Morgunblaðið - 07.09.2003, Síða 50
50 SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 5.50. B.i.12.
Ofurskutlan
Angelina Jolie
er mætt aftur
öflugri en
nokkru sinni fyrr
í svakalegustu
hasarmynd
sumarsins!
Sýnd kl. 8, 10 og 10. B.i.16.
Fjölskyldumynd ársins! -
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali.
Sýnd kl. 8 og 10. Með ensku tali
Skonrokk FM 90.9
TVÆR VIKUR Á
TOPPNUM Í USA
KRAFT
SÝNIN
G
KL. 12
..
MEÐ
ÍSLEN
SKU
OG EN
SKU
TALI
Barnapössun hefur aldrei
verið svona fyndin!
Frábær skemmtun fyrir
alla fjölskylduna.
Mestu illmenni
kvikmynda-
sögunnar
mætast í
bardaga
upp á líf og
dauða.
Sýnd kl. 4. Síðustu sýningar
Sýnd kl. 2. Með íslensku tali.
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Tvær löggur.
Tvöföld spenna.
Tvöföld skemmtun.
Miðasala opnar kl. 13.30
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal.
J I M C A R R E Y
Mestu illmenni
kvikmynda-
sögunnar
mætast í
bardaga
upp á líf og
dauða.
TVÆR VIKUR Á TOPPNUM Í USA
Miðaverð 500 kr.
ATH. Eingöngu Sýnd í Lúxussal
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.
Skonrokk FM 90.9
Fjölskyldumynd ársins! - FRUMSÝNING
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 með íslensku tali.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 með ensku tali
MEÐ
ÍSLENS
KU
OG EN
SKU
TALI
Barnapössun hefur aldrei verið svona fyndin!
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
kl. 3, 5.30, 8 og 10.20.
Líf eða þannig
(Life Or Something Like It)
Gamanmynd
Bandaríkin 2002. Skífan VHS/DVD.
Ekki ætluð ungum börnum. (95 mín.)
Leikstjórn Stephen Herek. Aðal-
hlutverk Angelina Jolie, Edward
Burns, Tony Shalhoub.
GRUNNFORSENDA þess að
maður laðist að bíómynd - tala
nú ekki rómantískri gaman-
mynd - hlýtur að vera sú að
maður fái áhuga á söguhetjun-
um, heillist að þeim, finni til
með þeim og vilji hag þeirra
sem bestan. Sé
forsenda þessi
ekki fyrir
hendi þá er
voðinn vís -
eins og Líf eða
þannig sýnir
og sannar öðru
fremur.
Myndin
fjallar um al-
gjörlega óþolandi metnaðarfulla
og yfirborðskennda fréttakonu
sem fær þær fréttir að hún eigi
viku eftir ólifað og ákveður þá
fyrst að temja sér ný lífsgildi.
Verst að hún verður ekkert
áhugaverðari fyrir vikið, ekki
frekar en fólkið sem hún um-
gengst, ekki einu sinni nýi ást-
maður hennar sem á að vera svo
óendanlega sannur og áhuga-
verður.
Ekki hjálpa þau heldur til
Angelina Jolie og Edward
Burns því þau ná ekki að gæða
persónurnar neinum sjarma og
standa sig hreint út sagt illa,
sér í lagi Burns, sem verður að
teljast með leiðinlegri leikurum
í dag.
Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Leiðindalíf
ROKKSTRAUMAR liggjayfir Atlantshaf í báðar átt-ir; bandarísk rokksveithefur áhrif á breska sem
hefur síðar áhrif vestur um haf og
svo annan hring. Ágætt dæmi um
slíkt er þegar The Ramones gerðu
breska rokkara að pönkurum sem
síðan skilaði sér aftur vestur um
haf. Annað ágætt dæmi er banda-
rísk hljómsveit sem gerði allt vit-
laust í Bretlandi á síðasta ári, Black
Rebel Motorcycle Club, en í tónlist
hennar má heyra sterk áhrif frá
bresku sveitinni The Jesus and
Mary Chain sem aftur sótti inn-
blástur til New York-sveitarinnar
Velvet Underground.
Black Rebel Motorcycle Club,
sem kölluð verður BRMC héðan í
frá, er fimm ára gömul sveit, byrjaði
sem samvinnuverkefni þeirra Pet-
ers Hayes og Roberts Turner, sem
leika báðir á gítara og bassa og
syngja. Áhugi þeirra á bresku ný-
rokki leiddi þá saman 1995 en leiðir
skildi um tíma þegar þeir gengu
hvor í sína hljómsveitina. Þremur
árum síðar tóku þeir upp þráðinn,
tóku upp lög í æfingaskúr með
trommuheila til að byrja með en
fengu síðan trommuleikarann Nick
Jago til að berja húðir með sér í
hljómsveit sem hét The Elements
framan af en varð síðan að Black
Rebel Motorcycle Club eftir mót-
orhjólagenginu í Brando-myndinni
The Wild One.
Fljótlega eftir það tóku þeir fé-
lagar upp þrettán laga kynning-
ardisk en engin útgáfa sýndi þeim
áhuga, að því þeir segja sjálfir
vegna þess að menn voru svo upp-
teknir af að gera eitthvað gamalt að
ekkert fyrirtæki vildi fá eitthvað
nýtt. Þetta var 1998 og sveitin þá í
San Francisco. Það var ekki fyrr en
þeir félagar fluttu sig um set til Los
Angeles að menn sperrtu eyrun og
orðstírinn sem sveitin vann sér
barst meðal annars til Bretlands
þar sem Noel Gallagher Oasis-bóndi
féll fyrir sveitinni og reyndi að gera
við hana útgáfusamning. Hann átti
þó ekki peninga á við útgáfurisana
vestan hafs og austan og eftir kapp-
hlaup stórfyrirtækja samdi BRMC
við Virgin-útgáfuna.
Meðal skilyrða sem þeir settu fyr-
ir samningi var að þeir myndu sjálf-
ir stýra upptökum á plötum sínum
að öllu leyti og hafa neitunarvald í
öllu sem snýr að útgáfu tónlistar-
innar. Þeir láta líka verkin tala,
neita öllum auglýsingatilboðum,
deila kjörum með aðstoðarmönnum
á tónleikum, fljúga á sama farrými
og þeir og búa á sömu hótelum.
Fyrsta breiðskífan, B.R.M.C.,
kom út snemma árs 2001 og vakti
gríðarlega hrifningu eins og getið
er. Svo vel var skífunni tekið reynd-
ar að sveitin settist að þar um tíma
og þar var nýja platan, Take Them
On, On Your Own, tekin upp í tólf
tíma lotum, frá sex að kvöldi til sex
að morgni, til að tryggja rétt and-
rúmsloft.
Þeir taka tónlistina mjög alvar-
lega sem tjáningarmiðil, segjast
trúa á að hún geti breytt hugs-
unarhætti fólks, en segjast einnig
leggja sig fram um að ná til áheyr-
enda, enda lagðist BRMC í ferðalög
um leið og fyrsta platan kom út og
hefur verið á ferðinni að segja sam-
fellt síðan – til að sýna plötukaup-
endum og áheyrendum þakklæti
eins og þeir lýsa því sjálfir.
Þeir félagar í BRMC eru ekki
bara að minna á gömul gildi í rokk-
inu, heldur eru þeir líka skemmti-
lega pólitískir í textum eins og sjá
má reyndar á heiti skífunnar (Take
Them On, On Your Own minnir á
frægt/alræmt svar Bush Banda-
ríkjaforseta frá því í byrjun júlí).
Á nýju skífunni er tónlistin þó
heldur harðari, krafturinn meiri og
meira í gangi almennt, sem ekki
fellur öllum í geð ef marka má skrif
gagnrýnenda víða um heim. Liðs-
menn sveitarinnar segja það hafa
verið meðvitaða ákvörðun að herða
á taktinum, fara líka leið og var
mörkuð í hröðu lögunum á fyrstu
skífunni, en síðan var rólegri lögum
skotið inn á milli til að róa menn
niður.
Samlíkingin við Jesus and Mary
Chain kemur fyrir í nánast öllum
umsögnum um sveitina en enn sem
komið er taka þeir félagar henni
létt, segja að hún hafi orðið til þess
að þeir tóku að hlusta meira á sveit-
ina en þeir höfðu áður gert og fyrir
vikið hafi þeir fundið mikið af góðri
tónlist.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Tónlist sem
tjáningarmiðill
Bandaríska rokksveitin Black Rebel Motorcycle
Club liggur ekki á skoðunum sínum á nýrri breið-
skífu, Take Them On, On Your Own, sem meðal
annars er beint gegn hernaðarhyggju og spillingu.