Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYND Ívars Arnar Guð- mundssonar arkitekts um viðbygg- ingu við Sundhöllina við Barónsstíg, sem greint var frá á forsíðu Morg- unblaðsins á þriðjudag, fær misjöfn viðbrögð þeirra arkitekta sem rætt var við en borgarstjóri og formaður skipulags- og byggingarnefndar bregðast vel við. Er hugmyndin með- al nokkurra annarra sem kynntar eru á yfirlitssýningu í Bankastræti á vegum Aflvaka um uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur. Pétur H. Ármannsson, arkitekt og deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur, sem jafn- framt á sæti í húsafriðunarnefnd rík- isins, gerir engar alvarlegar athuga- semdir við hugmynd Ívars Arnar. Þó að Sundhöllin hafi nýlega verið frið- uð, ásamt sex öðrum byggingum Guðjóns Samúelssonar, séu mörg fordæmi fyrir viðbyggingum við frið- aðar byggingar með farsælum hætti, samanber Alþingishúsið. Virðing gagnvart Guðjóni þurfi samt ekki endilega að felast í því að „apa“ bók- staflega eftir honum. „Mér finnst stærðarhlutföllin í þessari viðbygg- ingu, og eðli þeirra tenginga sem þarna eru settar fram, vera þess eðlis að þetta er hugmynd sem alveg er hægt að skoða, auk þess sem ný- byggingin snertir gamla húsið á frek- ar hógværan hátt. Hins vegar er álitamál hvort nýbyggingin á að elta stílinn á gömlu byggingunni jafnbók- staflega og gert er í þessari tillögu. Mér finnst að hún gæti alveg eins verið fullgildur nútímaarkitektúr á sama hátt og til dæmis viðbygging Alþingishússins,“ segir Pétur. Fjölföldun ekki metnaðarfull Pétur telur að frá sjónarhóli hús- verndar sé það ekki fráleit hugmynd að byggja við Sundhöllina. Slíkar hugmyndir hafi komið upp áður. „Ein besta leiðin til að tryggja varð- veislu húsa er að þau séu notuð og þjóni einhverju markverðu hlutverki í því samfélagi sem þau tilheyra.“ Jóhannes Þórðarson, arkitekt og einn eigenda Glámu-Kím, segir að sé það raunin að það vanti meira vatn í miðbæinn þá sé hugmyndin um úti- sundlaug í nábýli við Sundhöllina góð. Sú hugmynd sé ekki ný af nál- inni samanber meðfylgjandi tillögu Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar frá fimmta áratug síð- ustu aldar. „Virðing fyrir góðu verki Guð- jóns Samúelssonar felst hins vegar ekki í að endurtaka það sem fyrir er. Að fjölfalda gluggasetningu í tæknikjallara Sund- hallarinnar er ekki metnaðarfullt verk,“ segir Jóhannes. Halldór Gíslason, arkitekt og deildarfor- seti hönnunardeildar Listaháskóla Íslands, segist ekki sjá mikil vandkvæði á að reisa byggingu eftir hug- mynd Ívars Arnar þó að sjálf Sundhöllin sé friðuð. Hug- myndin sé í anda Guðjóns Sam- úelssonar. „Hann er ekki með einhvern brjál- æðisgang eins og sumir kollegar okk- ar vilja. Stundum heppnast þetta vel eins og viðbyggingar við Alþingi og Þjóðminjasafnið. Ívar gerir líka ráð fyrir líkamsræktarstöð undir sund- lauginni, sem er áhugavert. Friðaði hluti Sundhallarinnar stendur nokk- urn veginn sjálfstæður og hann yf- irkeyrir ekki bygginguna þó að land- ið í kring sé yfirkeyrt. Þetta er ein leið til að auka þjónusturýmið í borg- inni,“ segir Halldór. Hið minnsta fimm ár í framkvæmdir Þórólfur Árnason borgarstjóri og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for- maður skipulags- og byggingar- nefndar Reykjavíkur, taka bæði vel í hugmynd Ívars Arnar og telja hana skemmtilega og spennandi. Þó sé að- eins um hugmynd að ræða sem að auki sé fyrir utan gildandi deiliskipu- lag á svæðinu. Samkvæmt fram- kvæmdaáætlun geti verið nokkur ár í að byggt verði við Sundhöllina, eða eins og Steinunn segir: „Ég lít meira á þetta sem framtíðarmúsík.“ Benda þau á þær miklu framkvæmdir sem eru við Laugardalslaugina, auk þess sem ákveðið hafi verið að endurbæta Vesturbæjarlaugina. Telur borgar- stjóri að hið minnsta fimm ár geti verið í framkvæmdir við Sundhöllina. Þórólfur segist hafa séð hugmynd- ina áður innan borgarkerfisins, eins og flestar aðrar tillögur á yfirlitssýn- ingunni í Bankastræti. Þær séu flest- ar skemmtilegar og áhugaverðar og sýni mikinn sköpunarkraft meðal arkitekta. Þeir sjái mikla möguleika í deiliskipulagi víða um borgina og það sé hið besta mál. „Mér líst vel á að stækka Sundhöll- ina og gera þar útiaðstöðu. Þegar hafa verið settir upp pottar, sem ég hef sannreynt að er mjög gott að vera í, en síðan yrði ekki verra að geta fengið sér líka sundsprett utan- húss. Mannvirkið liggur vel við sólu,“ segir borgarstjóri. Frumkvæðinu fagnað Steinunn Valdís segir hugmyndina sýna að hægt sé að gera hluti við Sundhöllina sem bæta hana verulega og koma til með að auka aðsóknina. „Þau viðbrögð sem ég hef fengið eru bara mjög jákvæð,“ sagði Steinunn og telur að ekkert gerist í þessu á næstu þremur árum miðað við fjár- hagsáætlun borgarinnar. „Við mun- um ráðast í endurgerð og viðbætur á Sundhöllinni. Þetta er bara spurning um hvenær það gerist. Með fjölgun íbúa á þessu svæði þarf að huga að ýmsum stoðþáttum sem tengjast af- þreyingu og frítíma fólks. Ég fagna því þegar fólk sýnir áhuga og frum- kvæði að því að gera svona lagað á miðborgarsvæðinu. Einkaaðilar hafa greinilega trú á miðborginni og telja að hún eigi möguleika í framtíðinni.“ Viðbygging Ívars Arnar séð að framanverðu frá Barónsstíg, þar sem ekki virðist fara mikið fyrir henni við hlið spennistöðvar Orkuveitunnar og Heilsuverndarstöðvarinnar. Borgarstjóri bregst vel við en arkitektar ósammála Ekki verður þörf á að fjarlægja nærliggjandi byggingar því allstór gras- bali er nú sunnan við Sundhöllina. Hugmynd um viðbyggingu Sundhallarinnar sögð í anda Guðjóns Samúelssonar, of mikið að mati sumra arkitekta Þórólfur Árnason: „Skemmtileg hugmynd.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir: „Framtíðarmúsík.“ Halldór Gíslason: „Enginn brjál- æðisgangur.“ Jóhannes Þórðarson: „Endurtekning.“ Pétur H. Ármannsson: „Eltir stíl Guðjóns.“ Tölvumyndir/Ívar Örn Guðmundsson ÞETTA er ekki í fyrsta sinn sem fram koma hugmyndir um viðbyggingu við Sundhöllina. Morgunblaðið birtir hér uppdrátt af nærri 60 ára gamalli hugmynd arkitektanna Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar, sem þeir unnu á árunum 1940 til 1944. Ekkert varð þó af þeim áformum en samanburðurinn er engu að síður skemmtilegur. Sjálf Sundhöllin var tekin í notkun 1937 og hönnuð af Guðjóni Samúelssyni, þáv. húsameistara ríkisins, á ár- unum 1929 til 1937. Pétur H. Ármannsson arkitekt segir að Sig- urður og Eiríkur hafi gert ráð fyrir stórri úti- sundlaug og baðstað við hlið Sundhallarinnar en þetta hafi verið áður en sjónum var beint að sundlaug í Laugardal, sem síðar reis, og áður en Spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur og Heilsuverndarstöðin risu við Barónsstíg. Sextíu ára gömul tillaga Teikning/Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.