Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 37 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Bæði glysgirni og orka ein- kenna þig. Þig skortir held- ur ekki kynþokka og per- sónutöfra, sem og hreinskilni. Á árinu sem framundan er muntu ein- blína á vináttubönd. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Jákvæðir straumar þjóta um sköpunargáfur þínar og hug- myndaflug í dag. Hrúturinn er listrænn og því ekki úr vegi að nota tækifærið til sköpunar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Öll þurfum við einhverntíma hjálp og stuðning. Líklegt er að svo sé með einn fjölskyldu- meðlim þinn. Þú ert jarð- bundin sál og hefur margt að gefa. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ræddu málin við vinkonu þína eða systur í dag. Það getur varpað ljósi á málin og þið hafið gagnkvæma þörf til að deila leyndarmálum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú er ekki úr vegi að sinna fjármálum. Hnýttu lausa enda og fáðu yfirsýn yfir mál- in. Peningamál geta orðið þungur fjötur um fót. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Sjálfstraust þitt vex í dag þar eð tunglið er í merki þínu. Þetta er góð byrjun á vikunni en þó er hætt við ruglingi í samskiptum við náinn vin. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ætla má að þar sem Úranus og Mars eru andspænis meyjunni að þér sé hætt við ósætti við aðra. En mundu að tvo þarf til að takast á. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Trúnaðarmál mun færast í tal við vin þinn og gæti þetta svipt hulunni af dularfullri ráðgátu. Fólk leitar til þín til að fá góð ráð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Allar líkur eru á að yfirmaður þinn gefi þér fyrirmæli um að vinna verk sem þú hefur lít- inn áhuga á. En þú verður að hlýða skipunum fyrir því. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Stjörnurnar valda því að þér er sérlega hætt við dag- draumum í dag. Neptúnus veldur því að mörgum er hætt við að láta hugann reika. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Taki einhver upp á því að biðja þig um lán skaltu bíða með að taka ákvörðun um það fram á miðvikudag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Undirbúðu þig fyrir að þurfa að fara alla leið í samskiptum þínum við aðra í dag. Tunglið er andstætt þér svo þú verð- ur að gefa ýmislegt eftir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reikna má með að fólk leiti til þín með vandamál sín í dag. Þau vita sem er að þú ert tillitssöm manneskja. Hlust- aðu vandlega. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. VÖKUNÆTUR Þér ég helga þessar nætur, þessar dimmu vökunætur, þessar björtu Braganætur, bezta, eina vina mín, því ég vaki vegna þín. Ég er þinn um þessar nætur, þessa daga og nætur, ár og daga, alla daga og nætur. Guðmundur Friðjónsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. nóvember 2002 af sr. Eðvarði Ing- ólfssyni í Akra- neskirkju þau Ingibjörg Indriðadóttir og Ragnar F. Þrast- arson. Heimili þeirra er í Reykja- vík. BANDARÍSKI spilarinn David Berkowitz sat í sæti suðurs sem sagnhafi í þremur gröndum. Hann missti sambandið við líflit- inn í fyrsta slag, en leysti vel úr vandræðum sínum í framhaldinu. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á ♥ D ♦ 9854 ♣ÁG107543 Vestur Austur ♠ DG76 ♠ 98532 ♥ Á854 ♥ 10763 ♦ K762 ♦ 3 ♣D ♣K62 Suður ♠ K104 ♥ KG92 ♦ ÁDG10 ♣98 Spilið kom upp í Spin- gold-keppninni í síðasta mánuði og í andstöðunni voru Ítalirnir Andrea Bur- atti og Massimo Lanzarotti: Vestur Norður Austur Suður Buratti Cohen Lanzarotti Berkowitz – – – 1 grand Pass 2 spaðar * Pass 2 grönd * Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Larry Cohen yfirfærði í lauf með tveimur spöðum og Berkowitz neitaði stuðn- ingi við litinn með tveimur gröndum. Síðan tóku við þreifingar sem enduðu í þremur gröndum. Buratti kom út með spaðadrottningu og tók þar með einu hliðarinnkomu blinds á lauflitinn. Berko- witz svínaði tígli og Buratti drap og skipti yfir í lauf- drottningu! Hörku vörn, en Lanzarotti hafði sett níuna í fyrsta spaðaslaginn og þannig neitað tíunni. Berko- witz dúkkaði laufdrottn- inguna og Buratti losaði sig út á tígli. Berkowitz spilaði hjarta á drottninguna, sem Buratti tók strax með ás og spilaði enn hlutlausum tígli. Sagnhafi sér átta slagi án þess að nýta laufið og möguleikarnir á þeim ní- unda liggja víða. Þrjár hót- anir blasa við: spaðatía, hjartanía og laufgosi. Sagn- hafi tók síðasta tígulinn og þjarmaði þannig verulega að Lanzarotti í austur. Hann varð að valda hjartað og halda í Kx í laufi. Þar með neyddist hann til að fara niður á einn spaða. Berkowitz tók þá spaða- kóng, síðan KG í hjarta og sendi svo Lanzarotti inn á hjartatíu. Tveir síðustu slagirnir fengust á ÁG í laufi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rc6 4. Rgf3 Rf6 5. e5 Rd7 6. c3 f6 7. exf6 Dxf6 8. Be2 Bd6 9. Rf1 O-O 10. Re3 Dg6 11. O-O Rf6 12. c4 b6 13. a3 Bb7 14. b4 dxc4 15. Bxc4 Hae8 16. Bb2 Rg4 17. Bd3 Dh5 18. h3 Rf6 19. Re5 Re7 20. Bb5 Hd8 21. Bd7 Bc8 22. Bb5 Bb7 23. Da4 Rfd5 24. Ba6 Ba8 25. Dc2 Rf4 26. f3 Dg5 27. Kh1 Rh5 28. Hfe1 Staðan kom upp á al- þjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Málmey. Sænski stór- meistarinn Stellan Bryn- ell (2511) hafði svart gegn frönsku skák- konunni Marie Sebag (2432). 28...Bxe5! 29. dxe5 Hxf3! 30. Dxc7 fátt yrði um fína drætti hjá hvít- um eftir 30. gxf3 Bxf3+ 31. Rg2 Hd2 og sókn svarts er óstöðvandi. Þessi skák sýnir að hvítreiti biskup svarts í franskri vörn er ekki alltaf slæmur! 30...Hxh3+ 31. Kg1 Hf8 32. Bb7 Bxb7 33. Dxb7 Hxe3 34. Hf1 Rf4 35. Bc1 Re2+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 Námskeið í YOGA Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Sértímar fyrir barnshafandi konur Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 29. ágúst og laugardaginn 30. ágúst í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Ótrúlegt úrval - Föt - lampar - styttur - púðar - rúmteppi o.m.fl. 2 fyrir 1 af öllu Opið í dag, sunnudag, kl. 13-17. Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545. ÚTSALA - Allt á hálfvirði Auðbrekku 14, Kópavogi Jógaskólinn hefst að nýju í september en frá árinu 1997 hefur Ásmundur Gunnlaugsson útskrifað nem- endur, sem ýmist starfa sem jógakennarar í dag eða hafa tekið þátt til að dýpka þekkingu sína. Nám- skeiðið er yfgripsmikið og öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið, tækifæri til að nema af kennara með mikla reynslu og þekkingu. Það hentar t.d. öllum sem eru í einhvers konar vinnu með einstaklinga eða hópa og/eða þeim sem vilja gera breytingar á lífsháttum sínum. Tilhögun þess fer saman með starfi og öðru námi en kennt er eftirfarandi helgar: 5.–7. september, 19.–21. september, 10.–12. október, 24.–26. október, 14.–16. nóvember og 28.–30. nóvember (fös. kl. 20-22, lau. og sun. kl. 9-15). ,,Ég reyni að fá nemendurna til þess að skilja hjartað í verkinu, gera sér ljóst hvað jóga er eða öllu heldur hvaða möguleika það hefur til að verða” segir Ásmundur. Ekki er krafist mikillar reynslu og ástundunar af jóga, mikilvægast er áhugi og jákvætt hugarfar. Einhver grundvallarþekking á jóga er þó æskileg. Ásmundur kynnir námskeiðið laugardaginn 30. ágúst kl. 17:30 VILTU VERÐA JÓGAKENNARI EÐA DÝPKA JÓGAÁSTUNDUN ÞÍNA? Skráning í síma 544 5560 og á www.yogastudio.is JÓGA Á MEÐGÖNGU! Námskeið hefjast í september. 15. sept. mánudaga og miðvikudaga kl. 12.15 16. sept. þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.10. Einnig verður boðið upp á dans- og jógatíma á laugardögum. Kennari er Rósa Hermans dans- og jógakennari. Hrefna Einarsdóttir ljósmóðir veitir einnig ráðgjöf í laugardagstímum. Bókun fer fram í síma 568 0271 Rósa (enskumælandi) og 896 2124 Hrefna eftir 1. september. 13 vikna námskeið - skráning hafin Hefðbundið nám, jazz & popp, samspil. Tónleikar í lok annar. Helga Laufey Finnbogadóttir. hlf@islandia.is • Sími 552 9366 og 663 3611 Píanókennsla í miðbænum LESANDI þessara pistla vakti athygli mína á eft- irfarandi málsgrein í aug- lýsingu frá dómsmála- ráðuneytinu í síðasta mánuði: „Dómsmálaráðu- neytið hefur í samræmi við 4. gr. Dómstólalaga óskað eftir umsögn Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna dómaraembætti við réttinn.“ Hann sagðist ekki kunna við þetta orðalag, hæfi og hæfni, í sömu andrá. Ég skil það mætavel, enda hafa no. hæfi og hæfni í seinni tíð a.m.k. verið notuð í sömu merkingu. Fyrir 60 árum benti ágætur íslenzku- kennari mér á það, að þessi no. táknuðu í raun ekki hið sama, en þá var farið að bera á ruglingi milli þeirra. Hæfi er sömu merkingar og lo. hæfur, sem samkv. OH (1983) merkir m.a. „fær, sem hefur getu til e-s: vera h. til e-s.“ Aftur á móti væri no. hæfni haft um það að vera hittinn, það að vera hæfinn. Í OE (2002) kem- ur hið sama fram. Að þessu athuguðu má vera ljóst, að þarflaust var að nota í téðri auglýsingu bæði þessi no. saman, því að merkingin hittinn og hittni í no. hæfni hefur ekki átt að vera eiginleiki væntanlegra umsækj- enda. Annars eru ýmis orð til um eiginleika manna. Fyrr á tíð var tal- að um eiginlegleika manna, en síðar breyttist það í eiginleika. Þannig er mál okkar á sífelldri hreyfingu, en vitaskuld ber að fara með gát í þessum efnum. No. hæfi er tengt lo. hæfur, þ. e. um þann, sem hefur hæfi- leika til e-s. Hann er hæf- ur til að gegna embætti. Því er sjálfsagt, að no. hæfi sé tekið fram yfir no. hæfni í þessu sambandi, enda það orð með öllu óþarft í téðri auglýsingu. – J.A.J. ORÐABÓKIN Hæfi – hæfni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.