Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖSSUR hf. er nú að fetasig inn á nýja brautmeð glænýjum vörum,sem hannaðar hafaverið að öllu leyti af sérfræðingum fyrirtækisins og eru þar af leiðandi alíslenskar. Miklar vonir eru bundnar við nýju vöruflokk- ana enda sjá forráðamenn fyrirtæk- isins fram á umtalsverða aukningu umsvifa innan fárra ára, gangi áætl- anir eftir. Ekki er nema hálft annað ár síðan hönnunarvinnan hófst og eru nokkrir vöruflokkanna nú þegar komnir í framleiðslu hjá fyrirtækinu, að undangengnum prófunum bæði hér heima og erlendis. Sölu- og mark- aðsstarf hófst fyrir aðeins nokkrum dögum formlega eða hinn 1. sept- ember síðastliðinn. Í fyrstu verða vörurnar aðeins kynntar á mörk- uðum Össurar á Norðurlöndunum, í Bretlandi og í Bandaríkjunum, en aðrir markaðir fylgja í kjölfarið eftir áramót. „Það er með ráðum gert að fara hægt og rólega af stað. Mjög brýnt er að vel takist til því miklir hagsmunir geta verið í húfi. Þrátt fyrir að við séum þess fullviss að vera með góða vöru í höndunum þarf að vanda mjög allt sölu- og markaðsstarf. Að því munum við einbeita okkur á næstu mánuðum. Við ákváðum að byrja á því sem við kunnum best og þar sem við erum best í að smíða gervifætur lá best við að hefja spelkuframleiðsluna á ökklaspelkum og stuðnings- innleggjum fyrir fætur. Við komum svo til með að fylla inn í vöruflokkana á næstu tveimur árum,“ segir Árni Alvar Arason, framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði, en alls eru vöruflokkar í spelkum nítján talsins, samkvæmt alþjóðlegum skilgrein- ingum, allt frá toppi til táar. Tveir aðskildir geirar Stoð- og stuðningstækjageirarnir eru hluti af breiðari markaði á sviði bæklunarlækningavara, en áætlað er að sala á þeim markaði á heimsvísu nemi um tólf milljörðum bandaríkja- dala árlega. Bæklunarlækningar bjóða upp á lausnir af ýmsu tagi, svo sem ígræðslur til endurbyggingar, festingar á brotum, vörur til viðgerða á mjúkvef, spelkur til enduruppbygg- ingar og endurhæfingar og stoðir fyr- ir ökkla, hné, hrygg og efri útlimi. Slíkar vörur eru oft notaðar til að ráða bót á meðfæddum göllum, íþróttameiðslum og slitgigt sem m.a. geta stafað af öldrunarsjúkdómum eða lífsstíl. Hingað til hefur Össur fyrst og fremst framleitt og selt gervilimi og íhluti þeirra, en nú er stefna fyrirtækisins að hefja sókn inn á stuðningstækjamarkaðinn. Á næstu vikum og mánuðum verða nýjar vörur m.a. kynntar í erlendum fag- tímaritum og á alþjóðlegum sýn- ingum. Stuðningstæki á borð við spelkur falla ekki undir stoðtæki, líkt og gervilimir, heldur eru stuðnings- tæki annars vegar og stoðtæki hins vegar tveir aðskildir geirar, að sögn Huldar. Stoðtæki koma í staðinn fyrir útlimi, sem manneskja hefur misst, en spelkur virka sem stuðningur svo að fólk geti á sem eðlilegastan hátt sinnt daglegum störfum. Núverandi stoðtækjaviðskipti Össurar snúast að mestu leyti um vörur, sem seldar eru samkvæmt tilvísunum lækna. Við- skiptavinir fyrirtækisins eru þjón- ustumiðstöðvar eða stoðtækjaverk- stæði. Þau taka á móti sjúklingum, sem þurfa gervilimi eða stuðning í formi spelkna eða annarra stoðtækja. Ólíkt stoðtækjamarkaðnum, sem ein- skorðast að mestu við vörur sam- kvæmt tilvísun lækna, skiptist stuðn- ingstækjamarkaðurinn í tvennt: vörur samkvæmt tilvísun og aðrar vörur. Kaupendur stuðningstækja, sem notuð eru samkvæmt tilvísun, eru læknar, sjúkraþjálfarar, hjúkr- unarfræðingar og stoðtækjafræð- ingar. Hins vegar eru ákvarðanir um kaup aðallega í höndum löggiltra stoðtækjafræðinga og lækna. Risastór markaður Talið er að spelkumarkaðurinn nemi allt að tveimur til þremur millj- örðum bandaríkjadala á ári og sé allt að þrefalt stærri en stoðtækjamark- aðurinn. Sé stuðningstækjamark- aðurinn tekinn sér má gróflega skipta heildarmarkaðnum fyrir þessar vörur í þrennt. Um það bil 30% af heildar- sölunni fer í gegnum stoðtækjaverk- stæði, önnur 30% í gegnum verslanir og um 40% í gegnum sjúkrahús, lækna og sjúkraþjálfara. „Hingað til höfum við eingöngu verið að vinna inni á stoðtækjaverkstæðunum með gervifætur, gervihné og silikonhulsur og er það sá markaður, sem við mun- um sækja inn á með spelkurnar. Með öðrum orðum komum við til með að einbeita okkur að núverandi við- skiptavinum. Stoðtækjaverkstæðin ein og sér eru að kaupa aðföng fyrir 500–700 milljónir dala á ári og má gera ráð fyrir viðskiptum af svipaðri stærðargráðu í spelkunum. Umsvif fyrirtækisins eru því að aukast veru- lega og sjáum við spelkuviðskipti sem stóran þátt í okkar veltu á næstu ár- um,“ segir Árni, en segist ekki geta nefnt neinar tölur í þessu sambandi að svo stöddu. Geta má þess að mark- aðshlutdeild Össurar í stoðtækjum nemur nú um 10–15%, en ljóst er að markaðsmöguleikar fyrirtækisins eru hvergi nærri fullreyndir þar sem sölumenn hafa einvörðungu einbeitt sér að stoðtækjaverkstæðum, en ekki verslunum, sjúkrahúsum, læknum og sjúkraþjálfurum sem samanlagt telja um 70% markaðarins. „Við erum bara ekki komin lengra á þróun- arbrautinni þrátt fyrir að allir þessir markaðir séu mjög áhugaverðir, en það kemur líklega að þeim tíma- punkti að við ráðumst til atlögu víð- ar.“ Fjölgun eftir þörfum Það sem af er árinu hefur stöðu- gildum fjölgað um tíu í sölu-, mark- aðs-, hönnunar- og framleiðsludeild- um vegna verkefnisins og er stefnt að því að bæta við fólki í framleiðslu eftir þörfum og viðtökum á markaði. Sú útrás, sem fyrirtækið stefnir nú að með spelkunum, hefur gífurlega mikla breytingu í för með sér fyrir starfsfólkið, bæði þá sem búa vörurn- ar til og ekki síður fyrir sölumennina, sem þurfa að tileinka sér talsverða þekkingu á sviði sjúkdómafræði til að vera viðræðuhæfir við viðskipta- mannahópinn. „Í reynd eru spelkur allt öðruvísi vöruflokkur en gervilimir því það þarf að fást við svo fjöl- breytilega sjúkdóma og aukaverkanir í tengslum við þá. Spelkuviðbótin krefst því meiri þekkingar af sölu- mönnum okkar en gervilimirnir. Þeir hafa fengið þjálfun, sem verður hald- ið áfram eftir því sem vöruflokkunum fjölgar.“ Fyrir þremur árum hóf Össur að byggja upp öflugt sölukerfi með beinni sölu til stoðtækjafræðinga og stoðtækjaverkstæða, en hafði áður selt í gegnum dreifingaraðila. Í Norð- ur-Ameríku, sem telur um 50% af heimsmarkaðnum í lækningavörum, starfa fjórtán sölumenn, sem saman heimsækja 40–60 stoðtækjaverk- stæði á dag. Söluskrifstofur Össurar eru einnig í reknar í Uppsölum í Sví- þjóð og í Eindhoven í Hollandi, en tal- ið er að um 30–40% heimsmarkaðar- ins séu í Evrópu. Höfuðstöðvar Össurar eru í Reykjavík og þær sinna mörkuðum utan þessara svæða auk þess sem dreifingaraðilar starfa í As- íu, Afríku og Suður-Ameríku. Mýkt, fjöðrun, léttleiki Stjórn fyrirtækisins þurfti í raun ekki að liggja lengi undir feldi til þess að komast að þeirri niðurstöðu að spelkuframleiðsla væri rökrétt ferli í þróun fyrirtækisins, að sögn Huldar Magnúsdóttur, deildarstjóra á við- skiptaþróunarsviði. Segja má að nýju vöruflokkarnir séu afurð við- skiptaþróunarsviðs, sem sett var á laggirnar innan Össurar haustið 2001. Nýja sviðinu var einkum ætlað að kanna ný viðskiptatækifæri á stoð- tækjamörkuðum fyrirtækisins og nýta styrk þess og tækniþekkingu á grenndarmörkuðum til að vinna að framgangi vaxtaráætlunar Össurar. Innan viðskiptaþróunarsviðs annars vegar og tæknisviðs hins vegar starfa þverfaglegir verkefnahópar, sem skipaðir eru sérfræðingum á heil- brigðissviði, verkfræðingum og við- skiptamenntuðu fólki. Spelkufram- leiðslan er runnin undan rótum eins slíks vinnuhóps, sem verið hefur und- ir stjórn Huldar. Einkum hefur verið horft til þess að nýta svokallaðar koltrefjar í framleiðslu stuðnings- Stórsókn á stuðn- ingstækjamarkað Össur hf., sem einkum hefur einbeitt sér að fram- leiðslu gervilima frá upphafi vega, hyggst nú færa út kvíarnar með framleiðslu spelkna úr svoköll- uðum koltrefjum. Huld Magnúsdóttir og Árni Alvar Arason hafa fylgt framleiðslunni úr hlaði og sögðu Jóhönnu Ingvarsdóttur að mikið væri í húfi þar sem spelkumarkaðurinn á heimsvísu væri allt að þrisvar sinnum stærri en stoðtækjamarkaður- inn og næmi allt að tveimur til þremur milljörðum bandaríkjadala árlega sem svarar til 164 til 246 milljarða íslenskra króna. Morgunblaðið/Kristinn Huld Magnúsdóttir, deildarstjóri á viðskiptaþróunarsviði, og Árni Alvar Arason, framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði. Morgunblaðið/Kristinn Spelkur úr koltrefjum búa yfir meiri mýkt og fjöðrun en hefðbundnar spelkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.