
ASPARFELL 4 - ÚTSÝNI
Góð 2ja herb. 59,8 fm íbúð á 6.
hæð í lyftuhúsi. Rúmgott svefnher-
bergi. Björt stofa með útg. á norð-
austursvalir m. miklu útsýni. Gólf-
efni eru parket, korkur og dúkur.
Þvottahús á hæðinni og geymsla í
kjallara. Íbúðin er laus fljótlega.
Áhv. 4,0 millj. Verð 7,5 millj.
Guðmundur tekur á móti ykkur í dag frá kl. 16.00-18.00.
Bjalla merkt 26
AÐALSTRÆTI 9 - LYFTUHÚS - LAUS STRAX
Sérlega glæsileg 62 fm 2ja herb.
íbúð á 5. hæð í þessu húsi í hjarta
miðbæjarins. Góðar innr. Rúmgott
herb. Suðursvalir. Fallegt útsýni yfir
Grjótaþorpið. Parket og flísar á
gólfum. Þvottahús/geymsla innan
íb. Laus strax Áhv. 3,0 millj. Verð
11,2 millj.
Verið velkomin í dag frá kl. 13.00-15.00
Bjalla merkt Hrefna
Opin hús hjá Gimli sunnudaginn 24. ágúst
BÚJARÐIR - BÚJARÐIR
Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með
greiðslumarki í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt,
svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðsvegar um landið.
Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til
sölu sauðfjár og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak
á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is.
Háagerði 3
Stórglæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr. Mjög
vandaðar innréttingar, verðlaunagarður með stórum svölum og
sólpalli. Húsið er laust mjög fljótt.
Skúlatúni 17
Sími 595 9000
holl@holl.is
Opið virka daga kl. 9-18
www.holl.is
Í síðustu viku fór til
himna yndisleg mann-
eskja. Ástríður Ólafs-
dóttir, tengdamóðir
mín kvaddi þennan
heim eftir erfið veik-
indi síðustu mánuði. Ég ætla hér
með þessum línum að minnast
góðrar konu og kveðja líflegan og
skemmtilegan persónuleika.
Kínverskur ættarhöfðingi heim-
sótti eitt sinn speking og bað hann
um einkunnarorð sinnar ættar, sem
væri mjög góð ætt. Dagar liðu en á
þriðja degi sagði spekingurinn: „Af-
ar og ömmur deyja fyrst, næst
deyja pabbar og mömmur, börn
deyja svo“. Höfðingjanum fannst
þessi orð ekki lýsa vel sinni góðu
ætt, en þá sagði spekingurinn: „Ef
það gerist í þessari röð, þá er það
mjög góð ætt“. Þegar hugsað er
nánar sést að hér er djúp speki á
ferð og Ástríður sagði mér eitt sinn
hversu yndislegt það væri að eiga
og sjá 5 uppkomin börn sín, sem
öllum vegnaði vel í lífinu, það væri
mikil gæfa. Hún reyndi líka eftir
bestu getu að hjálpa börnum sínum
og einnig barnabörnum, sem mörg
felldu tár er þau heyrðu af andláti
ömmu sinnar. Ég held því að hún
hafi farið til himna mjög sátt við
sitt ævistarf.
Fastur póstur í tilverunni voru
jólaboðin hennar Ástríðar, þar sem
öll fjölskyldan hafði tækifæri til að
hittast og spjalla. Flestir eru svo
uppteknir í dagsins önn að jafnvel
árin líða án þess að nánustu ætt-
ingjar hittist til skrafs og ráðgerða,
nema til komi boð sem þessi. Jafn-
vel eftir að hún var fluttist í tveggja
herbergja íbúð við Klapparstíginn,
þá lét hún sig ekki muna um að
halda boð fyrir fjölskyldu sína.
Einnig tók ég eftir hversu þolinmóð
og góð hún var við eldra fólk, eins
og frænku sína, Jónu, sem hún
heimsótti eins oft og hún gat.
Ástríður lét alltaf skoðanir sínar
strax í ljós og lá ekki á hlutunum.
Því átti hún til að stuða suma í
kringum sig, en henni var ávallt
fyrirgefið, því hvað er heiðarlegra
en segja sína meiningu í stað þess
að sitja þegjandi í fýlu. Þess vegna
gat hún hrósað um leið fólki þegar
það átti við. Hún var kímin og hafði
góðan húmor, sagði hnyttilega frá,
en slíku gef ég oft gaum hjá fólki
og hafði gaman af. Hún ásamt
Torfa kveikti í mér briddsneistann,
sem ég bý enn að.
Það var alltaf jafn gaman að
heimsækja Ástríði og Torfa í sum-
arbústað þeirra í Grímsnesinu. Eft-
ÁSTRÍÐUR
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Ástríður Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 30. maí
1926. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 13.
ágúst síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 22.
ágúst.
ir að þau hjónin skildu
bjó Ástríður þar ein og
þá var maður kallaður
til ýmissa sérfræði-
starfa, laga loftnetið,
bera á pallinn og fleira
í þeim dúr. Ekki stóð á
gullhömrunum hjá
henni, en það virtist
henni eðlislægt að
hrósa.
Elsku Ástríður, takk
fyrir allt, þú varst
yndisleg.
Gísli.
Hún var ung alla
tíð, falleg og fjörmikil. Nú er Ást-
ríður tengdamóðir mín látin eftir
snarpa glímu við krabbamein.
Kynni mín af Ástríði hófust 1974
þegar ég og Inga dóttir hennar fór-
um að draga okkur saman. Var ég á
heimili þeirra heiðurshjóna Ástríðar
og Torfa með annan fótinn þar til
við hófum búskap 1976. Elsta dóttir
okkar Katrín naut nærveru ömmu
sinnar meira og minna fyrstu tvö
æviár sín meðan Inga lauk námi, en
hún gætti hennar á daginn.
Þegar horft er til baka minnist
ég jólaboða þar sem börn og barna-
börn ásamt frændfólki komu sam-
an. Ærsl og hlátrarsköll einkenndu
þessi boð þar sem vinaböndin voru
treyst og samkenndin efld.
Upp úr 1980 áttum við Inga góð-
ar stundir með tengdaforeldrum
mínum í sumarbústöðum okkar sem
eru í sama landi í Grímsnesinu.
Grill og brids var fastur liður ásamt
ræktun lands og anda.
Prjónarnir öðluðust sjálfstætt líf
í höndum Ástríðar, peysur, sokkar
og vettlingar spruttu fram þar sem
fegurð og form fór saman. Börnin
báru stolt sköpunarverkin.
Tengslin við börn okkar Ingu
hafa ávallt verið jákvæð og upp-
byggjandi.
Ástríður var langt í frá að vera
skaplaus. Hún var fljót upp og fljót
niður aftur. Aldrei nein lognmolla.
Henni féll aldrei verk úr hendi, sí-
vinnandi, allt varð að klára í hvelli,
jafnvel aðeins fyrr.
Í góðra vina hópi naut hún sín vel
og lék á als oddi.
Ég kveð stórskemmtilega, heið-
arlega og réttsýna konu. Eftir tæp-
lega þriggja áratuga kynni er mér
efst í huga þakklæti fyrir sam-
veruna, fyrir vináttu og traust.
Góða ferð Ástríður.
Innilegar samúðaróskir til barna,
barnabarna, bróður og annarra
ættingja og vina. Allt starfsfólk
11-E Landspítalanum við Hring-
braut, kærar þakkir fyrir frábæra
umönnun.
Jón Óttarr.
Hæ elsku besta amma mín. Þetta
verður síðasta bréf mitt til þín.
Þegar mamma hringdi í mig til
Vestmannaeyja morguninn 13.
ágúst, vissi ég strax hvað hún ætl-
aði að segja mér. Þú varst ekki
lengur hérna hjá mér, og hjá okkur.
Þetta var mjög sorgleg stund og við
grétum báðar, en þetta var líka
glaðleg stund, því að nú var bund-
inn endir á alla verki hjá þér, amma
mín. Og það er fyrir öllu, að þér líði
vel. Ég veit að þér líður vel þar
sem þú ert núna, hjá foreldrum þín-
um.
Elsku amma mín, þú skilur eftir
þig svo mikið tómarúm og ég sakna
þín og mun sakna þín um alla tíð.
Þú varst svo skemmtileg kona og
húmorinn, hann var sko alltaf til
staðar. Meira að segja þegar þú
lást banaleguna á Landspítalanum
gastu sagt e-ð fyndið og komið okk-
ur öllum til að hlæja. Þú varst líka
skapstór kona, ákveðin og vilja-
sterk. Þegar þú varst búin að
ákveða að gera e-ð, þá var það gert,
frekar fyrr en seinna! Til þess að
koma þessu öllu í verk þurftirðu á
orku að halda, og þú varst sko
orkumikil kona, amma mín. Allt
þetta var það sem gaf þér sjarma
og það var það sem ég elskaði við
þig. Að svo mörgu leyti varstu fyr-
irmynd mín, og ég vona og óska að
ég verði eins og þú þegar ég eldist.
Þú hafðir orku í allt sem þér þótti
skemmtilegt eins og kórinn, bridge,
saumaklúbbinn, myndlistina og ut-
anlandsferðir. Ekki má heldur
gleyma hvað þú varst falleg, og ég
meina það enn þá amma mín, það
sem ég hef oft sagt við þig, en þú
bara hlegið að mér, að þú varst
með langfallegasta gráa hárlitinn
sem ég hef séð.
Með þessum orðum kveð ég þig
elsku besta amma mín og veit jafn-
framt að þú munt alltaf vera með
mér.
Elsku mamma, Gunna, Óli, Stína
og Torfi. Þið eruð börn frábærrar
konu.
Bless bless, Pétur og Marta biðja
að heilsa, þitt barnabarn,
Katrín.
Nú kveðjum við góða vinkonu,
Ástríði Ólafsdóttur, sem hefur átt
við mikil veikindi að stríða síðast-
liðið eitt og hálft ár. Fyrir rúmum
sextíu árum stofnaði Ástríður
saumaklúbb ásamt nokkrum vin-
konum og frænkum, en sem árin
liðu bættust fleiri í hópinn, þar til
við vorum orðnar átta talsins og
hélst sú tala þar til ein okkar hætti
vegna veikinda. Nú er Ástríður
horfin úr hópnum og eftir erum við
sex og minnumst góðra daga og
margra saumaklúbba, þar sem mik-
ið var skrafað og hlegið.
Ástríður var ávallt hress og
skemmtileg og lá ekki á skoðunum
sínum um menn og málefni. Hún
var góð heim að sækja og gestrisin
með afbrigðum, hún bauð okkur í
fallega sumarbústaðinn sinn og
þangað var gott að koma. Ástríður
var atorkukona og mikið fyrir
hannyrðir. Hún saumaði út eða
prjónaði, t.d. á barnabörnin, hin síð-
ari ár, fallegar peysur, sem þau
voru stolt af að klæðast. Einnig
naut hún lestrar góðra bóka.
Ástríður var greiðvikin og lá ekki
á liði sínu ef svo bar við að leitað
var til hennar. Félagslynd var hún
og fór að taka þátt í félagsstarfi
eldri borgara fyrir nokkrum árum,
t.d. spilaði hún félagsvist og brids.
Hún málaði fallegar myndir, sem
hún gaf vinum og ættingjum í tæki-
færisgjafir. Hún söng í kór eldri
borgara, hún hafði gott tóneyra og
góða söngrödd. Ástríður naut þess
að vera í kórnum og eignaðist góða
vini þar og fór í margar skemmti-
legar ferðir bæði innanlands sem
og til útlanda, hún sagði okkur frá
þeim ferðum á sinn skemmtilega
hátt. Við vottum börnum hennar,
tengdabörnum og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð. Að lok-
um þökkum við Ástríði samfylgd
liðinna ára.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Saumaklúbburinn.