Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 23 FORELDRAR Gabriels Bunch eru af kynslóð blómabarna sem leit á menntun og fyrirhyggju sem leiðindi og smáborgara- hátt. Ljúfa lífið í tónlistarbransan- um heillaði og Rex, faðir Gabr- iels, lék á gítar með hinum fræga Lester Jones og móðirin saumaði búninga og sam- kvæmisklæðnað á hljómsveitina, umboðsmennina og aðdáendurna. En brátt hallaði undan fæti og Rex gerð- ist atvinnulaus pöbbaröltari í skítug- um gallabuxum, vonlaus draumóra- maður og mamman varð beisk og árásargjörn. Og svo fór með fleiri af þessari kynslóð frelsis og ástar: „Flestir voru hinsvegar á atvinnu- leysisbótum, í meðferð, angandi af auðnuleysi eða að deyja úr vonbrigð- um“ (20). Dag einn flytur pabbinn út af heimilinu og veröldin fer á annan endann. Það kemur í hlut Gabriels, 15 ára unglings, að koma vitinu fyrir foreldra sína og sameina fjölskyld- una á ný. Þetta er efni nýrrar skáld- sögu bresk-pakistanska rithöfundar- ins Hanifs Kureishi, Náðargáfu Gabriels. Sagan gerist í norðurhluta Lond- on, fjölþjóðlegri borg sundurgerðar og stéttamunar. Í hverfi Gabriels eru glæsilegir veitingastaðir innan um dópgreni; þar búa morðingjar jafnt sem fölir uppar með þroskaðan kaffi- smekk; og sumir vegfarendur dragn- ast með innkaupakörfur í leit að rusli sem hugsanlega má koma í verð (14– 15). Gabriel, erkiengillinn, axlar ábyrgðina á brottfluttum föður sín- um og boðar honum fagnaðarerindið. Í skemmtilega hvunndagslegri at- burðarás sögunnar raðast brotin saman, heimurinn verður nýr og betri og það er náðargáfu Gabriels að þakka. Titill sögunnar er reyndar tví- ræðari á ensku en íslensku, Gabriels gift merkir gáfa Gabriels en einnig hæfileiki eða gjöf. Poppgoðið Lester gefur Gabriel mynd eftir sig og sú gjöf gegnir veigamiklu hlutverki í sögunni, ekki síst eftir að Gabriel tekst að líkja nákvæmlega eftir henni og spurningar vakna um muninn á raunverulegri list og eftirlíkingu, raunverulegum listamönnum og mis- heppnuðum. Náðargáfa Gabriels felst í fjörugu ímyndunarafli hans og sköpunargáfu og í bókarlok er ávæn- ingur um að hann verði einn af hinum raunverulegu, skapandi listamönn- um. Persónur sögunnar eru fremur breyskt fólk og misheppnað, nema Gabriel sem er óvenju þroskaður unglingur. Rex er trúverðugur skip- brotsmaður að bíða eftir frægðinni sem aldrei kemur. Mamman er í kreppu miðaldra konu sem finnst hún hafa kastað lífi sínu á glæ og þrá- ir að vinna upp glataðan tíma. Upp- gjörið þeirra á milli, eftir langa og stormasama sambúð, kallast á við uppgjör hugsjóna hippakynslóðar- innar. Rex segir t.a.m. við son sinn: „Ég veit að ég veit mínu viti. Gallinn er sá að ég sólundaði því öllu í nei- kvæða orku. Ég vildi rífa allt í tætlur. Á sjöunda áratugnum vildu menn gefa skít í allt, ekki síst „venjulegt“ líf. Menn kölluðu það uppreisnar- girni. En í rauninni var ég bara kald- hæðinn og ég vildi óska að raunin hefði verið önnur“ (160). Munurinn á þeim feðgum Rex og Gabriel er sá að sonurinn hefur þann hæfileika (eða náðargjöf) að láta drauma sína ræt- ast en pabbinn hefur ekki dug til að finna hæfileikum sínum farveg. Í sögunni rekast gamlar hugsjónir og úrelt lífsmynstur foreldranna á hug- myndir og drifkraft nýrrar kynslóð- ar. Brostnar vonir birtast við hlið frægðar og velgengni, hippalífi er stillt upp andspænis smáborgaralegu lífi – án snobbs eða sleggjudóma. Frásagnarháttur sögunnar er fjar- lægur og hlutlaus, sagan líður hægt áfram og atburðir hennar endur- spegla daglegt líf úthverfanna. Gabr- iel er mikið í mun að raða brotum saman og hafa stjórn á umheiminum og draumur hans er að verða kvik- myndagerðarmaður: „Þetta voru einu töfrarnir sem Gabriel kærði sig um, sameiginlegur draumur sem fólst í því að breyta sögum í myndir. Brátt myndu myndirnar safnast saman á filmunni; innan tíðar gætu aðrir séð það sem hann hafði haft í kollinum undanfarna mánuði og hann yrði ekki lengur einn á báti“ (202). Náðargáfa Gabriels er bjart- sýn saga í svartnætti sínu, tilfinn- ingasöm í hráslaga borgarlífsins. Hún er reyndar afslappaðri og trú- verðugri á frummálinu, þýðing Jóns Karls Helgasonar er svolítið sér- viskuleg á köflum. En ekki missa af Kurseishi á bókmenntahátíðinni, þar gefst einstakt tækifæri til að sjá hann og fleiri höfunda á heimsmælikvarða í eigin persónu. Gabríel erkiengill BÆKUR Skáldsaga eftir Hanif Kureishi (höfund Náinna kynna). Jón Karl Helgason þýddi. 202 bls. Bjartur 2003. NÁÐARGÁFA GABRIELS Steinunn Inga Óttarsdóttir Hanif Kureishi Í EDEN í Hveragerði stendur yfir málverkasýning Gunnþórs Guð- mundssonar. Þar sýnir Gunnþór 52 myndir, 35 í akrýl og 17 í pastel krít. Langflestar eru myndirnar málaðar á þessu ári eða 2002. Um helmingur myndanna er landslags- myndir, aðrar fyrirmyndir úr nátt- úrunni með ýmsu ívafi og nokkrar eru hugarflug listamannsins. Gunnþór hóf að mála árið 1999 og er þetta hans sjötta sýning. Hann hefur einnig fengist við rit- störf og sent frá sér fimm bækur, sem að meginefni eru ljóð, spak- mæli og nokkrar stuttar frásagnir. Sýningin stendur til 14. sept- ember. Stemmur í Eden NÚ er vetrarstarf kóranna og söng- skólanna að hefjast og er ýmislegt í boði. Óperukór Hafnarfjarðar Vetrarstarf Óperukórs Hafnar- fjarðar hefst á mánudag. Kórstjóri er Elín Ósk Óskarsdóttir óperu- söngkona. Æfingar verða á mánudagskvöld- um í Hásölum Hafnarfirði og stefnt er á stór verkefni næsta söngár, þ.á m. söngferð til Austur-Evrópu, Vínarkvöld, jólasöng og vortónleika- röð. Óperukórinn getur bætt við sig góðu söngfólki í allar raddir. Söngsetur Estherar Helgu Innritun er hafin í Söngsetur Estherar Helgu. Í boði er m.a. tólf vikna hópnámskeið fyrir byrjendur sem hefjast 16. sept. nk. Einnig er í boði framhaldsnámskeið sem kallast Regnbogakórinn og Dægurkórinn, sem er fyrir lengra komna, en inn- tökupróf eru inn í þann kór. Kynning á vetrarstarfi hópanna verður á mánudag kl. 19. Dagskráin samanstendur m.a. af þjóðlegum sönglögum frá ýmsum heimshornum, jólasöngvum og létt- um gospelsöngvum. Önninni lýkur með tónleikum þar sem allir hóparnir taka þátt. Skólastjóri og aðalkennari skól- ans er Esther Helga Guðmundsdótt- ir og meðleikari er Katalin Lörinz. Nýstofnaður barna- og unglingakór Nýstofnaður barna- og unglinga- kór Breiðholts er að hefja vetrar- starfið. Æfingar verða í samkomu- húsi Seljaskóla einu sinni í viku og verður fyrsta æfingin 18. septem- ber. Kórinn er ætlaður börnum og unglingum á grunnskólaaldri og fá kórfélagar tilsögn í nótnalestri ásamt söngæfingum og flottum lög- um. Fyrirhugað er að heimsækja nágrannasveitarfélögin um jólin og verður söngur kórsins tekinn upp á geisladisk fyrir jólin. Á vormisseri verður farið í lengra söngferðalag og í febrúar verður farið í æfingabúðir yfir helgi. Kórinn verður í samstarfi við fleiri kóra bæði á höfuðborgar- svæðinu og úti á landi. Kórstjóri er Gróa Hreinsdóttir. Kvennakór Kópavogs Kvennakór Kópavogs er að hefja starfsemi sína eftir sumarfrí. Fyrsta æfingin verður á mánudag kl. 20 og verða æfingar í hátíðarsal Digranes- skóla. Kórstjóri er Natalía Chow. Kórinn einskorðar sig ekki við Kópavog og eru allar konur vel- komnar. Laus pláss eru í kórnum í vetur. Fjölbreytt söngnámskeið í boði FÉLAGSMENN Íslenskrar grafík- ur hafa undanfarin 3 ár tekið þátt í sýningarverkefni sem skammstafað er GÍF og stendur fyrir Grænland, Ísland og Færeyjar og var sýning í einu landanna á árs fresti. Félagar í Íslenskri grafík opnuðu sýningu í Listasafni Færeyja í Þórshöfn í gær, laugardag og taka 19 félagar þátt í sýningunni. Markmiðið með sýningunni er að efla samstarfið og koma á samskipt- um við færeyska myndlistamenn sem ráða yfir góðu faglegu grafík- verkstæði í Listasafninu í Þórshöfn. 28. september 2003. Íslensk grafík rekur sýningarsal í Tryggvagötu 17. Tó-tó í Norræna húsinu Karin Kjølbro, forstöðumaður Norræna hússins í Færeyjum opnaði sýningu Tó-tó kl. 14 í gær, laugar- dag. Tó-tó er nafnið á textíllistakon- unum Önnu Þóru Karlsdóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Íslenskir lista- menn í Þórshöfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.