Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKAGAMENN hafa kallað á framherj- ann Hjört Hjartarson frá Bandaríkj- unum til að taka þátt í úrslitaleik bik- arkeppni KSÍ, Visa-bikarnum, við FH á Laugardalsvelli á laugardaginn. Hjörtur hélt af landi brott um miðjan ágústmánuð en hann stundar nám í fjöl- miðlafræði í Alabama. Hjötur hefur leikið með skólaliði Alabama ásamt KR- ingunum Sigþóri Júlíussyni og Þórhalli Hinrikssyni og er því í ágætu formi. Hjörtur var markakóngur Íslands- mótsins árið 2001 með 15 mörk þegar Skagamenn urðu Íslandsmeistarar. Hann lék 11 leiki með ÍA í Lands- bankadeildinni í ár og skoraði 2 mörk og 3 mörk hefur hann skorað í bik- arkeppninni í ár, öll gegn Hugin í 32 liða úrslitunum. Skagamenn kölluðu á Hjört LEIKMENN norska liðsins Lyn komu flestum á óvart í gær er liðið lagði PAOK Saloniki að velli í UEFA-keppninni í knatt- spyrnu en leikið var í Grikklandi. Helgi Sigurðsson skoraði eina markið á 37. mínútu og segja norskir fjölmiðlar að Lyn hafi ekki skapað sér nema eitt færi í leiknum. Tommy Berntsen, arftaki Teits Þórðarsonar, sem þjálfari liðs- ins lék í vörninni að venju en vörnin var þétt frá upphafi til enda. „Þetta eru stórkostleg úrslit fyrir okkur, mun meira afrek en margur heldur,“ sagði Helgi við Aftenposten í gær. Helgi bætti því við að PAOK væri gríðarlega sterkt á heimavelli sínum en því fékk hann að kynnast er hann lék með Panathinaikos. „Þar að auki var sérlega skemmtilegt að sýna hvað í manni býr með Lyn á Grikklandi,“ sagði Helgi en hann hefur ekki verið á skotskónum með Lyn það sem af er. Thomas André Ødegaard markvörður Lyn átti stórleik í marki liðsins og varði hvað eftir annað með glæsibrag og er Óslóarliðið með ágætt veganesti í farteskinu fyrir síðari leik liðana sem fram fer á Ullvaal í Ósló 15. okt. Helgi hetja Lyn gegn PAOK Saloniki ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suð- urriðill: Digranes: HK - Haukar .............................20 KÖRFUKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla Kennarah.: ÍS - Ármann/Þróttur.........20.15 Hlíðarendi: Valur - Fjölnir ...................20.30 HANDKNATTLEIKUR Breiðablik - ÍR 23:27 Smárinn, Íslandsmót karla, RE/MAX- deildin, suðurriðill, miðvikudagur 24. sept- ember 2003. Gangur leiksins: 0:2, 1:4, 2:6, 4:9, 6:10, 9:11, 11:12, 13:12, 14:14, 15:17, 17:19, 20:21, 21:24, 23:25, 23:27. Mörk Breiðabliks: Björn Óli Guðmundsson 6, Björn Hólmþórsson 6/1, Kristinn Hall- grímsson 5, Pétur Ólafsson 3/1, Andrei Las- arev 2, Sigurður Jakobsson 1. Varin skot: Hákon Valgeirsson 8 (Þar af fóru 3 skot aftur til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk ÍR: Einar Hólmgeirsson 7, Tryggvi Haraldsson 5/4, Sturla Ásgeirsson 3/1, Bjarni Fritzon 3, Ingimundur Ingimundar- son 3, Ragnar Helgason 3, Hannes Jón Jónsson 2, Fannar Þorbjörnsson 1. Varin skot: Ólafur Gíslason 21/1 (Þar af fóru 3 skot aftur til mótherja). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Áhorfendur: Um 120. ÍBV - Stjarnan 26:26 Vestmannaeyjar: Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 3:1, 6:6, 8:7, 9:9, 11:12, 12:12, 18:18, 20:18, 24:21, 26:26. Mörk ÍBV: Robert Bognar 8, Josef Bosche 6, Davíð Óskarsson 4/3, Zoltan Belanyi 2, Sigurður Ari Stefánsson 2, Erlingur Rich- ardsson 2, Kári Kristjánsson 1, Sigurður Bragason 1. Varin skot: Jóhann Guðmundsson 17/1 þar af 4 aftur til mótherja. Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Vilhjálmur Halldórsson 6, Þórólfur Nielsen 5/3, Björn Friðriksson 4, Arnar Agnarsson 3, Bjarni Gunnarsson 2, Arnar Theodórsson 2, David Kebelia 2, Jó- hannes Jóhannesson 1, Kristján Kristjáns- son 1. Varin skot: Jagek Korval 6 þar af 1 aftur til mótherja. Guðmundur Grétarsson 1. Utan vallar: 14 mínútur. FH - Selfoss 33:20 Kaplakriki: Gangur leiksins: 3:0, 4:1, 7:4, 13:5, 16:6,19:7, 20:9, 24:13, 30:18, 33:20. Mörk FH: Logi Geirsson 13/2, Hjörtur Hin- riksson 5, Svavar Vignisson 4, Magnús Sig- urðsson 4, Guðmundur Pedersen 4, Sigurð- ur Þorgeirsson 2, Sigmar Magnússon 1. Varin skot: Magnús Sigmundsson 8 (þar af 3 aftur til mótherja), Elvar Guðmundsson 10/1 (þar af 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Selfoss: Guðmundur Eggertsson 5, Atli Freyr Rúnarsson 4, Haraldur Þorvarð- arson 4, Arnar Gunnarsson 3, Jón Einar Pétursson 2, Hjörtur Leví Pétursson 2. Varin skot: Sebastían Alexandersson 11 (þar af 3 aftur til mótherja). Utan vallar: 16 mínútur. Ívar Grétarsson fékk rautt spjald eftir þriðju brottvísun. Dómarar: Bjarni Ingimarsson og Júlíus Sigurjónsson, voru þokkalegir. Áhorfendur: Um 200. Staðan, suðurriðill: FH 3 3 0 0 92:67 6 ÍR 3 3 0 0 88:73 6 Haukar 1 1 0 0 29:23 2 HK 2 1 0 1 48:50 2 Breiðablik 3 1 0 2 73:82 2 ÍBV 2 0 1 1 56:60 1 Stjarnan 3 0 1 2 74:85 1 Selfoss 3 0 0 3 69:89 0 1. deild kvenna RE/MAX-deildin: Valur - ÍBV.............................................29:27 Íþróttahúsið Hlíðarenda, efsta deild kvenna: Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 3:3, 3:5, 6:5, 6:7, 8:7, 9:9, 12:9,19:14, 23:18, 28:22, 28:27, 29:27. Mörk Vals: Hafrún Kristjánsdóttir 5, Díana Guðjónsdóttir 5/3, Sigurlaug Rúnarsdóttir 4, Hafdís Hinriksdóttir 3, Elfa B. Hlöðvers- dóttir 3, Drífa Skúladóttir 3, Brynja Stein- sen 3, Anna M. Guðmundsdóttir 1, Arna Grímsdóttir 1, Árný Ísberg 1. Varin skot: Berglind Hansdóttir 19 (þar af fóru 5 aftur til mótherja). Utan vallar: 10 mínútur. Þar af fékk Brynja Steinsen rautt spjald. Mörk ÍBV: Birgit Engl 7, Anna Yakova 7/3, Alla Gorkorian 6, Guðbjörg Guðmannsdótt- ir 3, Elísa Sigurðardóttir 2, Sylvia Strass 1, Anja Nielsen 1. Varin skot: Julia Gantimurova 12. Utan vallar: Aldrei. Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur F. Sverrisson. Áhorfendur: Um 160. Fram - Haukar.......................................24:29 Mörk Fram: Sigrún Björnsdóttir 7, Ásta Birna Guðmundsdóttir 7, Kristín B. Gúst- afsdóttir 4, Marthe Sördal 2, Sigurbjörg Jó- hannsdóttir 2, Elísa Ósk Viðarsdóttir 1, Irina Daraskevic 1. Mörk Hauka: Ramune Pekarakyté 15, Harpa Melsteð 6, Inga Karlsdóttir 2, Sandra Anulyte 2, Áslaug Þorgeirsdóttir 1, Anna G. Halldórsdóttir 1, Björk Hauks- dóttir 1, Martha Hermannsdóttir 1. FH - Fylkir/ÍR .......................................31:28 Mörk FH: Guðrún Hólmgeirsdóttir 11, Þór- dís Brynjólfsdóttir 6, Björk Ægisdóttir 5, Dröfn Sæmundsdóttir 3, Bjarný Þorvarð- ardóttir 2, Gunnur Svavarsdóttir 2, Sigrún Gilsdóttir 1, Björg Björgvinsdóttir 1. Mörk Fylki/ÍR: Valgerður Árnadóttir 7, Ír- is Sverrisdóttir 6, Lára Hannesdóttir 4, Tinna Jökulsdóttir 3, Eygló Jónsdóttir 3, Soffía Gísladóttir 2, Hrönn Kristinsdóttir 1, Andrea Olsen 1, Íris Ásta Pétursdóttir 1. Grótta/KR - Víkingur...........................21:14 Mörk Gróttu/KR: Eva Hlöðversdóttir 6, Eva Kristinsdóttir 5, Ragna Sigurðardóttir 4, Kristín Þórðardóttir 3, Aiga Stefnie 1, Arndís Erlingsdóttir 1, Brynja Jónsdóttir 1. Mörk Víkings: Helga Birna Brynjólfsdóttir 4, Guðrún Hálfdánardóttir 3, Ásta Agnars- dóttir 2, Anna Kristín Árnadóttir 2, Helga Guðmundsdóttir 2, Linda Hilmarsdóttir 1. KA/Þór - Stjarnan ................................21:25 Mörk KA/Þórs: Inga Dís Sigurðardóttir 7, Sandra K. Jóhannsdóttir 4, Jóna Björg Pálmadóttir 3, Steinunn Bjarnarson 3, Katrín Vilhjálmsdóttir 2, Guðrún Helga Tryggvadóttir 2. Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Bragadótt- ir 6, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5, Sólveig Lára Kjærnested 5, Anna Einarsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Elsa Birgisdóttir 2, Arna Gunnarsdóttir 1, Elisabet Koval 1. Staðan: Valur 2 2 0 0 60:45 4 FH 2 2 0 0 54:49 4 Haukar 1 1 0 0 31:26 2 Grótta/KR 2 1 0 1 47:45 2 ÍBV 2 1 0 1 52:48 2 Víkingur 2 1 0 1 39:36 2 Stjarnan 2 1 0 1 46:44 2 Fylkir/ÍR 2 0 0 2 47:56 0 Fram 1 0 0 1 18:31 0 KA/Þór 2 0 0 2 36:50 0 KNATTSPYRNA UEFA-bikarkeppnin Manchester City - Lokeren ......................3:2 Antoine Sibierski 8., Robbie Fowler 77., Nicolas Anelka 80., víti - Zoundi 14., Rúnar Kristinsson 40. Olimpija Ljubljana - Liverpool................1:1 Zlogar 66. - Michael Owen 78. Austria Vín - Dortmund ............................1:2 Newcastle - Breda......................................5:0 Southampton - Steaua Bukarest ..............1:1 Genclerbirligi - Blackburn.......................3:1 Skoko 42., Yïula 43., 60. - Brett Emerton 57. PAOK Saloniki - Lyn ................................0:1 Helgi Sigurðsson 40. Kaiserslautern - Teplice............................1:2 SKM Puchov - Barcelona ..........................1:1 AIK Stokkhólmur - Valencia ....................0:1 Roma - Vardar Skopje...............................4:0 Uniao Leiria - Molde..................................1:0 Ventspils - Rosenborg ...............................1:4 La Louviere - Benfica................................1:1 Svíþjóð IFK Gautaborg - Djurgården...................1:0 England Deildarbikarkeppnin: Coventry - Tottenham...............................0:3 Leeds - Swindon ........................................2:2 Ian Harte 77., Paul Robinson 90. - Andy Go- urney 44., Sam Parkin 74.  Leeds vann 4:3 í vítaspyrnukeppni. Oxford - Reading........................................1:3 Bolton - Walsall ..........................................3:1 Everton - Stockport...................................3:0 Middlesbrough - Brighton ........................1:0 HM kvenna Fer fram í Bandaríkjunum. B-riðill Noregur - Brasilía .....................................1:4 Pettersen 45. - Daniela 26., Rosana 37., Marta 59., Kathia 68. Staðan: Brasilía 2 2 0 0 7:1 6 Noregur 2 1 0 1 3:4 3 Frakkland 1 0 0 1 0:2 0 S-Kórea 1 0 0 1 0:3 0 Í KVÖLD ÓLAFUR Gottskálksson, mark- vörður Grindvíkinga í knattspyrn- unni, gekkst undir skurðaðgerð á hálsi í gær. Ólafur varð fyrir slæm- um meiðslum í leik í sumar þegar hann rakst á samherja með þeim afleiðingum að brjósk í hálsinum hljóp til og klemmdi afltaug. Það leiddi síðan til þess að hann varð að hætta að spila með Grindvík- ingum um miðjan júlí og þar var skarð fyrir skildi hjá þeim í síðari hluta Íslandsmótsins og í UEFA- bikarnum. „Þetta var talsverð aðgerð, ég var skorinn upp á hálsinum fram- anverðum þó að taugarnar liggi aftast, en hún heppnaðist mjög vel, að því sem sérfræðingarnir segja mér, og ég má byrja í sjúkraþjálf- un nánast strax. Markmiðið hjá mér er að vera kominn í gang á ný í fótboltanum um áramótin,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið. Vel heppnuð aðgerð á Ólafi Sama var upp á teningnum í síðarihálfleik, leikurinn í járnum en Eyjamenn þó alltaf fyrri til að skora. Þeir náðu svo góðum kafla og þriggja marka forystu þegar fimm mínútur voru eftir. En gestirnir voru ekki á því að gefast upp og með frábærri frammistöðu Vilhjálms Hall- dórssonar á síðustu mínútunum og miklu harðfylgi tókst þeim að jafna metin og þar var að verki Arnar Agn- arsson úr hægra horninu þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Jó- hann Guðmundsson markvörður Eyjamanna var þeirra besti maður. „Þetta var hálfgerður klaufaskapur hjá okkur. Það var góð barátta hjá okkur en það vantaði skynsemina í okkur á köflum, við fengum á okkur óþarfa brottvísanir undir lok leiksins og fórum illa með stöðuna einum fleiri þar sem þeir halda nánast alltaf jöfnu einum færri. Annars er ágætur stíg- andi í þessu og við verðum bara að vera jákvæðir og halda áfram, það er HK á sunnudaginn og þá verðum við að vinna.“ Jóhann sagði að eins og í liðinu væri líka stígandi í hans leik. „Vonandi verð ég bara betri þegar líð- ur á.“ Hann sagði að miðað við síðustu mínúturnar væri jafnvel hægt að segja að jafntefli væru sanngjörn úr- slit en þar sem ÍBV var yfir nánast allan seinni hálfleikinn og voru menn ósáttir við aðeins eitt stig. Gústaf Bjarnason, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, sagði úrslitin sanngjörn þegar á heildina er litið. „Leikurinn var jafn allan tímann en það var stíg- andi í þessu hjá okkur og mér fannst við eiga meira inni í dag og hefði viljað fara með tvö stig.“ Spurður um mark- mið fyrir mótið sagði Gústaf; „Við er- um með ungt lið eins og sást að þessu sinni þá er margt gott í þessu liði en líka margt sem þarf að laga. Ef það gengur hratt fyrir sig getum við strítt þessum liðum en ef þetta verður hæg- ur bati, þá gætum við lent í veseni.“ Gústaf sagði Vilhjálm Halldórsson, sem var drjúgur á lokakaflanum, hafa sýnt mikinn karakter. „Hann er bú- inn að vera í smá meiðslaveseni og átti erfitt uppdráttar framan af leik en hann sýndi mikinn karakter með því að rífa sig upp á lokakaflanum,“ sagði Gústaf Bjarnason. Naumt hjá ÍR Þetta var ágætis leikur af okkarhálfu en það varð okkur að falli að við hleyptum þeim of langt framúr okkur í fyrri hálf- leik,“ sagði Brynjar Stefánsson, þjálfari Breiðabliks, þegar ÍR-ingar sóttu Blika heim í Smárann í Suðurriðli RE/ MAX-deildarinar. Gestirnir fóru með sigur af hólmi, 23:27, en þegar rétt rúmlega fimm mínútur voru til leiks- loka var aðeins eitt mark sem skildi liðin að. Í upphafi leit út fyrir að ÍR-ingar ættu auðveldan leik fyrir höndum og eftir fimmtán mínútna leik voru þeir komnir með fimm marka forystu. En leikmenn Breiðabliks sýndu að þeir láta ekki hafa sig að fífli og náðu að jafna og komast yfir, 14:13, stuttu eft- ir leikhlé. Allt var svo í járnum þar til undir lokin þegar heimamenn sprungu á limminu og ÍR-ingar gengu á lagið. Ólafur Gíslason í marki ÍR-inga stóð sig manna best, varði 21 skot, og Einar Hólmgeirsson skoraði 7 mörk. Hjá Blikum voru það Björn Óli Guðmundsson og Björn Hólm- þórsson með sex mörk hvor. Júlíus Jónasson, leikmaður og þjálfari ÍR- inga, var ekki ánægður með leik sinna manna og sagði þá geta betur, „ég reiknaði með erfiðum leik en ef við hefðum spilað okkar bolta þá hefði þetta farið öðruvísi. Við lékum ekki nema á hálfum hraða og þurftum því að hafa mikið fyrir sigrinum. Þeir eru komnir með blóðbragðið eftir sigur- inn í síðustu umferð og við máttum vita að þeir kæmu brjálaðir til leiks. Við vorum heppnir og ég þakka fyrir að hafa náð stigunum tveimur,“ sagði Júlíus að lokum. Selfoss á langt í land Sebastian Alexandersson, þjálfariog markvörður handknattleiks- liðs Selfoss, hefur úr mörgu að velja til þess að bæta leik sinna manna á næstu æfingum því tilburðir liðsins gegn FH í Kaplakrika í gær í s-riðli RE/MAX-deildarinnar voru ekki uppá marga fiska. Yfirburðir heimaliðsins voru mikilir frá upphafi til enda þar sem sem 10 mörk skildu liðin að í hálfleik, 16:6, en í þeim síðari losuðu FH-ingar aðeins um tökin í vörninni og leikurinn endaði 33:20. Kvennalið Hauka hélt lengi vel út heimasíðunni kastaoggripa.is eftir að hafa fengið þá dóma að fæstar þeirra kynnu að handleika knöttinn. Lið Sel- foss ætti að næla sér í þetta lén og ein- beita sér að grunnatriðum leiksins á næstu vikum. Leikmenn liðsins virð- ast ekki vera í leikæfingu, sumir þeirra eru ekki í „formi“, og það versta er, fæstir þeirra höfðu gaman af því sem þeir voru að gera. Það er einnig stór munur á því að leika fast í vörninni en að beita töktum sem sjást á sveitadansleikjum. Já, það var fátt sem gladdi augað í liði gestanna að þessu sinni. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir FH-inga miklir. Logi Geirsson hafði ekkert fyrir því að skora 13 mörk, Þorbergur Aðalsteins- son þjálfari liðsins sat sallarólegur frá upphafi til enda, þar sem leikmenn hans höfðu leikinn í hendi sér. Magn- ús Sigmundsson, markvörður FH, lék í fyrri hálfleik og Elvar Guðmundsson fékk tækifæri í þeim síðari. Báðir áttu lipra spretti. Leikmenn FH verða ekki dæmdir út frá þessum leik þar sem mótspyrnan var lítil sem engin. Guðmundur Eggertsson lét mest að sér kveða í liði Selfoss að þessu sinni, en aðrir leikmenn voru langt frá því að vera sannfærandi. Mestur var munurinn 12 mörk í síð- ari hálfleik og skorti FH-inga yfirveg- un og þolinmæði til þess að auka við forskotið. Logi er spennandi leikmað- ur sem á eftir að láta mikið að sér kveða í vetur, Svavar Vignisson og Magnús Sigurðsson voru lítt áberandi en ungur leikmaður í liði FH, Sigurð- ur Þorgeirsson, stjórnaði leik liðsins af festu. Sanngjarnt jafn- tefli í Eyjum ÍBV og Stjarnan skildu jöfn í spennandi leik í Eyjum í gær, 26:26. Leikurinn var í járnum allan tímann og þegar upp var staðið verða úrslitin að teljast sanngjörn. Eyjamenn mættu þó ákveðnari til leiks og spiluðu framliggjandi vörn sem Garðbæingar áttu fá svör við fyrstu mínúturnar. En Þórólfur Nielsen leikstjórnandi þeirra reynd- ist sterkur á þessum kafla þar sem hann með snerpu sinni prjónaði sig oft skemmtilega í gegnum Eyjavörnina. Munurinn í fyrri hálfleik aldrei meira en eitt mark og voru gestirnir yfir þegar flautað var til leikhlés, 12:11. Sigursveinn Þórðarson skrifar Andri Karl skrifar Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Dregið var í bikarkeppni HSÍ í gær- kvöldi. Kvennaflokkur: Fylkir/ÍR - KA/Þór FH - Valur Grótta/KR - Víkingur Valur 2 - Fram  Haukar, ÍBV, Stjarnan og FH 2 sitja hjá í fyrstu umferð. Karlaflokkur: Selfoss - KA World Class - Valur Grótta/KR 2 - Afturelding Stjarnan - Víkingur Hunangstunglið - Valur 2 Haukar 2 - ÍR ÍBV - Þór Ak. FH 2 - Bifröst Grótta/KR - FH HR - Fram ÍR 2 - Breiðablik ÍBV 2 - Höttur.  HK og Haukar sitja hjá. Haukar og HK sitja hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.