Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 33 Er veisla framundan?.. Glæsilegur veislusalur Ferðafélagsins í Mörkinni til leigu Komum líka með veisluna heim til þín Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is Pantanir og uppl. í síma 587 3800 og 899 2959 Þórarinn Guðmundsson matreiðslumestari NÚ þegar rúmir fjórir mánuðir eru liðnir frá Alþingiskosningum er gott að fara yfir hluta af loforðalista íhalds og fram- sóknar í kosninga- baráttunni 2003. Blekið var varla þornað af stjórn- arsáttmála rík- isstjórnarinnar í vor, þ.e.a.s. íhalds og framsóknar, er eitt stærsta kosn- ingamál þessara flokka var svikið. Þetta var mál er varðar Héðinsfjarð- argöng. Kosningamál sem örugglega afl- aði stjórnarliðum þess þing- mannafjölda er gerði íhaldi og fram- sókn kleift að mynda ríkisstjórn. Ég man varla eftir öðrum eins kosningaloforðasvikum frá því und- irritaður fékk kosningarétt fyrir tæpum 50 árum. Ekkert mál segja menn, allt í lagi að boða göngin en svíkja nokkrum vikum síðar. Hverskonar þjóðfélag er þetta eiginlega sem býður upp á slíkt, er mönnum ekki sjálfrátt í loforðum og gjörðum sínum. Svona lagað myndi ekki líðast að mínu mati í öðrum Evrópuríkjum. Þar yrðu menn að standa við loforð sín. Hér er allt í lagi að lofa og síðan svíkja, ekkert mál. Svo eru menn verðlaunaðir með ráðherrastólum sem að slíku standa, ja sveiattan, hún hlýtur að vera vel svört tungan í slíku fólki er svíkur svona. Í kosningabaráttunni var einnig lofað línuívilnun í haust, út á það komu örugglega ófá atkvæði, en hvað skeður eftir kosningar. Jú við meintum þetta ekki, það er ekki hægt, menn hefðu ef til vill átt að kynna sér lögin betur, ef þetta var ekki hægt, eða voru þetta vísvitandi svik? Önnur stórkostlegu kosningasvikin Hægt er að benda á fleiri loforð sem tengjast t.d. heilbrigðiskerfinu, loforð um stækkanir á t.d Sjúkra- húsi Suðurlands á Selfossi. Búið að leggja fram hugmyndir að fjár- mögnun, teikningar og hvað eina fyrir kosningar, síðan slegið af eftir kosningar. Ja það er allt í lagi að lofa og lofa og síðan svíkja og svíkja. Enn verður tungan svartari Stjórnarliðar halda að Íslendingar séu svo gleymnir á loforðin og sein- þreyttir til mótmæla að það sé ekk- ert mál að lofa fyrir kosningar, svo bara svíkja, þetta var bara „Barba- brella“ sem kosningarnar gengu út á. Orð skulu standa – en ekki kosn- ingaloforð Eftir Jón Kr. Óskarsson Höfundur er varaþingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. ALLNOKKUR umfjöllun hefur orðið um söluverkefni bænda á Austur- landi, sem Sláturfélag Austurlands hefur beitt sér fyrir undir nafninu AUST- URLAMB. Efni þessarar greinar er að skýra ýmislegt af því sem þar liggur að baki, lýsa undirbúningi og framkvæmd í fáum dráttum og segja frá helstu væntingum, sem því tengjast. Nýbreytni í markaðssetningu Eins og alþjóð veit hefur sölukerfi landbúnaðarafurða á sér nokkurt yfirbragð einsleitni. Tala sumir um einokun eða í besta falli fákeppni í þessu sambandi. Stjórnvöld og samtök bænda hafa sameinast um að fella alla sölu og meðferð kjöts og kjötafurða í einn og að mörgum finnst, tiltölulega þröngan farveg. Heil- brigðisyfirvöld hafa einnig stuðlað að þessari þróun. Nú þegar aðferðir við markaðssetningu lambakjöts eru umdeildar og framleiðsla hefur ekki verið í neinum takt við innanlandsmarkað hljóta einstakir bændur að leita sinna eig- in söluleiða. Eina slíka leið er verið að opna með AUSTURLAMBI. Hún bygg- ist á því að vissum fjölda lamba er haldið sér í sláturhúsi. Skrokkarnir fá auð- kenni verkefnisins og viðkomandi bónda og þessu auðkenni er haldið í gegnum vinnsluferli allt til pökkunar og afgreiðslu til neytanda. Yfirstignar tálmanir Þó að ferillinn virðist einfaldur við fyrstu sýn, er hann þó verulega frábrugð- inn því sem nú tíðkast við framleiðslu og sölu lambakjöts. Til dæmis blasti verulegur vandi við þegar kom til ákvörðunar vöruforms. Auðvitað vildu stjórnendur verkefnisins hafa úrvalið sem mest. Erfiðleikum er bundið að selja vissa hluta skrokksins, svo sem slög, bringustykki, hálsbita ofl. Nið- urstaðan varð sú að við einfaldlega reynum ekki sölu á þessum lökustu hlut- um lambsskrokksins, en bjóðum eingöngu betri bitana: læri, hryggi og fram- parta að burthöggnum hálsbitum og bringubitum en með framhryggjar- sneiðum. Í gegnum verkefnið seljum við einungis fitulitla skrokka með góðri vöðvafyllingu og bjóðum því í sannleika úrvalskjöt úr úrvalslömbum. Sölu- aðferðir eru fyrirhugaðar með tvennu móti. Gegn vissri þóknun geta við- komandi bændur selt sitt eigið kjöt hverjum sem hafa vill. Einnig er almenn- ingi boðið upp á að versla við einstaka bændur í gegnum heimasíðu verkefnisins austurlamb.is Annar meginvandi er staðsetning framleiðenda, en í þessu landi eru ekki lögboðnar neinar mótvægisaðgerðir sem koma til móts við landsbyggð- armenn sem vilja selja einstökum fjarlægum neytendum vöru sína. Þjónusta landsbyggðarmanna þykir því óaðgengileg þeim sem búa á höfuðborg- arsvæðinu og eru ekki vanir að greiða innanlandsflutning í neyslu sinni. Ný- sköpun atvinnulífs utan höfuðborgarsvæðisins er af þessum sökum miklum erfiðleikum bundin. Við hjá Austurlambi höfum samt sem áður eygt til- tölulega ódýrar lausnir, en óhjákvæmilega hefur þetta áhrif til hækkunar á verði vörunnar. Fyrstu viðbrögð – erlendar fyrirspurnir Þegar landbúnaðarráðherra opnaði heimasíðu Austurlambs fyrir 10 dögum síðan vakti atburðurinn nokkra athygli. Pantanir tóku strax að berast og fyr- irspurnir úr ýmsum áttum. Þar á meðal bárust nokkrar fyrirspurnir frá Ís- lendingum sem dvelja erlendis, en þeir hafa áhuga á því að geta keypt ís- lenskt lambakjöt á þennan hátt. Margt bendir til að þarna úti sé dágóður markaður fyrir þessa þjónustu, en örugglega fellur nokkur aukakostnaður á slíkar sendingar, sem kaupendur þurfa að taka á sig. Hjá Austurlambi er mikill vilji til að ná til þessa markaðar og finnast vonandi nothæfar leiðir til hans. 20 bændur gáfu sig fram til þátttöku í AUSTURLAMBI. Þeim vil ég sér- staklega þakka fyrir að hafa léð máls á að taka þátt í þessari djörfu tilraun. Einnig ber að þakka samstarfsaðilum í kjötgeiranum, þeim hjá Sláturhúsi Norðlenska á Húsavík, sem selt hafa bændum slátrun og Kjötkaup á Reyð- arfirði, sem einnig lætur Austurlambi í té þjónustu sína við sundurtöku, pökkun og afgreiðslu. Báðir þessir aðilar hafa verið ráðhollir varðandi eitt og annað sem snýr að vörunni sjálfri. Þá vil ég þakka heimasíðugerð- armönnum hjá Athygli og Galdri þeirra mikilvæga þátt í verkefninu en síðast en ekki síst IMPRU – Nýsköpunarmiðstöð Iðntæknistofnunar á Akureyri, sem stýrði verkefninu og veiti því fjárstuðning. Þeirra aðstoð var frumskil- yrði fyrir því að af því gæti orðið. Framlög hafa einnig fengist frá At- vinnuþróunarsjóði Austurlands og Markaðsráði kindakjöts og ber að þakka þau, en sannast sagna hefur stofnkostnaður verkefnisins orðið slíkur að ekki verður hjá því komist að leita enn frekar eftir utanaðkomandi fjárstuðningi ef frumkvöðullinn, Sláturfélag Austurlands, á ekki að bíða óeðlilega þunga fjárhagsbyrði vegna þess. Niðurstöður Gallup-könnunar benda til að nýjar söluleiðir auki sölu lambakjöts á innlendan markað. Því er eðlilegt að átak sem þetta verði frekar sameiginlegt, fremur en að það sé unnið af einum til- teknum hagsmunaaðila. Þeim sem vilja kynna sér nánar þessa nýju leið til sölu á lambakjöti er velkomið að skoða heimasíðu þess, Austurlamb.is. Austurlamb – frá hug- mynd að framkvæmd Eftir Sigurjón Bjarnason Höfundur er framkvæmdastjóri Sláturfélags Austurlands. NÚ SÍGUR óðum á eitt hið mild- asta og gróskuríkasta sumar í manna minnum. Haustið segir til sín. En eins og jarð- argróðinn hefur dafnað vel í ár er jafngleðilegt að minnast þess að menningarlífið blómstrar í landinu. Ekki bara í höf- uðborginni, heldur úti um alla landsbyggð. Það sem af er septembermánuði hefir hver atburð- urinn rekið annan öðrum ánægjulegri á menningarsviði og fleira sem teljast má fræðandi og uppbyggjandi. Mér er sérstaklega í minni hversu skemmtilegt og upplífgandi það hefur verið að fá heimsóknir erlendra manna, sem hafa haft annað að segja Íslendingum en þetta vanabundna heimspólitíska stagl og þennan ein- hliða kerfisáróður boðbera fésýsluafl- anna. Ekki var síst tilbreyting að heyra gagnrýnar skoðanir bandarísks pró- fessors, dr. Jeffreys Sachs, á hinni nýju heimsvaldastefnu Bandaríkj- anna og útgjaldafrekum hernaði í því sambandi. Það getur varla kallast gamanspaug að svo komnu að eiga ríkisstjórn Georgs Bush að vini og verndara. Bókmenntahátíð sú, sem efnt var til í þriðju viku mánaðarins, virðist hafa tekist vel. Ekki er annað að sjá en að hún hafi verið ágætlega sótt, enda gerð góð skil í fréttum og fjöl- miðlaumræðu. Fjölmargir erlendir rithöfundar voru gestir hátíðarinnar, kynntu þar verk sín og vinnubrögð og tóku á annan hátt þátt í viðburðum vikunnar. Ekki er við að búast að allir þessir gestir séu í öndvegi á skálda- bekk, svo að þeir eigi upp til hópa von á nóbelsverðlaunum. En hvað um það! Þetta var eigi að síður stöndugur flokkur hugsandi manna, þótt sumir stæðu öðrum framar. Þarna voru ýmsir framúrskarandi höfundar, virkir í því hlutverki rithöfunda að vera sjáendur og gagnrýnendur sem gera hlutverki sínu skil á listrænan hátt. Víst er gott að heyra í slíkum mönnum, mönnum sem skynja kviku samtímans og koðna ekki niður í því dáðlausa afskiptaleysi, sem póstmód- ernisminn lætur annars sannast á sjálfum sér. Menning á haustdögum Eftir Ingvar Gíslason Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. HEIMDALLUR er langstærsta félag ungra sjálfstæðismanna í landinu. Þar á ungu fólki að gefast tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum og taka þátt í lifandi umræðum um þjóðfélags- mál. Félagið hefur því mikilvægu hlutverki að gegna ekki síst þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í meiri- hluta í ríkisstjórn. Sjá þarf til þess að málefnum ungs fólks sé haldið á lofti í ríkisstjórnarsamstarfinu ásamt því að koma skoðunum fé- lagsmanna á framfæri við almenn- ing svo eftir verði tekið. Næstkomandi miðvikudag verð- ur aðalfundur Heimdallar haldinn. Á honum verður kosið um stjórn félagsins og formann. Við ásamt tíu öðrum einstaklingum höfum ákveðið að bjóða okkur fram í stjórnina og viljum með því leggja okkar af mörkum til að gera Heimdall að opnum og öflugum starfsvettvangi ungs fólks í Reykjavík. Heimdallur á að vera ötull tals- maður frjálslyndra skoðana og ein- staklingshyggju. Félagið á að veita starfandi þingmönnum og fulltrú- um Sjálfstæðisflokksins í rík- isstjórn aðhald frá hægri væng stjórnmálanna og sjá til þess að skoðanir félagsmanna fari ekki fram hjá neinum. Nú upp á síð- kastið virðist nokkuð hafa dregið úr þessum sýnileika og margir af þeim atburðum sem voru fastir lið- ir hjá Heimdalli virðast tilheyra fortíðinni. Þeirri þróun er nauð- synlegt að snúa við. Öflugri málsvari ungs fólks Heimdallur hefur lengi beitt sér fyrir umbótum í skattamálum og er það vel. Til dæmis hefur birt- ingu álagningaskráa verið mót- mælt og stjórnvöld hvött til að lækka tekjuskatt á fyrirtæki og einstaklinga. Heimdallur á einmitt að vera í brjósti fylkingar í að krefjast umbóta í þessum málum því þau eru meðal þeirra mála sem snerta ungt fólk hvað mest. Heimdallur þarf jafnframt að leggja harðar á sig í fleiri baráttu- málum sem varða ungt fólk. Það gerist eingöngu með öflugu sam- starfi félagsmanna. Því er mik- ilvægt að opna augu ungs fólks fyrir félaginu og þeirri starfsemi sem það stendur fyrir. Fjölga þarf virkum félagsmönnum með áhuga- verðu starfi, málfundum og útgáfu. Heimdallur á að vera aflvaki framfara í þágu ungs fólks og framtíðarinnar. Reynsla okkar tryggir árangur Framboð okkar samanstendur af einstaklingum sem hafa mikinn áhuga að starfa á vettvangi Heim- dallar og ætla að sjá til þess að kraftur, víðsýni, hugmyndaauðgi og frjálslyndi einkenni starf fé- lagsins. Öll höfum við mikla reynslu af félagsstörfum og höfum náð þar góðum árangri, m.a. í framhalds- og háskólum. En á þeim vettvangi hefur starf ungra sjálfstæðismanna ekki verið nægi- lega öflugt og fylgi hefur tapast til annarra flokka. Við munum leggj- ast á eitt við að snúa þeirri þróun við. Framboðið hefur opnað vefsíðu til að kynna frambjóðendur og stefnumál og er fólk hvatt til að kíkja þangað til að fá frekari upp- lýsingar. Slóð þess er www.blatt.is. Gerum Heimdall að öflugum vettvangi ungs fólks Eftir Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur og Ými Örn Finnbogason María er hagfræðingur og frambjóðandi í stjórn Heimdallar. Ýmir er nemi í viðskiptafræði við HR og frambjóðandi í stjórn Heimdallar. Ýmir Örn Finnbogason María Sigrún Hilmarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.