Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 9

Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 9 Verðlaunaðu þig með nýjum Opel Vectra Opel Vectra er bíllinn sem sameinar fullkomna tækni, nútímalega útlitshönnun, rými og óvenju lipurð í akstri. Þýsk vandvirkni og nákvæmni tryggja gæði og öryggi sem uppfylla ströngustu kröfur. Undir stýri lagar bíllinn sig að þínu aksturslagi, ekki öfugt. Þetta finnur þú þegar þú prófar Opel Vectra. Loftkæling og framsæti sem hver og einn stillir nákvæmlega að sínum þörfum, að ekki sé talað um hversu vel fer um fólkið í aftursætinu veita að auki hámarks vellíðan í Opel Vectra. Verð frá kr. 2.290.000 Opel Vectra Einkaleiga 38.677 kr.á mánuði* *Miðað við 36 mánaða samning Hlaut gullna stýrið í Þýskalandi 2002 Sævarhöfða 2a · sími 525 9000 · bilheimar@bilheimar.is · www.bilheimar.is Komdu, skoðaðu og prófaðu Opel Vectra á þýskum dögum, sölumenn okkar taka vel á móti þér! ÞÝ SKI R DAGA R 1. - 6. S E P T E M BE R F í t o n F I 0 0 7 7 6 3 PRENTSMIÐJAN Oddi er að vinna annað verkið á þessu ári fyrir Royal Hibernian Academy í Dublin á Írlandi. Það sem gerir verkefnið frábrugðið öðrum verk- efnum Odda er að hönnun bók- arinnar fer fram í Ameríku, prentunin er á Íslandi og verk- kaupinn er á Írlandi. Barrie Cooke, a retrospective er annað verkið sem Oddi prentar fyrir Royal Hibernian Academy á þessu ári. Bókin er 80 blaðsíður, saumuð kilja sem stendur til að gefa út fyrir sýningu írska lista- mannsins Barrie Cooke í Dublin 10. september næstkomandi. Barrie Cooke er fæddur í Eng- landi 1931 en hefur búið á Írlandi síðan 1953. Cooke er einstakur náttúruunnandi og efnistökin nær undantekningarlaust í náttúrunni. Vill listamaðurinn vekja áhorf- andann til vitundar um umgengni okkar og ábyrgð gagnvart nátt- úrunni. Miklar kröfur gerðar Hönnuður bókarinnar, Tamar Burchill, er bresk og búsett í Bandaríkjunum. Vegna fyrri við- skipta við prentsmiðjuna var hún ákveðin í að láta Odda prenta fyr- ir sig þessa glæsilegu bók og setti ekki fyrir sig að vinnan færi fram í þremur löndum. „Það sannast í þessu verkefni að gott samstarf, traust, gæði og nútímatækni gera það að verkum að landamæri hverfa, vegalengdir styttast og útkoman verður glæsilegur prent- gripur,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda. Bílafyrirtækið Nissan á Írlandi er einn helsti styrktaraðili þess- arar sýningar, undir heiti The Nissan art project. Stór hluti verka sem Oddi vinnur fyrir söfn og listamenn erlendis frá eru styrktarverkefni sem fjármögnuð eru af fyrirtækjum og listunn- endum. „Kröfurnar sem þessir að- ilar gera eru miklar og skipta gæði vinnslunar því oft meira máli en staðsetning fyrirtækisins á heimskortinu. Niðurstaðan er ánægjuleg staðfesting á því að Odda hefur tekist að koma sér á kortið á erlendum markaði í há- gæða prentun,“ segir í tilkynn- ingu Odda. Oddi prent- ar írska bók sem hönnuð er í Ameríku Mikil áhersla er lögð á vandaða prentun á bók Barrie Cooke, en bókin er skrifuð af Íra, hönnuð í Ameríku og prentuð á Íslandi. FULLTRÚAR Samiðnar, Sambands iðnfélaga, áttu enga fundi í þessari viku með ráðherrum félagsmála, dóms-, og umhverfismála um aðbúnað og eftirlit á virkjanasvæði Kára- hnjúkavirkjunar. Þorbjörn Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sam- iðnar, segir að óskað hafi verið fyrst eftir fundi með forsætisráðherra til að kanna hvort stjórnvöld væru reiðubú- in að mæta kostnaði við eftirlit sem hlýst af virkjanaframkvæmdunum. Forsætisráðherra hafi ekki séð ástæðu til að ræða við fulltrúa Sam- iðnar og vísað málinu til viðkomandi fagráðherra. Fulltrúar Samiðnar ráð- gera að ganga á fund félagsmálaráð- herra á mánudag. Að sögn Þorbjörns hafa engar ráð- stafanir verið gerðar til að ríkisstofn- anir á borð við heilbrigðiseftirlit og Vinnueftirlitið geti tekið að sér þessi viðbótarverkefni. „Þær sjá fram á mikinn vanda og að þær muni fara fram úr sínum fjárhagsáætlunum og hins vegar eiga þær í erfiðleikum með að þjónusta þetta svæði eins og þær þurfa. Löggæslan er talandi dæmi um þetta,“ segir Þorbjörn. Þá segir hann að nauðsynlegt sé að ganga frá mál- um við eftirlitsstofnanir sem snúi að sveitarfélögunum, t.d. um brunaeftir- lit og byggingareftirlit. Fundur með félagsmála- ráðherra á mánudag Samiðn vill ræða eftirlitsskyldu við Kárahnjúkavirkjun ATLANTSOLÍA hækkaði ekki olíu- verðið um mánaðamótin eins og sam- keppnisfélögin þrjú og segja tals- menn félagsins að tilkoma þess hafi hreyft við hinum félögunum sem sé til mikilla hagsbóta fyrir stórnotend- ur olíu á Íslandi en það sé umhugs- unarefni hvers vegna bensínverð til neytenda hafi ekki breyst að sama skapi. Í tilkynningu frá Atlantsolíu kem- ur fram að verð samkeppnisaðila sé það sama eða 41,30 kr. á lítra af bíla- gasolíu og 30,90 kr. fyrir lítra af skipagasolíu. Verð Atlantsolíu sé hins vegar 39,09 kr. fyrir lítra af bíla- gasolíu og 28,64 kr. fyrir lítra af skipagasolíu. Bent er á að fyrir hálfu ári, þegar hillt hafi undir að Atlants- olía hæfi starfsemi sína, hafi lítri af skipagasolíu kostað 36,60 kr., lítri af bílagasolíu 47,30 kr. og lítri af 95 okt- ana bensíni 100,80 kr. „Verðbreyt- ingarnar á þeim tíma sem liðinn er sýna lækkun á bílagasolíu um 12,7% og skipagasolíu um 15,6%. Breyting bensínverðsins er hins vegar óveru- leg eða 0,7%.“ segir í fréttinni. Óbreytt olíuverð hjá Atlantsolíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.