Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 28
Rannsókna- og fræðasetrið í Vestmannaeyjum myndar eins konar regnhlíf utan um Hafrannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (RF), Vest- mannaeyjardeild Háskóla Íslands, Náttúrustofu Suðurlands og minni þjón- ustustofnanir undir einu og sama þakinu á Strandvegi 50. RANNSÓKNA- og fræðasetur Háskóla Íslands á landsbyggðinni verðaí brennidepli á málþingi rektors Háskóla Íslands í samvinnu viðSamband íslenskra sveitarfélaga í Hátíðasal Háskóla Íslands milli kl.14 og 16 í dag. Á málþinginu verður fjallað um rannsóknir og menntun á landsbyggðinni – Fræðastarf sem þátt í atvinnustefnu byggðarlaga. Fjögur fræðasetur út á landsbyggðinni heyra undir sérstaka Stofnun fræða- setra Háskóla Íslands, þ.e. Háskólasetrið á Hornafirði, Háskólasetur Suður- nesja í Sandgerði, Háskólasetrið í Hveragerði og Rannsókna- og fræðasetrið í Vestmannaeyjum. Innan skamms eru horfur á því að Fræðasetrunum fjölgi enn frekar því að unnið er að undirbúningi fræðasetra á Egilsstöðum, Ísafirði og Húsavík. Fræðslunet Austurlands hefur með fjármögnun frá menntamálaráðuneytinu byggt upp háskólanámssetur á Egilsstöðum og stendur til að stofna rann- sókna- og þjónustusetur með aðkomu Háskólans til að styrkja þá starfsemi. Svipað setur er í undirbúningi á Ísafirði. Á Húsavík er sérstaklega horft til seturs sem einbeiti sér að rannsóknum tengdum íslenskum hvalastofnum og sérstæðri náttúru á Norðausturlandi. Fjallað um fræða- og rannsóknasetur Háskól Fræðasetur í und Ísafirði, Húsavík ago@mbl.is 28 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HÁSKÓLASETRIÐ á Hornafirði tók tilstarfa á vormánuðum 2002. Há-skólasetrið er samstarfsverkefni undir forystu Háskóla Íslands. Auk HÍ eru þátttak- endurnir Vegagerðin, sveitarfélagið Hornafjörð- ur, Landsvirkjun, Siglingastofnun og Veð- urstofan. Háskólasetrið er til húsa í Nýheimum og þar býðst fræði- og vísindamönn- um góð vinnuaðstaða. „Markmið Háskólaseturs- ins á Hornafirði er fyrst og fremst að vera öflug rann- sóknastöð og starfsvett- vangur vísindamanna, sem m.a. koma frá samstarfs- aðilum setursins. Með þessu er setrinu ætlað að efla rann- sóknasamvinnu og kannski ekki síst þverfaglega hugsun á milli þeirra aðila og stofnana sem fást við umhverfisrannsóknir og -skipulag, s.s. vegna vegagerðar, hafn- argerðar, línulagna og náttúruverndar,“ segir Rannveig Ólafsdóttir, forstöðumaður Há- skólasetursins. Rannveig segir að starfsemi Háskólasetursins sé enn á uppbyggingarstigi og talsverður tími hafi farið í að afla samstarfsaðila að rann- sóknaverkefnum bæði innan- og utanlands. „Áhersla hefur verið lögð á að leggja grunn að öflugum vettvangi fyrir þverfaglegar umhverf- isrannsóknir þar sem leitast er við að skoða tengsl manna og umhverfis, náttúru og sögu, lands og fólks.“ Samstarfsverkefnin eru afar mislangt komin. „Ég get nefnt verkefni um Vatnajökulsþjóðgarð þar sem sjónum er beint að samspili nátt- úruverndar og atvinnulífs grannbyggða vænt- anlegs þjóðgarðs; rannsóknir á breytingum á ástandi lands sunnan Fláajökuls; rannsóknir á sambúð skógræktar og hreindýra; þvervís- indalega rannsókn á náttúrufari og mannvist á nútíma; uppbyggingu á öskulagabanka umhverf- is Vatnajökul; rannsóknir á nýtingu fjarkönn- unar við vistgerðarflokkun; rannsóknir á upp- byggingu ferðamannaiðnaðarins og þróun líkans fyrir sjálfbæra stjórnun hans; uppbyggingu bæði á norrænu og evrópsku netverki um sjálf- bæra byggðaþróun og umhverfisstjórnun jað- arsvæða,“ segir Rannveig og nefnir að lokum að Háskólasetrið hafi tekið þátt í undirbúningi að stofnun Fuglaathugunarstöðvar á Höfn. Þessu til viðbótar nefnir Rannveig að Há- skólasetrið komi að tveimur doktorsverkefnum við landfræðideild Háskólans í Edinborg og hafi staðið að Vísindadögum á Hornafirði sl. nóv- ember. Háskólasetrið stóð einnig að tveimur málþingum á Höfn, þ.e. um Vatnajökulsþjóðgarð og þolmörk ferðamennsku í Lónsöræfum. „Þá hefur mikill tími einnig farið í að kynna tilveru Háskóla Íslands á Suðausturlandi sem nýjan möguleika fyrir heimafólk og rannsóknarmenn,“ segir Rannveig. „Sú vinna hefur þegar leitt af sér tvö samstarfsverkefni HÍ og heimamanna.“ Æskilegt að fjölga starfsmönnum Fjárlagarammi Háskólasetursins leyfir aðeins stöðu forstöðumannsins og fjármagnið ræður verkefnavalinu að töluverðu leyti. „Ég vildi sjá fleiri stöðugildi til þess að skapa það akadem- íska andrúmsloft sem slík stofnun krefst eigi þar að fara fram skapandi starf til langs tíma. Í sum- ar hafa verið hér fleiri starfsmenn, einn kostað- ur af Nýsköpunarsjóði námsmanna og Suður- landsskógum auk tveggja doktorsnema frá Háskólanum í Edinborg. Nú síðari hluta sumars og í haust er hér einnig annar starfsmaður kost- aður af Vegagerðinni,“ segir Rannveig. Rannveig segir sambandið milli Háskólaset- ursins og HÍ mjög gott enda setrið hluti af há- skólanum. Hún segir línurnar eiga eftir að skýr- ast enn frekar með hinni nýju Stofnun fræðasetra. „Ég kenndi eitt námskeið við Há- skóla Íslands á síðustu vorönn og var hluti þess kenndur í fjarkennslu héðan frá Höfn. Þetta var ný og spennandi reynsla fyrir mig og kennslu- máti sem mér finnst bjóða upp á mikla mögu- leika fyrir landsbyggðina. Hins vegar verður að þróa hann miklu betur hvað varðar tækni og ekki síður kennsluaðferðir svo að fjarnemendur fái setið við sama borð og aðrir nemendur Há- skóla Íslands.“ Rannveig segir Hornfirðinga hafa sýnt Há- skólasetrinu mikinn áhuga. „Menn eru kannski helst til óþolinmóðir að sjá fiskinn koma upp úr sjónum, menn vilja sjá hér iðandi mannlíf og fullt af verkefnum – en þetta tel ég eiga við okk- ur Íslendinga almennt. Við viljum leggja netin í dag og geta selt fiskinn ekki seinna en á morg- un.“ Hornfirðingar áhugasamir um starfsemina Rannveig Ólafsdóttir siggi@galdur.is Í Fræðasetrinu í Sandg SIGUR SOPHIU HANSEN Mannréttindadómstóll Evrópuhefur kveðið upp úrskurð ímáli Sophiu Hansen gegn tyrkneska ríkinu. Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að mannréttindi hefðu verið brotin á Sophiu þegar tyrk- nesk stjórnvöld létu undir höfuð leggj- ast að sjá til þess að hún fengi að sjá dætur sínar, Dagbjörtu og Rúnu, eins og hún átti rétt á samkvæmt úrskurði tyrkneskra dómstóla. Þessi niðurstaða er afrakstur þrot- lausrar baráttu Sophiu fyrir því að fá að umgangast dætur sínar í rúman áratug. Faðir stúlknanna, Halim Al, fór með þær til Tyrklands árið 1990 og hafa þær ekki komið til Íslands síðan. Allan þennan tíma hefur íslenska þjóð- in fylgst náið með tilraunum Sophiu til að endurheimta þær og ná við þær sambandi, fylgst með þrautagöngu Sophiu í gegnum tyrkneska dómskerf- ið og hvernig tyrknesk yfirvöld stóðu aðgerðarlaus hjá á meðan faðir stúlkn- anna beitti öllum ráðum til að koma í veg fyrir að Sophia fengi að hitta dæt- ur sínar, bæði meðan á málaferlunum stóð og eins eftir að dómur féll á þann veg að Halim Al skyldi hafa forræðið en Sophia njóta umgengnisréttar. Eft- ir að þráfaldlega hafði verið brotið gegn umgengnisréttinum kærði Sophia tyrknesk stjórnvöld fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu 1997. Meginkæruefnið var að yfirvöld í Tyrklandi hefðu ekki fullnægt 8. grein mannréttindasáttmálans, sem fjallar um verndaða friðhelgi einkalífs, heim- ilis og fjölskyldu. Aftur á móti var ekki fallist á að 14. grein sáttmálans, sem kveður á um að tryggja beri mannrétt- indi óháð kynferði fólks, uppruna þess, litarhætti trúarbrögðum og skoðunum. Tók dómstóllinn fram að tyrknesk stjórnvöld hefðu ekki gripið til neinna raunhæfra aðgerða til að finna börnin þótt Sophia gripi ítrekað í tómt þegar hún átti að fá að hitta þau. Í ljósi mót- þróa föðurins hefðu stjórnvöld hins vegar átt að grípa til aðgerða til að tryggja að móðirin hitti börn sín. „Ég er mjög ánægð með þann hluta dómsins sem staðfestir að tyrknesk stjórnvöld hafi brotið gegn 8. gr. mannréttindasáttmálans. Það þýðir að þær konur sem á eftir koma og standa í þessu sama, þurfa ekki að ganga í gegnum þær hörmungar, sem ég og dætur mínar hafa gengið í gegnum,“ sagði Sophia í samtali við Morgunblað- ið í gær. „Mér finnst það því sigur að hafa rutt brautina fyrir aðrar konur.“ Forræðisdeilur milli foreldra af sitt hvoru þjóðerninu geta verið einstak- lega erfiðar, að ekki sé talað um þegar foreldrarnir koma úr gerólíku menn- ingarumhverfi. Það getur verið erfitt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í erlendu ríki, en þá kastar fyrst tólf- unum þegar yfirvöld í viðkomandi landi eru ekki tilbúin til að fylgja eftir þeim dómum, sem kveðnir eru upp. Dagbjört er nú 22 ára gömul og Rúna 20 ára. Þegar forræðisdeilan hófst var Dagbjört níu ára og Rúna sjö ára. Mál þetta hefur því tekið rúmlega helming- inn af ævi stúlknanna og kann mörgum að virðast sem þessar málalyktir komi grátlega seint. Í því sambandi má benda á að sex ár eru liðin frá því að Sophia kærði til Mannréttindadóm- stólsins. Úrskurður dómstólsins er engu að síður sigur fyrir Sophiu, ekki síst vegna þess að aðrir foreldrar, sem lent geta í sömu stöðu, munu njóta góðs af þeirri viðurkenningu á grund- vallaratriði, sem í honum felst varð- andi mannréttindi. AKKILESARHÆLL NÚTÍMAÞJÓÐFÉLAGSINS Rafmagn er að mörgu leyti orðið aðlífæð nútíma þjóðfélaga. Þegar það hverfur, þótt ekki sé nema í skamman tíma, fer samfélagið að miklu leyti úr skorðum. Á þriðjudag varð rafmagnslaust á Sjálandi í Danmörku og í Suður-Sví- þjóð í fjórar klukkustundir. Öngþveiti myndaðist víða þegar samgöngur trufl- uðust, tölvur urðu gagnslausar og ljós slokknuðu. Svipað gerðist í norðausturhluta Bandaríkjanna fyrir nokkrum vikum og tók nokkra daga fyrir líf fólks að fara í eðlilegt horf á nýjan leik. Raf- magnsleysi olli sömuleiðis miklum truflunum í Lundúnum skömmu síðar. Þegar fréttir bárust af rafmagns- leysinu í New York var það fyrsta hugsun margra að um hryðjuverk hefði verið ræða. Rétt eins og í Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi reyndist það hins vegar tæknileg bilun sem olli raf- magnsleysinu. Þessi atvik hafa beint athyglinni að því hve lítið þarf til að hin þróuðu sam- félög nútímans verði bjargarlaus. Eftir því sem tækninni fleygir fram verðum við stöðugt háðari rafmagninu sem knýr samfélag okkar áfram. Öll við- skipti stöðvast, hvort sem um er að ræða hlutabréfaviðskipti í kauphöllum eða matarinnkaup einstaklinga í hverf- isbúðinni. Ekki er einu sinni hægt að kaupa mjólkurpott þar sem í af- greiðsluborðum verslana er hvorki hægt að lesa strikamerkin á fernunni né taka við hinu rafræna greiðslukorti viðskiptavinarins. Væntanlega hefði viðskiptavinurinn hins vegar ekki einu sinni náð að komast að afgreiðsluborð- inu þar sem hinar sjálfvirku hurðir verslunarinnar urðu óvirkar um sama leyti og verslunin myrkvaðist. Nánast allar okkar athafnir eru orðnar háðar því að við höfum aðgang að rafmagni. Við treystum á síma, tölv- ur, ísskápa, útvörp og hraðbanka. Þótt bifreiðar séu enn knúnar áfram af bensínþyrstum sprengihreyfli eru bensíndælur bensínstöðva rafknúnar og umferðarljós og götulýsing nærast á rafmagni. Afleiðingar langvinns rafmagnsleys- is hafa því svipuð áhrif á nútíma þjóðfé- lagið og stórfelldar náttúruhamfarir. Alla jafna göngum við út frá því sem vísu að rafmagnið sé ávallt til staðar í næstu innstungu. Það er ekki fyrr en það breytist sem við áttum okkur á því hversu umkomulaus við erum án þess. Rafmagnsleysið í nágrannalöndun- um hlýtur því að vera okkur áminning um mikilvægi þess að við treystum raf- orkukerfi okkar og búum þau þannig úr garði að sem minnstar líkur verði á truflunum eða að smávægilegar bilanir hafi keðjuverkandi og víðtæk áhrif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.