Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 40
Hvernig ætli það sé að reka 30 manna hljómsveit og túra með hana um heim- inn? Arnar Eggert Thoroddsen fékk svör frá Tim Delaughter, leiðtoga The Polyphonic Spree. THE Polyphonic Spree er miklu meira en nýjabrum og grín eins og kannski fyrst mætti halda. Jú, vissulega er fyndið að sjá 30 manns á sviðinu, íklædda hvítum kuflum líkt og um sértrúarsöfnuð væri að ræða, hoppandi eins og brjálaðir væru. En tónlistin, það er það sem við ættum fyrst og fremst að einblína á, þótt pakkningin sé kersknisleg. Og hvernig er hún? Jú, stór popptónlist með tilvísun í gospel, Beach Boys og Flaming Lips. Og virkar þetta? Já. Svín- virkar meira að segja. Skemmst frá að segja sló sveitin í gegn á fyrstu dögum Hróars- keldu og voru tónleikarnir hreint magnaðir þar sem góðir og upplífgandi straumar hreinlega flæddu af sviðinu og út yfir salinn. Það var sannarlega „Kross“-legur bragur yfir þessu öllu saman en pönkið – já pönkið – samt aldrei langt undan. Tim Delaughter stóð þarna fremst- ur og stjórnaði öllu af mikilli ástríðu og aðrir meðlimir, leikandi á hörpu, þeramín, alls kyns blást- urshljóðfæri, fiðlu, selló, trommur, bassa, gítar, píanó, hljómborð og ég veit ekki hvað og hvað. Tíu manna kór stóð aftast og hristi sig og skók af mikilli innlifun. Áhorf- endur voru sem andsetnir yfir þessu öllu saman og slógust í þenn- an melódíska trúflokk, þó ekki væri nema í nokkur andartök. Pönkið já. Tim Delaughter var nefnilega áður aðalmaðurinn í rokksveitinni Tripping Daisy og undir hvíta kuflinum sést í velkta, dökkbláa Converse-skó og fjólubláar gallabuxur. En hví þessi stefnubreyting? „Ég var áður fyrr í rokksveit- inni Tripping Daisy,“ segir Delaughter ljúfmannlega. Sú sveit gerði út frá Dallas, Texas líkt og T.P.S. Málrómurinn er letilegur, afslappaður og það virðist ekki taka á hann að stýra 30 manna bandi. „Nú, félagi minn þar dó svo úr of stórum skammti af eiturlyfjum,“ heldur Delaughter áfram án þess að skipta um tón. Greinilegt að hann hefur svarað spurningum varðandi þetta margoft (téður fé- lagi var gítarleikarinn Wes Berggren og lést hann árið 1999. Tripping Daisy gáfu út fjórar plöt- ur, frá árunum 1992 til 2000). „Með því var tími Tripp- ing Daisy í raun búinn,“ heldur hann svo áfram. „En ég vildi engu að síður halda áfram í tónlist. Á meðan ég var í Tripping Daisy má segja að ég hafi lært að semja lög. Þegar á leið þar var ég farinn að hugsa: „Hvernig ætli þessi partur myndi hljóma með flautu?“ Eða þá: „Hvernig væri að setja selló þarna?“ Og svo framvegis. Svo þegar Tripping Daisy ævintýrið var búið stofnaði ég The Poly- phonic Spree og ákvað að láta reyna á þetta.“ Og að vissu leyti er T.P.S ákveð- ið framhald af þessum Daisy- dögum en sú sveit var lagin við að blanda Bítli og viðlíka sýrulegnum, sólskinsglöðum laglínum við rokk- gruggið sem var hennar aðall. Nú er bara gengið skrefinu lengra. Enginn vildi bóka – Það má sannarlega segja að þú hafir farið alla leið með þessa hug- mynd þína. „Já!“ segir Delaughter og hlær. „Þegar við byrjuðum var fólk í sí- fellu að koma til okkar og bjóða fram aðstoð. Þannig að þetta hlóð utan á sig má segja.“ Það er skondið að heyra hann lýsa því hve erfitt að var að kom- ast að á tónleikum í upphafi. „Tónleikahaldarar nánast skelltu á þegar þeir heyrðu að sveitin væri þrjátíu manna. Og málið er að þetta er þrjátíu manna hljómsveit. Þetta er ekki ég og Hróarskelduviðtalið: 3. hluti The Polyphonic Spree Ljósmynd/Móheiður Geirlaugsdóttir Tim Delaughter FÓLK Í FRÉTTUM 40 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sumarkvöld við orgelið 24. ágúst kl. 20.00: Mark Anderson leikur m.a. verk eftir Buxtehude, Vierne, Franck og Messiaen. 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 UPPSELT 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 UPPSELT 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 UPPSELT 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 UPPSELT 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 UPPSELT 30. SÝNING FÖSTUDAGINN 5/9 - KL. 20 UPPSELT AUKASÝNING LAUGARDAGINN 6/9 - KL. 15 LAUS SÆTI 31. SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 UPPSELT 32. SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 20 UPPSELT ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA! Vegna fjölda áskorana snýr leiksýning ársins aftur í Borgarleikhúsið!! Miðasala er hafin á 10 aukasýningar á tímabilinu 27. ágúst – 16. september. Þetta eru allra síðustu sýningar! Miðasala í Borgarleikhúsinu, sími 568 8000. Leikhópurinn Á senunni, www.senan.is Borgarleikhúsið, www.borgarleikhus.is Síðasta tækif ærið til að sjá sýnin guna sem hla ut einróma lof g agnrýnenda, frábærar viðtökur áhor fenda og sjö t ilnefningar og fern verðlaun Grímunnar, íslensku leikli starverðlauna nna. SÝNING ÁRSINS LEIKSTJÓRI ÁRSINS Stefán Jónsson LEIKKONA ÁRSINS, AÐALHLUTVERK Edda Heiðrún Backman LEIKARI ÁRSINS, AUKAHLUTVERK Ólafur Darri Ólafsson 4. september Vengerov Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS Victor Urbancic ::: Gamanforleikur Emmanuel Chabrier ::: España William Walton ::: Siesta Rimskíj-Korsakov ::: Capriccio Espagnole Edouard Lalo ::: Symphonie Espagnole Maurice Ravel ::: Tzigane Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Maxim Vengerov Háskólabíói, fimmtudaginn 4. september kl. 19:30. Miðaverð: 5.000 / 4.000 kr. FIÐLUSNILLINGURINN MAXIM VENGEROV ÆTLAR AÐ TAKA SÉR VERÐSKULDAÐ FRÍ FRÁ TÓNLEIKAHALDI ÁRIÐ 2005. Þá hyggst hann fara í píanótíma, þeysa um Bandaríkin á mótorhjóli og læra að dansa tangó. ÞANGAÐ TIL HANDLEIKUR HANN FIÐLUNA EINS OG HÁLFGUÐ. Njótum á meðan við getum. Maxim Stórviðburður á Íslandi M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 0 8 0 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.