Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 19 Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 Keflavík | Nokkuð á annað þúsund grunnskólabörn úr Reykjanesbæ og Grindavík hlýddu á boðskap leik- manna bandaríska sýningarliðsins Harlem Ambassadors í íþróttahús- inu við Sunnubraut í Keflavík í gær. Harlem Ambassadors kom til landsins til að skemmta hjá varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli, eins og liðið hefur áður gert. Liðið held- ur auk þess nokkrar sýningar fyrir almenning og mun það vera í fyrsta skipti sem það er gert utan vall- arins. Fyrsta sýningin var í Kefla- vík í gærkvöldi, hinar verða í Laug- ardalshöll á föstudagskvöldið og Hafnarfirði á sunnudag. Liðsmenn komu á fund grunn- skólabarna úr Grindavík og Reykja- nesbæ í íþróttahúsinu í Keflavík í gær. Buðu bæjarfélögin öllum nem- endum 5.–10. bekkjar í grunnskól- unum fimm, alls nokkuð á annað þúsund manns. Leikmenn liðsins kynntu sig undir forystu þjálfara síns og aðalforsprakka, konu sem gengur undir nafninu Ladé Majic og þykir skemmtileg og snjöll með boltann. Liðsmenn miðluðu af reynslu sinni. Boðskapurinn var einfaldur: Það borgar sig að halda sig frá fíkniefnum en stunda nám og taka þátt í íþróttum. Allir eru leikmennirnir í námi eða hafa lokið prófum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason „Taktu tvo snúninga og gefðu svo boltann með afturendanum,“ sagði Ladé Majic við Arnar og sýndi honum tæknina. Honum tókst að leika það eftir. Ungmennin meðtóku boðskapinn: Á annað þúsund börn og unglingar hlýddu á reynslusögur átta liðsmanna Harlem Ambassadors. EINN úr hópnum, Arnar Jónsson úr Myllubakkaskóla í Keflavík, fékk að sýna hvort hann væri betri í boltakúnstum og skotum á körfu en Ladé Majic, foringi Harlem Am- bassadors. Gerði brellurnar en hitti illa Arnari tókst að gera brellurnar en átti erfitt með að hitta í körfuna enda segir hann að nokkuð langt sé síðan hann hætti að æfa körfubolta. „Þetta var æðislega skemmti- legt,“ sagði Arnar þegar hann var kominn af sviðinu. Skemmtilegast fannst honum þegar félagar Majic þurftu að halda henni á meðan Arnar flýði og kom boltanum loks- ins í körfuna. Þar með var hann talinn betri en snillingurinn. Arnar sagðist hafa fylgst vel með boðskapnum og alveg náð honum þótt frásögnin hafi ekki verið þýdd á íslensku. Sló Ladé Majic við: „Þetta var æðislega skemmtilegt“ Grindavík | Knattspyrnukabarett var settur upp á uppskeruhátíð knattspyrnudeildar UMFG sem fram fór um helgina. Ólafur Örn Bjarnason var útnefndur besti leikmaður tímabilsins. Bergur Ingólfsson, leikstjóri knattspyrnukabarettsins, fékk til liðs við sig ýmsa listamenn bæj- arins og sungnir voru þekktir slagarar með nýjum textum. Með- al annars brá Hjálmar Hall- grímsson eftirherma sér í spor og klæðnað Dagbjarts Einarssonar útgerðarmanns og fleiri góðra manna. Uppskeruhátíðin fór fram í fé- lagsheimilinu Festi. Þar sem þetta var í 25 skipti sem uppskeruhá- tíðin er haldin var meira lagt í hana en venjulega. Hápunktur kvöldsins var að venju verðlaunaafhending fyrir af- rek sumarsins. Efnilegasti leik- maðurinn var kjörinn Eyþór Atli Einarsson, markakóngur var Sin- isa Kecik og Ólafur Örn Bjarnason var kjörinn bestur. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Bestur í Grindavík: Ólafur Örn var heiðraður á úrslitakvöldinu. Kabarett á uppskeruhátíð Keflavík | Aðalstjórn Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, hef- ur afhent deildum félagsins styrki samtals að fjárhæð tvær milljónir króna. Aðalstjórn félagsins seldi fast- eignina Skólaveg 32 og tók í notkun nýtt félagsheimili og skrifstofu að Hringbraut 108. Með sölunni skapaðist svigrúm til að greiða út peninga til deilda og styrkja þannig fjárhag þeirra til að halda úti öflugu og metn- aðarfullu íþróttastarfi, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Á síðasta aðalfundi var samþykkt heimild til að verja samtals tveim- ur milljónum til þessa og var fjár- hæðinni skipt á milli deildanna miðað við iðkendafjölda. Innan Keflavíkur eru nú sjö deildir og voru íþróttaiðkendur innan þeirra alls 1.327 um síðustu áramót. Fá peninga til að efla starf íþróttadeildanna. F.v. Einar Haraldsson for- maður Keflavíkur, Rúnar Arnarson, Hrannar Hólm, Níels Hermannsson, Sesselja Birgisdóttir, E. Magdalena Sæmundsdóttir og Árni Leifsson. Tvær milljónir til deildanna www.thjodmenning.is ATVINNA mbl.is Grindavík | Búmenn afhentu á dög- unum fjórar nýjar íbúðir í Grinda- vík. Alls hafa Búmenn tekið í notk- un 42 íbúðir á Suðurnesjum. Íbúðirnar sem húsnæðis- samvinnufélagið Búmenn afhentu í Grindavík eru við Árnastíg 1 til 7. Fyrir átti félagið sex íbúðir í sama byggingareit en þær eru við Skip- astíg 2 til 12. Auk 10 íbúða í Grindavík hafa Búmenn afhent 14 íbúðir í Garði, 10 í Vogum og 8 í Sandgerði, alls 42 íbúðir. Félagið er áfram með veruleg umsvif á Suðurnesjum, samkvæmt upplýsingum Daníels Hafsteins- sonar framkvæmdastjóra. Í Garð- inum eru sex íbúðir í byggingu og viðræður standa yfir við fulltrúa Grindavíkurbæjar um aðkomu fé- lagsins að byggingu minni séreigna við elli- og hjúkrunarheimilið Víði- hlíð. Verið er að undirbúa byggingu níu íbúða í húsi sem félagið mun byggja við Miðnestorg í Sandgerði en Sandgerðisbær mun taka stóran hluta hússins að leigu fyrir bæj- arskrifstofur, bókasafn og fleira. Búmenn hafa haft áhuga á að geta boðið íbúum Reykjanesbæjar íbúðir og hefur komið til tals að fé- lagið fengi úthlutað byggingasvæði í Hlíðarhverfi. Enn er óljóst hvort af því verður. Búmenn afhenda fjórar íbúðir Haldið ykkur frá fíkniefnunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.