Morgunblaðið - 07.09.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.09.2003, Qupperneq 27
vinna en slík verk búa engu síður og raunar oftar en ekki yfir ómældum þokka, gefa á stundum drjúgar upplýsingar um vinnu- brögð gerendanna. Hér vil ég einkum nefna til sög- unnar hið merkilega og yndis- þokkafulla verk hins rússnesk-am- eríska Alexanders Archipenkos; Flatur bolur, frá 1914 sem form- rænt séð upplýsir margt um þróun rýmislistar. Gera listamanninn að eins konar samnefnara fram- kvæmdarinnar, enda mun hann hér á landi minnst þekktur af fyrr- nefndum listamönnum. Archipenko, sem var fæddur í Kiev, höfuðborg Úkraníu 1887 og lést í New York 1965, telst einn af helstu áhrifavöldum róttækra nú- hugmynda í rýmislist alla síðustu öld. Hann var með þriggja ára nám í listaskóla í heimaborg sinni í farteskinu (1902-05), upphaflega í málun en síðan höggmyndalist, þá hann hélt til Moskvu hvar hann vann sjálfstætt og tók þátt í sam- sýningum. Bar þarnæst að í París 1908, á svipuðum tíma og Const- antin Brancusi og Ossip Zadkine (lærimeistara Gerðar Helgadótt- ur). Innritaði sig í Akademíuna en þoldi ekki við nema í tvær vikur, hvarf þá vonsvikinn á braut fullur fyrirlitningar á þeim íhaldsömu vinnubrögðum er þar voru við lýði. Hóf sjálfstæðar rannsóknir í söfn- um aðallega Louvre, þar höfðuðu einkum til hans höggmyndir Egypta, Assiríumanna og Grikkja, sem og frumgotnesk verk. Má greinilega marka af hinni einföldu og yfirmáta formhreinu styttu, samþjappaðri mjúkri og ávalri út- færslunni, svo og hinni miklu rým- iskennd sem er meginveigur heild- arinnar. Og þótt telja megi þessa litlu styttu með frumverkum mód- ernismans í höggmyndalist, og vinnubrögðin sem slík ættu eftir að hafa ómæld áhrif á framvind- una, ber hún um leið í sér þúsunda ára sögu. Ári eftir að Archipenko kom til Parísar og hann hafði komið sér fyrir á Montparnasse, kynntist hann Fernand Léger, og varð um leið fyrir áhrifum af hugmynda- fræði kúbismans. Árið 1910 hóf hann að sýna verk sín í óháða saln- um, Salon des Indépendants, opn- aði eigin skóla 1912 og hélt einka- sýningu í Folkwang-Museum, Essen í Þýskalandi. Var þá kom- inn í innsta hring félagsskaps rót- tækra Parísarlistamanna, Section d’ Or, en aðrir meðlimir voru til að mynda Picasso, Braque, Gris, Lég- er, Delaunay og Duchamp. Ekki leiðum að líkjast og óhætt segja að hér komi fram lögmálið um mik- ilvægi þess að vera á réttum stað á réttum tíma, sannaðist einnig á fleiri löndum hans svo sem Chagall og Zadkine. Það sem máli skiptir og sýningin á þátt í að undirstrika, er að þrátt fyrir allar hugmyndafræðilegar umbyltingar um eðli og umtak rýmis á síðustu öld breytist grunn- urinn aldrei. Lögmálin um umtak- ið og rýmið allt um kring í heild sinni voru mönnum hugleikin frá fyrstu tíð, kemur jafnt fram í höggmyndalist sem arkitektúr. Samræmið og algjörleikinn var hér meginveigurinn, að hver ein- ing félli að markaðri heild, hvort heldur í næsta nágrenni eða lands- lagi. Meginbyltingin á tuttugustu öld fólst í því að yfirfæra rýmið inn í sjálft umtakið, fyrirferðina handa á milli, sem kemur kannski best fram í verkum Henry Moores. En hringleikahús eins og Kolossseum í Róm og mörg atriði í bygging- arlist til forna eru einnig lifandi dæmi um opið rými, þótt ekki sé í afmörkuðu umtaki höggmyndar, þar liggur hundurinn grafinn. Kannski má orða það svo, að út- hverft umtak verði innhverft, eitt- hvað í líkingu við að í stað þess að styðjast fullkomlega við hið sýni- lega viðfang, hlutlæga ásýnd og yf- irborð er að auganu snýr, þrengi viðkomandi sér inn í kjarna þess. Geri lifun sína úthverfa og öðrum sýnilega, innsæi sitt á hið hlut- vakta úthverft, svipað og opinber- ast í expressjónismanum, úthverfu innsæi. Í besta falli má hafa þessa þanka til hliðsjónar við skoðun sýningarinnar, Meistarar forms- ins, á Sigurjónssafni. Aðalatriðið er þó að menn nálgist hana, enn- fremur að hver og einn meðtaki og njóti verkanna í samræmi við geðslag sitt og eðlisgreind. Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Liggjandi kona: Henri Laurens, 1921. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 27 m TÍMARITUMMAT&VÍN27062003 Næsta tölublað af tímaritinu m, sem fjallar um mat og vín, fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 13. september nk. Stærð tímaritsins er 25x36. Pantanafrestur auglýsinga er til þriðjudagsins 9. september kl. 16. Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Auglýsendur! 13 9 Í A IT UM A Í Mánudaginn 8. september verður aðkeyrslu að höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi lokað vegna gatnagerðaframkvæmda. Aðkeyrslan verður opnuð á ný þriðjudaginn 16. september. Viðskiptavinum er bent á aðkomu að höfuðstöðvum Orkuveitunnar um Réttarháls. ORKUVEITA REYKJAVÍKUR zetor NÝ AÐKOMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.