Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hárlaugur vinur minn í Hlíðartúni hefur verið kallaður til fyrir- heitna landsins, þar sem okkur er öllum búinn staður fyrr eða síðar, að loknu dagsverki hér á jörð. Það verk hans var eiginlega stórfenglegt, mik- ið að vexti og gott. Um og upp úr miðri síðustu öld ríkti mikil bjartsýni meðal ungs fólks HÁRLAUGUR INGVARSSON ✝ Hárlaugur Ingv-arsson fæddist í Halakoti (nú Hvítár- bakka) í Biskups- tungum 14. júní 1928. Hann lést á heimili sínu Hlíðar- túni í Biskupstung- um 1. sept. síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Skálholts- kirkju 10. septem- ber. í sveitum landsins þar sem jörðum var skipt upp og nýbýli byggð. Mikið lagt undir. Þar á meðal á Austurhlíðar- jörðinni, það gekk hratt og vel hjá Hár- laugi að byggja yfir fólk og fénað, rækta víðlend tún. Það er óhætt að segja að þarna var risið glæsi- býli sem fékk heitið Hlíðartún. En hann stóð ekki aldeilis einn að þessum verkum. Guðrún kona hans átti drjúgan þátt í þessu mikla verki auk þess að ala honum fjögur börn sem öll eru virk í þjóðfélagshópnum. Það var árið 1954 að kynnin við Hárlaug urðu náin, er hann kom í Skálholt sem einn af fyrstu endur- reisnarmönnum. En þá var verið að færa bóndabýlið ofar í túnið. Það var svo sannarlega ávinningur að fá að kynnast þessum bóngóða, bjartsýna og harðduglega manni sem stóð dag eftir dag við handlangarastörf, hræra steypu og bera í fötum hæða á milli. Alltaf hvetjandi til meiri átaka. Viðmótið sem börn fengu hjá honum var kærleiksríkt og fallegt. Okkur hjónum er það í minni hversu vilj- ugur hann var að bera dóttur okkar tveggja ára af gamla staðnum á þann nýja. Enda var það almælt þegar Hár- laugur sá um sundlaugina í Reyk- holti að þar færi valmenni sem átti tíma til orðræðu við unga og aldna, af vörum hans flugu oft gullkorn sem geymast meðal vinanna. Hann markaði spor í sögu sveitar sinnar með sínum fjölþættu störfum. Ég hygg að ræktun sauðkindarinnar hafi verið honum hugleikin, en var kallaður af vettvangi um það leyti er smölun og réttir voru að hefjast. Við Maja kveðjum Hárlaug með virðingu og þökk. Sendum ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Björn Erlendsson. Það myndast þetta undarlega, óraunveru- lega tómarúm í tilver- unni þegar menn sem maður hefur haft veruleg samskipti við um árabil falla frá. Ekki síst þegar þeir eru kvaddir burt langt um ald- ur fram. Menn sem stóðu eins og stólpar í tilverunni og leystu mál og verkefni með hetjubrag. Maður skilur með höfðinu að þeir eru farn- ir en ekki með tilfinningunum og er ósáttur. Fyrir tuttugu og fimm árum kom GUNNAR MAGGI ÁRNASON ✝ Gunnar MaggiÁrnason fæddist í Reykjavík 24. des- ember 1940. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 23. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 29. ágúst. ég fyrst í prentsmiðj- una til Gunna Magga. Hún var þá í Auð- brekku. Hitti hann og konu hans Stefaníu sem bæði unnu þar af miklum krafti. Erindi mitt var að biðja hann um að prenta plötu- albúm fyrir Samhjálp hvítasunnumanna sem ég þá veitti forstöðu. Hálfhikandi bar ég fram erindi mitt. Því olli slæm staða Sam- hjálpar vegna nei- kvæðrar umfjöllunar í fjölmiðlum um skeið og peninga- leysi. En Gunni Maggi tók mér vel og ákveðið var að prenta tvö þús- und eintök. Þau urðu síðan meira en tíu þúsund af þessari fyrstu Samhjálparplötu. Sama ár, um haustið, kom ég til hans með bók. Og við sömdum um tvö þúsund ein- tök. Áður en lauk hafði hann prent- að um tólf þúsund eintök af henni. Næstu árin urðu samskipti okkar og viðskipti veruleg. Prenttækni prentaði um eitt hundrað þúsund eintök af bókum og plötuumslögum þau árin. Og því til viðbótar sá Gunni Maggi um Samhjálparblaðið sem kom út fjórum sinnum á ári og í tólf þúsund eintökum þegar best gekk. Það er því engin spurning að Samhjálp hvítasunnumanna stend- ur í þakkarskuld við manninn og fyrirtæki hans. Hann greiddi göt- una með lipurð og áhuga á starfinu, veitti kjör og greiðsluform sem gerðu okkur kleift að byggja upp stofnunina, á þeim árum sem allar framkvæmdir varð að fjármagna með sjálfaflafé. Við Ásta viljum láta þakklæti okkar í ljós. Þakklæti til þessa ágæta drengs. Einnig til konu hans Stefaníu og dótturinnar Margrétar, sem unnu með honum öll árin. Missir þeirra er mikill. Stólpi þeirra er fallinn. Biðjum við þeim mæðgum, öðrum skyldmennum og vinum Gunnars Magga huggunar og blessunar Guðs á þessum dögum harms og sorgar. Óli Ágústsson. Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og útför elskulegrar móður okkar, fóstur- móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, DAGBJARTAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir eru færðar hjúkrunarfólki á deild 6B á Landspítala Fossvogi. Sigurður Guðlaugsson, Sveinbjörg Kristinsdóttir, Þórarinn Guðlaugsson, Þóra Davíðsdóttir, Agnar Guðlaugsson, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðlaugsson, Guðrún Ólafsdóttir, Ásbjörn Vigfússon, Svanhildur Guðmundsdóttir, Ólafur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og vinkona, GUÐNÝ GUÐNADÓTTIR, Egilsbraut 9, Þorlákshöfn, verður jarðsungin frá Þorlákskirkju föstu- daginn 26. september kl. 13.30. Kjartan Óskarsson, Sigfríður Óskarsdóttir, Ragnhildur Óskarsdóttir, Pálmi Ragnarsson, Björg Óskarsdóttir, Þórður Ólafsson, Hjördís Óskarsdóttir, Ólafur Sæmundsson, Þórarinn Óskarsson, Valgerður Guðmundsdóttir, Jensína Óskarsdóttir, Birgir Guðmundsson, Sigurður Óskarsson, Jónína Sigurjónsdóttir, Guðmundur Óskarsson, Sveindís Alexandersdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Guðbjörn S. Jónsson. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð, vinarhug og stuðning við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, VALLAÐS PÁLSSONAR, Dvergabakka 30, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllu því frábæra starfsfólki sem annaðist hann í veikindum hans á deildum 13D, 11E og 10K Landspítala við Hringbraut, Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og L5 á Landspítala Landakoti. Ólöf Brandsdóttir, Guðbjörg Vallaðsdóttir, Jón Norðmann Engilbertsson, Sigrún Vallaðsdóttir, Kristinn, Bjarnrún, Ólöf og Kristín Rut. Jóhanna Guðmunds- dóttir var alla tíð grönn hafði sterkan svip og mjúka, þægi- lega rödd, söngkonurödd. Það var sagt að hún væri barngóð, en ég hef aldrei skilið fyllilega hvað það orð þýðir, mér fannst hún bara góð yfir höfuð. Hún heilsaði mér alltaf með kossi. Nema einu sinni. Það var í mjólkurbúinu á Selfossi og ég var í starfskynningu með Vinnu- skóla Kópavogs, í félagsskap há- værra meinfýsinna unglinga. Þar rakst ég skyndilega á Jóhönnu frænku mína á hvítum slopp. Ég hikaði og í stað þess að faðmast eins og venjulega tókumst við í hendur. Mér fannst þetta þvingað JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jóhanna Guð-mundsdóttir fæddist á Hurðar- baki í Flóa 14. apríl 1924. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun- inni Selfossi aðfara- nótt 6. september síðastliðins og var jarðsungin frá Sel- fosskirkju 13. sept- ember. og vont og mikið vildi ég núna gefa fyrir að hafa verið kysstur niðrí mjólkurbúi og orðið að aðhlátursefni. Þetta hefur verið eins og sár á samvisku minni og er ég nú fyrst að ljóstra þessu upp. Þær ólust upp í Vill- ingaholtshreppi og voru snemma kenndar við bæinn gamla, Hurðarbak. Þær voru sjö og bræðurnir bara tveir. Margir muna eftir Hurðarbakssystrum og fyrir- ferðarmikilli lífsgleði þeirra og sumum fannst þær allar vera eins. Gamlar ljósmyndir sýna þó að ein þeirra stakk í stúf eitthvað framan af, Jóhanna, sem var ljóshærð í dökkleitum hópi. Þær ólust upp við það boðorð sveitarinnar að mikil vinna væri góð því unga Ísland þyrfti krafta þeirra við. Móðir þeirra, Þuríður Árnadóttir, var náttúruafl og skörungur að allra áliti og faðirinn Guðmundur Kr. Gíslason var hinn prúðmannlegi græðari jarðarinnar og bæði eru þau í dýrlinga tölu í fjölskyldunni. Það er trú mín að það sem systk- inin lærðu af foreldrunum á Hurð- arbaki hafi verið þeirra vegvísir í gegnum lífið. Hópurinn tvístraðist eins og gengur, bræðurnir urðu afreks- menn fyrir sunnan og systurnar gengu allar út þótt þær héldu alltaf hópinn. Jóhanna fékk sér mann sem virtist henni samtaka í einu sem öllu bæði í hugðarefnum sem í frjálslegu fasi. Stundum þegar ég lokaði augunum fannst mér þau jafnvel hljóma eins. Sigurður Sigurðsson frá Túni á Eyrarbakka var af derhúfukynslóð- inni, sem er næstum því það sama og ungmennafélagskynslóðin. Ljós- myndasafnið á Flúðum sýnir ungt par Jóhönnu og Sigurð sem drekka í sig gleði lífsins á bjartsýnisdögum eftirstríðsáranna. Á einni myndinni er Sigurður meira að segja með fimleikatilburði við flaggstöngina niðri í túni og brosir gleitt í der- húfuhópi. Þegar ég kom til sögunnar var Sigurður orðinn miðaldra og löngu orðinn fastur í sessi í hjóli lífsins, lengst af sem bensínafgreiðslumað- ur. Andlitslagið minnti mig alltaf á kvikmyndaleikarann David Niven, án yfirskeggs og rétt eins og sá eð- albreti gat hann í fyrsta bragði virst stúrinn á svipinn. En þegar hann var sestur með sinn kaffibolla og frásagnargleðin tók völdin var sem svipurinn lyftist og Siggi hló framan í heiminn. Þau voru fjögur í heimilinu á Birkivöllum, Hanna og Siggi, Þur- íður langamma og Matthías Viðar. Matti er sonur elstu systurinnar Guðrúnar Arnýjar, sem vegna veik- inda sendi hann til Jóhönnu og Sig- urðar þar sem hann ílentist. Þau voru barnlaus fyrir og honum gengu þau í foreldrastað og þau voru stolt af honum löngu áður en hann gat sér orð sem bókmennta- maður. Matthías þótti feiminn á þessum árum en ég bar mikla virðingu fyrir þessum dimmraddaða unglingi og fór í einu og öllu að þeim reglum sem hann setti þegar ég fékk að fletta hinu fágæta myndasögusafni hans. Þá mátti ekki skreppa frá í mínútu án þess að þurfa að raða öllum bunkanum saman aftur í fer- kantaða tölusetta röð. Birkivellir 10 var meðalhús en stórt heimili sem rúmaði öll þau hundruð ættingja sem fóru í píla- grímsför til Þuríðar frá Hurðar- baki, fyrir utan alla hina. Heim- ilislyktin var góð og bakkelsið jafnvel betra, en ein besta minn- ingin er af þeim öllum fjórum sitj- andi fyrir framan sjónvarpið. Ef fullorðna fólkinu fannst eitthvað „þvæla“ þótti Matthíasi það oft gott, stundum mjög gott en ef á hinn bóginn hjónunum og gömlu konunni líkaði eitthvað fannst Matta það mjög héraleg mynd eins og Jóhanna orðaði það. En fyrst og fremst virtist góður andi ríkja þar inni. Í ein fimmtán ár hafði Jóhanna lifað með þeim sjúkdómi sem einu sinni mátti ekki nefna, þótt hann herji á annan hvern mann. Allan þann tíma hef ég verið fjarverandi en ég veit að hún tók mótlætinu eins og öllu öðru sem henti hana í lífinu, með jafnaðargeði. Hún var af jarðbundnu kynslóðinni sem tók því sem lífið hafði uppá að bjóða án spurninga. Hún var ekki fædd í aldingarðinum Eden heldur suður í Flóa. Hennar hlutskipti var að vera góð dóttir, eiginkona, móðir, frænka, saumakona, starfsstúlka í MBF og meðlimur í kirkjukór Sel- foss og mér líkaði hún eins og hún var. Lengi vel í útlegð minni lét ég nægja að biðja fyrir kveðjur til vina og vandamanna eins og í Hallmark útgáfu af sunnlenskri frændsemi. En svo fékk ég vitrun í apríl 1994 og sendi Jóhönnu frænku minni af- mæliskort. Eftir það voru eins og flóðgáttir opnuðust og jólasending- ar og heillaóskir urðu árvissir við- burðir. Einum í framandi landi er manninum mikils virði að vita að hann er ekki gleymdur. Hanna og Siggi skrifuðu oft að ég ætti að fara að koma í heimsókn áður en þau „hrykkju uppaf“. Mér þótti það orðfæri gefa til kynna að þau ættu þó nokkuð ólifað. Eftir að Siggi frá Túni andaðist 1999 lofaði ég sjálf- um mér að fresta ekki til eilífðar fleiri endurfundum, en það sem þú lofar sjálfum þér er auðveldast að svíkja. Síðustu og erfiðustu árin voru ekki án kraftaverka. Það var trú manna í fjölskyldunni að Jóhanna hefði lengi óskað eftir barnabarni. Hvern hefði órað að sá draumur myndi rætast árið 2001. Seint, en ekki of seint. En það var of seint fyrir ým- islegt annað. Jóhönnu hrakaði mjög á þessu ári og ég gerði mér grein fyrir því að við myndum ekki finn- ast aftur. Nú þegar umskiptin eru orðin, það sem var er ekki lengur og allt er um seinan vil ég þó reyna að efna loforðið við sjálfan mig. Því hinir látnu eru eins nærri og maður vill hafa þá í hvaða sólkerfi sem er. Kristinn Jón Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.