Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 41 NÝJAR VÖRUR FRÁBÆRT VERÐ! Kringlan 8-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. 3.990 st. 26-41 4.990 st. 36-41 4.990 Svart st. 36-42 4.990 Svart 36-41 4.990 Brúnt st. 36-42 3.990 Svart st. 37-42 Verslunin flytur, mikill afsláttur af nýrri vöru, Stærðir 34-48 allt á að seljast HLIÐARGANGINUM SMÁRALIND 2.h VEIÐI lauk fyrir nokkru í Sval- barðsá í Þistilfirði og voru lokatölur 291 lax, sem er mesta veiði í ánni í mörg ár, „a.m.k. sú mesta síðan að ég tók við ánni 1996,“ sagði Jörundur Markússon leigutaki í samtali við Morgunblaðið. Athygli vekur, að meðalvigt í ánni í sumar er 9,94 pund, eða því sem næst 10 pund. Tveggja ára laxinn réði því ríkjum í ánni líkt og í öðrum ám í þessum landshluta í sumar. Stærsti laxinn var 20 pund, en einnig veiddust 19 og 18 punda boltar, einn rétt undir 18 pundum og þrír 17 punda. Fluguveiðin var drýgst, alls veiddust 194 á flugu, 73 á maðk og 24 á spón. Mörgum fluguveiddum löxum var sleppt aftur um hásumarið. Mjög góð útkoma í Reykjadalsá Þetta ætlar að verða ein besta ver- tíð í Reykjadalsá í Borgarfirði í mörg ár. Fyrir rúmri viku voru komnir um 120 laxar á land á móti 80 allt tímabil- ið í fyrra og enn færri löxum þar á undan. Þetta er langt yfir meðalveiði síðustu ára og enn er veitt, eða út mánuðinn. Stærstu hollin hafa verið að fá 15 til 18 laxa og er lax víða í ánni. 18 laxa holl veiddi til dæmis lax eða laxa í alls ellefu hyljum. Veiði var treg í þurrkunum framan af, en síðsumars hefur verið mjög líflegt og flest holl verið að fá einhverja veiði. Einn 17 punda er stærstur, þunnur og grút- leginn og 96 cm langur úr Mjóanesál. Skot í Fossálum Ef til vill er eitthvað að rofa til á sjóbirtingsslóðunum eystra. Fyrir skemmstu kom a.m.k. skot í Fossál- um, 9 birtingar komu þar í einu holli, 4 til 6,5 punda, einnig nokkrar bleikj- ur upp í 2,5 pund. Aflinn kom mest úr hyljum númer 8 og 16 og var að sjá sem eitthvað af nýjum fiski væri í afl- anum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Hlynur Orri Stefánsson með maríu- laxinn sinn, 15 punda úr Húshyl í Straumfjarðará, stærsta laxinn úr ánni í sumar. Með honum er Jónas Marteinsson. Fiskurinn tók Snældu með keiluhaus. Stórir í Svalbarðsá SÖFNUN vegna utanferðar Freyju Haraldsdóttur, sem þjáist af sjald- gæfum beinasjúkdómi, er lokið og söfnuðust 700 þúsund krónur. Við- bótarframlag frá heilsuræktarfyrir- tækinu Hreyfingu og Landsbank- anum nam öðru eins og fékk Freyja því 1,4 milljónir króna í ferðasjóð á mánudag. Það voru Björgólfur Guð- mundsson stjórnarformaður Lands- bankans og Ágústa Johnson fram- kvæmdastjóri Hreyfingar sem afhentu Freyju söfnunarféð. Freyja Haraldsdóttir er 17 ára og fæddist með sjaldgæfan bein- sjúkdóm sem kallast Osteogenesis imperfecta og lýsir sér í því að bein hennar eru mjög stökk og brothætt. Draumur Freyju er að geta sótt fjöl- skylduráðstefnu erlendra foreldra- félaga til að skiptast á upplýsingum við aðra sem eru í hennar sporum. Morgunblaðið/Jim Smart Freyja Haraldsdóttir, 17 ára, er bundin við hjólastól vegna beinasjúkdóms síns og er eini Íslendingurinn með sjúkdóminn. 1,4 milljónir kr. í ferðasjóð Freyju Haraldsdóttur Norræna félagið í Reykjavík held- ur aðalfund í dag, fimmtudaginn 25. september kl. 20, í húsnæði Norræna félagsins, Óðinsgötu 7 við Óðinstorg. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður boðið uppá veitingar og myndasýningu. Myndasýning frá ferðum félagsins til Færeyja, Stav- anger og frá síðustu höfuðborgamót- um. Fræðsla um íslenskt samfélag á pólsku Í kvöld kl. 20 fer fram fræðslufundur um húsnæðismál í Al- þjóðahúsi. Sérfræðingar frá Fé- lagsþjónustunni og Íbúðalánasjóði ræða um húsaleigubætur, leigu- markaðinn, húsbréfalán, greiðslumat o.fl. Fræðslan er hugsuð fyrir inn- flytjendur og á að auðvelda aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Fund- urinn fer fram á íslensku og er túlk- aður á pólsku. ÞátTtaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Samtök lungnasjúklinga Í kvöld, fimmtudaginn 25. september, halda Samtök lungnasjúklinga fyrsta fræðslufund vetrarins að Síðumúla 6, í húsakynnum SÍBS kl. 20. Erindi heldur Dóra Lúðvíksdóttir, lungna- læknir. Mun hún fjalla um þá sem þurfa auka súrefni og súrefn- ismeðferð. Til tals hefur komið að stofnuð verði í samvinnu við Dóru Lúðvíksdóttur sérstök deild, innan Samtaka lungnasjúklinga fyrir þá, sem þurfa þessa þjónustu, og mun í framhaldi af erindi Dóru verða skráning í Súrefnishóp SLS. Rannsóknir og menntun á lands- byggðinni í dag, fimmtudaginn 25. september kl. 14 – 16.45, verður hald- ið opið málþing á vegum rektors Há- skóla Íslands um hlutverk rannsókna og menntunar á landsbyggðinni. Málþingið er haldið í samráði við samband íslenskra sveitarfélaga og fer fram í hátíðasal Háskóla Íslands. Þingið er öllum opið, en er ekki síst ætlað þeim er koma að stefnumótun og uppbyggingu atvinnulífs og menntamála á landsbyggðinni. Málþingið hefst með setningu Páls Skúlasonar háskólarektors og ávarpi Valgerðar Sverrisdóttur iðn- aðarráðherra. Erindi halda: Rögn- valdur Ólafsson forstöðumaður Stofnunar fræðasetra Háskóla Ís- lands, Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri, Rannveig Ólafsdóttir forstöðumaður há- skólasetursins á Höfn í Hornafirði, Sigurður Valur Ásbjörnsson bæj- arstjóri í Sandgerði og Óðinn Gunnar Óðinsson verkefnisstjóri, sveitarfé- laginu Austur-Héraði. Skráning fer fram í kei@hi.is Danny og Linda Shelton verða á samkomunni í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19 í Reykjavík, í dag, fimmtudaginn 25. september kl. 20. Þau eru stofnendur og aðaleigendur sjónvarps– og útvarpsstöðvanna 3ABN í BandAríkjunum. Danny og Linda Shelton munu segja frá upp- hafi draumsins um að stofna sjón- varpsstöð sem myndi ná til alls heimsins með fagnaðarerindið um Jesú Krist og uppbyggilegt fræðslu– og afþreyingarefni. 3ABN, eða „Three Angels Broad- casting Network“, sendir út dagskrá allan sólarhringinn með ýmiskonar kristilegu efni fyrir alla aldurshópa. Félagið Aðventsýn sér um dreifingu sjónvarps– og útvarpsefnis 3ABN en sjónvarpsefnið næst á breiðbandi Símans, gegnum sjónvarpsstöðina Fjölsýn í Vestmannaeyjum og í lok- uðu kapalkerfi í Keflavík. Útvarps- efninu er endurvarpað um seNdi á Rjúpnahæð og næst á höfuðborg- arsvæðinu, Suðurnesjum, Akranesi og Borgarnesi. Í DAG Evrópski tungumáladagurinn Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur gengst fyrir málþingi helguðu ungu fólki og tungumálakunnáttu, í tilefni af Evrópska tungumáladeginum á morgun, föstudaginn 26. október. Málþingið fer fram í hátíðarsal Há- skóla Íslands, kl. 15–17. Frummælendur á þinginu verða fulltrúar grunn- og framhalds- skólanema, auk foreldra. Að fram- söguerindum loknum mun frú Vigdís Finnbogadóttir stjórna pallborðs- umræðum um ungt fólk, tungumála- kunnáttu og menningarlæsi. Þá verður Evrópumerkið (European Label) veitt en það er viðurkenning fyrir nýbreytniverkefni í tungu- málanámi og tungumálakennslu. Mannréttindasáttmáli Evrópu og áhrif hans á íslenskan rétt Lög- fræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi á Hótel Nordica í Reykja- vík á morgun, föstudaginn 26. sept- ember kl. 13.30, með yfirskriftinni Mannréttindasáttmáli Evrópu og áhrif hans á íslenskan rétt. Mál- þingið er haldið í samvinnu við Mannréttindastofnun Háskóla Ís- lands. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra setur þingið. Málþingið er haldið í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá gildistöku Mann- réttindasáttmála Evrópu. Markmið málþingsins er að ræða frá ýmsum hliðum víðtæk áhrif sáttmálans á ís- lenskan landsrétt, einkum síðastlið- inn áratug, og hvernig þau áhrif birt- ast m.a. í lagasetningu og dómaframkvæmd hér á landi. Gest- ur málþingsins er Luzius Wildhaber forseti Mannréttindadómstóls Evr- ópu og mun hann flytja erindi á þinginu. Einnig halda erindi: Davíð Þór Björgvinsson prófessor, Björg Thorarensen prófessor og Nina Holst-Christensen skrifstofustjóri á lagaskrifstofu danska dóms- málaráðuneytisins. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.