Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ VÍKINGUR Heiðar Ólafs-son verður einleikari átónleikum Sinfóníu-hljómsveitar Íslands í Há- skólabíói kl. 19.30 í kvöld. Víkingur er ungur að árum en hefur þegar vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína. „Ég var beðinn að spila Píanó- konsert Jóns Nordal. Það var reynd- ar fyrsta verkið sem ég lék með hljómsveit, ég spilaði það í október 2000 á afmæli Tónlistarskólans í Reykjavík, með hljómsveit skólans á miklum hátíðartónleikum. Það var mín fyrsta reynsla af því að spila með hljómsveit. Mér finnst mjög gaman að fá tækifæri til að spila konsertinn aftur núna, með atvinnu- mannahljómsveit. Verkið er frábært og einn af mínum uppáhalds- konsertum, ekki síst vegna þess hvað ég er persónulega tengdur honum.“ Víkingur segir Píanókonsert Jóns Nordal knappan, aðeins um 14 mín- útur að lengd. „Hann er þó sprikl- andi af æskufjöri út í gegn; mikill kraftur. Jón var ungur þegar hann samdi hann, árið 1956 og tiltölulega nýkominn heim úr námi. Jón kom með nýja strauma inn í íslenska tón- listarhefð, og konsertinn sver sig í ætt við margt af því sem var nýjast í Evrópu á þeim tíma. Það er mikil skertsótilfinning í verkinu og mikið stuð á móti hægum ljóðrænum köfl- um.“ Víkingur segir það hafa verið sér- staklega ánægjulegt að fá að glíma við þetta stórt verk í annað sinn, það er ekki oft að stór íslensk verk hljóma tvisvar með svo stuttu milli- bili, og enn óvenjulegra að þar eigi svo ungur píanóleikari í hlut. „Ég er svo ungur að ég er alltaf að glíma við að læra sem flest ný verk, en það er allt önnur tilfinning að takast á við verk í annað sinn. Nú er ég búinn að melta þetta með mér í þrjú ár, og miklu fljótari að ná nótunum, þær sitja ótrúlega vel í fingrunum. Ég hef því meiri tíma fyrir smáatriðin. Þetta er ótrúlega góð tilfinning.“ Víkingur Heiðar ætlar ekki að láta sér nægja að leika einn píanókonsert á tónleikunum í kvöld, eftir hlé leik- ur hann Píanókonsert nr. 1 í Des- dúr frá 1911 eftir Sergei Prokofjev. Jón Nordal og Prokofjev eiga ým- islegt sameiginlegt í verkunum tveim að sögn Víkings. „Konsert Jóns er það stuttur, að ég bað um að fá að spila annan kons- ert með. Ég fékk að spila þennan konsert Prokofjevs. Hann var nítján ára þegar hann samdi konsertinn – jafn gamall mér í dag. Prokofjev kallaði þetta sitt fyrsta þroskaða verk, samið fyrir píanókeppni í Tón- listarháskólanum í Moskvu. Kons- ertinn hefur svipaða eiginleika og konsert Jóns, óhamda orku og spriklandi æskufjör, en þessu teflir Prokofjev á móti músíkölskum húmor. Með þessu verki markaði Prokofjev sitt persónulega tónmál. Konsertinn sameinar rússnesku hefðina við sinn eigin stíl, mótor- ískan rytma, kaldhæðinn húmor og fleira slíkt. Ég kalla þetta tónlist hins óvænta, því Prokofjev er alltaf að koma manni á óvart. Mikið fjör, en á milli gullfalleg ljóðræna, eins og í millikaflanum. Annað sem konsert- arnir eiga sameiginlegt er að þeir eru eins konar einþáttungar, þótt kaflarnir séu þrír, er efni þeirra samtvinnað og þeir eru leiknir án hlés milli kafla, eins og hjá Jóni.“ Aðgengileg verk – algjört rokk Víkingur Heiðar Ólafsson fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1984 og hef- ur stundað nám í píanóleik frá því hann var 5 ára gamall. Hann hóf nám við Tónmenntaskólann í Reykjavík hjá Erlu Stefánsdóttur en frá 11 ára aldri var hann hjá Pétri Máté í Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Víkingur lauk einleikaraprófi frá skólanum vorið 2001. Þá lék hann 1. píanókonsert Tsjajkovskíjs með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hélt einleikstónleika í Salnum þar sem meðal annars h-moll sónata Liszts og etýða eftir György Ligeti voru á efnisskrá. Sama ár hreppti hann 1. verðlaun í píanókeppni Íslands- deildar Sambands evrópskra píanó- kennara. Í maí í fyrra bauð Académe Musicale de Villecroze í Frakklandi Víkingi að taka þátt í námskeiðum Lorraine Nubars og Daltons Bald- wins fyrir söngvara og meðleikara. Hann kom einnig fram á opinberum tónleikum í Villecroze í tengslum við námskeiðin. Víkingur hefur tekið þátt í fjölda meistaranámskeiða bæði hér á landi og erlendis. Árið 2001 stundaði hann nám hjá Ann Schein við Aspen Music School og síðar sama ár í Baltimore. Árið 2002 hóf hann nám í Juilliard-tónlistarhá- skólanum í New York, þar sem aðal- kennari hans er Jerome Loewent- hal. Auk píanókonsertanna tveggja leikur hljómsveitin tvö norræn verk á tónleikunum í kvöld, Feria eftir Magnus Lindberg og Sinfóníu nr. 3 eftir Erkki-Sven Tüür. Hljómsveit- arstjóri er Olari Elst. „Þetta verða mjög aðgengilegir og skemmtilegir tónleikar, konsert- arnir eru að minnsta kosti algjört rokk!“ segir Víkingur Heiðar Ólafs- son að lokum. Víkingur Heiðar Ólafsson leikur píanókonserta eftir Jón Nordal og Prokofjev með Sinfóníunni Boðið að leika einn konsert, bað um að leika annan með Morgunblaðið/Kristinn „Nóturnar sitja ótrúlega vel í fingrunum.“ Víkingur Heiðar Ólafsson á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. begga@mbl.is SÆNSK-íslenzka píanótríóið Trio Nordica [e.t.v. á réttari ítölsku …Nordico(?)] fagnaði tíu ára starfs- afmæli með því miður fremur fásótt- um tónleikum í Salnum á þriðjudag. Á boðstólum átti skv. vetrarskrá Salar- ins einnig að vera verk eftir Astor Piazzolla, en svo varð þó ekki. Tríó í F nefndist nýtt verk eftir Þórð Magnússon. Það var tvíþætt, um 13 mín. að lengd og samið í vor fyrir sumarhátíð í Verdun. Báðir þættir voru fremur hraðir (Allegretto & Viv- ace ma non troppo), en líklega komu tveir hægir innskotskaflar í II í stað hefðbundins hægs miðþáttar. Verkið var músíkantískt skrifað, tónmálið hóflega afstrakt og alsett líflegum, jafnvel andríkum, hrynsviptingum. Hins vegar örlaði á dimmara drama í seinni þætti þar sem ráðrúm gafst til íhugunar í hæggengari millispilunum. Seinni hlutinn gat hvað andblæ varð- ar stundum leitt hugann að fjarstödd- um endurnýjara argverska tangósins, Piazzolla, og hefur án efa fallið í góðan jarðveg meðal Frakka. Hinn ungi íslenzki höfundur var ekki lítið öfundarverður af eldheitri og snarpri túlkun tríósins, þó að pí- anóið væri hér sem síðar á dagskrá stundum ívið of sterkt, enda leikið fyrir alopnu loki allt kvöldið. Jafn- vægið reyndist þó snöggtum skárra neðan úr framanverðum sal eftir hlé þegar að síðasta atriði kom. Samt sem áður fannst manni hljómburður húss- ins varla veita strokhljóðfærunum næga fyllingu, e.t.v. einkum vegna of mikillar lofthæðar yfir sviðinu. Hefur það svosem hvarflað að manni áður, þegar minni strengjahópar hafa hljómað í þessu að öðru leyti ágæta tónlistarhúsi Kópavogs. Skortur á meiri og hlýlegri akústík var einna áþreifanlegastur í 3. og síð- asta píanótríói Brahms, Op. 101 í c- moll frá 1886, þar sem einkum út- þættirnir (I & IV) létu nokkuð hart og hvasst í eyrum. Innþættirnir voru aft- ur á móti léttari og loftkenndari, og meðal skemmtilegra litbrigða í fiðlu og selló mátti stundum heyra ávæn- ing af „upphafsréttum“ sléttum bar- okktóni sem fór hinni frekar þung- meltu tónsmíð furðuvel. Leikur TN var í heild innlifaður og klukkusam- taka, og merlandi hraðar arpeggjur píanistans voru brakandi ferskar sem nýpoppað poppkorn. Þó að Brahms hafi af alkunnri smá- smygli í eigin garð endurskoðað æskutríó sitt í H-dúr Op. 8 frá 1854 40 árum síðar, lifir enn mikið eftir af æskuþrótti í þessu fjöruga og melód- íska verki, enda í auðheyrðu jarðsam- bandi við þjóðlagaarf alþýðu. Mátti það bezt heyra í fyrstu þáttum, Allegro con brio og fisléttum lúðra- köllum Scherzosins er státaði ekki sízt af leiftrandi örum píanórunum Moniku Sandström. Hið ákallandi Adagio (III) var leikið af upphafinni innlifun við hæfi, og Fínallinn fossaði ómótstæðilega fram úr þeim spræka en jafnframt agaða lífsþorsta sem ein- kennt hefur TN á beztu augnablikum hópsins – væntanlega tiltækur innan tíðar í varanlegri mynd á áformuðum hljómdiski. Af sprækum lífsþorsta TÓNLIST Salurinn Þórður Magnússon: Píanótríó (frumfl. á Ísl.). Brahms: Píanótríó í c Op. 101; Tríó í H Op. 8. Trio Nordica (Auður Hafsteins- dóttir fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Mona Sandström píanó). Þriðju- daginn 23. september kl. 20. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson GUÐRÚN Einarsdóttir myndlistar- maður opnar í dag sýningu á olíu- málverkum í i8 á Klapparstíg 33. „Verkin eru öll unnin út frá nátt- úrunni. Þau eru yfirleitt ekki máluð með pensli á hefðbundinn hátt held- ur nota ég ýmis verkfæri við vinnsl- una. Það er ekki um frásögn að ræða í verkunum, þannig var ég ekki með vissa mýri né sjávarflöt í huga þegar ég vann til dæmis þessi verk. Ég er uppteknari af ferlum náttúrunnar sem slíkum. Einnig finnst mér efnið sjálft verðugt viðfangsefni og því felst stór hluti vinnuferlisins í efnistilraunum. Ég vinn samtímis nokkur verk í einu þar sem þau taka mislangan tíma í vinnslu, sum þeirra þurfa að þorna jafnvel í 2–3 mánuði áður en ég get haldið áfram að vinna þau,“ segir Guðrún. Líkt og Bera Nordal bendir á í grein í sýningarskránni virðast verk Guðrúnar við fyrstu sýn nær einsleit, en við nánari skoðun er yfirborð þeirra fullt af hreyfingu og óreglu- legum formum. Myndflöturinn er efniskenndur sem veldur því að verkin fá eiginleika þrívíddar. Að- spurð um áferðina á verkum sínum svarar Guðrún því til að hún sé ákveðin niðurstaða rannsókna á ferl- um í náttúrunni. „Ég er kannski líka að sækjast eftir því sama jafnvægi eða harmóníu sem finna má í nátt- úrunni.“ Vissrar nálgunar krafist Að sögn Guðrúnar krefjast verkin ákveðinnar nálægðar, þau krefjast þess að þau séu skoðuð í návígi. Myndirnar umbreytast eftir því hver fjarlægð áhorfandans er og þannig er ekki hægt að átta sig til hlítar á hinni flóknu áferð nema í talsverðri nálægð. Aðspurð hvort verkin séu unnin sem heild svarar Guðrún að svo sé ekki, en hún hafi vissulega viljað skapa ákveðna heild með upp- setningunni. Þó mörg verkanna kallist á hvað litaval, áferð og form varðar, má líka vera ljóst að Guðrún vinnur með andstæðurnar í verkum sínum. Þannig hanga til dæmis hlið við hlið annars vegar það sem kalla mætti heit mynd, sem einkennist m.a. af mjúkum línum, og hins vegar svo- kölluð köld mynd, þar sem skarpar línur eru í forgrunni. „Þetta eru meðal þeirra ólíku andstæðna sem sjá má í náttúrunni. En andstæðurn- ar birtast líka skýrt í náttúrunni eftir árstíðum og veðri. Þannig getur til dæmis sami hluturinn, hvort heldur er vatn, gróður eða steinar, verið breytilegur, allt eftir því hvernig birtan er.“ Sýning Guðrúnar Einarsdóttur stendur til 1. nóvember nk. en Gall- erí i8 er opið fimmtudaga og föstu- daga kl. 11–18 og laugardaga kl. 13– 17, en einnig eftir samkomulagi. Andstæðurnar í náttúrunni Morgunblaðið/Jim Smart Guðrún Einarsdóttir hjá einu verka sinna á sýningunni í Galleríi i8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.