Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                            !     !! "    !! # BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GETUR verið að þrátt fyrir slæma reynslu af umhverfisslysum vegna heimsku og eigin fyrirhyggjuleysis, hafi menn ekkert lært? Rjúpan er landsprýði, vinaleg og laðast fljótt að því fólki sem ekki of- sækir hana. Hún er mjög mikilvæg- ur hlekkur í vist- kerfi landsins. Stærsti og glæsi- legasti fálki ver- aldar, Íslands- fálkinn, mundi trúlega deyja út án hennar. En eigingjarnir veiðimenn og vopnasalar láta sér slíkt í léttu rúmi liggja. Gróðasjónarmið og sjálfselska eru þar í fyrirrúmi. Þegar nú rjúpan loks var friðuð og það aðeins í þrjú ár, varð upphlaup þeirra og fyrirgangur eins og hjá ofdekruðum börnum sem ekki fá sitt fram. Fólk sem veit hvað um- hverfisþátturinn er öllum nauðsyn- legur, kom sínu svo vel til skila að ráð- herra þeirra mála sá þann kost vænstan að taka til hendinni. Rök for- manns Skotvíss fyrir framhaldi rjúpnaveiða eru svo fáránleg að hann verður nánast aumkunarverður. Vist- fræðilegur misskilningur er að halda því fram að því fleiri sem vargarnir séu sem drepa rjúpur, muni minna um nokkur þúsund veiðimenn. For- manninum er nær að þakka umhverf- isvinum fyrir að hafa vit fyrir honum, því í þessum efnum þvælist það ekki fyrir hans líkum. Að gráta kostnað í hundum og skotfærum er ekki háttur sannra veiðimanna. Hundar eru alltaf skemmtilegir og mörg ár þarf til að fyrna skot. Þeir menn sem ennþá eru ofurseldir dýrseðlinu eða ástríðu veiðimennsku, geta bætt sér skaðann og orðið þjóðhagslegir. Það skýrist af því að núverandi umhverfisráðherra viðheldur skilningsleysi forvera síns í umhverfismálum og friðar mink og ref á stórum svæðum. Göfugir veiði- menn geta verið mótvægi við skað- ræði það sem Össur Skarphéðinsson kom á sem umhverfisráðherra með friðun vargs og Siv lætur sem hún viti ekki af. Refur er mikill skaðvaldur í náttúrunni og minkur enn verri. Nú- verandi umhverfisráðherra hefur sannað að hún er alls ófær að taka á þeim málum og meðan þjóðin bíður eftir betri ráðherra getið þið slegið margar flugur í einu höggi. Gert þjóð- inni gagn um leið og þið fáið eðlinu út- rás í drápi á minki og ref. Með þess- um veiðum þróið þið þolinmæði ykkar og náttúrulegan skilning. Karl Th. Birgisson skrifar í anda óheillakráku um rjúpur í Fréttablaðinu. Eða voru það bara andlegar náttúruhamfarir? Þótt skítamórall sé gegnum gangandi í Mbl.-grein Kristins Péturssonar 2. ágúst, hefur hann mikið til síns máls, nema hvað hann skilur ekki að raun- verulegu umhverfisvargarnir eru þeir sem einskis svífast þegar náttúran stangast á við græðgi og eiginhags- muni. Aðeins ofstækisfullt fólk vill al- friða hvali og seli. Þá sem friða mink og ref er ekki hægt að taka alvarlega. Það er hræðilegt þegar slíkt fólk kemst til valda. Rjúpnaveiðimenn og áhangendur þeirra eiga að hætta þessu væli og snúa sér að gagnlegri iðju. Nú þegar Siv loks gerir góðan hlut á þjóðin að standa með henni gegn vargaskap og eigingirni. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Rjúpan, eigingirnin og skammsýnin Frá Albert Jensen Albert Jensen ALLA tíð hefur íslensk þjóð alið með sér hugsjónamenn. Þeir hafa verið af ýmsum toga. Sumir trúðu á ein- hverja sýn, lífsskoðun eða ættjörðina og voru jafnvel tilbúnir að fórna nán- ast öllu fyrir það sem þeir trúðu á. Sem betur fer eru aðrir tímar og svona gamaldags lummulegt hug- sjónafólk nánast horfið. Núna eru komnir alvöru menn með sjarma og stíl með þá einu hugsjón sem ein- hvers er virði, að græða peninga. Kaupa ódýrt, selja dýrt, samrunar og yfirtökur. Það er málið. Eins og einn af dýpstu mönnum þjóðarinnar sagði er hann var spurður í sjón- varpsþætti um aldahvörfin: „Kapít- alisminn vann og kommúnisminn tapaði.“ Meira að segja hafa gamlir óstýri- látir vinstri gemsar hafa áttað sig á villu síns vegar. Í stað þess að hanga í úreltri baráttu fyrir lummó gildum er betra að vera með. Fá gott jobb á fínum launum – þægindi, friður og ró. Ferðast, njóta lífsins, kokteilboð og þegar ellin sest að, öryggi drjúgra eftirlauna. Við getum bara séð hvernig allt í gegnum söguna hafa hugsjónamenn lent í tómum vandræðum og jafnvel verið drepnir. Jesús, Gandhi, Martin Luther King, Steve Biko og elsku karlinn hann John Lennon. Sá harð- asti á Íslandi, rauðliðinn frá Ísafirði, áður fulltrúi smælingja og tekjulít- illa, sá er gerði „skítlegt eðli“ að lög- giltu orðfæri í stjórnmálum. Já, jafn- vel hann er búinn að átta sig á að ferðalög, demantar og lúxus er mikið betri en gamaldags hugsjónir. „Gull og metorð gagna ekki, gangir þú með sálarhnekki“ söng Bergþóra Árna – þvílíkt bull. Í nafni Dabba, Dóra og heilags Dollara. Amen. ÁSMUNDUR GUNNLAUGSSON, Auðbrekku 14, Kópavogi. Hugsjónamenn Frá Ásmundi Gunnlaugssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.