Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 45  ÓLAFUR Stígsson og Bjarni Þorsteinsson voru í byrjunarliði Molde þegar liðið tapaði 1:0 fyrir Uniao Leiria frá Portúgal í UEFA- keppninni í knattspyrnu, en leik- urinn fór fram í Portúgal. Ólafi var skipt út af á 63. mínútu en Bjarni spilaði leikinn frá upphafi til enda.  ÁRNI Gautur Arason, landsliðs- markvörður, var á meðal vara- manna Rosenborg þegar liðið vann stórsigur, 4:1, á útivelli á Ventspils frá Lettlandi í UEFA-keppninni.  HJÁLMAR Jónsson lék allan leik- inn í liði IFK Göteborg sem lagði Djurgården 1:0, í sænsku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Djurgården er eftir sem áður í efsta sæti deildarinnar og IFK Göteborg í 7. sæti.  TÓDI Jónsson skoraði fyrir FC Kaupmannahöfn þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Ferencvaros í Búdapest. Markið skoraði Færey- ingurinn á fyrstu mínútu leiksins. Hann er þar með orðinn marka- hæsti leikmaður FC Kaupmanna- hafnar frá upphafi, hefur gert 67 mörk. Tódi komst þar með uppfyrir Lars Højer Nielsen sem skoraði 66 mörk á ferlinum með FC Kaup- mannahöfn.  RAGNA Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir eru úr leik í forkeppni í einliðaleik á opna danska meistara- mótinu í Árósum. Ragna tapaði í gær fyrir Chia-Chi Huang frá Tap- ei, 4-11 og 4-11, og Sara fyrir Agnese Allegrini frá Ítalíu, 3-11 og 7-11. Þær mæta pólskum stúlkum í tvíliðaleik í dag.  HAFSTEINN Ægir Geirsson, siglingamaður, varð í 122. sæti af 170 keppendum í keppni Laser-báta á heimsmeistaramótinu í siglingum, sem lauk í dag í Cadiz á Spáni. Haf- steinn Ægir keppti að ná lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Aþenu næsta sumar, en náði því ekki að þessu sinni.  JASON King kylfingur frá Ástr- alíu bætti sig um 11 högg á öðrum keppnisdegi úrtökumótsins í golfi sem fram fer á Five-Lakes vellinum á Englandi. Devlin lék á 75 höggum fyrsta daginn og 64 höggum í gær. King er í 4.–6. sæti, fimm höggum undir pari.  SLÖKUSTU kylfingarnir á Five- Lakes vellinum eru Jules Kappen frá N-Sjálandi, Fred Antblad frá Svíþjóð og Albin Thaller frá Aust- urríki. Kappen er samtals 23 yfir pari, en þeir Thaller og Antblad eru 18 yfir pari.  BRIAN Shaw sem leikið hefur í NBA-deildinni sl. 14 ár hefur ákveðið að hætta og mun taka við starfi sem ráðgjafi Los Angeles Lakers en Shaw lék með Lakers á síðustu leiktíð og hefur unnið þrjá meistaratitla með liðinu. Shaw er 37 ára gamall og hóf ferilinn með Boston Celtic árið 1988. FÓLK GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, var á meðal 5.000 áhorfenda í Hamborg í fyrrakvöld þegar Þýskaland sigraði Serbíu/Svartfjallaland, 28:22. Þetta var fyrsti undirbúningur þjóðanna fyr- ir Evrópumótið sem fram fer í Slóveníu í janúar en þær leika í sama riðli í keppninni. „Þjóðverjarnir voru ágætir en hafa þó oft leikið betur. Serbarnir byrj- uðu leikinn vel en svo fjaraði undan þeim. Þjóðverjarnir voru með sitt sterkasta lið og það er engin spurning að þeir verða öflugir á EM,“ sagði Guðmundur. Undirbúningur íslenska landsliðsins hefst með þremur leikjum á móti Pólverjum hér heima um mánaðamótin október-nóvember, en landsliðið spilar níu leiki áður en flautað verður til leiks á EM í Slóveníu 22. janúar. Guðmundur Þ. sá Þjóðverjana LEIKMENN íslenska drengjalandsliðsins í knattspyrnu, sem skipað er leikmönnum undir 17 ára, lentu í miklum hremmingum á þriðju- daginn á leið sinni til Litháen, þar sem þeir taka þátt í riðli í und- ankeppni Evrópukeppni drengjalandsliða. Íslenska liðinu seinkaði um átta og hálfa klukkustund vegna rafmagnsleysis í Danmörku – þeir voru strandaglópar á Kastrup-flugvellinum. Þar sem landsliðshóp- urinn kom ekki á hótel fyrr en kl. 04 í fyrrinótt – átti að koma þangað kl. 19.30, var leik liðsins gegn Albaníu, sem átti að fara fram í gær- morgun, frestað þar til í dag. Þá má geta þess að leikmenn Albaníu lentu einnig í hremmingum og týndust búningatöskur albanska liðs- ins. Strákarnir leika síðan gegn Litháen á morgun og Rússlandi á sunnudag. Strákarnir voru stranda- glópar á Kastrup JOHN Lukic, fyrrverandi markvörður Arsenal og Leeds, er kominn í þjálf- arahópinn hjá enska 2. deild- arliðinu Barnsley, en þar ræð- ur sem kunnugt er ríkjum Guðjón Þórðarson. Lukic, sem er 43 ára gamall, stóð lengi á milli stanganna hjá Arsenal en hann lék 301 leik fyrir félagið. Ráðning hans til Barnsley er tímabundin, en hann var um tíma markvarðarþjálfari hjá Arsenal eftir að hann lagði hanskana á hilluna. Lukic var aðalmarkvörður Arsenal þar til að David Seaman, sem leik- ur nú með Manchester City, leysti hann af hólmi. Lukic í lið með Guðjóni Guðmundur vill með þessureyna að afla sér sem mestra upplýsinga um líkamlegt ástand leikmanna sinna og tryggja að þeir verði í sem bestu formi fyrir stór- verkefnin sem fram undan eru hjá landsliðinu, það er Evrópumótið í janúar á næta ári og Ólympíuleik- arnir í ágúst, og eins að geta gripið inn í tímanlega ef á þarf að halda. Alls voru tíu landsliðsmenn mættir á sjúkrahúsið í Nordrhein Westfalen sem talið er einn virtasti hjartaspítali í Þýskalandi og þó víða væri leitað. Leikmennirnir sem um ræðir voru: Róbert Sighvatsson, Sigfús Sig- urðsson, Einar Örn Jónsson, Rún- ar Sigtryggsson, Guðjón Valur Sigurðsson, Gylfi Gylfason, Gunn- ar Berg Viktorsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Jaliesky Garcia og Snorri Steinn Guðjónsson. Guðmundur sagði við Morgun- blaðið í gær að niðurstöður úr mælingunni myndu liggja fyrir innan nokkurra daga en hún hefði gengið mjög vel fyrir sig. „Þetta var mjög viðamikil rann- sókn sem strákarnir gengust und- ir. Líkamlegt ástand þeirra var skoðað og mælt. Það voru teknar blóðprufur, nýru, hjarta og lungu og lifur voru rannsökuð, hámarks- súrefnisupptaka var mæld, mjólk- ursýra undir álagi og þyngdarmæl- ing svo eitthvað sé nefnt. Þeir aðilar sem unnu að mælingunum eru allt sérfræðingar á sínu sviði og það var ótrúleg tækni sem þeir beittu. Þýska landsliðið hefur verið í mælingum á þessu sama sjúkra- húsi í þrjú ár og þýsk félagslið bæði í knattspyrnu og handknatt- leik hafa líka unnið með sjúkrahús- inu,“ sagði Guðmundur en í för með honum var fulltrúi Kenn- araháskóla Íslands, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, en hann hefur skrifað doktorsritgerð um þrek- mælingar. Morgunblaðið/RAX Einar Þorvarðarson aðstoðarlandsliðsþjálfari, Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari og Róbert Sighvatsson, leikmaður með Wetzlar í Þýskalandi, spá í spilin í landsleik á HM í Portúgal. Þrekmældir og rann- sakaðir hátt og lágt ÍSLENSKU landsliðsmennirnir í handknattleik sem leika í Þýska- landi gengust í fyrradag undir ítarlega læknisrannsókn og þrek- mælingu á sjúkrahúsi í Nordrhein Westfalen í Þýskalandi og var Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari með þeim í för. Guð- mundur hélt fyrirlestur á þingi hjarta- og íþróttalækna í Þýskalandi í fyrra og var í kjölfarið boðið að senda landsliðsmenn sína til mæl- inga á sjúkrahúsinu en aðrir landsliðsmenn sem leika hér heima og utan Þýskalands fara í sams konar mælingu á Laugavatni í sam- vinnu við KHÍ í byrjun janúar. LÁRUS Orri Sigurðsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, sem leikur með WBA, gekkst undir aðgerð á hné í gærkvöld en Lárus Orri meiddist í leiknum við Crystal Pal- ace um síðustu helgi og haltraði af velli í fyrri hálfleik. Ekki liggur ljóst fyrir hversu lengi Lárus Orri verður frá en það ræðst að því hversu alvarleg meiðslin á liðþófanum eru. Lárus sagði við Morgunblaðið í gær að læknar sem hefðu skoðað hnéð væru ekki á sama máli hversu lið- þófinn væri illa farinn en það mundi ekki skýrast fyrr en þeir færu að krukka í hnéð eins og Lárus Orri orð- aði það. Nær úti- lokað má telja að Lárus Orri verði klár fyrir slag- inn á móti Þjóð- verjum sem fram fer í Hamburg 11. október en Gary Megson, knattspyrnustjóri WBA, sagði við Express&Star að hann reiknaði með að Lárus yrði frá í 3–4 vikur. „Það eru slæm tíðindi fyrir okkur að missa Lárus þar sem hann hefur leikið sérlega vel á yfirstandandi leiktíð,“ sagði Megson við blaðið. Slæmt að missa Lárus Orra Lárus Orri Íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik sem leika í Þýskalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.