Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 25

Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 25 HRINGEKJUR lífsins er yfirskriftin á sýningu Eyjólfs Einarssonar sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Við fyrstu sýn virðast myndirnar vera af landslagi. Þegar betur er að gáð verða þær að náttúrumyndum og þegar enn nær er gengið verða þær að portretti af örlögum manns- ins. Enn er ógáð að heiti myndanna – sem er svo kirfilega úthugsað að hver mynd verður að sögu. Enda segir listamaðurinn: „Stundum veit ég ekki hvort ég er að mála lands- lagsmyndir eða eitthvað annað. Ég nota gjarnan landslag sem bak- grunn í myndum mínum og síðan leik ég mér að hlutum sem ég bæti inn í, til dæmis skráargötum, flug- drekum, glerhjúpum og stjórntækj- um fyrir leikbrúður, sem standa fyr- ir persónugervingu valds. Á sýningunni eru fjórar myndir af hringekjum. Þrjár myndanna eru gríðarstórar og bera þær heitið Bið- stöð I, Biðstöð II og Endastöð. Hringekjurnar eru skreyttar mynd- um af íslensku landslagi og á tveim- ur þeirra er fólk og það er eins og lífshlaupinu bregði fyrir í einu leiftri. „Út af fyrir sig eru þær einangr- aður lítill heimur. Þær geta verið persónugervingur margra þátta, til dæmis lífsins, og þess vegna set ég fólk inn á þær og landslag,“ segir Eyjólfur Ekki vingjarnlegt landslag Það er óhætt að segja að mynd- irnar séu heillandi. Þær sýna nátt- úru þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja þar sem sandarnir breiða úr sér. Eyjólfur segist vera mjög upp- tekinn af auðninni á Íslandi, söndum sunnanlands, á Mývatnsöræfum og fleiri stöðum þar sem sjóndeildar- hringurinn er víður og langur. „Þetta er ekki vingjarnlegt lands- lag þótt það virki fallegt. Þetta eru ekki fjöllin blá. Samt er þetta ægifagurt og mýst- ískt. „Ég skynja oft vissa ógn í lands- lagi. Þar er ekkert öruggt. Þeir hlut- ir sem ég set inn á myndirnar eru til að leggja áherslu á það. Ég set þessa hluti inn í óraunverulegt landslag.“ Er það til að endurspegla fallvalt- leikann? „Já, til dæmis.“ Hefurðu alltaf verið upptekinn af landslagi? „Já, ég málaði afstrakt í meira en tuttugu ár en það er spurning hvort maður hefur nokkurn tímann losnað við landslagið. Hins vegar virkaði afstraktmálverkið ekki lengur fyrir mig. Það fólst orðið einhver tómleiki í því að raða endalaust saman form- um og litum. Kannski var það bara orðið of auðvelt og kominn tími til að takast á við sjálfan sig. Það er alltaf góð tilfinning að finna að maður þarf að gera breyt- ingar. Stöðnun er alltaf dauði í sjálfu sér. Þegar maður finnur að maður hefur ekki lengur gaman af því sem maður er að gera er mál að breyta til. Það er alltaf gaman að brjóta prinsip sem hafa lengi verið haldin. Ég hélt til dæmis að ég ætti aldrei eftir að mála fólk. Það prinsip var brotið í þessari sýningu og það er notaleg tilfinning. Svo er aldrei að vita hvaða prinsip eiga eftir að fjúka í framtíðinni. Kannski á ég eftir að nota annað efni. Málverkið er í sjálfu sér ekkert heilagt efni. Það hentar mér hins vegar vel og þess vegna nota ég það. En það verður alltaf að vera spenna og eftirvænting. Þetta er eins og ferðalag sem maður veit ekki hvar endar. Spurningin um góða list Hlakkarðu þá ekki alltaf til að fara á vinnustofuna? „Það er upp og niður. Jú, oftast er gaman að fara á vinnustofuna, þótt hlutirnir geti vissulega staðið í mér. Annars er ég mjög skipulagður í vinnu og geri alltaf skissur og vinn út frá línuteikningu. Ég er það klass- ískt menntaður að ég get ekki málað málverk nema gera línuteikningu. Það má segja að ég sé búinn að kompónera myndina áður en ég fer að mála hana.“ Það er óhjákvæmilegt að leiðast inn á þær brautir að ræða hvað sé gott listaverk, einkum vegna þess hversu glæsileg verk Eyjólfs eru. Hann brosir góðlátlega og segir: „Ja, eins og Svavar Guðnason, vinur minn, sagði: „Ég er alltaf viss um að listaverk sé gott ef mér líður eins og ég hafi verið sleginn í hnakkann með sleggju.“ Þarf að segja meira? Stöðnun er alltaf dauði í sjálfu sér Sýning á verkum Eyjólfs Einarssonar var nýverið opnuð á Kjarvalsstöðum. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við lista- manninn um hringekjur, sanda og hversu gaman er að brjóta prinsip. Eyjólfur Einarsson listmálari. Morgunblaðið/Jim Smart EIN MESTA óperusöngkona Breta, Susan Chilcott, er látin, aðeins fer- tug að aldri, eftir þriggja ára hetju- lega baráttu við brjóstakrabba. Susan Chilcott hóf feril sinn með Skosku óperunni og skipaði sér fljótt í röð bestu sópransöng- kvenna Breta. Hún söng í Ensku þjóðaróperunni, í Norðuróperunni, Velsku óperunni og á Glyndebourne óperuhátíðinni, og þreytti frumraun sína við Konunglegu óperuna í Cov- ent Garden í júní á þessu ári. Þar söng hún hlutverk Lísu í Spaða- drottningunni eftir Tsjaíkovskíj, en mótsöngvari hennar var enginn ann- ar en Placido Domingo. Susan Chil- cott hreif óperuunnendur jafnt sem gagnrýnendur sem notuðu jafnan hástemmdustu lýsingarorð í umfjöll- un um fagran söng hennar. Hún var hávaxin og tíguleg, og þótti sviðs- framkoma hennar einstaklega örugg og lifandi. Susan Chilcott komst í fréttirnar fyrir nokkru, þegar kertalogi skaut neistum í búning hennar í miðri aríu, svo af varð talsvert bál. Þá hélt hún stóískri ró sinni og hélt söngnum áfram þegar sviðsmenn voru búnir að slökkva í henni. Það voru ekki Bretar einir sem fengu að njóta söngs Susan Chilcott. Árið 1994 söng hún fyrst erlendis; í Monnaie óperunni í Brüssel og í kjöl- farið fylgdi frami í öllum helstu óp- eruhúsum Evrópu. Fyrir þremur árum greindist hún með krabbamein, og undirgekkst bæði skurðaðgerð og erfiða lyfja- meðferð. Hún lét veikindin ekki aftra sér frá því að syngja, og meðan á meðferðinni stóð söng hún á tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit breska útvarpsins, BBC á tónleikum í Barbican listamiðstöðinni. Sjálf sagði hún þá tónleika líklega þá mik- ilvægustu á ferli sínum. Susan Chilcott látin Susan Chilcott TVÆR sýningar voru opnaðar í Listasafni ASÍ, Freyjugötu í gær, laugardag. Í Ásmundarsal og Gryfju opnaði Inga Jónsdóttir sýningu sína Ryk. Í Arinstofu sýnir KristinnPétursson verk sín og kallar sýninguna Töfra- tákn. Sýning Ingu er hugleiðing um tengsl ryks og lista í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Hún sýnir þrí- víddar- og myndbandsverk, ljós- myndir og teikningar. Sýning Ingu stendur til 21. sept- ember. „Listin er ekkert staðnað fræði- kerfi, heldur frjáls og lifandi straum- ur alveg eins og draumurinn með óvæntum stökkbreytingum og hug- vitsamlegum táknum og furðuleg- heitum,“ segir Kristinn Pétursson í riti sínu „Töfratákn“ frá 1972. Um 20 olíumálverk hans frá árabilinu 1943- 1955 sem sýnd eru í Arinstofu spegla þetta viðhorf hans. Verkin eru öllu úr eigu Listasafns ASÍ. Sýningin stendur til 12. októ- ber. Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. Gömul og ný verk í ASÍ Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð er eftir Arto Paasilinna í þýðingu Guðrúnar Sigurðardóttur. Tveir menn hittast fyrir tilviljun í gamalli hlöðu, sem þeir hafa báðir valið til þess að binda enda á líf sitt. Þeir ákveða að slá því á frest og auglýsa eftir öðru fólki í sjálfs- morðshugleið- ingum. Úr því verð- ur til kostulegur hópur sem sammælist um að stefna að dýrðlegasta fjöldasjálfsmorði sög- unnar. Ferð þeirra í gegnum Finnland verður hin ærslafyllsta – og lífs- þorstinn reynist drjúgur þegar á reynir. Arto Paasilinna er einn vinsælasti höfundur Finnlands og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg mál. Eftir Dýrðlegu fjöldasjálfsmorði hefur verið gerð vinsæl kvikmynd. Áður hefur komið út eftir Arto Paasilinna skáld- sagan Ár hérans. Arto Paasilinna er gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 215 bls. og prentuð í Danmörku. Kápu gerði Ámundi Sigurðsson. Verð: 1.599 kr. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.