Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ástfinna Páls-dóttir fæddist á Siglufirði 16. október 1916. Hún lést 22. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru: Páll Guðmundsson vél- stjóri, f. 1875, d. 1948 og Halldóra Stefáns- dóttir húsfreyja f. 1882, d. 1964, oftast nefnd Páll og Hall- dóra í Bænum. Ást- finna var 10. í röð 15 systkina. Elst var Að- albjörg, f. 1905, Guð- mundur, f. 1907, Lovísa, f. 1908, Axel Vilberg, f. 1909, Marselína, f. 1910, Sigrún, f. 1912, Guðmundur, f. 1914, Nanna, f. 1915, Ástfinna, sem hér er minnst, f. 1916, Gyða, f. 1918, Anna, f. 1919, Guðrún, f. 1920, Stefán, f. 1921 og yngst Valgerð- ur, f. 1923. Ein systir er á lífi, Nanna, og býr í Reykjavík. Vegna veikinda Halldóru var Ástfinnu komið á heimili Björns Pálssonar útgerðarmanns, f. 1860, d. 1948 og barna hans, heim- ilið var oftast var nefnt Þöngla- skáli. Systkinin sem Ástfinna ólst upp með hétu: Sveinn, f. 1883, d. 1947 , Páll, f. 1887, d. 1943, Anna Guðrún, f. 1890, d. 1943, Árný, f. 1892, d. 1965, Steinunn, f. 1900, d. 1942, Þorvaldur, f. 1901, d. 1942 og Árni, f. 1905, d. 1969. Þær Guðrún og Árný hugsuðu um Ástfinnu í uppvext- inum, Björn var henni mjög góður faðir og var hún sem eitt af börnum hans. Árið 1946 kynntist Ástfinna manni sín- um Haraldi Alberts- syni bifreiðastjóra, f. 10. ágúst 1906, d. 9. okt. 1983. Synir þeirra eru: 1) Guð- björn, f. 29. febr. 1948, kona hans er Anna Óskarsdóttir og á hann fimm börn, þau eru: Ásta Kristín, Haraldur, Guðbjörn, Heiðrún Erla og Margrét. 2) Kristján Flóv- ent, f. 14. jan. 1952, kona hans er Pálína Pálsdóttir, börn þeirra eru Kristján og Guðrún. 3) Árni Val- garð, f. 27. nóv. 1955, kona hans er Hafdís Eyland Gísladóttir og börn þeirra eru Guðleif Ósk, Har- aldur Gísli og Hafdís Ósk. Barna- barnabörnin eru sjö. Ástfinna vann við fisk nánast alla sína starfsæfi og var í síld á sumrin á meðan hún var, síðast vann hún í frystihúsinu Ísafold. Útför Ástfinnu fór fram frá Siglufjarðarkirkju 29. júlí. Elsku amma. Það var svolítið áfall þegar pabbi hringdi og lét vita að þú værir dáin, þótt við höfum lengi vitað að þetta væri á næsta leiti. Maður hélt alltaf að þú yrðir alltaf hér hjá okkur, búin að vera hjá okkur alla okkar ævi og orðin þetta gömul. Og við búin að bralla margt saman í gegnum árin, það var alltaf best að vera hjá ömmu, því þar mátti maður allt og öll boð og bönn hjá mömmu og pabba, ja þau gleymdust stundum eða þar til mamma og pabbi komust að því. Marga daga og kvöld áttum við saman og alltaf var til nóg af nammi, og þótt það væri að koma matur þá var alltaf fenginn einn moli í nesti (eða kannski tveir) til að borða á leiðinni heim. Einnig var alltaf hægt að plata þig í sjoppuna til að kaupa ís, pitsu eða einhvern ruslmat, mamma og pabbi sögðu oft að ef þú hefðir verið unglingur í dag þá myndir þú lifa á hamborgurum, pitsum og svoleiðis skyndimat því þér fannst það svo gott og okkur fannst það frábært. Það var alltaf fundið eitt- hvað að gera þegar maður kom í heimsókn, að syngja, lita, spila eða leika með Púlla, plastdúkkuna sem allur tíminn fór í að láta þig setja lappirnar og hendurnar á fyrir mann af því það var alltaf að detta af, en maður fékk samt aldrei leið á að leika með hana. Það var líka alveg sama þótt við værum öll hjá þér, við systkinin og hin barna- börnin þá var aldrei neinn hafður út undan, þú fannst tíma fyrir alla og reyndir að láta öllum líka og líða vel. Við systkinin eigum eftir að sakna þín sárt, en vitum að nú líð- ur þér vel og þú finnur ekki til, við vitum líka að einhvern tíman eig- um við eftir að hitta þig aftur, það verður líka gott að vita að nú bæt- ist einn í hópinn þarna uppi sem mun vaka yfir okkur. Hvíl í friði, elsku amma. Þín Guðleif, Haraldur og Hafdís Árnabörn. Elsku amma mín, þá ertu farin og ég vona þér líði vel þar sem þú ert, hjá afa, Árnu, og systkinum. Siglufjörður var sveitin mín þegar ég var lítil og voru ófáar ferðirnar sem farnar voru þangað, hvort sem var um sumar eða vetur og minnist ég þesssa daga með hlýju og brosi í hjarta. Þar var ætíð gist hjá þér og afa á Laugaveginum og seinna á Eyrargötunni, og þótt þröngt væri þar fór aldrei illa um okkur. Þá leið tíminn hratt, spilað á spil og hlegið mikið þegar heið- arleg tilraun var gerð til að svindla í ólsen ólsen. Og minnist ég eins skiptis þegar borðuð voru bráðnuð páskaegg. Aldrei heyrðum við þig tala illa um einn eða neinn eða kvarta und- an einu eða neinu, hvorki veik- indum eða þótt svolítið langt liði milli heimsókna. Það skipti mig miklu máli að ég fékk að kveðja þig daginn áður, en þú fórst ekki langt því við fundum öll fyrir nærveru þinni þann fal- lega dag sem þú varst jörðuð, sólin braust fram eftir rigningu fyrr um morguninn, falleg blóm í fallegri og vinalegri kirkju sem fylltist af fólki sem vildi kveðja þig. Elsku amma mín, við eigum eft- ir að sakna þín, við sjáumst síðar. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Heiðrún Erla Guðbjörnsdóttir. Elsku amma, ég man þegar ég kom til Siglufjarðar á Laugarveg- inn á yngri árum með pabba. Þá voru ein jól mér sérstaklega minnistæð, en það var þegar við komun seint um kvöldið og það var vont verður, við komum um mið- nætti en samt beiðst þú með mat- inn handa okkur, það skipti þig engu máli hvenær við komum, bara að við komum, þá varst þú búin að búa um rúmið fyrir mig og svo færðir þú þitt rúm að mínu. Húsið á Laugarveginum var stórt svo það var hægt að hlaupa um, og háaloftið var í uppáhaldi hjá mér, en þar sat ég í stiganum og var að teikna myndir handa þér sem þú hengdir svo upp. Eitt sum- arið var ég hjá þér, þá bjóst þú á Eyrargötunni, það var gott sumar og við kynntumst hvor annarri mun betur og við sátum stundum við eldhúsborðið og spiluðum og töluðum saman um hitt og þetta. Allar þessar ferðir til Siglufjarð- ar eru mér mjög minnisstæðar á mínum yngri árum og eftir að ég eignaðist sjálf fjölskyldu var gam- an að koma á Siglufjörð til þín. Al- dís mín hlakkaði alltaf til að sjá langömmu sína með fallegu augun og talaði mikið um hvað henni þótti vænt um þig. Elsku amma mín, núna ertu komin til afa og ég veit að þér líð- ur vel og megi guð geyma þig og varðveita þig, elsku amma mín. Ásta Kristín Guðbjörnsdóttir. ÁSTFINNA PÁLSDÓTTIR Nú er baráttunni lokið, kæri vinur, og við sem eftir erum verðum að horfast í augu við lífið án þín. Þú varst minn vetrareldur. Þú varst mín hvíta lilja, bæn af mínum bænum og brot af mínum vilja. REYNIR HALLDÓR HILMARSSON ✝ Reynir HalldórHilmarsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1961. Hann andaðist á krabba- meinsdeild Landspít- alans v. Hringbraut fimmtudaginn 11. september og var út- för hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 18. sept- ember. Við elskuðum hvort annað, en urðum þó að skilja. Ég geymi gjafir þínar sem gamla helgidóma. Af orðum þínum öllum var ilmur víns og blóma. Af öllum fundum okkar slær ævintýraljóma. Og þó mér auðnist aldrei neinn óskastein að finna, þá verða ástir okkar og eldur brjósta þinna ljós á vegi mínum og lampi fóta minna. (D. Stef.) Elskulega fjölskylda, megi góður guð styrkja ykkur og hugga, hugur minn er hjá ykkur öllum. Guðrún Guðmundsdóttir, Keflavík. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR BERGMUNDSDÓTTIR frá Látrum í Aðalvík, síðast Víðihlíð, Austurvegi 5, Grindavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 21. september. Jarðsungið verður frá Grindavíkurkirkju laugar- daginn 27. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti Sjálfsbjörg á Suðurnesjum njóta þess. Gísli Hólm Jónsson, Ester Gísladóttir, Vigfús Árnason, Haraldur Gíslason, Ágústa Halldóra Gísladóttir, Hafsteinn Sæmundsson, Margrét Rebekka Gísladóttir, Gunnar Eyjólfs Vilbergsson, Sigríður Jóna Gísladóttir, Þórarinn Heiðmann Guðmundsson, Páll Gíslason, Ásta Agnes Jóhannesdóttir, Inga Fríða Gísladóttir, Óttar Hjartarson, ömmu- og langömmubörn. Færum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug, vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÁGÚSTU SAMSONARDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Patreksfirði. Stella Gísladóttir, Richard Kristjánsson, Bjarney Gísladóttir, Eyjólfur Þorkelsson, Sigríður Björg Gísladóttir, Jóhann Svavarsson, Snæbjörn Gíslason, Kristín Finnbogadóttir, Guðmundur Bjarni Gíslason, Margrét Jóna Gísladóttir, Hálfdán Þórhallsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BOGA KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR MAGNUSEN, Skarði 2, Skarðsströnd, verður jarðsungin frá Skarðskirkju laugar- daginn 27. september kl. 14.00. Ólafur Eggertsson, Svava Hjartardóttir, Elinborg Eggertsdóttir, Kristinn Thorlacíus, barnabörn og barnbarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, EYDÍS EINARSDÓTTIR, áður til heimilis í Víðilundi 2F, Akureyri, andaðist á dvalar-og hjúkrunarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 23. september. Sigurður B. Jónsson, Alda Ingimarsdóttir, Ólafur B. Jónsson, Jóna Anna Stefánsdóttir, Þórarinn B. Jónsson, Hulda Vilhjálmsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLAFUR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, Hafnarstræti 9, Akureyri, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 23. september. Ragnheiður Antonsdóttir, Björgvin Ólafsson, Karólína Baldvinsdóttir, Jóhanna Sigurbjörg Ólafsdóttir, Anton Ólafsson, Þorri og Sunna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.