Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG VARÐ fyrir fremur leiðinlegum atburði fyrr í þessum mánuði. Í mig var hringt og fögur kvennmannsrödd kynnti sig og sagðist vera frá Kaup- þingi. Hún spurði mig til nafns, hvort ég hefði náð 19 ára aldri og hvort ég væri að vinna með skólanum. Ég svaraði því játandi og hún spurði mig hvort ég vissi ég ætti rétt á rúmum fimm þúsund krónum fyrir hverjar hundrað þúsund sem ég þénaði. Ég sagðist nú ekki kannast við það en hún sagði mér að þetta gæti ég fengið hefði ég bara skjal frá þeim sem að fylgdi skattkortinu mínu. Ég er nú ekki sérstaklega fróður um þessi mál, hef þar að auki dvalist erlendis síð- astliðið ár og taldi þetta vera e-r auka réttindi sem nýlega hefðu verið leidd í lög, miðað við þær upplýsingar sem ég fékk. Þetta skjal er að sjálfsögðu samningur um aukalífeyrissparnað en ekkert var minnst á það. Mér var sagt að hitta mann á þeirra vegum fyrir utan skólann minn næsta dag því hann myndi færa mér þetta „skjal“. Daginn eftir hitti ég hann í eyðu í skólanum. Hann var mjög stuttorður en brýndi það fyrir mér að þetta yrði að fylgja skattkortinu mínu, það væri það mikilvægasta. Síðan rétti hann mér pappír og bað mig að kvitta fyrir móttöku. Ég hef oft áður skrifað undir móttökukvitt- anir í vinnunni og sá því ekki ástæðu til þess að skoða það skjal sérstak- lega vel. Eftir undirritun veifaði hann framan í mig bæklingum sem sýndu raunávöxtun til lengri tíma með til- heyrandi súlu- og skífuritum. Ég hugsaði með sjálfum mér að hann vildi nota tækifærið til að selja mér e-ð en hann var í raun að utskýra líf- eyrissparnaðinn sem ég hafði nú þeg- ar skrifað undir, óafvitandi. Í öllum þessum samskiptum mínum við þetta fólk heyrði ég aldrei orð eins og „samningur“ og „lífeyrissparnaður“ og ekkert í raun útskýrt og ég gjör- samlega afvegaleiddur. Ég varð ekki lítið reiður þegar ég fann svo afritið tveimur dögum síðar og gerði mér grein fyrir að þarna hefði ég verið blekktur til að skrifa undir samning. Í ljós kom að þarna var fólk á vegum Alþjóðafjárfesting- armiðlunarinnar, fyrirtækis sem sér um sölu á lífeyrissparnaði fyrir Kaup- þing, á ferð. Ég hafði samband við Kaupþing og sagði þeim hvernig und- irverktaki þeirra hagaði sér og bað þá vinsamlegast um að ógilda samning- inn. Þeir þökkuðu mér fyrir að láta sig vita og kváðust ætla að ganga í þetta mál. Mér finnst með ólíkindum að svona vinnubrögð séu stunduð og enn ótrúlegara að sölumenn áður- nefnds fyrirtækis skuli halda að þeir komist upp með svona blekkingar. Kannast þetta fólk ekki við hugtök eins og „viðskiptasiðferði“? Svona hátterni er gjörsamlega siðlaust og ég velti því fyrir mér hvort þetta sé ekki ólöglegt. Ég vil hvetja Kaupþing til að endurskoða alvarlega samstarf sitt við þetta fyrirtæki. Ég bið fólk um að vera á varðbergi gagnvart óprúttnum sölumönnum og skrifa ekki undir neitt án þess að kanna málin vel. BJÖRN RÚNAR EGILSSON, Fagrahvammi 5, 220 Hafnarfirði. Óheiðarleg vinnubrögð Frá Birni Rúnari Egilssyni HINN skotglaði kattabani þeirra Ís- firðinga kom kaupstaðnum heldur betur í umfjöllun fjölmiðla. Einn af íbúum bæjarins, Höskuldur Guð- mundsson, hafði gerst sekur um þá stóru synd að vera kattavinur og gefa soltnum köttum, sem aðrir íbú- ar höfðu vanhirt og þeir komist því á vergang. Að sögn kattabanans hafði hann aldrei stigið fæti inn á lóð Höskuldar en var samt búinn að drepa á lóðinni 25 ketti og kjallari Höskuldar enn fullur af köttum. Sumir segja að kettir Höskuldar séu svo ilmsterkir að kaupstaðurinn angi allur og íbúar þekkist á lyktinni hvar sem þeir séu. Mér varð hugsað til okkar Reykvíkinga sem vöðum í hunda- og kattaskít á öllum göngu- stígum, garðarnir kvikir af köttum og fuglar uppétnir. Þar sem stórskyttan sagðist aldrei hafa inn á lóð Höskuldar stigið, spurðist ég fyrir um það hvort hræin lægju enn á lóðinni og einnig hvort kattafjöldinn í kjallaranum hafi verið kannaður. Svarið var: „Engin katta- hræ sjáanleg á lóðinni og engir kettir fundust í kjallara.“ Enginn þeirra hafði lifað af skot- hríðina. Skotmaðurinn hafði ekki áhyggjur af því þó kúla færi inn um kjallara- hurð Höskuldar og mun ekki hafa kannað hvort hann væri í húsinu. Hann sagði bara ósköp látlaust: „Kúlan hrökk bara af steini í hurð- ina.“ Kúlan hefði alveg eins getað tekið aðra stefnu og farið í vegfaranda á götunni. Ég er að velta því fyrir mér hvern- ig tekið hefði verið á þessu máli, ef Höskuldur hefði verið að veiða ketti á lóð bæjarstjórans og skotið inn um hurðina hjá honum. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, 200 Kópavogi. Ísfirðingar þekkj- ast á lyktinni Frá Guðvarði Jónssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.