Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARBÚUM gefst næstu vikurnar, og allt til 28. sept- ember, tækifæri til að skoða sýn- inguna, Meistarar formsins, sem sett var upp á Listasafni Akureyr- ar nú í sumar og kemur úr hirslum Þjóðlistasafnsins í Berlín. Tala má um þrjá safnapóla í heimsborginni við Spree fljót; Charlottenborg í vestri, Safnaeyjuna í austri og menningarhverfið. Kulturforum, í nágrenni Potsdamer Platz, sem risið hefur upp á undangengnum áratugum og staðsett er við aust- urjaðar Tiergarten. Eins og þar- lendra er von og vísa eru svæðin afar vel skipulögð varðveita hvert um sig gríðarlegt samsafn dýr- gripa úr listasögunni, sem vel er búið að ásamt því að aðgengi að þeim er af hárri gráðu. Þá halda menn í þeim mæli fast utan um þessa fjársjóði, að við liggur að það sé ofar mannlegum skilningi hvernig Hannesi Sigurðssyni hefur tekist að fá þetta samsafn lánað á lítið safn á útnára heimsins. Skýr- ingin gæti í og með verið sú, að meðan á viðamikilli endurnýjunum og uppstokkunum stendur hafa mörg stórsöfn úti í heimi þann háttinn á, að létta geymslurými sín með því að lána verk út um hvipp- inn og hvappinn að segja má, og er mjög heilbrigður siður. Þetta var og skýringin á sýningunni frá Litlu höllinni, Petit Palace, í París á Listasafni Íslands, sem sló trú- lega öll aðsóknarmet á þeim bæ, en við venjulegar kringumstæður er útilokað að fá slíkt samsafn dýr- gripa í einum böggli, í mesta lagi nokkur verk. Það sem hingað hef- ur ratað frá Berlín eru þó allt rýmisverk á smærri kantinum en engu að síður mikið afrek að fá þau hingað til lands, segir enn og aftur hvað hægt er að gera þegar metnaður, atorka og útsjónarsemi ræður för. Í skilvirkri og upplýsandi sýn- ingarskrá segir að að verkin komi frá Ríkislistasafninu í Berlín, sem safnað hefur höggmyndum í meira en öld. Trúlega um að ræða stofn- un sem heldur utan um öll mynd- listarsöfnin og mun um leið ábyrgt á útlánum. Enn mun uppbygging- unni á safnaeyjunni ekki lokið og fleiri söfn í endurnýjun, en þegar það gerist í náinni framtíð mun Berlín aftur endurheimta titil sinn sem safnaborg heimsins. Nýja þjóðlistasafnið, teiknað af Mies van der Rohe og vígt 1968, hefur fram að þessu öllu fremur verið notað sem sýningarými varðandi stórsýningar, þótt í skránni standi að það hafi verið byggt til að hýsa verk sígildu módernistanna, sem engan veginn skal dregið i efa. Þó einungis staðbundin sýning högg- mynda meistaranna í garðinum kringum safnið og veröndinni við stóra sýningarrýmið á neðri hæð. Sá því miður ekki sýninguna á Akureyri og hef því engan sam- anburð, en það sem ratað hefur í sali Sigurjónssafns er vissulega þess virði að menn geri sér ferð þangað. Ekki á hverjum degi sem landanum gefst að berja augum verk eftir Henry Moore, Käthe Kollwitz, Ernst Barlach, Edgar Degas, Alexander Archipenko og Marino Marini svo einhverjir séu nefndir og nú er að nota tækifærið og skunda á Laugarnesið. Að vísu njóta myndirnar sín misvel, eink- um í stóra salnum niðri, sem eðli- lega er ekki hannaður fyrir smá- verk af þessari gerð. Hins vegar nýtur hvert einasta verk sín til fulls í litla salnum uppi fyrir þann mikla hreinleika og birtu sem er aðal hans. Salurinn frábært dæmi þess hvernig hanna eigi rými fyrir höggmyndir þannig að þær njóti sín til fulls, hrein opinberun að koma þangað upp, maður saknar þess einungis að hann skuli ekki stærri. Auðvitað er ekki mögulegt að gera sér grein fyrir eðli og um- fangi listar hvers og eins, af í flestum tilvikum einungis einu verki, auk þess sem sérkenni listar þeirra kemur misvel fram. Þetta yfirleitt afsteypur og hugmynda- Umtak og rými Flatur bolur: Alexander Archipenko, 1914. Liggjandi par: Karl Hartung, 1947.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.