Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT leiðtogar stórveldanna hafi hugsanlega áhuga á að ná sátt um stefnuna í málefnum Íraks, þá mættu þeir augljóslega ekki til fundarins í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn þriðjudag með það í huga að gefa svo mikið eftir að unnt yrði að ná henni. Að mati bandarískra emb- ættimanna og erlendra sendimanna er afleiðingin sú, að í besta falli muni öryggisráðið samþykkja nýja álykt- un um Írak, sem breyti engu um ágreininginn né greiði hún fyrir nýj- um liðsafla eða nýju fé til uppbygg- ingarinnar í landinu. Bandarískir fréttaskýrendur segja, að allir eigi sök á því hvernig komið er. Í ræðu sinni á allsherjar- þinginu á þriðjudag hvatti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sam- tökin til að aðstoða Íraka við að semja nýja stjórnarskrá og halda kosningar en lagði um leið áherslu á, að Bandaríkjastjórn ætlaði sér ekki afhenda SÞ nokkur völd eða flýta fyrir því, að Írakar tækju sjálfir við stjórn eigin mála. Lítið skárri kostir nú „Bush sýndi spilin og þau voru tómir hundar,“ sagði Ken Pollack, fyrrverandi starfsmaður þjóðarör- yggisráðsins í tíð Clintons og Bush en nú starfsmaður hjá Brookings- stofnuninni. „Hann gaf í skyn, að hann teldi rétt, að SÞ létu til sín taka á nokkrum sviðum en þar var bara um að ræða smámál og samtökin yrðu undir Bandaríkjamenn sett.“ Judith Yaphe, fyrrverandi sér- fræðingur hjá CIA, bandarísku leyniþjónustunni og nú starfsmaður National Defense University, bætti við, að líklega væru þessir kostir ekkert skárri nú en þeir voru fyrir Íraksstríðið í augum þeirra, sem Bandaríkjastjórn vill helst fá til liðs við sig, Frakka, Rússa, Tyrki og Þjóðverja. Írakar fái völdin sem fyrst Ágreiningurinn milli Bandaríkja- manna og Frakka, samnefnarinn fyr- ir ágreininginn um Íraksmálin um allan heim, kom vel í ljós á frétta- mannafundi, sem Jacques Chirac, forseti Frakklands, efndi til. Þar lýsti hann „traustri vináttu“ þjóð- anna og kvaðst „innilega“ vona, að Bandaríkjastjórn tækist ætlunar- verk sitt í Írak. Á fundi með Bush gaf Chirac einnig í skyn, að Frakkar myndu ekki beita neitunarvaldi gegn nýrri ályktun í öryggisráðinu, sem setja myndi SÞ-stimpilinn á upp- byggingarstarfið í Írak og greiða fyr- ir meiri fjárframlögum. Chirac var- aði hins vegar einnig við því, að ástandið í Írak myndi halda áfram að versna ef Bandaríkjastjórn léti ekki fljótlega íraska framkvæmdaráðinu eftir völdin í landinu. „Við eigum að segja við Íraka: Þið eruð mikilhæft fólk og þið eigið að ráða örlögum ykkar sjálfir. Á þetta eigum við að leggja áherslu með því að afhenda þeim völdin,“ sagði Chir- ac. Henri Barkey, sem áður starfaði að Íraksmálum fyrir bandaríska utanríkisráðuneytið en veitir nú forystu deild alþjóðasamskipta við Lehigh-háskólann, segir, að leiðtog- ar stórveldanna tali út og suður og séu sammála um fátt. „Ágreiningur- inn hefur ekkert minnkað,“ segir Barkey og fréttaskýrendur saka Frakka jafnt sem Bandaríkjamenn um hræsni. „Það er þó ekki annað hægt en að dást að ósvífni Frakka, sem byrjuðu á því að afgreiða íraska fram- kvæmdaráðið sem leppa en skora nú á okkur að afhenda því völdin sem fyrst,“ sagði David Mack, bandarísk- ur sendimaður, sem hefur starfað í Bagdad í tvígang og er nú aðstoð- arforseti Mið-Austurlandastofnun- arinnar í Washington. „Ég hef það á tilfinningunni, að Frakkar vilji láta til sín taka í Írak en vilji ekki að það líti þannig út, að þeir fallist um leið á yfirstjórn Bandaríkjamanna.“ Of stór biti Ljóst er að það er of stór biti að kyngja fyrir Bush að viðurkenna hve mjög hann þarf á hjálp að halda í Írak. „Það er eitthvað ákaflega kald- hæðnislegt við að leita til Sameinuðu þjóðanna eftir hjálp vegna afleiðinga innrásar, sem SÞ vildi fresta; vegna stríðs, sem Bandaríkjamenn háðu út af gereyðingarvopnum, sem ekki finnast, og vegna afleiðinga stríðs, sem Bandaríkjamenn lýstu sem „stórkostlegum sigri“,“ sagði Anth- ony Cordesman hjá Stofnun al- þjóðasamskipta og herfræði í Wash- ington (Center for Strategic and International Studies). „Sannleikur- inn er sá, að Bush neyðist til að leita ásjár hjá SÞ vegna þess, að ríkis- stjórn hans var á algerum villigötum um það, sem við tæki að stríðinu loknu.“ Innanlands- málin í veginum Afstaða þeirra Chiracs og Bush mótast einnig að stjórnmálunum í löndunum. Bush hefur beðið þingið um 20 milljarða dollara vegna upp- byggingarinnar í Írak og það myndi ekki greiða fyrir samþykkt þess ef hann féllist á, að Sameinuðu þjóðirn- ar fengju að ráða meira um fram- kvæmdina. Chirac veit svo vel um skoðanakannanir í Frakklandi, sem segja, að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna hafi verið andvígur Íraksinnrásinni. „Af stjórnmálaástæðum vilja þeir Chirac og Bush vera harðir í horn að taka þótt þeir vilji báðir sjá aukinn stöðugleika í Írak,“ sagði Mack. Ágreiningurinn um Írak jafnmikill og áður Reuters Bush Bandaríkjaforseti og Chirac Frakklandsforseti ræðast við í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Ræður þeirra Bush Bandaríkjaforseta og Chiracs, forseta Frakk- lands, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag sýna, að langt er í land með einhverja sátt um Íraksmálin. Ástæðan er meðal ann- ars sú, að afstaðan til þeirra er orðin samofin stjórnmálunum í lönd- unum báðum. (Heimild: Los Angeles Times.) ’ Bush sýndi spilinog þau voru tómir hundar. ‘ DÓTTURFÉLAG Microsoft- hugbúnaðarfyrirtækisins, MSN, hefur ákveðið að loka fyrir frjálsa notkun spjallrása í flestum ríkjum heims þar sem óttast er að barnaníðingar hafi misnotað rásirnar. Lokunin kemur til framkvæmda 14. október nk. og nær til allra landa heims nema Kanada, Bandaríkjanna og Japans. Í þessum tilgreindu löndum verður aðgangur að MSN-rás- unum takmarkaður við áskrif- endur. Talsmenn margra barnaverndarsamtaka fögnuðu þessum tíðindum í gær og hvöttu önnur fyrirtæki til að loka einnig eftirlitslausum spjallrásum sínum. Þær raddir heyrðust þó í tölvuheiminum að með þessu móti hygðist Micro- soft leitast við að auka tekjur sínar. Spjallrásir gæfu engar beinar tekjur af sér, sérstak- lega væru þær lítið notaðar í Evrópu borið saman við Japan, Kanada og Bandaríkin. Með því að beina slíkum samskiptum inn á aðrar brautir í þessum löndum og binda þau við áskrift vonuðust forráðamenn Micro- soft til þess að auka tekjur fyr- irtækisins. Önnur fyrirtæki sem reka spjallrásir höfðu í gær ekki skýrt frá því að þau myndu fara að dæmi Microsoft. Milosevic ákærður SAKSÓKNARI í Serbíu hefur birt ákæru á hendur Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, fyrir að hafa gefið skipanir um morðið á Ivan Stambolic, fyrrverandi forseta Serbíu. Þá er Milosevic einnig ákærður fyrir að hafa átt þátt í tilræði við stjórnmálamanninn Vuk Draskovic. Saksóknarinn hefur birt ákæru á hendur fjór- um til viðbótar vegna rann- sóknar á morðinu á Stambolic og tilraunar til þess að ráða Draskovic af dögum. Fjór- menningarnir voru háttsettir í sérsveitum lögreglu í landinu. Stambolic hvarf í ágúst 2000, en Draskovic varð fyrir skoti í Svartfjallalandi í júní sama ár. Eiturhringur upprættur LÖGREGLA í Bretlandi telur að stærsti kókaínsmyglhringur í sögu landsins hafi verið upp- rættur. Í gærmorgun réðst lög- regla til inngöngu á 17 stöðum í Lundúnum. Samtímis gerði lögreglan í Kólumbíu húsleit á 25 stöðum. 12 voru handteknir í Lundúnum og 15 í Kólumbíu en þar voru höfuðstöðvar hrings- ins. Talsmaður bresku lögregl- unnar sagði í gær að þetta myndi hafa „gífurleg áhrif“ á framboð og þar með verð á kókaíni í Bretlandi. Vilja ekki árásarflug TUTTUGU og fimm ísraelskir herflugmenn hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki fljúga árásar- ferðir yfir palestínskt land- svæði, að því er ísraelska út- varpið greindi frá í gær. Í hópi flugmannanna munu vera bæði fastamenn og varaliðar, en talið er að þetta sé í fyrsta sinn sem ísraelskir herflugmenn hafi lagt fram slíka tilkynningu. STUTT Microsoft lokar spjall- rásum HÆSTIRÉTTUR í Þýskalandi komst í gær að þeirri niðurstöðu að yfirvöldum í sambandsland- inu Baden-Württemberg hafi verið óheimilt að banna kennara að bera íslamska slæðu um höf- uðið í kennslustofunni. Í niðurstöðu hæstaréttar segir einnig, að sambandslöndunum sé hverju um sig heimilt að samþykkja ný lög er banni trúarlegan klæðaburð í ríkisreknum skólum. Hæstiréttur hnekkti þar með niðurstöðu und- irréttar, er úrskurðað hafði að yfirvöld í Baden- Württemberg mættu neita að ráða íslamskan kennara sem krefðist þess að fá að bera slæð- una í kennslustofunni. Kennarinn, Fereshta Ludin, er frá Afganistan, en fékk þýskan rík- isborgararétt 1995. Hefur hún farið með málið af hverju dómsstigi af fætur öðru, staðráðin í að tryggja rétt sinn til að kenna í ríkisreknum skólum klædd í samræmi við trúarskoðanir sín- ar. Yfirvöld í Baden-Württemberg héldu því fram, að kennari með slæðu gengi gegn „algeru hlutleysi ríkisrekinna skóla í trúmálum“, og gæti haft óæskileg áhrif á áhrifagjörn, ung börn. En hæstiréttur sagði, að sambandslöndin verði að komast að „niðurstöðu sem allir geta sætt sig við“ varðandi hlutleysi og trúfrelsi í skólum. Rétturinn sagði ennfremur, að mögulegt væri, þótt ekki hafi það verið vísindalega sann- að, að börn yrðu fyrir áhrifum af trúarlegum klæðum kennara sinna, er leitt gæti til deilna við foreldra. Samtök múslima í Þýskalandi for- dæmdu úrskurð hæstaréttar og sögðu hann gefa sambandslöndunum færi á að banna alger- lega að kennarar bæru slæður í skólanum. „Það væri alvarlegt brot á réttindum músl- ima,“ sagði formaður samtakanna, Nadim Elias, í viðtali á útvarpsstöðinni Deutschlandfunk, og bætti því við, að konur með slæður væru orðnar algeng sjón í Þýskalandi. AP Fereshta Ludin ræðir við fréttamenn í gær. Óheimilt að banna slæðu í skólastofum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.