Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 49
KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 49 Alltaf á laugardögum Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 500 kr.* Almennt verð er 1.689 kr. Pantanafrestur er til kl. 12.00 á föstudögum. *5 línur; tilboðið gildir til 31. desember 2003. Hafðu samband! Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111 eða augl@mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 22 0 0 9/ 20 03 HVAR hefur fjölhæfni Rob Rein- ers lit sínum glatað? spyr maður sig eftir að hafa setið sem fastast og horft á hina klaufalegu Alex og Emma, kvikmynd sem heita á sjálfs- vísandi rómantísk gamanmynd, en reynist fátt annað en illa útfærð ást- arvella. Það er langur vegur í leik- stjórnarferli Reiners, frá gaman- myndunum This is Spinal Tap og When Harry Met Sally, sem ein- kenndust af frumleika og beittum húmor, til hinnar andlausu Alex og Emma. Lægð Reiners, sem einnig á að baki myndir á borð við The Sure Thing, Stand by Me, The Princess Bride og Misery, er greinilega við- varandi. Í myndinni segir frá rithöfundin- um og spilafíklinum Alex Sheldon (Luke Wilson) sem glímir við mikla ritstíflu eftir að hafa slegið í gegn með sinni fyrstu bók, auk þess að hafa komið sér í alvarlegar skuldir hjá illskeyttri kúbverskri mafíu. Brátt blasir við sú staða, að ef Alex ekki lýkur við nýju skáldsöguna sína á næstu 30 dögum og fær væna fyr- irframgreiðslu fyrir, verður lífi hans og limum ekki forðað undan reiði lánardrottnanna. Vandinn er hins vegar sá að ritvinnslutölva Alex eyðilagðist í síðustu viðvörunarinn- rás glæponanna, og ákveður hann því að fá hraðritara til að hjálpa sér við að koma skáldskapnum á blað. Þannig kemur Emma (Kate Hud- son) inn í líf Alex, en hún sér aumur á manninum og hefja þau í kjölfarið skáldsagnagerðina. Áhorfendur kvikmyndarinnar fá síðan að sjá inn í sagnaheiminn sem er að verða til, en hann á sér stað á þriðja áratug 20. aldar og lýsir samskiptum hins unga rithöfundar Adams (sem einn- ig er leikinn af Luke Wilson), í fyrstu við heillandi franska ekkju, en síðan við fjölþjóðlega au-pair stúlku sem leikin er af Kate Hudson og tekur á sig ýmsar myndir eftir því sem sögunni vindur fram og til- finningar rithöfundarins í garð hennar þróast. En hraðritarinn Emma á líka sín inngrip í söguna, og þannig þróast sagan milli þeirra Alex, jafnframt því sem þau smám saman verða ástfangin. Hugmyndin sem hér er lagt upp með er hreint ekki svo slæm og býð- ur upp á endalausa möguleika, í þá átt að fylgjast með skáldskap og ást- arsambandi í mótun og vinna á með- vitaðan hátt með rómantískar frá- sagnarhefðir. Hins vegar virðist sem gengið hafi verið til verksins með hálfum hug og af það mikilli hroð- virkni að öllum metnaðarfullum for- merkjum hefði betur verið sleppt. Helsti vandinn er kannski sá að að- alpersónan á að vera hæfileikaríkur og sjarmerandi inni við beinið, en í raun gerir hann ekkert, hvorki í skáldsögunni sem hann býr til, né hegðun almennt til að sýna fram á það. Persónu Emmu er sömuleiðis troðið á klaufalegan hátt inn í báðar sögurnar, og verða tilfinninga- straumarnir á milli Alex og Emmu aldrei nógu áþreifanlegir til að bera uppi rómantíska gamanmynd. Þá kallast hin vemmilega ástarsaga sem Alex semur og söguheimur kvikmyndarinnar snýst upp í, illa á við þær hugleiðingar um ástríðu, sköpunar- og ritunarferli sem búa í grunnhugmynd sögunnar. Þar er meira að segja vísað í ævi Dostoj- evskís, og ritunarsögu nóvellu hans, Fjárhættuspilarinn, en ekkert unnið með þær skírskotanir. Hér er því fyrst og fremst illa farið með góða hugmynd, hún útfærð af miklu metnaðarleysi sem verður enn meira áberandi þegar hæfileikamað- ur á borð við Rob Reiner heldur um leikstjórnartaumana. Rauð ást- arsaga verður til KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjórn: Rob Reiner. Handrit: Jeremy Leven. Aðalhlutverk: Kate Hudson, Luke Wilson, Sophie Marceau, David Palmer, Rob Reiner. Lengd: 96 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2003. Alex and Emma / Alex og Emma Luke Wilson og Kate Hudson í rauðu ástarsögunni Alex og Emmu. Heiða Jóhannsdóttir Mengað vatn (Honogurai mizu no soko kara / Dark Water) Hrollvekja Japan 2002. Myndform VHS/DVD. Bönnuð innan 16 ára. (101 mín.) Leikstjórn Hideo Nakata. Aðalhlutverk Hitomi Kuroki, Rio Kanno. RINGU – sem síðar varð amerík- anseruð í The Ring – hefur aldeilis komið japanskri hrollvekjugerð á kortið og þá sér- staklega leikstjóra myndarinnar, Hid- eo Nakata. Ekki nema von því hann hefur hleypt nýju lífi í kvikmynda- form sem orðið var verulega lúið og al- gjörlega hætt að koma manni á óvart. Og hvaða til- gangi þjónar hrollvekjan ef hún get- ur ekki gert manni bilt við? En einmitt þess vegna virkar Nakata svona vel og vekur eftirtekt á vesturlöndum. Hann er búinn að sýna okkur að við erum ekki alveg orðin ónæm fyrir bíóhryllingi og það er hughreystandi. Og það með því að gefa tæknibrellugaurum og gervi- blóðsframleiðendum frí og treysta þess heldur á gömlu góðu drauga- sögurnar, þjóðsagnaarfinn japanska, þar sem allt er, líkt og í hinum ís- lenska, morandi af afturgöngum, álögum og fordæmingu. Mengað vatn sannar að Nakata er algjör sérfræðingur þegar kemur að því að hræða úr manni líftóruna. Myndin fjallar um mæðgur sem flytja í hrörlega blokk þar sem und- arlegir hlutir fara brátt að gerast, vatn að leka, allskyns hljóð að heyr- ast og sýnir að birtast – eins og gengur í blokkum í alvöru hrollvekj- um. Líkt og Ringu þá er Mengað vatn verulega draugaleg og enn nýt- ir Nakata sér sakleysi barnanna til þess að spila á taugar áhorfandans – en þó aldrei á smekklausan eða óvið- eigandi hátt. Það kemur lítið á óvart að Dream Works fyrirtæki Stevens Spielbergs, sem malaði gull á endurgerðinni á Ringu, sé þegar búið að kaupa end- urgerðarréttinn á Menguðu vatni. Og þurfa þeir í Hollywood laglega að klúðra málum til að gera ekki úr ann- an stórsmell. En endilega sjáiði þessa fyrst.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Hreinrækt- aður hrollur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.