Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 25 – jafnvel aðeins vísindaveiðar – væri sú, að það tækist að sannfæra almenning í viðskiptalöndum Íslands um réttmæti þeirra. Svipuð sjónarmið hafa t.d. Samtök ferðaþjónustunnar sett fram. En jafnframt hefur það verið ljóst, að slíkt myndi ekki takast án dýrrar og umfangsmikillar upplýs- ingaherferðar í fjölmiðlum ýmissa ríkja. Engin slík upplýsingaherferð var farin til að búa almenning í viðskiptalöndum Íslands undir það að hvalveiðar yrðu hafnar á ný. Enda kemur það ekki á óvart að í fréttum erlendra fjölmiðla, sem segja frá hvalveiðunum, koma sjónarmið umhverfisverndarsamtaka mun skýrar fram en rökstuðningur íslenzkra stjórnvalda fyrir veiðun- um. Í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag var Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra spurð- ur hvort ekki væri erfitt að búa við þær aðstæður að þegar hvalveiðar væru annars vegar væri al- gengt að hvorki almenningur, stofnanir né jafn- vel ríkisstjórnir tækju rökum. „Jú, auðvitað er það mjög erfitt. Það er bara raunveruleiki sem maður verður að sætta sig við. Auðvitað vonar maður að einn góðan veðurdag vakni menn til vitundar um að það er eðlilegt að nýta alla þætti vistkerfisins, ekki bara suma þeirra. Ef það sé ekki gert myndist ójafnvægi og markmiðið með nýtingunni sé að viðhalda jafn- væginu þannig að nýtingin verði sjálfbær og gefi jafnmikið af sér á morgun og hún gerir í dag. Maður vonar að sá dagur komi að menn skilji þetta og vilji skilja þetta. Kannski geta niðurstöð- ur þessara rannsókna hjálpað okkur til að færa betri rök fyrir sjónarmiðum okkar,“ sagði Árni. Hvernig á það að gerast, að mati sjávarútvegs- ráðherra, að „einn góðan veðurdag vakni menn til vitundar“? Á það að gerast án þess að Íslend- ingar reyni að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi beint við almenning í nágrannalöndum okk- ar? Þegar greint var frá ákvörðun um að hefja vís- indaveiðarnar sagði sjávarútvegsráðherra að áætlunin um vísindaveiðar hefði þegar verið kynnt stjórnvöldum nágrannaríkjanna, „hins vegar væri erfiðara um vik að kynna hana stærri hópum á borð við umhverfisverndarsamtök“, eins og haft var eftir ráðherranum í Morgunblaðinu 7. ágúst sl. Þar sagði jafnframt: „Hann sagðist þó gera sér grein fyrir mikilli andstöðu við hvalveið- um meðal slíkra samtaka en ekkert væri hægt að segja til um hver viðbrögð þeirra yrðu.“ Auðvitað var hægt að kynna vísindaveiðaáætl- unina fyrir stærri hópum á borð við umhverfis- samtök. Það hefði kostað einhverja vinnu og pen- inga. Og a.m.k. án slíkrar kynningar voru viðbrögð þeirra mjög svo fyrirsjáanleg. Það hefði líka mátt kynna áætlunina fyrir fjölmiðlum og öll- um almenningi í nágrannalöndunum, sem hefði útheimt meiri vinnu, skipulag og peninga. Í stað þess að vísindaveiðarnar séu kynntar á forsend- um Íslendinga hefur raunin hins vegar orðið sú að almenningur í nágrannalöndunum fær upplýs- ingar sínar um þær að talsverðum hluta í gegnum stjórnmálamenn og umhverfisverndarsamtök, sem eru andvíg þeim og finna þeim allt til foráttu. Tölvubréfum, sem einstaklingar senda í ís- lenzk sendiráð, er svarað af hálfu sendiráðanna með stöðluðum texta. Hins vegar virðist ekkert skipulagt starf vera unnið af hálfu íslenzkra stjórnvalda til að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri í erlendum fjölmiðlum, nú þegar hval- veiðarnar eru hafnar, og svara því sem þau telja rangfærslur. Árni M. Mathiesen segir í Morgunblaðinu í dag, laugardag, að andstaða og mótmæli gegn hvalveiðum Íslendinga erlendis sé ekki meiri en hann reiknaði með. Íslenzk stjórnvöld muni halda sínu striki. Í frétt Morgunblaðsins segir: „Hann segir ekki ástæðu til að kynna sjónarmið Íslend- inga frekar á erlendum vettvangi til að upplýsa fólk betur um forsendur vísindaveiðanna. Búið sé að reyna að koma réttum upplýsingum á fram- færi og þeir sem vilji kynna sér þær hafi tækifæri til þess. „Það skiptir ekki máli hvaða upplýsingum er komið á framfæri til þeirra sem vilja ekki kynna sér staðreyndir málsins. Það breytir ekkert þeirra skoðunum,“ segir sjávarútvegsráðherra.“ Hvar eiga þeir, sem vilja kynna sér málið, að nálgast upplýsingar? Eiga þeir að leita uppi heimasíðu íslenzka sjávarútvegsráðuneytisins? Hafa íslenzk stjórnvöld auglýst það í viðskipta- löndum Íslands, hvar hægt sé að nálgast upplýs- ingar um forsendur fyrir vísindaveiðunum? Fjölmiðlatengsl- um klúðrað Raunin er því miður sú að íslenzk stjórn- völd hafa ekki aðeins látið það vera að fara í almannatengslaherferð vegna hvalveiðanna; þau hafa klúðrað samskiptum sínum við heimspress- una með því að meina fjölmiðlum að taka myndir af því þegar fyrstu hrefnurnar voru veiddar. Slík- ar hömlur á aðgang fjölmiðla líta aldrei vel út og vekja alla jafna tortryggni hjá fjölmiðlafólki um að menn hafi eitthvað að fela. Ef menn töldu að hvalveiðar myndu ekki skaða íslenzka hagsmuni áttu þeir auðvitað að hefja þær fyrir algerlega opnum tjöldum og bjóða fjölmiðlamönnum að fylgjast með þegar fyrstu hvalirnir voru veiddir. Það var ekki gert og varð það t.d. Reuters-frétta- stofunni tilefni til að senda út frétt, sem fjallaði eingöngu um tilraunir Íslendinga til að gera fjöl- miðlum erfitt fyrir. Sú frétt hefur birzt víða og umhverfisverndarsamtök slá því upp á vefjum sínum að íslenzk stjórnvöld hafi reynt að koma í veg fyrir fréttaflutning af hvalveiðunum. Röksemdir Hafrannsóknastofnunar um að verið væri að gæta öryggis með því að hleypa fréttamönnum ekki nálægt veiðunum verða hálf- hlægilegar þegar haft er í huga að starfsmenn sömu erlendu fréttastofa hafa nýlega fylgzt í ná- vígi með eyðimerkurstríði, sem háð var með öllu kraftmeiri og langdrægari vopnum en hrefnu- skutlum. Enda voru starfsmenn Hafrannsókna- stofnunar með hina raunverulegu ástæðu fyrir því að fjölmiðlar máttu ekki fylgjast með veið- unum á hreinu; þannig sagði leiðangursstjóri Hafró um borð í Nirði, sem veiddi fyrstu hrefn- una, í fréttum Ríkisútvarpsins að „ef eitthvað kemur ferðaþjónustunni illa eru það myndir af hvalveiðum“. Þetta var vitað fyrirfram, en menn hefðu sennilega átt að hugsa út í það áður en ákvörðunin um hvalveiðarnar var tekin. Í yfirlýsingu Samtaka ferðaþjónustunnar, sem áður var vitnað til, er m.a. vísað til neikvæðra áhrifa myndarinnar af skipverjum á Nirði, sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins á þriðjudag. Þar segir að samtökin beini því til m.a. „íslenzkra fjöl- miðla að þeir taki tillit til erfiðrar stöðu ferða- þjónustunnar í þessu máli“. Væntanlega er ekki með þessu átt við að Morgunblaðið hefði átt að láta vera að birta mynd af þeim raunveruleika, sem vísindaveiðar á hvölum snúast um, þegar þeir eru m.a. hlutaðir í sundur og tekin úr þeim innyflin. Ef almenningur í markaðslöndum ferða- þjónustunnar þolir ekki að sjá slíkt er ekki hægt að kenna fjölmiðlum um að birta myndir af því – ábyrgðin liggur hjá þeim, sem taka ákvörðun um veiðarnar og standa fyrir þeim. Illa undirbúin ákvörðun Það, hvernig staðið var að ákvörðun um að hefja vísindaveiðar á hval, vekur ýmsar spurningar. Af hverju var t.d. ákveðið að hefja veiðarnar á þessum tímapunkti, þegar spenna í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna er meiri en oftast áður, þrátt fyrir að vitað væri fyrir víst að Bandaríkin myndu bregðast illa við? Þótt ólík- legt megi teljast að Bandaríkin geri alvöru úr hótunum sínum um að beita Ísland viðskipta- þvingunum hefur ákvörðunin um hvalveiðar a.m.k. orðið til þess að í bandaríska utanríkis- ráðuneytinu hefur nú bætzt við enn eitt tilefni til að fjalla um samskiptin við Ísland sem vandamál. Af hverju var ekki ráðizt í upplýsingaherferð til að kynna málstað Íslands áður en hvalveið- arnar voru hafnar? Ef svarið við þeirri spurningu er að það hefði verið of dýrt, miðað við þann tak- markaða efnahagslega ávinning, sem má hafa af hvalveiðum vegna lítilla útflutningsmöguleika, af hverju létu menn þá ekki bara vera að byrja aftur að veiða hval? Gerðu íslenzk stjórnvöld einhverja áætlun um það við hvaða viðbrögðum mætti búast frá al- menningi, umhverfisverndarsamtökum og stjórnvöldum í viðskiptalöndum okkar – og jafn- framt um það hvernig svara ætti þeim viðbrögð- um? Ummæli sjávarútvegsráðherra, sem vitnað er til hér að framan, benda ekki til þess. Gerðu íslenzk stjórnvöld einhverja úttekt á því hvaða hagsmunir kynnu að vera í húfi í ferðaþjón- ustu og fiskútflutningi og báru saman við þann ávinning, sem Ísland kynni að hafa af hvalveiðum í framtíðinni? Slíkur útreikningur eða mat hefur ekki litið dagsins ljós. Flest bendir til að ákvörðunin um að hefja vís- indaveiðar að nýju hafi verið illa undirbúin og verr útfærð hvað varðar áhrif hennar á almenn- ingsálitið í viðskiptalöndum Íslands og samskipt- in við stjórnvöld þeirra. Úr því, sem komið er, geta menn ekki annað en vonað að skaðinn verði sem minnstur. Hins vegar er veruleg hætta á að meiri hagsmunum Íslands sé fórnað fyrir minni. Morgunblaðið/Alfons Hrefnuveiðimenn um borð í Nirði KÓ. „Flest bendir til að ákvörðunin um að hefja vísindaveiðar að nýju hafi verið illa undirbúin og verr útfærð hvað varðar áhrif hennar á almenningsálitið í viðskiptalöndum Ís- lands og samskiptin við stjórnvöld þeirra. Úr því, sem komið er, geta menn ekki annað en vonað að skaðinn verði sem minnstur. Hins vegar er veruleg hætta á að meiri hagsmunum Íslands sé fórnað fyrir minni.“ Laugardagur 23. ágúst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.