Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 37 ✝ Helga Markús-dóttir fæddist á Fagurhóli í Landeyj- um 31. janúar 1906. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 27. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Markús Sigurðsson húsasmíðameistari, f. 4. nóvember 1878, d. 30. október 1957, og Sigríður Helgadóttir, f. 18. desember 1879, d. 11. maí 1968. Helga var þriðja í röð sjö systkina, hin eru: Hermannía Sigríður Anna, f. 5.11. 1901, d. 19.5. 1995; Markús- ína Sigríður, f. 25.4. 1904, d. 14.2. 1996; Kristín, f. 26.1. 1914, d. 9.9. 1998; Gunnþórunn, f. 30.10. 1915, d. 27.8. 2001; Árni Byron, f. 13.8. 1918, d. 3.2. 1921; og Þorbjörg Alda, f. 1.7. 1920. Helga giftist 8.7. 1930 Kristni B. Jónassyni stýrimanni, f. 26.6. 1899, d. 23.12. 1976. Sonur þeirra er Markús B. Krist- insson vélfræðing- ur, f. 2.10. 1930, eig- inkona hans er Soffía Sigurðar- dóttir, f. 29.4. 1933. Sonardæturnar eru sjö: a) Helga, f. 10.3. 1951, b) Fjóla f. 19.6. 1952, c) Hulda, f. 11.6. 1954, d) Svala, f. 18.8. 1955, e) Lilja, f. 2.6. 1962, f) Árdís, f. 11.10. 1964, og g) Sædís, f. 9.2. 1975. Barna- barnabörnin eru nítján og barnabarnabarnabörnin eru fimm. Helga fluttist með foreldrum sínum til Vestmannaeyja og átti þar heima til tíu ára aldurs, að hún flutti til Hafnarfjarðar og bjó þar alla tíð eftir það. Helga stund- aði almenna verkamannavinnu í Hafnarfirði. Útför Helgu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elskuleg amma mín og alnafna er látin. Hún var búin að lifa tímana tvenna því að hafði lifað í hartnær 98 ár þegar hún lést. Það eru alveg sér- stök forréttindi að hafa fengið að eiga slíka ömmu sem amma Helga var. Hún var mjög stórlynd kona og alls ekki allra, en ég naut þess að vera alnafna hennar og fyrsta barna- barn og því var ég í sérstöku uppá- haldi. Það var þó ekki alltaf dans á rósum að vera uppáhaldsbarnið hennar, því amma Helga gerði mikl- ar kröfur bæði til sjálfrar sín og ann- arra. Sérstaklega gerði hún miklar kröfur til uppáhaldssonardóttur sinnar sem átti auðvitað að vera fyr- irmynd annarra og fullkomin í hví- vetna. Því miður tókst mér ekki allt- af að lifa þannig að ég uppfyllti kröfur hennar, en ég reyndi svo sannarlega langt fram eftir aldri að gera henni til geðs. Í uppvextinum naut ég þess að fá að vera hjá Kidda afa og ömmu Helgu. Þau báru mig á höndum sér og hjá þeim var ég alltaf litla prins- essan. Þar átti ég sérstök leikföng og sérstök föt sem ég klæddist þeg- ar ég var hjá þeim. Ég átti mér bú uppi á háalofti þar sem ég lék mér löngum stundum. Þar sem ég var niðursokkin í leikinn hrökk ég ósjaldan upp við að Kiddi afi gægðist upp á skörina og sagði eitt snöggt bú! og hló innilega þegar ég hentist hæð mína í loft upp vegna þess að mér brá svo mikið. Ég var oft hjá þeim um helgar og ef ég var ekki sátt við að fara heim, þá var ekki far- ið með mig fyrr en ég var búin að samþykkja það og þá gekk líka allt vel. Ég var augasteinn afa og ömmu og er ég mjög þakklát fyrir að hafa kynnst þeirri tilfinningu að finnast ég vera sérstök og elskuð, það er gott veganesti inn í framtíðina og gerir stórkostlega hluti fyrir sjálfs- myndina. Þegar kom fram á unglingsárin flutti ég til ömmu og afa um tíma. Þá var það alltaf þannig að afi færði ömmu kaffi í rúmið á morgnana. Auðvitað færði hann mér líka kaffi og kringlur í rúmið, kaffið var með mjólk og miklum sykri og kringlurn- ar skornar í sundur og smurðar með þykku smjöri. Hann vakti mig kannski klukkan 7 á morgnana með þessum kræsingum og ég verð nú að segja að það var nú ekki alltaf sem ég hafði beint lyst á þessu, en ég gat ekki fengið það af mér að segja það við hann, svo að ég gerði mér þetta að góðu og svo var honum alveg sama þótt ég færi aftur að sofa. Þetta var hans leið til að segja að honum þætti vænt um mig og maður tekur við öllu slíku með þökk. Afi minn dó á Þorláksmessu 1976 og ég skrifaði aldrei neina minning- argrein um hann, ég treysti mér ein- faldlega ekki til þess þá. En afi var besti maður sem ég hef nokkru sinni þekkt og þó að það séu nú 27 ár síð- an hann dó stend ég mig enn að því að finna til mikils saknaðar, vegna þess að hann er ekki lengur hjá mér. Amma Helga og Kiddi afi voru afar samrýnd og samhent hjón. Allt gekk vel svo lengi sem afi gerði allt sem amma sagði. Þannig að þetta var hið fullkomna hjónaband að ég tel, líka vegna þess að afi var svo fullkom- lega sáttur við að láta ömmu ráða. Þetta hafði auðvitað æxlast þannig þegar afi var á sjónum að amma þurfti að sjá um allt á heimilinu og svo þegar afi kom í land þá fannst hvorugu þeirra nein ástæða til að breyta nokkru í þessari tilhögun. Amma var afar hagsýn húsmóðir og nýtti allt mjög vel. Það var stór- glæpur að hennar áliti að henda mat og þú kláraðir það sem þú settir á diskinn þinn þegar þú borðaðir hjá henni. Amma ólst upp í sárri fátækt og var oft svöng sem barn og ung- lingur. Þess vegna gat hún aldrei skilið hvernig unga fólkið umgekkst mat og aðrar eigur sínar. Amma fór vel með alla hluti og var ábyggilega hreinlegasta kona sem ég hef haft spurnir af. Amma sagði mér sjálf þá sögu að þegar hún bjó í fyrstu íbúð- inni þeirra afa sem var lítil risíbúð, þá entist henni ekki dagurinn til að þrífa og þegar afi kom af sjónum skrúfaði hann ljósperurnar úr peru- stæðunum svo að hún hætti nú ein- hverntíma að skrúbba og kæmi sér í bólið. En ömmu fannst mjög mik- ilvægt að kolafatan væri fægð svo hægt væri að spegla sig í henni og annað í þeim dúr svo hún hélt áfram fram á rauða nótt. Eftir að ég gifti mig og eignaðist dóttur mína breyttist samband okk- ar ömmu og varð á margan hátt nán- ara. Hafi ég verið í uppáhaldi hjá henni, þá má segja að hún hafi bók- staflega tilbeðið jörðina sem dóttir mín gekk á. Hún hafði óendanlega gaman af að fylgjast með henni vaxa úr grasi og hún vildi veg hennar sem mestan á öllum sviðum. Hún var af- ar stolt yfir því að stúlkan sýndi tónlistarhæfileika frá unga aldri og lét sig aldrei vanta á neinar uppá- komur þar sem hún átti von á að fá að heyra hana spila. Amma var frek- ar ströng og kröfuhörð við mig þótt hún væri líka afskaplega góð við mig, en dóttur minni leyfði hún bók- staflega allt og var henni mjög svo eftirlát í alla staði. Ég var oft mjög undrandi á því að dóttir mín fékk að komast upp með ýmsa hluti sem mér hefði ekki einu sinni flogið í hug að reyna að gera. Amma eyddi jólunum með okkur í mörg ár, eða meðan heilsan leyfði, og var alltaf yndislegt að fá að hafa hana hjá okkur. Henni fannst það mikils virði að fá að vera með okkur og fá að horfa á litla augasteininn sinn og sjá svipinn á henni þegar hún opnaði gjafirnar sínar. Amma átti alltaf mjög erfitt með að halda gjöfunum sínum leyndum, hún var svo spennt að sjá viðbrögðin við þeim að oftast var hún búin að kjafta frá löngu fyrir jól. Við reyndum samt að vera voðalega hissa þegar við opnuðum pakkana. Eitt fannst mér alltaf voðalega dapurlegt varð- andi ömmu og jólin, en amma sagði mér það sjálf að alla hennar barn- æsku fékk hún aðeins einu sinni jóla- gjöf. Þá fékk hún dúkku og dúkku- rúm með sængurfötum, en faðir hennar hafði smíðað rúmið og móðir hennar saumað sængurfötin í rúmið. Ekki veit ég hvernig dúkkan var en sjálfsagt hefur hún verið heimagerð. Mér verður oft hugsað til þessa þeg- ar maður sér allsnægtirnar í kring- um sig og börnin nú til dags eiga svo mikið af leikföngum að það flæðir út úr herbergjunum þeirra. Þessi eina jólagjöf ömmu var henni samt meira virði en allar jólagjafir sem hún fékk samtals á sinni löngu ævi. Einnig sagði hún mér að ein jólin hefði fjöl- skyldan hennar verið svo fátæk að hún fékk enga nýja spjör til að klæð- ast á jólunum. En allir vita jú að jólakötturinn étur þá sem ekki fá ný föt á jólunum. Amma fékk þá lánaða svuntu hjá einhverri konu og vafði henni utan um sig svo hún þyrfti ekki að klæðast gömlu leppunum á aðfangadag. Þetta er sem betur fer heimur sem ég hef aldrei þurft að kynnast nema af afspurn, en mér finnst það samt dýrmætt veganesti að hafa heyrt þessar sögur beint frá ömmu. Þannig hef ég reynt að setja mig í hennar spor og reynt að skilja hvaða kjör fólk bjó við á þessum ár- um, því að heimili ömmu var síður en svo það eina sem þannig var ástatt á. Einmitt vegna þess að jörðin sem fjölskylda ömmu bjó á var kostalítil, þá tókst foreldrum hennar ekki að framfleyta þeim á þessari jörð. Þá fluttust þau til Vestmannaeyja í von um betri hag. En það vænkaðist víst ekkert mikið hagur þeirra þar, því amma var send í vist til föðurbróður síns í Hafnarfirði þegar hún var 10 ára gömul. Hún kom aldrei aftur heim í föðurhús en vann fyrir sér upp frá því sem vinnukona hjá kaup- mannshjónum og svo í fiskvinnslu. Það væri eflaust kallað barnaþrælk- un í dag, en svona voru tímarnir í þá daga, þetta þurfti hún að gera til að lifa af og það gerði hún líka svo sann- arlega. Pabbi minn var einkasonur ömmu, en afi átti þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi. Amma vildi hag pabba og mömmu sem mestan og var tilbúin til að leggja á sig aukavinnu til að hjálpa þeim að koma upp heimili sínu og sjá til þess að við sonardæt- urnar, en við erum sjö talsins, liðum engan skort. Mamma hefur heldur betur endurgreitt ömmu fyrir allt því hún hefur verið vakin og sofin að hugsa um ömmu eftir að hún varð veik og þurfti að fara á Sólvang. Ég dáist að þrautseigju hennar við að heimsækja hana oft í viku í heil átta ár. Pabbi fór auðvitað líka mjög oft til hennar, en hún var löngu hætt að gera sér grein fyrir hver við hin vor- um svo það var orðið erfitt að fara til hennar. Starfsfólkið á Sólvangi var allt afskaplega elskulegt, bæði við ömmu og eins við pabba og mömmu og vil ég færa því kærar þakkir fyrir alla hlýjuna og umönnunina. Ég bið nú algóðan guð um að varðveita ömmu mína. Hún átti sterka barnatrú og ég veit að hún er komin heim núna í þau föðurhús sem hún yfirgaf svo ung og nú líður henni vel. Ég bið guð almáttugan um að styrkja okkur öll og blessa þegar við kveðjum ömmu Helgu í hinsta sinn. Helga Markúsdóttir. Þegar ég nú horfist í augu við þá staðreynd að elskuleg langamma mín er dáin langar mig að rifja upp nokkur atriði af mjög mörgum sem mér eru minnisstæð úr barnæskunni og tengdust ömmu Helgu, eins og hún var alltaf kölluð. Amma Helga var örugglega lang- besta langamma sem til er í öllum heiminum. Hún hafði sérstakt dá- læti á mér og naut ég þess að vera dóttir alnöfnu hennar og uppáhalds- barnabarns. Mamma hefur sagt mér að amma hafi fallið fyrir mér strax þegar hún sá mig í vöggunni nokk- urra daga gamla og hún hélt þessu dálæti alla ævi svo lengi sem heilsan leyfði henni. Þegar ég var sex ára keypti amma fyrsta hestinn minn, hann Fálka. Hún sagði bara sem svo, nú, barnið hefur svo mikinn áhuga á hestum að hún þarf að eignast sinn eigin hest og svo lét hún mig fá peningana og ég fór með mömmu til mannsins sem seldi mér hestinn og greiddi fyrir hann sjálf, mjög stolt. Ég átti Fálka í nokkur ár og hann var einstakur ljúflingur sem passaði alveg ljóm- andi vel fyrir svona litla hestakonu. Alltaf þegar amma átti afmæli fengum við krakkarnir gersamlega að rústa svefnherberginu hennar með því að setja fullt af dýnum á gólfið, tókum dýnurnar úr rúminu hennar og færðum rúmið þannig að gólfplássið væri meira og svo feng- um við að djöflast þarna inni þangað til foreldrar okkar voru orðnir þreyttir og vildu fara heim. Þá þurfti að draga okkur út með afli því það var svo gaman hjá okkur. Þegar ég, mamma og pabbi bjugg- um í Borgarnesi gistum við alltaf hjá ömmu Helgu þegar við vorum í bæn- um og þá fékk ég að horfa á „Með afa“ í græna ruggustólnum hennar með sæng og kodda, sem ég hlakk- aði alltaf til því við vorum ekki með Stöð 2 í Borgarnesi. Þegar við gist- um sváfu mamma og pabbi í rúminu hennar ömmu og ég svaf á saman- settum borðstofustólum sem voru settir upp við rúmið hennar svo ég myndi ekki detta fram úr, en amma svaf á dýnum frammi á gangi. Henni fannst alveg sjálfsagt að ganga úr rúmi fyrir okkur og tók ekkert ann- að í mál. Eftir að við fluttum aftur í Hafn- arfjörð kom ég alltaf til hennar eftir skóla til að borða „ömmugraut“ og svo spiluðum við saman þangað til mamma eða pabbi voru komin heim úr vinnunni. Þetta eru ómetanlegar stundir sem ég mun aldrei gleyma. Ég byrjaði að læra á fiðlu sex ára gömul og amma dáðist alltaf að því þegar ég spilaði fyrir hana á fiðluna jafnvel þótt það hafi eflaust ekki ver- ið sérstaklega gaman að hlusta á mig svona fyrstu árin. En hún kom á alla tónleika sem ég spilaði á meðan heilsan leyfði og hlustaði með að- dáun þótt ég vissi aldrei hve mikið hún heyrði, því hún var mjög heyrn- arskert. Einnig hafði hún óendan- lega gaman af því þegar ég klæddi mig upp sem Whitney Houston og söng með lögunum hennar og dans- aði fyrir hana. Ömmu fannst alltaf alveg ótrúlegt að það væri ekki ég sem var að syngja, en fyrst furðaði hún sig mikið á því hvað ég hefði mikla rödd. Það væri eflaust hægt að fylla heila bók með minningum um ömmu Helgu en ég læt hér staðar numið. Ég bið algóðan Guð að varðveita ömmu mína um alla eilífð. Minningin um ömmu Helgu mun ávallt lifa meðal okkar sem vorum svo lánsöm að fá að kynnast henni. Ég vil þakka henni fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir mig í uppvextinum, það verður mér gott veganesti inn í framtíðina og ég mun segja börnum mínum og barnabörnum sögur af ömmu Helgu. Elfa Björk Rúnarsdóttir. Elsku amma mín er dáin. Amma Helga hefði orðið 98 ára í janúar á næsta ári, hún var búin að búa á Sólvangi í Hafnarfirði í átta ár. Mig langar til að færa starfsfólkinu á Sólvangi innilegar þakkir fyrir frá- bært starf, þar voru allir svo ynd- islegir og ekki bara við ömmu heldur líka pabba og mömmu. Pabbi er einkabarn ömmu svo það féll því öll ábyrgðin á hans herðar að hugsa um móður sína. Það var oft erfitt þar sem minnið var farið að förlast hjá ömmu. Pabbi og mamma stóðu sig vel og með aðstoð starfsfólksins á Sólvangi gátu þau látið ömmu líða vel. Amma Helga var alltaf góð við mig og á ég henni margt að þakka. Það var gott að koma til hennar, spila við hana og borða pönnsur með fullt af sykri. Ég á margar góðar sögur að rifja upp af henni ömmu og langar mig að minnast einnar slíkrar: Það var einn dag er ég, mamma, pabbi og hundurinn minn Trýni vorum í heimsókn hjá ömmu og drukkum kaffi með tilheyrandi krásum. Amma hafði gaman af að gefa Trýna pönnukökur og lét hún viljandi nokkrar mistakast við baksturinn til að geta gefið hund- inum. Hundurinn vissi vel hvað til stóð þegar húsið ilmaði og sat slef- andi fyrir framan ömmu. Amma tók sér pönnsu í hönd og spurði Trýna hvort hann vildi köku og eins hundar gjarnan gera hallaði hann undir flatt og horfði sultaraugum á ömmu. Þeg- ar ömmu var farið að lengja eftir svari setti hún hendur á mjaðmir og horfði ákveðið á hundinn og sagði: „Settu ekki upp þennan hundshaus.“ Það er mikið búið að hlæja að þess- ari setningu. En hvað gat aumingja hundurinn annað gert? Þegar ég kynntist manninum mín- um þurfti amma að fá hann í heim- sókn svo hún gæti metið hvort hann væri nógu góður fyrir mig. Ég fór því með kærastann í heimsókn. Amma spjallaði mikið, úðaði í okkur pönnukökum, flatkökum og fíniríi og horfði bæði á hann og mig og svo að heimsókn lokinni hvíslaði hún að mér að þetta væri gæðapiltur og henni litist vel á hann. Við áttum svo eftir að vera tíðir gestir hjá ömmu og hjálpuðum henni að hugsa um garðinn. Svo þegar við eignuðumst börn varð amma afskaplega hrifin, en við eigum í dag fjögur börn, það yngsta fæddist í mars sl. Og er það mér mikils virði að hafa farið með hana til ömmu tveimur dögum áður en hún lést. Þótt amma hafi verið mjög veik- burða sá maður samt ánægjuglampa í augunum þegar hún sá barnið og hún reyndi að rétta fram höndina til að snerta litlu telpuna. Minningin um ömmu mun alltaf ylja okkur og hún lifir áfram í hjarta okkar. Við vitum að nú líður henni vel. Guð veri með henni. Guð styrki pabba, mömmu og fjölskylduna í sorginni. Guð veri með ykkur öllum. Sædís, Rafn og börn. HELGA MARKÚSDÓTTIR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.