Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla dagaSími 588 1200 VÍKINGUR Heiðar Ólafsson pí- anónemi ætlar ekki að láta sér nægja að leika einn píanókons- ert með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í Háskólabíói í kvöld, pí- anókonsert eftir Jón Nordal. „Konsert Jóns er það stuttur, að ég bað um að fá að spila annan konsert með. Ég fékk að spila Píanókonsert nr. 1 eftir Prokofjev, en hann var nítján ára þegar hann samdi konsert- inn – jafngamall mér í dag,“ segir píanóleikarinn ungi. Morgunblaðið/Kristinn Einn konsert ekki nóg  Boðið að leika einn/24 HUGBÚNAÐUR frá íslenska hugbúnaðarfyrir- tækinu Theriak hefur gert að verkum að lyfja- kostnaður hefur lækkað um 15–20% á þessu ári hjá St. Elisabeth-sjúkrahúsinu í Oberhausen í Þýskalandi. Einnig hefur notkun þessa hugbún- aðar leitt til þess að líðan sjúklinga hefur batnað og legutími styst og útgjöld þar með lækkað. Fyrirtækið Theriak er dótturfyrirtæki Tölvu- Mynda hf. og hóf samstarf við St. Elisabeth- sjúkrahúsið um þróun og notkun hugbúnaðarins fyrir tveimur árum. Læknarnir skrá fyrirmæli á stofugangi um lyfjagjöf og skammtastærð í þráð- lausar handtölvur, sem nota íslenska hugbúnaðinn Theriak Therapy Management. Tölvurnar veita jafnframt læknunum greiðan aðgang að upplýs- ingum varðandi lyfjameðferð sjúklinganna og yf- irsýn yfir framgang meðferðarinnar. Lyfjasérfræðikerfið Dax, sem Íslensk erfða- greining þróaði, er tengt hugbúnaðinum til að auð- velda læknum val á lyfjum. Um leið og lyf er valið birtast á skjánum ábendingar um aukaverkanir, ofnæmi, milliverkanir milli lyfja, skammtastærðir og fleira sem máli skiptir og læknar þurfa að taka tillit til við lyfjagjöfina. Gunnar Hall, framkvæmdastjóri Theriak, sagði í samtali við Morgunblaðið að hugbúnaðurinn væri nú kominn í fulla notkun á St. Elisabeth-sjúkra- húsinu. „Þetta hefur gengið það vel að þeir hafa ákveðið að fjárfesta frekar í þessum hugbúnaði fyrir önnur sjúkrahús sem þeir eiga líka. Í St. El- isabeth er sjúkrahússapótek sem mun þjónusta fleiri spítala á sama hátt á svæðinu þarna í kring,“ segir Gunnar. Hann segir þetta ótrúlegar tölur varðandi sparnað í lyfjakostnaði sem hann segir varlegt að áætla 15–20%. Gunnar segir Theriak vera með samskonar verkefni í gangi í Hollandi, Danmörku og á Ítalíu. „Það eru auðvitað margir spítalar sem fylgjast spenntir með þessu og menn eru orðnir mjög áhugasamir í Þýskalandi,“ segir Gunnar. Hann segir að starfsfólk á St. Elisabeth-sjúkra- húsinu hafi tekið eftir því að legutími hafi styst á þeim deildum sem nota hugbúnaðinn. Það hefur bæði leitt til þess að líðan sjúklinga batnar auk þess sem útgjöld lækka. Íslenskur hugbúnaður lækkar lyfjakostnað LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús er nú að prófa hugbúnaðinn. Náist sambærilegur árangur og í Þýskalandi gæti lyfjakostnaður lækkað um 375 milljónir króna á ári miðað við áætlanir LSH fyrir árið 2003 sem gera ráð fyrir um 2,5 millj- örðum í lyfjakostnað, að sögn Gunnars Hall. María Heimisdóttir, formaður nefndar um raf- ræna sjúkraskrá LSH, segir ótímabært að leggja mat á hugsanlegan ávinning en niðurstöður próf- ana liggi vonandi fyrir á þessu ári. LSH prófar búnaðinn SÉRSVEIT ríkislögreglustjóra, víkingasveitin svokallaða, fékk á dögunum hús við Sölvhólsgötu, sem áður tilheyrði Landssímanum, til afnota. Þar æfir sérsveitin ýms- ar aðferðir við að komast inn í hús undir erfiðum kringumstæðum. Stjórnarráð Íslands, sem hefur eignast húsið, heimilaði afnot af því, en húsið hefur staðið autt um nokkurt skeið. Sérsveitin hefur talsvert gagn af því að komast í yf- irgefnar byggingar og segir Guð- mundur Ómar Þráinsson, yfirmað- ur sveitarinnar, að æfingaraðstaða eins og þessi sé mikilvæg fyrir sveitina. Í Símahúsinu fær sér- sveitin t.d. tækifæri til að brjóta upp glugga þegar hún ræðst til inngöngu. Þess er jafnan gætt að skilja vel við húsið að loknum æf- ingum. Morgunblaðið/Júlíus Víkingar á vegg Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðing- ur á Hafrannsóknastofnuninni, segir að stofninn virðist áfram á niðurleið og hafi minnkað um 12% frá því í apr- íl. Hann segir það þó mun minni lægð á stofnstærðinni en á sama tímabili á síðasta ári. „Þetta eru engu að síður mjög slæm tíðindi því að í sumar hafa engar veiðar verið stundaðar úr stofninum og sumarið er helsti vaxt- artími skeljarinnar.“ Í árlegri stofnmælingu í apríl sl. mældist hörpudiskstofninn í sögulegu lágmarki og var stofnstærðin metin um 32% af meðaltali áranna 1993– 2000. Rannsóknir sýna að náið sam- band er milli minnkunar stofnsins og aukinna dauðsfalla óháð veiðum. Eins hafa rannsóknir staðfest umtalsverða frumdýrasýkingu í skelfiskinum. Hrafnkell segir að eftir stofnmæl- inguna nú sé stofninn orðinn innan við 30% af því sem hann var að jafnaði síðasta áratug. „Ljósið í myrkrinu er að þrátt fyrir þessa miklu minnkun í veiðistofni hef- ur nýliðun verið eðlileg og yngstu ár- gangarnir komið eðlilega fram í stofn- mælingunni. Dauðsföllin virðast ekki koma fram þar en það er verið að kanna hvort sýkingin sjáist í ungvið- inu. Það er síðan alltaf spurning hvernig skelinni reiðir af þegar hún nær veiðistofnsstærð. En við sjáum ekki afkomu yngri árganganna fyrr en í fyrsta lagi næsta haust, en þá ætti elsti árgangurinn að vera kominn inn í veiðistofn. Mæling að ári gæti því sagt mikið til um hver þróunin hugs- anlega verður en mér þykir sýnt að ekki verði hægt að leyfa veiðar á þessu fiskveiðiári,“ segir Hrafnkell. Hörpudisk- stofninn minnkar enn Er 30% af meðalstærð síðustu 10 ára HÖRPUDISKSTOFNINN í Breiðafirði heldur áfram að minnka og hefur minnkað um 12% frá síðustu mælingu í apríl sl. Stærð stofnsins er nú innan við 30% af því sem hann var að jafnaði á síðasta áratug. Hafrannsóknastofn- unin hefur nýlokið mælingum á hörpudiskstofninum í Breiðafirði. Læknar nota þráðlausar handtölvur til að skrá inn og fá upplýsingar um lyfjagjöf. HLUTHAFI í Eimskipafélagi Ís- lands hefur farið fram á það í bréfi til stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME) að forstjóri þess, Páll Gunnar Pálsson, verði lýstur van- hæfur til að taka þátt í rannsókn á viðskiptum með bréf Eimskips, þar sem hann er hluthafi í félag- inu. Að auki segir í bréfi hluthaf- ans, Vilhjálms Bjarnasonar, að skoðunarmaður reikninga Eim- skipafélagsins sé móðurbróðir Páls Gunnars. Fjármálaeftirlitið sendi frá sér frétt í gær af þessu tilefni. Þar kom m.a. fram að samkvæmt hæf- isreglum, sem gilda fyrir starfs- menn og stjórnendur FME, taki þeir ekki þátt í meðferð máls er snerta verðbréf sem þeir eiga, ef ætla má að niðurstaða málsins hafi veruleg áhrif á fjárhagslega eða persónulega hagsmuni viðkomandi eða draga megi óhlutdrægni þeirra í efa með réttu. Ekki tíma- bært að taka afstöðu til vanhæfis  Farið fram á/B3 VERÐ á ýsukvóta hefur lækkað um 77% frá því á vorvertíð 2002 þegar verðið náði hámarki. Í síðasta mánuði var verðið að meðaltali aðeins um 30 krónur. Þetta kemur fram í útreikn- ingum Útvegshússins á verðþróun aflamarks síðustu fimm fiskveiðiár. Fiskverð hefur mikil áhrif á verð á kvóta og hefur verð á ýsu á fiskmörk- uðum lækkað um 68% frá því vorið 2002. Lækkunina má fyrst og fremst rekja til aukinnar ýsuveiði og meiri ýsukvóta en undanfarin ár. Kvóta- verð annarra tegunda hefur einnig sveiflast mikið undanfarin fimm fisk- veiðiár en þó hefur verð á karfakvóta verið nokkuð stöðugt. Ýsukvótinn lækkað um 77%  Verð á/C1 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.