Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 11 YAIR Sapir frá Ísrael var 15 ára gamall þegar hann heyrði íslensku í fyrsta sinn í sjónvarpi, það var nánar tiltekið árið 1986 þegar Ísland var í fyrsta skiptið með í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með hinn margrómaða Gleði- banka. Eitt leiddi af öðru og sl. mánudag varði Yair doktorsritgerð um orðmyndun í nútíma- íslensku við Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Hann freistar þess nú að fá doktorsritgerðina útgefna á Íslandi en hefur hug á því í framtíðinni að kenna norræn mál við Háskólann í Jerúsalem. „Ég hafði heyrt af landi og þjóð áður en vissi lítið um það. Ég hafði áhuga á norrænum málum en ég þekkti mest til dönsku, sænsku og norsku, íslenskan hljómaði framandi. Ég reyndi að finna kennslubækur í íslensku í Ísrael en það var ekk- ert til. Svo fluttist ég stuttu síðar með foreldrum mínum til Kaupmannahafnar. Þar var Jónshús og í Kaupmannahöfn byrjaði ég að læra íslensku upp úr bókum,“ segir Yair um viðkynni sín af ís- lensku, fyrst sunginni íslensku og síðan úr bók- um. Yair segist fljótlega hafa orðið heillaður af því hvernig orð á íslensku eru mynduð úr eldri orðum í málinu. „Við höfum svipaða hneigð í hebresku en það gengur samt ekki eins vel og í íslensku. Við tökum inn meira af tökuorðum en íslenskan.“ Studdist við gagnasafn Morgunblaðsins Eftir nokkurra ára dvöl í Kaupmannahöfn fluttist Yair aftur til Ísraels, gekk í herinn og fór síðar að vinna. Draumurinn um að koma til Ís- lands blundaði allan tímann með honum. Hann lauk háskólaprófi í almennum málvísindum frá Ísrael og kom loks til Íslands árið 1993. Til Sví- þjóðar kom hann fyrst árið 1996 og byrjaði þá að læra íslensku fyrst fyrir alvöru. Reyndar hafði hann lært það mikið í tungumálinu að mest af því efni sem kennt er þar í námskeiðum í íslensku hafði hann þegar lært. Yair hóf að koma til Íslands til að afla efnis í doktorsritgerð sína, hann las greinar um orð- myndun í íslensku og las fjöldann allan af dag- blaðagreinum úr gagnasafni Morgunblaðsins á Netinu. Afraksturinn af allri þeirri vinnu er að finna í ritgerðinni sem hann varði við Háskólann í Uppsölum á mánudag. Í útdrætti úr ritgerðinni segir m.a. að meginviðfangsefni rannsóknarinnar sé að varpa ljósi á aðferðir sem notaðar séu við orðmyndun í íslensku á okkar dögum. Ennfremur sé sett fram tilgáta um enn einn flokk við hlið samsettra og afleiddra orða eða sk. compilations. Í ritgerðinni er m.a. að finna alllangan lista yfir orð sem fyrst komu fyrir í prentuðu íslensku máli eftir 1780 og orð sem breytt hafa um merkingu frá þeim tíma ásamt greiningu á orðmyndun þeirra. Heyrði ís- lensku fyrst í Evróvisjón Yair Sapir við Geysi í fyrra. Við hlið hans stendur Isabella, sænsk vinkona hans. Ísraelsmaður búsettur í Uppsölum í Svíþjóð ver doktorsritgerð í nútímaíslensku FJÓRIR verktakar er buðu í ný- byggingu Djúpvegar voru allir undir áætlun Vegagerðarinnar þegar til- boð voru opnuð á þriðjudag. Um er að ræða ríflega sex kílómetra kafla milli Forvaða í Kollafirði og Þorpa í Steingrímsfirði. Verkinu á að vera lokið 1. september á næsta ári. Áætlunin hljóðaði upp á 75,5 millj- ónir króna. Lægsta boð kom frá Norðurtaki ehf. á Sauðárkróki, 57,4 milljónir, sem er um 75% af áætl- uninni. Næst komu Kubbur ehf. á Ísafirði með 63,9 milljóna kr. tilboð, Fylling ehf. frá Hólmavík með 69,7 milljónir og loks EK Vélar og Jóri í Kópavogi með tilboð upp á 71,1 millj- ón króna. Þá voru við sama tækifæri opnuð tilboð í gerð Möðruvallavegar frá Ólafsfjarðarvegi um Möðruvelli og heimreiðar að Möðruvöllum. Alls gerir þetta um kílómetra vegar- spotta sem á að fullu að vera lokið í júlí 2004. Í þetta sinn voru allir verk- takar yfir áætlun Vegagerðarinnar upp á 8,1 milljón en enn var Norð- urtak á Sauðárkróki með lægsta boð, eða 8,3 milljónir. Aðrir verktakar buðu frá 8,6–11,4 milljóna kr. Norðurtak lægst í tveim- ur útboðum KOMIN er út bókin Heilbrigði býr í huganum á vegum Parkinsonsam- takanna á Íslandi. Höfundur er danski sálfræðingurinn Svend And- ersen, sem sjálfur greindist með sjúkdóminn fyrir fjórum árum, og sagði hann í viðtali við Morgunblaðið þegar bókin var kynnt að lífinu væri þrátt fyrir það ekki lokið, þetta væri byrjunin. Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Parkinsonsamtakanna, segir að bók- in sé ekki aðeins fyrir Parkinsonsjúk- linga eða aðstandendur þeirra heldur geti hún einnig gagnast öllum sem verði fyrir áföllum í lífinu og glími við ólæknandi sjúkdóma. Segir hann flesta verða fyrir áföllum einhvern tímann ævinnar og bókin bendi á leiðir til að takast á við slíkar aðstæð- ur og hjálpa mönnum til að koma auga á ný tækifæri og nýjar leiðir til hamingjuríks lífs þrátt fyrir breyttar aðstæður. Helga Ágústsdóttir þýddi bókina. Svend Andersen segist með bók- inni skrifa nokkuð jarðbundið um líf Parkinsonsjúklings en einnig flétta inn í skrifin faglegum ráðleggingum. Segir hann hægt að nota svo margt í lífinu sér til uppbyggingar og þroska, einnig viðvarandi sjúkdóma og það sem óþægilegt sé. Í bókinni segir hann að viðhorf ein- staklingsins skipti mestu máli varð- andi meðferð í viðvarandi sjúkdóm- um. Það hafi veruleg áhrif á það hvernig honum takist að lifa með sjúkdóm sinn. Bókin kom út í Damörku í fyrra og hefur einnig komið út á ensku auk ís- lensku. Þá eru í undirbúningi útgáfur á sænsku, þýsku og spænsku. Bókarkynning og afmælisráðstefna Hérlendis eru kringum 450 Park- insonsjúklingar og í samtökunum eru tæplega 400 manns, sjúklingar, að- standendur, fagfólk og aðrir áhuga- menn. Í desember verða 20 ár liðin frá stofnun þeirra og segir Þorvaldur þá verða efnt til ráðstefnu um með- ferð og lækningu á Parkinsonsjúk- dómi. Hann segir unnt að halda sjúk- dóminum niðri að vissu marki með lyfjameðferð. Þá hafi rafskauta- ígræðsla gefið góða raun og mikið sé nú unnið að rannsóknum með stofn- frumum með tilliti til ígræðslu þeirra. Parkinsonsamtökin standa í dag, fimmtudag, fyrir fundi í Reykjavík þar sem bókin verður kynnt. Auk höfundarins tekur til máls Inger Marie Örener, hjúkrunarfræðingur og ljóðskáld, en þau hafa starfað mik- ið saman að fræðslu um Parkinson- sjúkdóminn. Sinnir Svend Andersen einkum ráðgjöf á því sviði en starfar enn í hlutastarfi sem sálfræðingur. Fundurinn verður á Kornhlöðuloft- inu og hefst kl. 20 og er slíkur fundur einnig ráðgerður á Akureyri á sunnu- dag. Bók um að lifa með langtímasjúkdóm Morgunblaðið/Ásdís Þorvaldur Þorvaldsson, formaður Parkinsonsamtakanna, með nýju bókina ásamt Svend Andersen bókarhöfundi og Helgu Ágústsdóttur þýðanda. Bent á tæki- færi og leiðir FORSVARSMENN Íbúðalánasjóðs afhentu í vikunni fjárstyrki sem stofnunin veitir árlega til tækninýj- unga og umbóta í byggingariðnaði. Alls hlutu 14 verkefni styrk samtals að upphæð 14 milljónir króna, þar af fengu tvö verkefni fjárstyrk að upp- hæð 1,5 milljónir hvort. Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins hlaut annan af hæstu styrkjunum fyrir verkefnið Endingu sjálf- útleggjandi steinsteypu og Haf- steinn Ólafsson og Ólafur Wallevik, fengu styrk fyrir vöru og markaðs- þróun á slíkri steypu. Sjóðnum er heimilt að veita styrki til einstaklinga, fyrirtækja og stofn- ana sem vinna að þróun tæknilegra aðferða og nýjunga sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði og viðhaldi íbúðarhúsnæðis, styttingar byggingartíma eða stuðlað með öðr- um hætti að aukinni hagkvæmni í byggingariðnaði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íbúðalána- sjóði. Tæring og tæringarvarnir Aðrir styrkþegar í ár eru: Jón Ei- ríksson ehf. 1.200 þúsund fyrir verk- efnið Burðarvirki úr bárujárni, Hug- smíð/Teiknistofa Guðjóns Bjarnasonar o.fl. 1.200 þúsund fyrir verkefnið Hagkvæmnis- og hönn- unarrannsókn stálgrindarburð- arvirkja í íbúðarhúsum, Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins 1 milljón fyrir verkefnið Eykur út- veggjaklæðning hættu á tæringu bendistála?, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins o.fl. 1 milljón fyrir verkefnið Rit um högghljóðein- angrun, Jakob Veigar Sigurðsson o.fl. 900 þúsund fyrir verkefnið Frá baggaplasti til steypumóta, Haf- steinn Hafliðason o.fl. 500 þúsund fyrir Græn þök - vistvæn þök, Vík- ingahús ehf. 1.200 þúsund fyrir Ný- sköpun í húsbyggingum – Víkinga- hús, Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins o.fl. 1.200 þúsund fyrir Langtímaáhrif íslenskra fylliefna á skrið steypu, Ragnheiður I. Þór- arinsdóttir o.fl. 500 þúsund fyrir Tæringar eirlagna fyrir kalt neyslu- vatn, Rannsóknastofnun bygging- ariðnaðarins o.fl. 660 þúsund fyrir Tæring og tæringarvarnir, tæring- arhraðkort, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins o.fl. 500 þús- und fyrir Samanburðarmælingar í byggingariðnaði og Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins o.fl. 1.200 þúsund fyrir verkefnið Heild- arsýn á endingu og viðhaldsþörf bygginga. Sjálfútleggjandi steypa fékk hæstu styrki Íbúðalánasjóðs Morgunblaðið/Ómar Ólafur Wallevik var annar þeirra sem hlutu hæsta styrkinn frá Íbúðalána- sjóði fyrir verkefnið Sjálfútleggjandi steinsteypa – vöru- og markaðsþróun. LANDSVIRKJUN hefur óskað eftir fundi með hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem ræða á nánar um útfærslu Norðlingaöldu- veitu. Matthildur Elísa Vilhjálms- dóttir, sitjandi oddviti, segir dag- setningu fundarins ekki liggja fyrir en stefnt sé að honum áður en hreppsnefndin hittir fulltrúa bæjar- stjórnar Akraness 8. október nk. „Þeir hjá Landsvirkjun vilja tala eitthvað betur við okkur og sýna okkur ný gögn,“ segir Matthildur og vitnar þar til skýrslu sem verkfræði- stofan Hönnun hf. gerði fyrir Lands- virkjun. Byggði stjórn Landsvirkj- unar ákvörðun sína um frestun veitunnar m.a. á þessari skýrslu. Helsta niðurstaða Hönnunar er að mun meiri rekstraráhætta fylgi lón- hæð við 566 metra en 568 metra, að- allega vegna ísavandamála. Er því eindregið mælt með útfærslu Lands- virkjunar í skýrslunni. Matthildur segir ekkert því til fyr- irstöðu að hitta fulltrúa Landsvirkj- unar eða Skagamanna. Ekkert muni þó hagga niðurstöðu meirihlutans í hreppsnefndinni. Meirihlutinn telji áhrifa Norðlingaölduveitu gæta inn í friðland Þjórsárvera þó að lónið sjálft sé fyrir utan friðlandið. Eyva- fenið fari sömuleiðis í kaf með 568 metra lónhæð. Nærveru Vilhjálms Þ. hafnað Bæjarfulltrúar af Skaganum ætl- uðu að mæta til fundarins með Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, en hreppsnefndin hafnaði nærveru hans. Að sögn Matthildar fannst nefndarmönnum óviðeigandi í þetta skiptið að Vilhjálmur kæmi sökum stjórnarsetu hans hjá Landsvirkjun. Fundar með Landsvirkj- un og Skagamönnum Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.