Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 21
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Unnið var í skólanum í mörgum starfshópum í vikutíma áður en Kjartan Jakob Hauksson kom í heimsókn. Gestgjafarnir höfðu margs að spyrja og mikið var spjallað. Hveragerði | Kjartan Jakob Hauksson sem varð landsþekktur fyrir þor og kjark, þegar hann gerði fyrstu tilraun sína til að róa í kringum landið á árabát sínum Rödd hjart- ans, kom á dögunum í heimsókn í Hvera- gerði. Tilgangur heimsóknarinnar var að þakka krökkunum í 6. bekk grunnskólans fyrir kveðjurnar sem þeir sendu honum á meðan á róðrinum stóð. Þegar krakkarnir fréttu af fyrirhugaðri heimsókn var ákveðið að skipta bekknum upp í vinnuhópa sem myndu leysa ákveðin verkefni. Þegar tekið er á móti gestum þarf að undirbúa heimsóknina eins vel og kostur er og myndaðir voru vinnuhópar. Nethópur sá um að leita upplýsinga um róður Kjart- ans og afla gagna til að skreyta stofuna. Spurningahópur samdi spurningar þær sem átti að spyrja gestinn. Kortahópur útbjó Ís- landskort og teiknaði inn leiðina sem Kjart- an fór. Upptökuhópur tók upp heimsóknina á myndband og að sjálfsögðu var einn köku- hópur sem skipulagði veitingarnar sem boð- ið var upp á. Bekkurinn vann að þessu verkefni í tæpa viku og svo kom Kjartan. Að sjálfsögðu voru honum færð blóm að hætti Hvergerðinga við komuna. Hann brást ekki vonum barnanna og voru þau í sjöunda himni yfir því að fá að taka á móti honum og fræðast um hann sjálfan og eins ferðina sem búin er og ekki síður þá sem hann ætlar að leggja í næsta sumar. Meðal veitinga var skúffukaka með bláu kremi sem átti að tákna sjóinn, ofan á henni var bátur úr pappír og inni í bátnum var að sjálfsögðu pappakarl. Leiddist ekki en saknaði barnanna sinna Kjartan spjallaði heilmikið við krakkana og hjálpaði þeim að setja pappabáta inn á Íslandskortið, sem tákn um þær vegalengdir sem hann fór á degi hverjum á meðan hann reri. Það var greinilegt að krakkarnir höfðu mikið hugsað út í það hvernig Kjartani leið á meðan hann var einn úti á sjó, því þau vildi vita hvort honum hefði ekki leiðst. Kjartan aftók með öllu að honum hefði leiðst en sagðist játa það að hann hefði saknað barnanna sinna þeirra Hauks, Lífar og Sögu. Ljóst er eftir þessa heimsókn að Kjartan Jakob hefur eignast vini sem koma til með að fylgjast grannt með ferðinni sem hann fer í júní á næsta ári. Pappabátar mörkuðu siglingaleiðina Krakkarnir í Hveragerði höfðu um margt að ræða við Kjartan Jakob Hauksson ræðara Grímsey | Fyrir ári komu nokkrir ungir menn til Grímseyjar til að kanna huldubyggðir. Þeir voru frá Þýskalandi, Sviss og Svíþjóð. Alex- ander frá Stokkhólmi, sem var einn úr hópnum, kom nú hér ásamt 12 konum frá ýmsum Evrópulöndum, til að skynja og skoða byggðir huldufólks hér í eyjunni. Alexander segir Grímsey magn- aðan álfastað og tóku samferða- konur hans einróma undir það. Al- exander hafði fyrr í Íslandsferðinni heimsótt bæði Þingvelli og Mývatn með konunum, í sömu erindagjörð- um. Alexander segir Grímsey mik- ilvæga í þessu sambandi og stefnir á ferð hingað næsta sumar og þá með stóran hóp álfaáhugamanna. Hann segir nauðsynlegt að tengja þessa tvo heima.. Enn í álfaferð til Grímseyjar Morgunblaðið/Helga Mattína Álfaáhugamenn: Alexander og samferðakonur við heimskautsbaug. LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 21 Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 PALLALYFTUR Húsavík | Þeir brugðust skjótt við frændurnir Einar Traustason og Valtýr Guðmundsson á Húsavík á dögunum þegar fullorðin kona þar í bæ auglýsti eftir því hvort ein- hverjir væru tilbúnir að slá grasið í garði hennar. Ekki viðraði vel þann dag sem auglýsingin birtist, enda snjóföl yf- ir görðum bæjarins. En um leið og skóla lauk daginn eftir voru þeir frændur mættir þrátt fyrir að veðr- ið væri ekki upp á það besta fyrir garðslátt. Þeir létu það ekki stöðva sig í því að ganga í verkið, og ljúka því, enda daglaunin góð að þeirra sögn.    Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Frændur: Einar og Valtýr vel klæddir við garðsláttinn. Brugðust skjótt við Óæskilegt rafsegulsvið | Hafn- arstjórn Ísafjarðarbæjar telur úr- bóta þörf vegna rafsegulsviðs frá spenni Orkubús Vestfjarða í Hafn- arhúsinu, sem hýsir alla starfsemi Ísafjarðarhafnar. Síðan hafa öðru hverju komið upp umræður um sterkt segulsvið og hugsanleg slæm áhrif þess á heilsu starfs- manna og einnig raftæki í húsinu, svo sem tölvu- skjái, að því er kemur fram á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Að beiðni hafnarstjórnar hefur ver- ið gerð úttekt á upphleðslu rafsviðs og rafsegulsviði í húsinu. Í skýrslu um úttektina kemur fram að talin er þörf á ýmsum úrbótum til að minnka líkur á óæskilegum áhrifum rafsegulsviðsins. Hafnarstjórn bók- aði um málið að hún teldi það for- gangsverkefni að Orkubúið skermi af eða geri jafngildar viðeigandi ráðstafanir til að loka rafsegulsvið frá spenni Orkubúsins, þannig að ekki verði um að ræða óæskilegt rafsegulsvið á hafnarskrifstofunni, eins og segir í bókun hafn- arstjórnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.