Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 42

Morgunblaðið - 07.09.2003, Page 42
Vina leitað ÉG heiti Eldbjörg Brun og var au-pair stúlka hjá Frið- riki og Bergljótu á Kambs- vegi 23 í Reykjavík frá haustinu 1960 til vors 1961. Heimferð mín varð með öðrum hætti en til stóð í upphafi en nú, eftir öll þessi ár, er ekkert sem mig lang- ar meira til en að hafa upp á fjölskyldunni á Kambsveg- inum, sem reyndist mér svo vel og Lilju vinkonu minni sem rataði með mér inn um dyr hamingjunnar en end- uðu síðan með miklum raunum. Nú bý ég í bæ sem heitir Dröbak og er rétt sunnan við Ósló. Mig langar að heimsækja Ísland aftur, sem fyrst, og vildi þá mjög gjarnan hitta mína gömlu vini. Þess vegna vona ég að þið sendið mér línu eða gerið vart við ykkur á ann- an hátt ef þið lesið þessar línur. Kveðja, Eldbjörg Brun, Osloveien 45 C, 1440 Dröbak, Norge. Sími: 0047 2221 6111, farsími: 0047 9903 0996. Eiga bændur bágt? ÉG hef stundum verið að væla yfir því með sjálfri mér hvað bændur sem framleiða kindakjöt eigi bágt. En hluta af þessu vandamáli eiga þeir sjálfir. Kjötið sem þeir framleiða fáum við í leiðindapokum og svo er einnig verið að sýna sláturhúsamyndir á hverju hausti. Finnst mér að markaðssetja megi kjöt- ið betur, t.d. í skemmtilegri pakkningum. Einnig finnst mér synd að vita ekki hvaðan kjötið er upprunnið, ég vil frekar kjöt af kindum sem hafa verið á fjöllum en af kind- um sem eru við vegarkant- inn allt sumarið. Svo er kindakjötið óheyrilega dýrt, og nýtist illa vegna mikilla beina og mikillar fitu. Vitað er að sú kynslóð sem er að alast upp er að mestu alin upp á svínakjöti og kjúklingakjöti og verður líklega aldrei að kinda- kjötsneytendum. Elísabet. Dýrahald Kettlingur í óskilum ÞESSI fallegi kettlingur sem fannst á Seltjarnarnesi leitar að eiganda sínum eða að góðu heimili sem getur tekið hann að sér. Hann er 4-5 mánaða gamall og mjög blíður og góður, greinilega vel vaninn heimilisköttur. Hafa má samband í síma 562 1972 eða ná í hann í Kattholt, Stangarhyl 2, á þriðjudag eða fimmtudag milli kl 14 og 16:30. Sími þar 567 2909. Tapað/fundið Karlmannsúr týndist KARLMANNSÚR, gyllt Raymond Weil með brúnni ól, týndist sunnudaginn 31. ágúst. Hugsanlega í grennd við Melabúðina og Vestur- bæjarlaug eða í sumarbú- staðalandinu á Efri-Reykj- um í Biskupstungum eða í Brekkuskógi. Finnandi vin- samlega hringi í síma 899 7778 eða 551 0563 á kvöldin. Fundarlaun. Óskilamunir á Hlemmi MIKIÐ af óskilamunum er í miðasölunni á Hlemmi. Þar eru m.a. myndavélar, gleraugu, alls konar veski og skóladót. Fólk sem gæti átt muni þarna hafi sam- band í miðasöluna þar sem er opin kl. 8-20 á virkum dögum, kl. 12-20 um helgar. Hulstur með gler- augum í óskilum GLERAUGNAHULSTUR með gleraugum í fannst á Leifsgötu. Upplýsingar í síma 552 5136. Sími og lyf týndust GSM-sími og lyf týndust úr bíl við Bónus í Tindaseli sl. fimmtudag. Eigandi lyfjanna þarfnast þeirra sárlega. Þeir sem gætu gef- ið upplýsingar hafi sam- band í síma 587 8686. Íþróttaskór teknir í misgripum ÍÞRÓTTASKÓR nr. 41 voru teknir í misgripum í Laugardalshöllinni sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 568 2384. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is DAGBÓK 42 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Freri og Brúarfoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Eridan fer í dag. Mannamót Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kvenfélag Garðabæjar býður í ár- lega haustferð mið- vikudaginn 10. sept- ember. Lagt af stað frá Kirkjulundi kl. 13.30 með rútu eitthvað út í haustið. Boðið verður í kaffihlaðborð í Garða- holti á eftir. Skráning hjá FAG og í Garða- bergi fyrir 9. sept- ember. Athugið að opið hús í Holtsbúð 10. sept- ember fellur niður. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12 sími. 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Haust- ferð miðvikudaginn 24. september farið verður frá Hraunseli kl. 10. Áætlað er að fara um Krísuvík, Stranda- kirkju, Sólheima í Grímsnesi og Þingvöll Leiðsögumaður Sig- urbjörg Karlsdóttir. Skráning og upplýs- ingar í Hraunseli sími 555 0142. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Á morgun, mánudag, kl. 13, byrjar leikfimin. Leiðbein- andi, Margrét Bjarna- dóttir. Námskeið í smíði og útskurði hefst n.k. fimmtudag. Nán- ari uppl. í s. 553-6040. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, mánudaginn 8. sept- ember kl. 20. Allir karl- menn velkomnir. Garðakórinn, kór eldri borgar í Garðabæ, byrjar æfingar mánu- daginn, 8. september kl. 17.30 í Kirkjulundi. Vonast er eftir góðri mætingu og nýjum meðlimum. ITC Harpa. Fundur verður þriðjudaginn 9. september, kl.19 á þriðju hæð í Borgatúni 22. Gestir velkomnir. Kvenfélag Bústaða- sóknar . Haustferðin verður farin sunnudag- inn 21. september. Farið verður frá Bú- staðakirkju kl. 12.30, og er ferðinni heitið í Borgarfjörð. Kven- félagskonur hvattar til að fjölmenna. Þátttaka tilkynnist í síma 553 4594 Ingibjörg; 897 5094 Erla og 553 3675 Stella. Skátamiðstöðin Hraunbæ 123. Mánu- daginn 8. september kl. 12 er boðað til end- urfunda skáta. Boðið verður upp á súpu, brauð og áleggs- borð. Endurfundirnir verða annan mánudag í hverjum mánuði. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Blómabúðin Bæj- arblómið, Húnabraut 4, Blönduós, s. 452 4643 Blóma- og gjafa- búðin, Hólavegi 22, Sauðárkróki, s. 453 5253 Blómaskúrinn, Kirkjuvegi 14b, Ólafs- firði, s. 466 2700 Haf- dís Kristjánsdóttir, Ólafsvegi 30, Ólafs- firði, s. 466 2260 Blómabúðin Ilex, Hafnarbraut 7, Dalvík, s. 466 1212 Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti 108, Akureyri, 462 2685 Bókabúðin Möppudýrið, Sunnu- hlíð 12c, Akureyri, s. 462 6368 Penninn Bók- val, Hafnarstræti 91- 93, Akureyri, s. 461 5050 Blómabúðin Ak- ur, Kaupangi, Mýr- arvegi, Akureyri, s. 462 4800 Blómabúðin Tamara, Garðarsbraut 62, Húsavík, s. 464 1565 Bókaverslun Þór- arins Stefánssonar, Garðarsbraut 9, Húsa- vík, s. 464 1234, Skúli Jónsson, Reykjaheið- arvegi 2, Húsavík, s. 464 1178 Skúli Þór Jónsson, Boðagerði 6, Kópasker, s. 465 2144 Rannveigar H. Ólafs- dóttur, Hólavegi 3, 650 Laugum, s. 464 3181. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Aust- fjörðum. Birgir Hall- varðsson, Botnahlíð 14, Seyðisfirði, s. 472 -1173 Blómabær, Mið- vangi, Egilsstöðum, s. 471 -2230 Nesbær ehf, Egilsbraut 5, 740 Nes- kaupstaður, s. 477 -1115 Gréta Friðriks- dóttir, Brekkugötu 13, Reyðarfirði, s. 474 -1177 Aðalheiður Ingi- mundardóttir, Bleiks- árhlíð 57, Eskifirði, s. 476- 1223 María Ósk- arsdóttir, Hlíðargötu 26, Fáskrúðsfirði, s. 475- 1273 Sigríður Magnúsdóttir, Heið- mörk 11, Stöðv- arfjörður, s. 475-8854. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrif- stofu félagsins í Suð- urgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552-2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrif- stofutíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861- 6880 og 586-1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Í dag er sunnudagur 7. sept- ember, 250. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og þótt þér elskið þá, sem yður elska, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem þá elska. (Lk. 6, 32.)     Sé vel að verki staðiðog góður árangur næst, finnst okkur gjarn- an, að niðurstaðan sé sjálfsögð og liggi jafnvel einfaldlega í hlutarins eðli,“ sagði Björn Bjarna- son, dómsmálaráðherra, á fimm ára afmæli Há- skólans í Reykjavík á fimmtudaginn. „En ekk- ert er sjálfsagt, góðir áheyrendur, og síst af öllu, að ríkisvaldið, svo að ekki sé talað um sveit- arfélög, semji við einka- aðila um skólarekstur. Í borgarstjórn Reykja- víkur er eindregin and- staða hjá meirihlutanum við að fjölga einkarekn- um grunnskólum. Í Hafn- arfirði lagði nýr meiri- hluti í bæjarstjórn til atlögu við einkarekinn grunnskóla. Í Garðabæ fann minnihluti bæj- arstjórnar tillögu um einkarekinn grunnskóla flest til foráttu. Þá er ekki heldur sjálf- sagt, að einkarekinn há- skóli nái á fimm árum sama góða árangri og Háskólinn í Reykjavík,“ sagði Björn.     Á fimm árum hefurspáin um góð áhrif Háskólans í Reykjavík á allt háskólastigið ræst. „Raunar hefur breyt- ingin orðið meiri en nokkurn grunaði. Við- horfin um að ríkið geri ekki nóg fyrir ríkishá- skóla eða nemendur þeirra eru enn við lýði og verða jafnlengi og fjár- hagslegt sjálfstæði þeirra er ekki aukið enn frekar. Hnígur allt til þeirrar áttar á alþjóðavísu, að háskólar í ríkisviðjum telji sér farsælast að losna við þær. Ef ekki hefði tekist að skjóta lögmætum stoðum undir starfsemi einka- rekinna háskóla á Ís- landi, væri ríkisrekið há- skólanám í landinu rislægra en það er um þessar mundir. Á því er enginn vafi og þarf ég ekki annað en líta á mína gömlu deild, lagadeild Háskóla Íslands, til að sjá þess merki.     Samkeppni milli skóla áað hafa að markmiði að bæta kennslu, auka menntun og færni og búa nemendur sífellt betur undir að takast á við ögr- andi verkefni í krafti þekkingar sinnar. Ég stefni að því að endurflytja nú á komandi þingi frumvarp forvera míns um réttindi laga- nema við aðra háskóla en Háskóla Íslands. Deilan um það mál er ljóslifandi í hugum okkar og minnir enn á, að ekkert er sjálf- sagt, jafnvel ekki að nemendur í góðum há- skóla fái nám sitt við- urkennt til réttinda að lögum,“ sagði Björn í ræðu sinni.     Þróunin hefur orðið sú,segir Björn, að fjöldi nemenda í öllum háskól- um landins hafi farið langt fram úr áætlunum og vakning hafi orðið í þágu menntunar, rann- sókna og vísinda. STAKSTEINAR Ekki sjálfsagt að ríkis- valdið semji við einka- aðila um skólastarf Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur lagt land undirfót í sumar, ferðast mikið innan- lands – síðast um Austurland. Aust- firðirnir eru alltaf töfrum slungnir og Héraðið, sem umvefur Lagarfljót, er ein af perlum Íslands. Víkverji hefur ekki frekar en aðrir lands- menn komist hjá að fylgjast með um- ræðum og deilum um virkjun við Kárahnjúka á undanförnum árum og hefur Víkverji verið hlutlaus í þeim umræðum, enda vissi hann ekkert frekar en flestir Austfirðingar og aðrir landsmenn hvað Kárahnjúkar voru, áður en hugmyndir vöknuðu um að reisa stíflur við hnjúkana – stífla Jökulsá á Brú. Kárahnjúkar voru ekki merktir á gamla landa- kortið, sem Víkverji á, en á það nýja er búið að setja nafn Kárahnjúka vestan við Búrfell. x x x EKKI gat Víkverji látið það spyrj-ast um sig, að hann hefði ekki farið upp að Kárahnjúkum, þegar hann dvaldist í sumarhúsi á næstu grösum við hið umdeilda landsvæði. Víkverji fór á svæðið og einnig annað umdeilt svæði – Eyjabakka. Ekki hefði hann viljað sleppa ferðinni, enda er sjón sögu ríkari. Ekki skemmdi það að Landsvirkjun hefur kappkostað að tryggja fólki sem bestan aðgang að upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins í sambandi við virkjunina. Landsvirkjun er með gestastofuna í Végarði í Fljótsdal, þar sem fólk fær góða innsýn í virkj- unarframkvæmdirnar, hvað hægt er að gera á svæðinu og skoða, göngu- leiðir, allt sem markvert er að skoða í Fljótsdal og uppi á hálendinu. Einn- ig eru kort uppi á Sandfelli, útsýn- issvæði fyrir ferðamenn, sem sýna hvernig svæðið mun breytast. Tind- urinn á Sandfelli verður eyja í lóninu. Þá hefur Landsvirkjun gefið út kort með gönguleiðum, slóðum og vegum á virkjunarstað og nær- svæðum. Það er auðvelt fyrir fólk að komast að Kárahnjúkum. Lands- virkjun er að ljúka við að leggja nýj- an veg – um 50 km með bundnu slit- lagi – úr Fljótsdal upp að Kára- hnjúkum. Nú þurfa menn ekki að ferðast um á fjallabílum til að fara upp á Vesturöræfi og sjá hinn tign- arlega fjallahring norðan Vatnajök- uls, eins og Snæfell, Dyngjufjöll og sjálfa drottningu allra fjalla, Herðu- breið. x x x ÍSLENDINGAR og erlendir ferða-menn eiga eftir fjölmenna að Kárahnjúkum á komandi árum. Stíflurnar og lónið, sem á eftir að myndast ofan á sandauðninni á öræf- unum, á eftir að verða mikið aðdrátt- arafl fyrir ferðamenn – og staðurinn á eftir að verða einn fjölsóttasti ferðamannastaður Íslands. Lónið gæti jafnvel komið í veg fyrir að landið fjúki burt og að rykmistur of- an af hálendinu leggist yfir stóran hluta Austfjarða í suðvestanátt, eins og í síðastliðinni viku. Morgunblaðið/Árni Sæberg Herðubreið. LÁRÉTT 1 draugagangur, 8 djarft, 9 munirnir, 10 sætta sig við, 11 pabbi, 13 byggja, 15 uxann, 18 búa til, 21 stefna, 22 brotsjór, 23 skynfærið, 24 dýflissan. LÓÐRÉTT 2 geðvonskan, 3 reiði, 4 lýkur, 5 gladdi, 6 ósæmi- leg, 7 skriðdýr, 12 grein- ir, 14 tré, 15 þyngdarein- ing, 16 dýrin, 17 á næstu grösum, 18 syllu, 19 flangsist upp á, 20 tóma. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 aftur, 4 þenur, 7 napur, 8 ásinn, 9 tel, 11 inna, 13 tali, 14 kenna, 15 haga, 17 klár, 20 æða, 22 púður, 23 púkum, 24 agann, 25 reika. Lóðrétt: 1 agnúi, 2 túpan, 3 rýrt, 4 þjál, 5 neita, 6 rengi, 10 efnuð, 12 aka, 13 tak, 15 hoppa, 16 gyðja, 18 lokki, 19 remma, 20 ærin, 21 apar. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Hver vill taka okkur? VEGNA sérstakra aðstæðna vantar þessi systkini gott heimili. Upplýsingar í síma 699 7090 og 534 1107.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.