Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÆDDI VIÐ BUSH HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra ræddi í gær við George W. Bush Bandaríkjaforseta um stöðu varnarmála á Íslandi. „Við ræddum um varnarmálin og af því samtali er ljóst að hann mun halda áfram að fylgjast með málinu og gerir sér grein fyrir viðkvæmni þess,“ segir Halldór. Hörpudiskstofninn minnkar Hörpudiskstofninn í Breiðafirði heldur áfram að minnka og hefur minnkað um 12% frá síðustu mæl- ingu í apríl sl. Stærð stofnsins er nú innan við 30% af því sem hann var að jafnaði á síðasta áratugi. Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur á Haf- rannsóknastofnun, segir þetta slæm tíðindi því í sumar hafi engar veiðar verið stundaðar úr stofninum en sumarið sé helsti vaxtartími hörpu- skeljarinnar. Rafræn samfélög Framlag ríkisins til þróunarverk- efnis um rafrænt samfélag verður um 120 milljónir á næstu þremur ár- um, að því er fram kom í máli Val- gerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í gær en þá kynnti hún jafnframt hvaða sveit- arfélög tækju þátt í þessu verkefni en þau eru: Árborg, Hveragerði, Ölf- us, Húsavík, Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit. Morðingi Lindh fundinn? Lögreglan í Stokkhólmi handtók í gær 25 ára karlmann og sænskir fjölmiðlar sögðu að hún væri sann- færð um að hann hefði myrt Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Maðurinn neitaði þó sök í gærkvöldi. Yfirvöld vildu ekki veita upplýsingar um hinn grunaða en að sögn sænskra fjölmiðla er hann á saka- skrá og býr á Stokkhólmssvæðinu. 25. september 2003 Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Fiskvinnsla í Kína veldur titringi á Vesturlöndum, lífslíkur undirmáls- þorsks og síldin sýnir sig fyrir austan Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu EFTIRLITSMÖNNUM verður fækkað um borð í rækjuveiðiskipum á Flæmingja- grunni og sparast við það umtalsverðir fjár- munir. Þetta var samþykkt á ársfundi Norð- vestur-Atlantshafs fiskveiðistofnunarinnar (NAFO) sem haldinn var í Dartmouth í Nova Scotia í Kanada dagana 15.–19. september sl. Fyrir fundinum lá tillaga um tilraunaverk- efni um breytt eftirlit á samningssvæði NAFO. Tillagan gerði ráð fyrir að draga mætti verulega úr fjölda eftirlitsmanna gegn mun nákvæmari upplýsingagjöf um veiðarn- ar, í gegnum gervihnetti. Byggist tillagan á hugmyndum og tæknileg- um útfærslum Ís- lendinga og hefur verið til umræðu á ársfundum NAFO í mörg ár. Tillögur Íslendinga gerðu ráð fyrir umtalsverðri fækkun eftirlitsmanna og að gerður yrði samanburður á þeim skip- um sem hefðu eftirlitsmenn um borð og þeim sem einungis væru með gervihnattaeft- irlit. Sú tillaga sem var samþykkt gerir ráð fyrir að eftirlitsmenn verða í helmingi fiski- skipa. Öll fiskiskip Íslendinga uppfylla tæknileg skilyrði fyrir þátttöku í þessu til- raunaverkefni. Með þessari breytingu er áralangri baráttu fyrir fækkun eftir- litsmanna að skila ár- angri og sparast mikið fjármagn vegna eftirlits með samþykktinni, bæði við rækjuveiðar á Flæmingjagrunni og einnig við úthafskarfaveiðar á NAFO- svæðinu. Fram kom hjá vísindanefnd NAFO að ástand rækjustofnsins á Flæmingjagrunni er gott. Samþykkt var óbreytt stjórn á veið- unum fyrir árið 2003 og að dagafjöldinn yrði sá sami. Ísland hefur frá því að NAFO sam- þykkti að taka upp sóknarstýringu til stjórn- unar á rækjuveiðum á Flæmingjagrunni árið 1995 mótmælt því fyrirkomulagi. Ísland ítrekaði mótmæli sín við sóknarmarkskerfið og mun áfram stjórna veiðunum einhliða með aflamarki, sem ákveðið verður á næstu mán- uðum. Formaður íslensku sendinefndarinnar var Þórir Skarphéðinsson. Eftirlitsmönnum fækkað á Flæmska LEIGUVERÐ á ýsukvóta hefur lækkað um 77% á einu og hálfu ári. Þetta kemur fram í útreikningum Útvegshússins á verðþróun afla- marks á síðustu fimm fiskveiðiár- um. Útvegshúsið hefur reiknað verð- vísitölu fyrir aflamark í botnfisk- tegundum fyrir sl. ár. Með vísitöl- unni er búið að taka saman í eina tölu verð á aflamarki helstu botn- fisktegunda. Hér er aðeins um leigukvóta að ræða ekki aflahlut- deild eða varanlegan kvóta. Króka- aflamark smábáta er ennfremur ekki meðtalið í þessum reikningum. Grunnur vísitölunnar er reiknaður m.v. verð á aflamarki í september 1998 þegar Kvótaþing tók til starfa. Kvótaverð ýsu hefur sveiflast mikið á tímabilinu og náði hámarki á vorvertíð 2002 þegar verðið var að meðaltali um 130 krónur kílóið og hafði þá rúmlega fjórfaldast frá því í september 1998. Síðan þá hef- ur leiguverð ýsukvóta nánast hrun- ið og í ágúst sl. var verðið að með- altali aðeins 30 krónur. Lækkun frá vorvertíðinni 2002 er því nærri 77%. Á sama tímabili hefur verð á ýsu á fiskmörkuðum fallið um 68%, úr 185 krónum í um 60 krónur, miðað við slægðan fisk. Lækkunina á fyrst og fremst rekja til batnandi ýsuveiði og aukins framboðs á kvóta, enda hefur ýsukvótinn aldrei verið meiri en á fiskveiðiárinu sem nú er nýhafið. Verð á úthafsrækju- kvóta sveiflast verulega mikið og ekki síst innan hvers fiskveiðiárs. Leiguverð úthafsrækjukvóta er jafnan hæst í upphafi fiskveiðiárs- ins en lækkar þegar líða tekur á fiskveiðiárið. Skýringin er vafa- laust sú að undanfarin ár hefur ekki tekist að veiða upp í kvótann. Hátt verð í upphafi fiskveiðiárs má hugsanlega rekja til þess að þá rík- ir nokkur óvissa um hvort náist nýta allan kvótann en þegar líða tekur á fiskveiðiárið er hins vegar útséð með hvort það tekst. Frá nóvember 2001 hefur verð úthafs- rækjukvóta fallið jafnt og þétt úr 35 krónum kílóið í aðeins 1 krónu í sl. ágústmánuði. Stöðugt verð á karfa Ólíkt öðrum kvótategundum þá hefur verð á karfa verið afar stöð- ugt eða í kringum 40 krónur kílóið. Í ágúst sl. kostaði karfakvótinn þó um 34 krónur samanborið við 42 krónur í ágúst 2002. Kvótaverð steinbíts var í sl. ágústmánuði um 41 króna en um 53 krónur í ágúst- mánuði í fyrra. Kvótaverð steinbíts er nú samt sem áður um helmingi hærra en það var í september 1998. Erfitt er að segja til með ná- kvæmum hætti hvað ræður verði á leigukvóta hverju sinni enda nokk- uð margir þættir sem geta haft þar áhrif. Hagnaður af veiðunum ætti að ráða þar mestu, að því gefnu að kvótinn takmarki veiðarnar að ein- hverju ráði. Hagnaðurinn ræðst af fiskverði og kostnaði við veiðarnar. Þegar ekki næst að veiða upp í heildarkvótann hefur það að sjálf- sögðu afgerandi áhrif. Aflabrögð hafa einnig áhrif og þegar vel veiðist skapast eftirspurn eftir kvóta sem leiðir til hækkunar. Jafnframt geta reglur um tilfærslu aflamarks milli tegunda haft mikil áhrif og einnig væntingar manna. Þá getur aflasamsetning viðkom- andi veiða þar að auki haft áhrif, m.a. hvort tegundin er meðafli eða ekki. Verð á ýsukvóta hefur hrunið Hefur lækkað um 77% frá vorvertíðinni 2002 – einnig verðfall á ýsuverði                          !  "## ## $#### $###$ $##$#% & '  (    ) * + ,-. (        ÞAU eru mörg, náttúr- unnar furðuverk. Í fljótu bragði virðist ekkert at- hugavert við þessa mynd en ef vel er að gáð sést að sandkolinn til vinstri snýr öfugt, ef svo má að orði komast, en sá sem er til hægri snýr rétt. Kolinn veiddist í Faxaflóa á dög- unum og segjast sjómenn stundum verða varir við slík afbrigði. Jónbjörn Páls- son, fiskifræðingur á Haf- rannsóknastofnuninni, segir þetta ekki algengt en þó ekki einsdæmi meðal sand- kola. Þegar myndbreyting eigi sér stað af lirfustigi lendi augu sandkolans á „rangri“ hlið. Jónbjörn seg- ir „öfuga“ sandkola komast jafnt af í lífsbaráttunni og þeir sem rétt snúa, enda megi líkja þessu við þegar fólk er örvhent. Augun á rangri hlið Morgunblaðið/Jim Smart 29 SÆNÁLAR hafa nú bætzt í fjölskrúðugt safn lifandi fiska í Fiska- og náttúrufæðisafni Vest- mannaeyja. Það var áhöfnin á Port- landi VE sem færði safninu þessa fremur fágætu fiska, en þeir fund- ust í þangdræsu sem kom í net báts- ins á fimm faðma dýpi við Sandinn milli lands og Eyja. Kristján Egilsson, forstöðumaður safnsins, segir að frekar sjaldgæft sé að lifandi sænálar veiðist hér við land, hvað þá svona margar í einu. Sænálin er eins og nafnið gefur til kynna öll á lengdina og verður 20 til 30 sentímetrar að lengd hér við land en getur orðið tvöfalt lengri í heimskynnum sínum í hlýrri sjó, en útbreiðslusvæði hennar nær allt suður til Azoraeyja og Marokkó. Talið er að aukin hlýindi sjávar hér við land skýri vaxandi gengd sæ- nála við landið. Sænálin er í ætt við sæhest og syndir upprétt í sjónum. Hrygnan hrygnir 400 til 1.000 hrognum og límir þau á hænginn, oft fleiri en einn ef hrognin eru mörg. Hæng- urinn sér svo um að klekja þeim út. Kristján segir að sænálarnar þrífist vel, að minnsta kosti enn sem komið er, en þær lifa á örsmáum svifdýrum, sem hann hefur fengið frá Fiskeldi Eyjafjarðar sem notar þau í fæðu fyrir lúðuseiði. Kristján hefur notað þetta fóður fyrir hrognkelsa- og steinbítsseiði og hefur það reynzt vel. Festir hrognin á hænginn Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sænálar eru í ætt við sæhesta og synda uppréttar í sjónum. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  Bankaútibú í þínu fyrirtæki Fyrirtækjabanki Landsbankans Þú stundar öll bankaviðskipti fyrirtækisins á einfaldan og þægilegan hátt á Netinu – hvenær sem þér hentar. Í Fyrirtækjabanka Landsbankans býðst þér m.a. að: • Framkvæma allar almennar bankaaðgerðir (millifæra, sækja yfirlit, greiða reikninga o.s.frv.). • Safna greiðslum saman í greiðslubunka sem hægt er að greiða strax eða geyma til úrvinnslu síðar. • Framkvæma greiðslur með því að senda inn greiðsluskrár úr t.d. bókhaldsforritum. • Stofna og fella niður innheimtukröfur. • Greiða erlenda reikninga (SWIFT). Nánari upplýsingar um Fyrirtækjabankann getur þú fengið í næsta útibúi Landsbankans, í Þjónustuveri bankans í síma 560 6000 eða á vefsetri bankans, www.landsbanki.is Í S LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 22 05 1 08 /2 00 3 ÁVÖXTUNARKRAFA hús- bréfa hefur hækkað undanfarna daga og var í gær komin í 4,58% á 40 ára bréfum. Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbanka Ís- lands telja að vöxtur útlána Íbúðalánasjóðs og óvissan um endurskipulagningu á íbúðalána- kerfinu séu helstu orsakir hækk- unar ávöxtunarkröfunnar að und- anförnu. Greining Íslandsbanka telur jafnframt að vöxtur útlána Íbúða- lánasjóðs skýri að hluta aukna einkaneyslu í þjóðfélaginu. Guðbjörg Anna Guðmunds- dóttir, sérfræðingur hjá Grein- ingu Íslandsbanka, segir að óviss- an um niðurstöðu endurskipulagningar á íbúðalána- kerfinu hafi neikvæð áhrif á markaðinn. Menn óttist að fyrir- hugaðar breytingar muni hafa í för með sér meiri útgáfu húsbréfa en markaðurinn þoli án þess að til komi hækkun ávöxtunarkröfunn- ar. Yfirverð á 40 ára húsbréfum var í gær 2,60% og hefur lækkað frá því það var hæst á þessu ári í ágúst síðastliðnum. Yfirverðið komst þá yfir 6% en ávöxtunar- krafan fór þá niður fyrir 4,3%. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hafði þá ekki verið lægri síðan í febrúar árið 1999, en þá fór hún einnig niður fyrir 4,3%. Nafnvextir af húsbréfum eru nú 4,75%. Ef ávöxtunarkrafa hús- bréfa er undir því myndast yfir- verð við sölu bréfanna á markaði. Hins vegar koma fram afföll við sölu þeirra ef ávöxtunarkrafan er yfir 4,75%. Ávöxtunarkrafa 40 ára hús- bréfa var í kringum 5% um síð- ustu áramót. Hún fór að lækka er komið var fram í apríl og fór síðan undir 4,75% í lok maí. Mikilvægt að fara varlega Í Morgunkorni Greiningar Ís- landsbanka í gær segir að hækk- un ávöxtunarkröfu húsbréfa end- urspegli mikið framboð og væntingar um að endurskipu- lagning íbúðalánakerfisins leiði til aukins framboðs á skuldabréfa- markaði. „Þróun síðustu daga sýnir glöggt hversu mikilvægt er að varlega verði farið í útlána- aukningu Íbúðalánasjóðs sem og að óvarlegt sé að byggja slíka aukningu á væntingum um fjár- festingar erlendra aðila í framtíð- inni,“ segir Ís landsbanki. „Hækkun hámarksfjárhæðar húsbréfalána upp í 18 milljónir króna, í takt við frumtillögur fé- lagsmálaráðherra frá því fyrr á þessu ári, gæti hæglega leitt til þess að langtímavextir hækki um- talsvert.“ Greining Íslandsbanka segir jafnframt að tölur sem sýna aukningu einkaneyslu umfram aukningu kaupmáttar síðustu mánuði bendi til þess að neysla heimilanna sé nú að hluta drifin áfram af auknum lántökum. Á síðustu 12 mánuðum hafi útlán bankanna til einstaklinga, sem voru um 200 millljarðar króna í lok júlí, aukist um 1,2% að raun- virði. Á sama tíma hafi útlán Íbúðalánasjóðs, sem hafi numið tæpum 420 milljörðum króna í lok júlí, aukist um 10,0%. „Af þessu má ætla að aukin neysla sé nú að hluta fjármögnuð með ríkis- tryggðum útlánum Íbúðalána- sjóðs,“ segir Greining Íslands- banka. Í markaðsyfirliti Landsbanka Íslands í gær segir að engar ný- legar fréttir hafi borist að und- anförnu, sem geti skýrt þá miklu hækkun sem orðið hafi á ávöxt- unarkröfu húsbréfa. Hækkunin ætti að endurspegla væntingar um vaxtahækkanir og veki því þá spurningu hvort fjárfestar séu að skipta um skoðun varðandi fram- vinduna á komandi mánuðum. „Að mati Greiningardeildar er það m.a. mikil útgáfa hús- og hús- næðisbréfa og óvissa í tengslum við endurskipulagningu á hús- næðiskerfinu sem eru orsaka- valdar að þessu sinni,“ segir í Markaðsyfirlitinu. Greinignardeildin segir að reynslan hafi sýnt að oft í kring- um ársfjórðungslok, eins og nú sé, hafi ávöxtunarkrafa húsbréfa tekið að lækka og ávöxtun eig- enda skuldabréfa þá vænkast. Það sem vinni hins vegar hugs- anlega gegn þessari þróun að þessu sinni sé góð ávöxtun af inn- lendum og erlendum hlutabréf- um. Í ágústmánaðarriti Greiningar- deildar Landsbankans var birt spá um þróun helstu markflokka skuldabréfa. Þar var gert ráð fyr- ir að ávöxtunarkrafa t.d. 40 ára húsbréfa myndi sveiflast á bilinu 4,30-4,50% fram til áramóta. „Greiningardeild sér ekki ástæðu til þess að breyta þeirri spá og telur að ávöxtunarkrafa hús- og húsnæðisbréfa hafi hækkað um of á undanförnum dögum og væntir þess að krafan taki að lækka á nýjan leik á komandi vikum,“ seg- ir Greiningardeild Landsbank- ans. Vextir hækka vegna auk- inna útlána Íbúðalánasjóðs Einkaneysla hefur aukist í þjóðfélaginu að undanförnu. Greining Íslandsbanka telur að aukin einkaneysla sé að hluta fjármögnuð með ríkistryggðum útlánum Íbúðalánasjóðs /           !" #    $% " & ' 01 2  $### $## $##$ $##%  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS VARHUGAVERT er að draga of víð- tækar ályktanir um þróun fasteignaverðs, eins og Íbúðalánasjóður gerði í mán- aðarskýrslu sinni fyrir ágústmánuð. Þetta er mat Greiningardeildar Landsbanka Ís- lands. Greining Íslandsbanka kemst að svipaðri niðurstöðu í umfjöllun um ágústs- kýsluna og segir að vangaveltur Íbúðalána- sjóðs um þróun fasteignaverðs og hámark húsbréfalána séu einungis leikur að tölum. Í ágústskýrslu Íbúðalánasjóðs var því m.a. haldið fram að fasteignaverð fylgi launaþróun en ekki þróun hámarkslána sjóðsins. Komst sjóðurinn að þeirri niðu- stöðu, að það verði að teljast hæpin rök að gildi hámarksfjárhæða Íbúðalánasjóðs séu eins afgerandi í efnahagslegu tilliti og látið hafi verið í ljós af ýmsum hagsmunaaðilum. Guðmunda Ósk Krisjánsdóttir, sérfræð- ingur hjá Greiningardeild Landsbanka Ís- lands, segir að ástæða sé til að hvetja til vandaðri umræðu um málefni Íbúðalána- sjóðs. Nauðsynlegt sé að hafa í huga að margir þættir hafi áhrif á þróun fast- eignaverðs. Ekki megi einfalda þá umræðu um of, eins og gert hafi verið í ágústskýrslu Íbúðalánasjóðs. „Aukin umsvif Íbúðalánasjóðs, sem fyr- irhuguð eru, munu leiða til aukinnar eft- irspurnar eftir íbúðarhúsnæði,“ segir Guð- munda. „Aukin eftirspurn hefur áhrif til hækkunar á fasteignaverði. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hafa því klárlega áhrif á fasteignaverð að öllu óbreyttu, eins og reyndar á við um marga aðra þætti.“ Stöðvun eignabólu Í maí síðastliðnum var því haldið fram í vikuritinu Economist, að afleiðingarnar af mikilli hækkun fasteignaverðs geti verið af- drifaríkari en afleiðingarnar af verðbólu á hlutabréfamarkaði. Economist fjallaði þá einnig um hvaða möguleika stjórnvöld hafa til að stöðva myndun eignabólu, t.d. með því að setja mörk á veðsetningarhlutföll fast- eigna. Guðmunda segir að þetta sé í beinni andstöðu við það sem íslensk stjórnvöld hyggist gera. Ástæða sé til að taka tillit til þessara ábendinga Economist. H Ú S B R É F Umræðan verði vandaðri S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Hver ber ábyrgð? Ábyrgð stjórnenda og endurskoðenda 2 Maritech og Microsoft Maritech er að hefja samstarf við Microsoft 12 ERFITT AÐ EINKAVÆÐA ÚR ENGU Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Erlent 12/13 Minningar 34/39 Minn staður 16 Kirkjustarf 39 Höfuðborgin 17 Myndasögur 40 Akureyri 18 Bréf 40 Suðurnes 19 Dagbók 42/43 Austurland 20 Staksteinar 42 Landið 21 Íþróttir 44/47 Daglegt líf 22/23 Fólk 48/53 Listir 24/27 Bíó 50/53 Forystugrein 30 Ljósvakamiðlar 54 Þjónusta 31 Veður 55 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir Stúdentablaðið – Þá fylgir einn- ig Akranesblað Expo 2003, þeir fiska sem róa. BANASLYS varð á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjara í gær- morgun um klukkan 7, þegar tveir fólksbílar lentu harkalega saman með þeim afleiðingum að 64 ára karlmaður lést. Tildrög slyssins voru þau að tæp- lega tvítugur ökumaður bíls á leið til Keflavíkur missti stjórn á bílnum og keyrði út í hægri kant þar sem hann rakst á ljósastaur. Þaðan kastaðist bíllinn aftur inn á veginn og upp á umferðareyju sem aðskilur akrein- arnar. Af umferðareyjunni kastaðist bíllinn í loft upp og lenti ofan á bíl hins látna. Mennirnir, sem voru báðir einir í bílum sínum, voru flutt- ir á Landspítalann þar sem sá eldri lést nokkru síðar. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar í Keflavík var hann nýkominn inn á Reykja- nesbraut af Grindavíkurafleggjara þegar hinn bíllinn lenti á honum. Áhöfn á tækjabíl Slökkviliðs Kefla- víkur var kölluð á slysstað og var klippum beitt til að losa ökumann- inn úr bílflakinu. Rannsóknanefnd umferðarslysa var kölluð á vettvang og sagði Ágúst Mogensen, formaður nefndarinnar, við Morgunblaðið, að hún myndi beina sjónum sínum að mannlega þættinum varðandi orsök slyssins. Eftir vettvangsrannsókn væri ekki uppi grunur um að orsök slyssins ætti rót sína að rekja til umferð- armannvirkja eða umhverfis vegar- ins. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Athugun rannsóknanefndar umferðarslysa beinist að mannlega þætti slyssins. Karlmaður lést í bíl- slysi á Reykjanesbraut ( ) 3                     0                     !    "   KJÖTVINNSLAN Ferskar afurðir ehf. á Hvammstanga hefur fengið greiðslustöðvun til þriggja vikna. Ástæðan fyrir erfiðleikum félagsins er fyrst og fremst lausafjárskortur, en það hefur ekki enn lokið við að gera upp við bændur vegna slátur- tíðar ársins 2002. Kaupþing-Búnaðarbanki, við- skiptabanki Ferskra afurða, lagði fram kyrrsetningarbeiðni hjá sýslu- manninum á Blönduósi sl. þriðju- dagsmorgun á hendur Ferskum af- urðum ehf. á Hvammstanga. Ekki kom til þess að sýslumaður tæki af- stöðu til beiðninnar því að stjórnend- ur Ferskra afurða lögðu sama dag fram beiðni um greiðslustöðvun hjá Héraðsdómi Norðurlands vestra. Eftir að héraðsdómur samþykkti greiðslustöðvunina voru ekki lengur forsendur fyrir kyrrsetningu kjöt- birgða. Ef kyrrsetning birgða hefði verið samþykkt hefðu Ferskar afurðir tapað yfirráðum yfir öllum kjöt- birgðum, en fyrirtækið er með sölu- samning við Bónus. Greiðslustöðv- unin þýðir hins vegar að fyrirtækið hefur yfirráð yfir birgðum og fær ráðrúm til að endurskipuleggja fjár- hag þess. Ferskar afurðir lögðu fram gögn fyrir héraðsdóm sem benda til þess að fyrirtækið eigi fyrir öllum skuld- um, en þær nema 372 milljónum króna. Eignir eru metnar á 381 millj- ón, þar af vörubirgðir 254 milljónir. Ágreiningur um birgðatalningu Í úrskurðinum kemur fram að Ferskar afurðir fengu 200 milljóna króna afurðalán frá Búnaðarbanka Íslands síðasta haust með bak- ábyrgð frá Byggðastofnun. Ágrein- ingur kom upp milli bankans og fé- lagsins um talningu birgða og varð það til þess að yfirkjötsmaður var kallaður til og staðfesti hann taln- ingu félagsins. Lögmaður félagsins sagði fyrir héraðsdómi, að þrátt fyrir þessa niðurstöðu hefði bankinn gjaldfellt lánið, en hann sagði að lán- ið væri í skilum. „Aðgerðir Kaupþings-Búnaðar- banka leiði til þess að skuldarann skorti með öllu lausafé sem leiði til þess að fljótlega megi búast við að kröfuhafar reyni að innheimta kröf- ur sínar hjá skuldaranum. Þá telur skuldarinn að líkur séu til þess að bankinn gangi með einhverjum hætti að birgðum sem leiði að öllum líkindum til þess að þær lækki veru- lega í verði og mikið tjón hljótist af,“ segir í úrskurði héraðsdóms þar sem gerð er grein fyrir málsatvikum. Í fréttatilkynningu frá Ferskum afurðum segir að alger trúnaðar- brestur hafi orðið með félaginu og Kaupþingi-Búnaðarbanka. Kjötvinnsla í greiðslustöðvun Viðskiptabanki krafðist kyrrsetn- ingar birgða Ferskra afurða LÖGFRÆÐINGUR Sophiu Han- sen, Hasip Kaplan, segir að nið- urstaða Mannréttindadómstóls Evr- ópu, í máli Sophiu gegn tyrkneska ríkinu, sé ekki síst persónulegur sigur fyrir Sophiu. Með dómnum hafi réttlætinu verið fullnægt. Hann segir að dómur Sophiu sé fyrsti dómur sinnar tegundar; hann hafi því fordæmisgildi. Dómurinn ætti því að hjálpa þeim sem lenda í sömu aðstæðum og Sophia Hansen. Hann segir hins vegar að það eigi eftir að koma í ljós hvort fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar dómsins eigi eftir að þrýsta á Halim Al, föður stúlknanna, til að sleppa „taki sínu á þeim“ og leyfa þeim að hitta móður sína, Sophiu. Morgunblaðið ræddi við Hasip Kaplan í gær með aðstoð tyrkneska túlksins, Svavars Türkers. Kaplan sagði spurður að dómurinn hefði vakið mikla athygli í tyrkneskum fjölmiðlum í gær. Hann sagði að umfjöllun fjölmiðla væri m.a. á þá leið að Halim Al hefði gert mikil mistök með því að leyfa ekki dætr- um sínum að hitta Sophiu. Og nú þyrftu tyrknesk stjórnvöld að borga reikninginn. Er þar vísað til þess að tyrkneskum stjórnvöldum beri skv. dómnum að greiða Sophiu um 6,6 milljónir kr. í skaðabætur. Kaplan telur að fjölmiðlaumræð- an eigi eftir að þrýsta á stjórnvöld að breyta lagaákvæðum landsins í samræmi við umræddan úrskurð Mannréttindadómstólsins. Hann bendir á í því sambandi að skv. nú- gildandi lögum séu refsingar fyrir að brjóta umgengnisrétt afar lágar fjársektir. Það hafi því verið „auð- velt“ fyrir Halim Al að brjóta um- gengnisréttinn og greiða síðan sekt- irnar. Kaplan vonast m.a. til þess að umræddur úrskurður Mannrétt- indadómstólsins verði til þess að Tyrkir geri fólki erfiðara fyrir að brjóta umgengnisrétt með því t.d. að þyngja refsingar vegna slíkra brota. Telur hann að hófsamir músl- ímar eigi eftir að styðja slíkar breytingar. Lögmaður Sophiu Hansen segir réttlætinu fullnægt Dómurinn vekur mikla athygli í Tyrklandi ÁVÖXTUNARKRAFA hús- bréfa hefur hækkað undanfarna daga og var komin í 4,58% á 40 ára bréfum í gær. Yfirverð við sölu 40 ára bréfa á markaði var 2,6% og hefur lækkað frá því það var hæst á þessu ári, eða rúmlega 6% í ágúst, en ávöxt- unarkrafan fór þá undir 4,3%. Greiningardeildir Íslands- banka og Landsbankans telja að vöxtur útlána Íbúðalánasjóðs og óvissan um endurskipulagningu íbúðalána séu helstu orsakir hækkunar ávöxtunarkröfu hús- bréfa nú. Ávöxtun- arkrafa húsbréfa hækkar  Vextir hækka/B1 ÞÓRIR Haraldsson, framkvæmda- stjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur, segir fyrirsjáanlegt að kjarnfóður komi til með að hækka í verði í haust. Ástæðan séu miklir þurrkar í Evr- ópu sem hafi hækkað verð á öllu korni. Þessi hækkun auki enn á vanda svína- og kjúklingabænda, en þessar greinar eiga við mikinn vanda að stríða vegna lágs verðs á kjöti. Miklir þurrkar voru í Evrópu í sumar og hafði það veruleg áhrif á kornuppskeru. Þórir sagði að erfitt hefði verið fyrir Mjólkurfélagið að fá svör frá erlendum birgjum um korn- verð. Viðskiptasamningar sem Mjólkurfélagið hefur gert við birgja væru að renna út og erfiðlega hefði gengið að fá þá til að staðfesta nýtt verð og ganga frá nýjum samning- um. Ástæðan væri óvissa um verð. Þórir sagði þó ljóst að heimsmark- aðsverð á korni væri að hækka og það myndi hafa áhrif á fóðurverð hér á landi í haust. Hann sagðist ekki geta svarað því hversu vænta mætti mikillar hækkunar. Staða bænda sem framleiða kjöt hefur verið erfið síðustu misserin vegna offramleiðslu á kjöti og verð- lækkunar. Þórir sagði ljóst að yfir- vofandi verðhækkun á kjarnfóðri bætti ekki stöðu bænda. Hækkunin kæmi verr við svína- og kjúklinga- bændur en kúa- og sauðfjárbændur vegna þess að svín og kjúklingar eru eingöngu fóðruð með kjarnfóðri. Mikill heyfengur hjá kúa- og sauð- fjárbændum í sumar hjálpaði þeim að bregðast við hærra verði á fóðri. Líkur á hækkun á kjarnfóðri Eykur á vanda svína- og kjúklingabúa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.