Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ P URE, sem nú er sýnd á Breskum bíódögum, fjallar um ungan dreng sem reynir á örvænting- arfullan en þó einarðan hátt að bjarga móður sinni frá því að verða heróínfíkn að bráð. Myndin, sem borin er uppi af kornungum leik- urum (Harry Eden, Keira Knightl- ey) er sterk og raunsæisleg mynd sem gerir tilraun til að varpa ljósi á ömurleika þann sem fátækari þegnar samfélagsins þurfa að lifa við. Um leið veltir myndin upp hugmyndinni um hvað það er að vera mannlegur og hversu sterk og hugrökk mann- skepnan getur verið, þrátt fyrir kaldranalegt og ógnandi umhverfi. Leikstjórinn, Gillies MacKinnon, hóf leikstjórnarferil sinn við lok ní- unda áratugarins og hefur verið nokkuð mikilvirkur síðan, bæði í sjónvarpi og svo á hvíta tjaldinu. Aldrei auðvelt að gera myndir Hvað segirðu, ertu í Rúmeníu núna? „Já, ég er að taka upp nýja mynd (Gunpowder, Treason and Plot).“ Þú segir mér kannski stuttlega frá vinnunni við Hrein? „Já, þú segir það. Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég er kominn svo mikið á bólakaf í þetta nýja verk- efni að ég er næstum búinn að gleyma þessu! En sjáum til ... mynd- in kom í raun mjög skyndilega upp í hendurnar á mér og ég hreifst þegar af sögunni. Sagan er í raun fyrst og fremst saga af litlum strák og hetju- dáðum hans. Hvernig hann reynir að bjarga mömmu sinni án þess að geta það í rauninni af því að hann er svo lítill. Mér fannst þessi hugmynd mjög spennandi.“ Þú ert þarna að takast á við vanda eiturlyfjafíkninnar semsagt? „Já og nei. Ég sá þetta reyndar meira sem mynd um barn sem er að reyna að bjarga móður sinni. Vanda- málið hefði alveg eins getað verið eitthvað annað en eiturlyf.“ Nú starfaðir þú áður fyrr sem kennari og hefur unnið eitthvað með unglingum, er það ekki? „Jú, það er rétt. Ég vann á stræt- um Lundúnaborgar með vandræða- unglingum og fékk þann veruleika beint í æð að heita má.“ Þannig að þú nýtir þér þá reynslu væntanlega? „Algerlega.“ Reyndist þér vegna þessa auðvelt að gera Hrein eða ... „Nei, ég get ekki sagt það. Það er aldrei auðvelt að gera myndir, hver og ein býr yfir ótal vandamálum sem þarf að greiða úr. Tímaáætlunin gengur aldrei upp og svo framvegis. En ég sá að það var eitthvað alveg sérstakt við hann Harry (Eden, aðal- leikarann). Það var frábært að vinna með honum og einkar auðvelt að leik- stýra honum.“ Lýtur það ekki nokkuð sérstökum lögmálum að vinna með svona ung- um leikurum? „Ég hef gert það oft áður reyndar. Kannski vegna allrar vinnu minnar áður með ungu fólki.“ Svo er hún Keira Knightley þarna sem virðist vera að slá algerlega í gegn um þessar mundir? (Hún leikur eitt af aðalhlutverkunum í Sjóræn- ingjar Karíbahafsins og fór einnig með hlutverk í Gerðu eins og Beck- ham (Bend It Like Beckham). „Jú, jú. Hún var mjög ung þegar hún lék í myndinni. Aðeins sextán ára. Já, það er allt að verða vitlaust í kringum hana en hún á alveg inni- stæðu fyrir því. Hún er mjög hæfi- leikarík og klár.“ Með Molly á bak við eyrað Molly Parker er kannski sú þekkt- asta í Hrein? „Já, ég sá hana í Kysst (Kissed, 1996) fyrir nokkrum árum á Tor- onto-kvikmyndahátíðinni. Þannig að ég var með hana lengi vel á bak við eyrað. Og ég sá hana vel fyrir mér í þessu hlutverki.“ Nú hefur Hrein fengið slatta af verðlaunum (fékk m.a. tvenn á hátíð- inni í Berlín í ár). Hvaða merkingu hafa verðlaun fyrir leikara og kvik- myndagerðarmenn? „Ja, ... (hikar) ... ég hef nú gert nokkrar myndir og fengið eitthvað af verðlaunum. Eftir nokkra stund hættir þetta að hrína á mann. Verð- laun eru auðvitað ekki málið, aðal- málið er að gera almennilega mynd og vonandi að fá sem flesta til að sjá hana.“ Er það sanngjarnt af mér að slá því fram að þú hafir byrjað í brans- anum fremur seint? „Já, það er alveg rétt hjá þér. Ég starfaði sem kennari, æskulýðs- fulltrúi og myndasöguteiknari áður en ég ákvað að gera þetta að starfi mínu.“ Og núna gerir þú ca eina mynd á ári eða svo? „Já, u.þ.b. Það er nú líka svo, að þegar maður byrjar svona seint, þá hefur maður ekki efni á að klúðra neinu (hlær).“ En svona að lokum, hvernig er þetta verkefni sem þú ert að vinna að núna? „Hún er í tveimur hlutum og er sjónvarpsmynd. Fyrsti hlutinn fjallar um Maríu Skotadrottningu og gerist því á sautjándu öld. Síðari hlutinn segir svo frá afdrifum sonar hennar, James. Myndin verður frumsýnd næsta vor á BBC 2. Þetta er sögulegt drama, fullt af bardög- um, hestum og svona. Ansi frábrugð- ið Hrein verð ég að segja. Robert Carlyle fer með hlutverk James.“ Jæja, fleira var það ekki. Ég bið bara að heilsa til Rúmeníu ... „Takk fyrir það. Og gangi ykkur vel með hátíðina.“ Gillies MacKinnon er leikstjóri Pure Gillies MacKinnon hóf að leikstýra tiltölulega seint á æviskeiðinu en snarar nú út að meðaltali einni mynd á ári. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þennan fyrrverandi kennara um nýjustu mynd hans, Pure. Gillies MacKinnon. arnart@mbl.is Beint í æð Hinn ungi og bráð-efnilegi Harry Eden er í aðalhlutverki í Hrein. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is                              Stóra svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Aðalæfing fö 12/9 kl 13 - kr. 1.000 Forsýning lau 13/9 kl 14 - UPPSELT FRUMSÝNING su 14/9 kl 14 - UPPSELT Lau 20/9 kl 14 - UPPSELT, Su 21/9 kl 14. Lau 27/9 kl 14, Su 28/9 kl 14, Lau 4/10 kl 14, Su 5/10 kl 14. ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 13/9 kl 20, Lau 20/9 kl 20. RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT og ÍD Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Lau 13/9 kl 20. Allra síðustu sýningar Nýja sviðið KVETCH e. Steven Berkoff Í samstarfi við Á SENUNNI Mi 10/9 kl 20 - UPPSELT, Fi 11/9 kl 20 - UPPSELT, Fö 12/9 kl 20 - UPPSELT. Síðustu sýningar NÚTÍMADANSHÁTÍÐ - Sex danshöfundar frumflytja sex sólódansa Í kvöld kl 20, Lau 13/9 kl 20, Su 14/9 kl 20. Aðeins þessar sýningar Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Sala áskriftarkorta og afsláttarkorta stendur yfir Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, og þrjár aðrar að eigin vali. kr. 9.900 Tíumiðakort: Notkun að eigin vali kr. 16.900 Komið á kortið: Fjórir miðar á Nýja svið/Litla svið. Kr. 6.400 VERTU MEÐ Í VETUR IÐNÓ fim, 18. sept kl. 21, sun, 21. sept kl. 21, fim, 25. sept kl. 21. föst, 26. sept kl. 21. Gríman 2003 „BESTA LEIKSÝNING ÁRSINS,“ að mati áhorfenda Félagsheimilið Hnífsdal,Ísafirði lau 13. sept kl. 21. Örfá sæti Miðasölusími í IÐNÓ 562 9700 og sellofon@mmedia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.