Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 36

Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður DóraÁrnadóttir fædd- ist í Reykjavík 6. jan- úar 1931. Hún lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Árni Guðmunds- son vélstjóri, f. 3.2. 1904, d. 1988, og Margrét Sigurðar- dóttir, f. 19.10. 1902, til heimilis á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Sigríður Dóra ólst upp í Reykjavík og bjó þar alla tíð. Hún var elst af fimm systkina, hin eru: Guðveig, f. 1932, maki Kristján Ragnarsson, Árni Grétar, f. 1934, Gunnar Jón, f. 1940, maki Jó- hanna Sigurðardótt- ir, og Rannveig, f. 1940, maki Victor Melsted. Sigríður Dóra giftist Markúsi Páls- syni, f. 1926, d. 1974. Dóttir hennar og Árna Reynis Hálf- dánarsonar er Mar- grét, f. 30.5. 1952, dætur hennar eru Sigríður Lára, f. 29.4. 1972, og Harpa, f.12.1. 1980. Eftirlifandi sam- býlismaður Sigríðar Dóru er Ás- grímur Aðalsteinsson, f. 1932. Útför Sigríðar Dóru var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku amma. Mig langar með örfáum orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þú sért farin. Að þú sért ekki lengur í Melgerðinu. En ég veit að þér líður vel núna. Það er samt svo sárt að missa þig en ég reyni að hugsa um að þú hefur það miklu betra núna. En ég er samt eig- ingjörn og sakna þín sárt. Ég veit að þú fylgist með mér og hjálpar pabba við að vaka yfir mér. Við munum hittast aftur þegar rétti tíminn kemur. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Bless elsku amma mín. Þín Harpa „Dóra“. Elsku besta amma. Með söknuði kveðjum við þig í hinsta sinn. Ástarþakkir fyrir vin- áttuna, væntumþykjuna og blíðuna sem við ávallt mættum hjá þér. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem geymast að eilífu í hjarta okk- ar. Þín er sárt saknað. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hvíl í friði. Ástarkveðja, Sigríður Lára og Ívar Dór. Kveðja okkar til þín, elsku Sigga systir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þínar Hildur, Birna og Guðbjörg. SIGRÍÐUR DÓRA ÁRNADÓTTIR Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson Útfararstjóri Sími 5679110, 8938638 Heimasíða okkar er www.utfarir.is Þar eru upplýsingar um allt er lýtur að útför: - Söngfólk og kórar - Erfidrykkja - Aðstoð við skrif minningargreina - Panta kross og frágang á leiði                             !"#$$ %&&'''(    ( LEGSTEINAR Mikið úrval af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, sími 587 1960 Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Villa systir mín hefði orðið 65 ára 2. septem- ber sl., en hún lést skyndilega 12. desem- VILHELMÍNA STEINUNN ELÍSDÓTTIR ✝ VilhelmínaSteinunn Elís- dóttir fæddist á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 2. september 1938. Hún lést á heimili sínu á Akranesi 12. desem- ber 2001 og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 19. desember 2001. ber 2001. Ég var lengi að átta mig á að hún væri farin og kæmi ekki aftur. Daginn áður var hún hin hressasta að fara í vinnuna, kíkti við í kaffisopa eins og hún gerði svo oft. En lífið er hverfult. Villa var mjög snyrtileg, enda sýndi heimili hennar það, alltaf hreint og fínt. Hún var hjálpsöm og bar um- hyggju fyrir öðrum, alltaf til staðar fyrir börnin sín og barna- börnin. Þau nutu mik- illar aðstoðar og hlýju og ekki taldi hún það eftir sér að skreppa til Hveragerðis þegar hún átti frí til að létta undir með þríburunum sem nú sakna ömmu Villu mikið, eins og reyndar við gerum öll. Ég veit að Nonni hefur tekið á móti þér Villa mín. Hann lést líka snögglega á jóladag fyrir 20 árum. Eins og Lína sagði: „Hann hefur vilj- að fá þig núna.“ Takk fyrir ánægjulegar samveru- stundir Villa mín. Guð geymi þig. Þín systir Guðrún Margrét (Gunna Magga). Amma í Skálholtsvík hefur nú yfirgefið okk- ur. Fréttirnar komu ekki á óvart. Rétt áður en ég flutti til Bandaríkjanna fór ég til hennar og kvaddi. Mér var ljóst þá að líklega yrði þetta okkar hinsta kveðja. Amma var stór partur af mínu lífi. Á hverju sumri fór ég norður í sveitina mína og dvaldi þar eins lengi og ég gat. Eftirvæntingin var mikil og það virtist taka endalausan tíma að komast norður. Loksins þegar komið var á áfangastað tók amma hlýlega á móti manni með hlaðborð, bæði mat og kökur svo allir fengju eitthvað við sitt hæfi. Ömmu þótti nefnilega afskaplega gaman að gefa manni að borða, sér- staklega eitthvað sem manni fannst gott. Á sérstökum dekurdögum voru kjötbollur og ís í eftirrétt. Amma gerði nefnilega heimsins bestu kjötbollur. Þar sem ég vissi að ísinn var sérstaklega keyptur fyrir mig vildi ég gera ömmu til hæfis. Henni fannst gaman gefa manni að borða, ef manni þótti eitt- hvað gott þá át maður mikið, svona í þakklætisskyni. Ég kláraði því í það minnsta líter af ís á hverjum sunnudegi, bara svona til að styrkja SIGRÍÐUR SVEINBJÖRNS- DÓTTIR ✝ Sigríður Svein-björnsdóttir fæddist á Snorra- stöðum í Laugardal í Árnessýslu 12. júní 1908. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 27. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Prestbakka- kirkju 4. september. hana í að gefa mér meiri ís næsta sunnu- dag. Þrátt fyrir nokkuð háan aldur tóku amma og afi á móti okkur Burkna hvert einasta sumar. Við vorum ekki auðveld í uppeldi, slóg- umst daglega og rif- umst. Þrátt fyrir það tóku þau við okkur sumar eftir sumar og stundum í vetrarfríum líka. Amma naut þess að stjana í kringum okkur. Við reyndar sáum um uppvaskið eftir matinn og þrifum einu sinni í viku en það var allt og sumt. Þar sem mér fannst skemmtilegra að vinna úti við vildi amma leyfa mér að njóta þess. Einnig var hafður sérstakur matur fyrir okkur systkini ef henni þótti líklegt að við myndum ekki vilja matinn. Svo keypti hún alltaf Coco Puffs fyrir morgunmatinn. Í raun vorum við agalega spilltir krakkar í sveit. Amma, afi og Dóri voru í mínum huga órjúfanlegt þríeyki. Ég tel það hafa verið alger forréttindi að alast upp á heimili þeirra. Það var ekki verið að keppast við lífsgæði á þeim bænum, fólk bara naut líðandi stundar. Vinna var mikils metin og frá unga aldri fékk maður að taka þátt í störfunum á bænum. Við Burkni höfðum oft mikið gaman af því að sitja við matarborðið og hlæja að öllum þeim misskilningi sem átti sér stað á milli þeirra þriggja. Bræðurnir höfðu mjög svo skerta heyrn og amma hafði það hlutverk að flytja orð á milli þeirra bræðra, en hún sat á milli þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.