Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 10.10. B.i.12 ára. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.50, 8 og Kraftsýning 10.20. B.i.12 . Frumsýning Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! KRAFT SÝNIN G KL. 10 .20. I . . . Yfir 30.000 gestir Sýnd kl. 3.50 og 8. HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 2. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. Tvær löggur. Tvöföld spenna. Tvöföld skemmtun. Miðasala opnar kl. 13.30 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.Kl. 5.30, 8 og Powersýning 10.30. B.i. 16. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Yfir 30.000 gestir J I M C A R R E Y Miðaverð 500 kr. Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magnaða meistaraverk 28 Days Later. Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli. SV MBL  HK DV  Kvikmyndir.com Einn sá allra besti hryllingur sem sést hefur í bíó síðustu misserin." Þ.Þ. FBL. POWERSÝNINGKL. 10.30. I . . . TÓNLISTARMENN sem iðja einir eruoft sjálfstæðari (og sérlundaðri) enhljómsveitir enda þurfa þeir ekki aðtaka tillit til neins nema eigin þarfa; geta látið sköpunarþörfina leiða sig í allskyns ógöngur ef vill, gefið út sjálfir eða ekki eftir þvi sem verkast vill. Víst eru menn misjafnlega iðnir og framtakssamir en vestan hafs ber æ meira á tónlistarmönnum sem finnst ekkert að því að fórna hljómgæðum fyrir frelsi ef svo má segja, halda sínu striki, nota ódýr hljóðfæri og upptökugræjur og gefa út sjálfir, ýmist heima- brennt, snældur eða framleitt í smáskömmt- um. Markaðssetning er líka látin lönd og leið, treyst á orðspor eða Netið enda þarf einherji ekki nema brot af þeirri sölu sem þarf til að fæða og klæða alla starfsmenn útgáfufyr- irtækis (og skila eigendum þess arði í þokka- bót). Meðal merkilegra tónlistareinherja vestan hafs um þessar mundir má nefna þá Bill Call- ahan / (Smog), sem byrjaði með snælduútgáfu en samdi síðan við smáfyrirtæki, furðufuglinn dularfulla Jandek, sem gefið hefur út 34 plötur án þess að menn viti hvernig hann lítur út, Sim- on Joyner, John Vanderslice og síðan viðfang þessarar samantektar, John Darnielle, sem kallar sig Mountain Goats, en hann hefur gefið gríðarlega mikið út á þeim rúma áratug sem hann hefur starfað; ég á með honum 28 plötur. Darnielle hefur jafnan gefið út sjálfur eða hjá örfyrirtækjum og þótti því mikil tíðindi að hann gerði útgáfusamning við bresku útgáfuna 4AD á síðasta ári og fyrsta skífan á þeim samning, Tallahassie, kom út í Evrópu fyrir stuttu. Vildi verða rithöfundur Sjö ára gamall var Darnielle búinn að ákveða að hann vildi verða rithöfundur og byrjaði snemma að semja smásögur, aðallega hryll- ingssögur og vísindaskáldskap. Fjórtán ára gamall fór hann síðan að semja ljóð með góðum árangri, vann til verðlauna og fékk ljóð birt í virðulegum tímaritum. Honum fannst samt ekki sem nógu margir fengju að njóta ljóðanna og ákvað að semja lög við nokkur þeirra, tálg- aði af þeim allan óþarfa og fannst það hljóma svo vel að hann hefur fengist við það síðan. Gítarstíllinn er sérstakur, Darnielle lemur gítarinn – notar hann nánast sem slagverks- hljóðfæri, enda segist hann aldrei hafa lært á gítar og spili því það sem hann langi til að heyra hvort sem það sé rétt eða ekki. Fyrir vik- ið er spilamennska hans allharkaleg og hann lýsir tónlistinni sem pönki, enda sé líkamleg áreynsla í flutningi snar þáttur í pönkinu. Vélarhljóð, marr og skruðningar Í flestum lögum Mountain Goats leikur Panasonic FT-500 snældusegulbandið sem Darnielle notar við upptökur stórt hlutverk en það er þeim ókosti / kosti búið að mótorinn er rétt við hljóðnemann sem Darnielle notar við upptökur. Fyrir vikið kemur mikið suð frá mót- ornum inn á bandið og einnig vélarhljóð, marr og skruðningar. Við fyrstu hlustun finnst manni sérkennilegt að heyra skruðningana, sem trufla tónlistina reyndar ekkert í sjálfu sér, en þeir gefa rýmd og stemmningu í lögin. Um tíma virtist tækið, sem Darnielle segist hafa keypt fyrir 3.000 kall 1990, vera búið að gefa upp öndina, en náði sér aftur fyrir plötuna frábæru All Hail West Texas. Darnielle hefur verið að sem Mountain Goats í rúman áratug (nafnið er fengið úr lagi með Screaming Jay Hawkins, Big Yellow Coat, og varð til 1991). Fyrstu útgáfurnar voru á snældum, bæði undir eigin nafni og á grúa af safnsnældum og -skífum ýmissa fyrirtækja, en fyrstu þrjár plöturnar komu út á snældum með umslögum sem hann teiknaði sjálfur og ljósrit- aði. Ekki er gott að henda reiður á hve mikið hann gaf út á þessum árum, sumir segja lögin skipta hundruðum. Þegar hlustað er á Mountain Goats-skífur koma í ljós lagabálkar sem fjalla um svipað málefni, nálgast lífið frá svipuðu sjónarhorni eða eru að segja sömu söguna. Dæmi um það er það sem kalla má staðfræðisyrpuna, en öll lög í henni byrja á Going to… (Á leið til…); nefni sem dæmi Going to Utrecht, Going to Leb- anon, Going to Georgia, Going to Reykjavik og Going to Scotland. Annað áberandi lagasafn, sem á eftir að koma meira við sögu síðar, er laustengd frásögn af ástum og örlögum hjóna sem hafa verið við það að skilja árum saman, en þau lög heita oft Alpha eitthvað. Þriðja dæmið sem nefna má er „litalögin“, sem mörg eru samin með appelsínugult í huga (Orange Ball of Love og Orange Ball of Hate af Alpha Incipi- ens, Orange Ball of Pain og Neon Orange Glimmer Song). Tallahasse er merkileg fyrir margt og þá ekki bara að Mountain Goats er nú loks að gefa út plötu hjá stóru fyrirtæki. Segulbandsurgið góða er nú horfið, allt tekið upp í hljóðveri, og eftir að hafa verið einn á ferð síðustu ár er Darnielle nú með aðstoðarmann í hljóðfæra- slætti og meira að segjast heyrist í trommum í tveimur lögum sem er mikil tíðindi. Allt leggst á eitt um að gera plötuna þá bestu sem Darn- ielle hefur sent frá sér til þessa, en fyrir þeim sem fylgst hafa með honum síðustu ár er það merkilegast við hana að öll lögin á skífunni tengjast Alpha-lagabálknum, segja sögu hjónanna óhamingjusömu sem eru á sífelldu flakki til að reyna að komast undan sjálfum sér, eins og Darnielle lýsir því: „Lögin segja frá fólki sem sá hvert stefndi í lífinu og ákvað að fara niður með skipinu frekar en að forða sér – þetta virðist kannski flókið en hvað styrkir ást- ina meira en vitneskjan um að allt sé glatað?“ Í húsinu á Southwood Plantation Road Platan heitir Tallahassee enda er þar mið- punktur plötunnar; eftir að hafa dvalið ár í móteli í Las Vegas kaupa sögupersónurnar hús á Southwood Plantation Road í Tallahassee og drekka sig út úr heiminum; „Tallahassee er safn fjórtán laga um allt það illa sem gerist í húsinu á Southwood Plantation Road.“ Tallahassee kom út á síðasta ári vestan hafs en skammt er síðan hún kom út í Evrópu. Árið 2002 var reyndar Mountain Goats-vinum mjög gott, því ekki er bara að Tallahassee hafi komið út heldur gerði Darnielle skífu með Franklin Bruno úr Nothing Painted Blue, en þeir hafa haldið úti tveggja manna hljómsveit sem þeir kalla Extra Glenns. Sú plata kallast Marshall Arts Weekend, fyrirtaks skífa, allfrábrugðin Mountain Goats-plötum. Önnur Mountain Goats-plata, áðurnefnd All Hail West Texas, kom einnig út á síðasta ári og er lítið síðra verk en Tallahassee, en undirtitill skífunnar er Fjór- tán lög um sjö manns, tvö hús, mótorhjól og læst meðferðarheimili fyrir unglingsdrengi. Á síðasta ári komu einnig út þrír diskar með eldra efni, sem allt hefur verið ófáanlegt árum saman; Protein Source of the Future …Now!, Bitter Melon Farm og Ghana, en á þeim eru meðal annars lög af snældunum sem Darnielle gaf út áður en hann tók að gera plötur. Talsvert er hægt að finna um Mountain Goats á Netinu og alltaf gaman að lesa viðtöl við Darnielle, en hann heldur líka út merkilegu vefsetri, Last Plane to Jakarta, á slóðinni www.lastplanetojakarta.com/. Þar er að finna ýmislegt efni eftir Darnielle og þar á meðal bráðskemmtilegar greinar um tónlist; sjá til að mynda ítarlegan dóm hans um Amnesiac, plötu Radiohead, sem hann segir snilldarverk, og einnig skemmtilega úttekt á besta myndbandi allra tíma (svo gott að dauðlegir menn fá ekki skilið það); New Millennium Cyanide Christ með sænsku þungarokksveitinni Meshuggah. Einnig er vert að benda á vefsetur sem sett var upp í tilefni af útgáfu Tallahassee: www.4ad.com/tallahassee/ Einmana fjallageit Darnielle (t.v.) ásamt Franklin Bruno, en saman skipa þeir sveitina Extra Glenns. Í fjölbreyttri flóru tónlistareinherja eru margir sérvitringar, misgóðir og misskemmtilegir, en fáir ná sömu hæðum og John Darnielle sem kallar sig Mountain Goats.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.