Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚTBOÐ Tækni- og umhverfissvið Akureyrarbæjar, fyrir hönd Bæjarsjóðs Akureyrar, óskar hér með eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í Dalsbraut, milli Klettaborgar og Þingvallastrætis. Tilboðið nær til nýbyggingar, um 600 lengdarmetra af götu og gangstíg undir malbikun, breikkun og lagfæringar 100 lengdarmetra af götu, tengingu við Dalsgerði, frárennslislagna, rafstrengja og uppsetningu ljósastaura. Helstu magntölur: Skering 3.500 m3 Bergskering 2.200 m3 Fyllingar/fláar 10.800 m3 Burðarlög 13.000 m3 Ræsi/rör 400 m Ljósastaurar 8 m 25 stk. Skiladagur heildarverksins er 1. júlí 2004, en fyllingum undir burðarlög skal lokið fyrir 1. janúar 2004. Útboðsgögn verða seld í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, frá og með miðvikudeginum 24. september nk. kl. 10.00, á 5.000 kr. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir opnun tilboða sem fer fram í fundarsal á fyrstu hæð miðvikudaginn 8. október 2003 kl. 13:00. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is „ÞETTA var eiginlega eitt samfellt grín og glens, alveg óskaplega gaman og alltaf troðfullt út úr dyr- um,“ segir Friðrik Bjarnason sem fyrir nær 40 árum var gítarleikari í Hljómsveit Ingimars Eydal, hús- hljómsveit Sjallans á Akureyri. Nú á haustdögum kemur út tvöfaldur geisladiskur, Sjallaball, með upp- tökum Friðriks á tveimur dans- leikjum hljómsveitarinnar í Sjall- anum 1967 og 1968. Friðrik gekk til liðs við hljóm- sveitina 17. júní 1966, rétt skriðinn yfir tvítugt. Frissi málari, eins og hann er nú betur þekktur í bæjarlíf- inu, lék með hljómsveitinni til 1970. Ekki hafði Frissi lengi verið í hinu landsfræga Sjallabandi þegar hann rakst á þetta fína upp- tökutæki, Sony TC-500 í hljómdeild KEA, „þetta var það allra flottasta sem fékkst hér í bænum,“ segir hann um tækið, sem kostaði drjúg- an skildinginn. Í það minnsta þriggja mánaða laun fyrir spila- mennskuna. „Ég féll algjörlega fyr- ir þessu tæki.“ Tilgangurinn með fjárfesting- unni var m.a. að taka leik hljóm- sveitarinnar upp, því menn vildu vita hvernig hún hljómaði í raun. „Hljómsveitin lagði líka metnað sinn í að vera með ný lög á pró- gramminu og það kom í minn hlut að hlusta á og taka upp þáttinn Top Twenty á Radio Luxemborg. Við vorum ekki ánægð nema geta boðið upp á öll vinsælustu lögin í Eng- landi á Sjallaböllunum. Fólk sem hafði verið í heimsborginni London var stundum undrandi á að heyra þessi lög á böllum norður í landi. Oftast náðu þessi lög ekki inn í rík- isútvarpið fyrir en 2–3 mánuðum eftir að þau höfðu verið á vinsælda- listum ytra. Þá voru þau orðin að gömlum lummum hjá okkur.“ Friðrik hefur átt upptökurnar í öll þessi ár, tvö böll frá upphafi til enda. Þær hafa að mestu legið óhreyfðar í geymslunni, en ein- staka sinnum þegar fyrrverandi fastagestir Sjallans hafa sótt hann heim hefur hann dregið þær fram. „Ég sá að menn höfðu mjög gaman af þessu, stemningin rifjaðist fljótt upp og auðvitað velti ég því fyrir mér hin seinni ár hvort ráð væri að koma þeim á geisladisk,“ segir hann. „Ég var heldur ekkert að velta því fyrir mér hér áður fyrr að ég lægi þarna á menningarverð- mætum, en það er gaman að geta gefið þetta út núna.“ Frissi segir að í tímans rás hafi einhverjar upptökur glatast, en enn á hann samt ágætar upptökur af tvennum tónleikum í Sjallanum. Í þá daga tíðkaðist að bjóða upp á skemmtiatriði á meðan húshljóm- sveitin fékk pásu og lumar Friðrik á tveimur slíkum. Annars vegar þegar Al Bishop kom þar fram og hins vegar með Sigrúnu Harð- ardóttur. Á þessum tíma mættu meðlimir hljómsveitarinnar í Sjallann kl. 8 um kvöldið, allir fóru í sinn sér- saumaða hljómsveitarjakka og svo var tekið til við að spila tónlist fyrir matargesti. „Svo voru tekin hin ýmsu djasslög og þeir bræður, Ingi- mar og Finnur fóru þá iðulega á kostum,“ segir Friðrik. Á diskinum má eins og nafnið gefur til kynna heyra allt frá dinnertónlistinni, djassinn, vinsælustu lögin á böll- unum og að endingu kynnir Þor- valdur Halldórsson lokalagið; Laura, þakkar gestum komuna, vonast til að sjá sem flesta á ný og býður góða nótt. „Ingimar var með sama lokalagið árum saman, hann var ekki mikið fyrir breytingar á þeim vettvangi, blessaður.“ „Ég vona að fólk hafi gaman af þessu og geti yljað sér í vetur við að rifja upp gömlu góðu Sjallastemn- inguna heima í stofu,“ segir Friðrik Bjarnason. Gamla góða Sjallastemningin heima í stofu Morgunblaðið/Kristján Menningarverðmæti niðri í geymslu Friðrik G. Bjarnason t.v. og í miðjunni er Ingimar með melódíkuna sem hann lék á í margfrægu lagi, Á sjó. Þá má sjá hve hljómsveitin var flott í tauinu seint á sjöunda áratugnum; fremst Finnur Eydal, Helena Eyjólfsdóttir og Þorvaldur Halldórsson, þá Hjalti Hjaltason og Friðrik G. Bjarnason en efstur er hljómsveitarstjórinn Ingimar. Ljósmynd/Friðrik Bjarnason Hestakerra með tveimur hross- um fór út af veginum norðan við Dvergastein í Hörgárbyggð skammt norðan bæjarmarka Akur- eyrar og valt nokkrar veltur að því talið er, eftir að hafa slitnað aftan úr litlum pallbíll en pallbíllinn valt eina veltu á veginum og hafnaði aft- ur á hjólunum. Tveir menn voru í pallbílnum og sluppu þeir með skrámur en aflífa þurfti annað hrossið en hitt meidd- ist lítillega. Þá valt jeppi sem lenti utan vegar við Hlíðarbraut á Ak- ureyri og hafnaði á hliðinni. Öku- maður jeppans og tveir farþegar sluppu með skrekkinn. Tildrög slyssins í Hörgárbyggð voru með þeim hætti að ökumaður aftasta bíls í þriggja bíla röð ætlaði að taka framúr hinum tveimur. Þegar hann kom upp að bílnum í miðjunni fipaðist hann og missti bíl- inn út í kant í lausamöl og þegar hann svo beygði inn á veginn aftur hafnaði hann á framhorni pallbíls- ins, sem var fremstur og með hestakerru, með fyrrgreindum af- leiðingum. Á Hlíðarbrautinni – götu sem tengir Glerárþorp við Brekkuna og liggur skammt ofan Glerár – var ökumaður jeppans, sem kom norð- an að, úr Þorpinu, að taka framúr úr tveimur bílum en komst ekki inn í röðina aftur. Hann greip því til þess ráðs að aka yfir gangbraut á öfugum vegarhelmingi, þar sem eyja var á milli akreina, en ekki vildi betur til en svo að bíll kom þá á móti. Þegar hann svo ætlaði að sveigja yfir á sinn vegarhelming missti ökumaðurinn stjórn á jepp- anum, sem valt utan vegar. Þess má geta að 50 kílómetra há- markshraði er á Hlíðarbrautinni. Morgunblaðið/Kristján Jeppinn á hliðinni utan vegar við Hlíðarbraut. Ekki urðu slys á fólki. Tvær bílvelt- ur urðu með stuttu millibili Aflífa þurfti hross eftir umferðarslys norðan við Dvergastein í Hörgárbyggð Morgunblaðið/Kristján Lögreglan skoðar verksummerki á slysstaðnum í Kræklingahlíð. TVÖ umferðarslys urðu í umdæmi lögreglunnar á Akureyri með stuttu millibili seinnipartinn í gær, þar sem bílar ultu. Ekki urðu telj- andi slys á fólki í þessum óhöppum en töluvert eignatjón og aflífa þurfti hross sem slasaðist illa í öðru þeirra. Ekki urðu teljandi slys á fólki í óhöppunum en eignatjón er töluvert Dagamunur? | Stefán B. Gunn- laugsson, aðjúnkt við rekstrar- og viðskiptadeild Háskólans á Akureyri gerir á morgun grein fyrir rannsókn sinni á sambandi daga, mánaða, há- tíða og ávöxtunar íslenska hlutabréfa- markaðarins frá janúar 1993 til maí 2003, á málstofu í stofu L101 á Sól- borg kl. 12.10. Kannað var sam- band milli daga vik- unnar, mánaða og ávöxtunar og hvort ávöxtun hafi verið óvenjuleg daginn fyrir og eftir lokanir markaða vegna hátíða. Helstu niðurstöður eru að ekki er tölfræðilega marktækt sam- band á milli daga vikunnar og ávöxt- unar, og ekkert marktækt samband er á milli mánaða og ávöxtunar. Sveitarstjórnir | Aðalfundur Ey- þings, samtaka sveitarfélaga í Eyja- firði og Þingeyjarsýslum, verður haldinn í Tjarnarborg, Ólafsfirði, um komandi helgi. Á fundinum verður forvarnarverk- efnið „Vertu til“ kynnt, en því er ætl- að að efla áfengis- og fíkniefna- forvarnir sveitafélaga, fjallað verður um samgönguáætlun og flutnings- kostnað, forgangsröðun vegafram- kvæmda og Vaðlaheiðagöng. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fjallar um náttúrverndaráætlun og þátt sveitarstjórna. Seinni daginn verða m.a. skoðanaskipti um hvað nú taki við í sameiningu sveitarfélaga. BUSAVÍGSLA hefur staðið yfir í Menntaskólanum á Akureyri síð- ustu daga og þar eru nýnemarþjálf- aðir og kennt hvað þarf til að vera nemandi í skólanum. Einn liður í busavígslunni var að ganga upp hinn svokallaða menntaveg, frá Samkomuhúsinu upp á Eyrarlands- veg. Busarnir máttu ekki tala á þeirri leið og áttu auk þess að ganga niðurlútir. Þegar upp kom var tekið á móti þeim með húrra- hrópum og lófaklappi. Nýnemar er um 200 talsins í MA. Morgunblaðið/Kristján Busar ganga menntaveginn      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.