Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  REAL Madrid hampaði Santiago Bernabeu-bikarnum í fyrrakvöld, þegar leikið var um hann í 25. skipti. Bikarinn ber nafn fyrrverandi for- seta liðsins og einnig völlur liðsins. Real vann argentínska liðið River Plate fyrir framan 23 þús. áhorfend- ur, 3:1. Santiago Solari og Javier Portillo, tvö, skoruðu mörk Real.  SVO skemmtilega vildi til að sama dag voru liðin nákæmlega 50 ár síðan Argentínumaðurinn Al- fredo di Stefano lék sinn fyrsta leik fyrir Real, en hann er talinn einn besti knattspyrnumaður heims. Hann var átta sinnum Spánarmeist- ari með liðinu og Evrópumeistari fimm ár í röð.  DI Stefano, 77 ára, byrjaði sinn knattspyrnuferil með River Plate. Hann var heiðraður sérstaklega fyr- ir leikinn í Madrid – fékk skjöld með jafn mörgum bikurum og hann hampaði með Real Madrid. „Líf mitt var og verður alltaf knattspyrna, alltaf,“ sagði Di Stefano.  PAUL Scholes leikmaður Man- chester United er allur að koma til eftir kviðslit og ef allt gengur að ósk- um verður hann í liði United sem mætir Stuttgart í Meistaradeildinni í næstu viku. Scholes hefur verið frá í mánuð vegna meiðslanna.  SVEN Göran Eriksson landsliðs- einvaldur Englendinga tekur frétt- unum af Scholes með gleði því hann ætti að geta teflt honum fram í hin- um mikilvæga leik á móti Tyrkjum í undankeppni EM sem fram fer í Ist- anbul 11. október.  ÍTALSKA B-deildarliðið Napoli verður að spila næstu fimm heima- leiki sína fyrir luktum dyrum. Ítalska knattspyrnusambandið ákvað í gær að refsa félaginu vegna óeirða sem urðu í leik liðsins á móti Avellini á mánudaginn og leiddu til dauða eins stuðningsmanna félags- ins og 30 lögreglumenn slösuðust. Napoli má ekki spila heimaleiki sína á leikvangi félagsins, San Paolo, og verður því að flytja leiki sína á ann- an völl.  OLEG Luzhny, fyrrverandi leik- maður Arsenal, sem leikur nú með Wolves, er hættur við að leggja landsliðsskóna á hilluna, en hann til- kynnti í sl. viku að hann myndi ekki leika fleiri landsleiki fyrir Úkraínu. Ástæðan fyrir sinnaskiptum Luzhn- ys er að Oleg Blokhin hefur tekið við starfi landsliðsþjálfara og sett sig í samband við varnarmanninn sterka og beðið hann að leika áfram með liði Úkraínumanna.  ÞAÐ er nú ljóst að Ole Gunnar Solskjær, norski landsliðsmaðurinn hjá Manchester United, verður frá keppni út þetta ár. Hann var skorinn upp við meiðslum í hné á þriðjudag. Þetta er áfall fyrir United, þar sem Solskjær, 30 ára, fékk það hlutverk að taka stöðu Davids Beckhams á miðjunni. FÓLK ÉG er Framari og hef verið frá blautu barnsbeini. Ég styð mína menn. Mæti á völlinn þegar ég get, hvet þá áfram og svekki mig þegar illa gengur. Nú er lokið fimmta keppnistímabilinu í röð, þar sem liðið mitt hefur barist í bökkum og rétt náð að bjarga sér frá falli úr efstu deild í síðasta leik Íslands- mótsins. Ég man þá tíð, að Fram vann næstum alla leiki. Það eru svona 13–18 ár síðan. Þá undi mað- ur hlut sínum betur. Þá var oftast gaman að fara á völlinn. Upp á síð- kastið hefur það oftar en ekki verið óskemmtilegt. Leikirnir tapast og knattspyrnan er slök. Ég hef komist að þeirri niður- stöðu að félögin í Reykjavík séu of mörg. Nýliðið tímabil sýnir þetta vel. Fram, Valur og Þróttur börð- ust um fall. Tvö liðanna féllu en eitt hélt sér uppi. Í sjálfu sér var það hrein tilviljun sem réði því, hvert þeirra það var. Valur og Þróttur komu upp úr 1. deild á síð- asta ári og féllu strax aftur. Varla er mikil hamingja á ferðinni meðal þeirra sem að þessum félögum standa. Gerum eitthvað í málinu. Sam- einum þessi þrjú félög í eitt og Vík- ingur væri einnig inni í myndinni. Þetta eru liðin sem hafa aðsetur í gamla austurbænum í Reykjavík. Við getum látið yngri flokkana keppa áfram aðskilið svo að garð- urinn verði vel ræktaður. Meist- araflokkurinn verði einn. Út úr þessu myndi koma kapplið, sem ætla má, að reglulega myndi leika á toppi úrvalsdeildar en ekki botni. Sterkir stofnar stæðu að því. Það myndi vonandi reglulega ná þátt- tökurétti í Evrópukeppnum með þeim tekjumöguleikum sem þar liggja. Við stuðningsmennirnir þyrftum sjaldnar að kveljast í stúkunni yfir ófarnaðinum inni á vellinum. Liðið yrði fyrst og fremst myndað úr efniviðinum sem kæmi upp úr stoðunum þremur (eða fjór- um). Aðstaðan yrði góð, æfinga og keppnisvellir á þremur (fjórum) stöðum. Keppnisbúningurinn yrði treyja með bláum og rauðum rönd- um eins og hjá Barcelona, og hvítar buxur. Nafnið gæti orðið FVÞ eða eitthvert alveg nýtt nafn. Þá gæti aftur orðið gaman að fara á völlinn. Jón Steinar Gunnlaugsson Framari Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér (í 1. deild) ENSKA 1. deildarliðið Stoke City er á höttunum eftir íslenska landsliðs- manninum Ívari Ingimarssyni sem er á mála hjá enska úrvalsdeildarlið- inu Wolves. Félagið reyndi fyrir helgina en ekkert varð úr því þar sem hann vill ekki fara til annars liðs sem lánsmaður. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er Ívar tilbú- inn að yfirgefa Úlfana og fara til Stoke ef liðið er tilbúið að kaupa hann eða til einhvers annars liðs í 1. deild en fleiri lið en Stoke hafa sýnt Ívari áhuga. „Við höfum áhuga á að fá Ívar til liðs við Stoke og teljum hann vera manninn sem liðið vantar. Hann get- ur bæði leyst stöðu miðvarðar og miðjumanns eins og hann gerði svo vel þegar hann fékk tækifæri hjá Wolves í byrjun síðasta tímabils. Við vorum búnir að ná samkomulagi við Úlfana um mánaðarlán en leikmað- urinn hafnaði því. Okkur þótti það mjög miður,“ sagði Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Stoke, við Morgunblaðið en eftir að Pétur Marteinsson var leystur undan samningi er enginn íslenskur leik- maður á mála hjá félaginu þar sem Íslendingar ráða ríkjum. Aðspurður hvort Stoke sé tilbúið að kaupa Ívar sagði Gunnar Þór; „Það hefur ekkert reynt á það hvað Úlfarnir vilja fá fyrir að láta hann fara frá sér en það verður að vera einhver fjárhagsleg glóra í því ef við eigum að kaupa hann. Við erum búnir að gefast upp á að reyna að fá hann að láni svo það er óljóst hvað verður.“ Svo virðist sem Ívar sé ekki inni í myndinni hjá Dave Jones knatt- spyrnustjóra Wolves en Jones hefur ekki gefið íslenska landsliðsmann- inum nein tækifæri á leiktíðinni. Vaxandi þrýstingur er hins vegar kominn á stjórn Wolves að fá nýjan mann í brúnna, enda hefur gengi liðsins verið afar slakt. Verði sú raunin gæti staðan breyst hjá Ívari, sem er orðinn afar óþreyjufullur að fá að spila og auka þannig líkur á að vinna sér sæti í landsliðinu. Wolves tók tilboði QPR Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að tvö önnur ensk 1. deildarlið, bæði í toppbaráttunni, hafi reynt að fá Ívar að láni í síðstu viku en af sömu ástæðum og hjá Stoke vildi Ív- ar ekki fara sem lánsmaður. Þá bauð 2. deildarliðið QPR 100.000 pund í Ívar fyrir nokkru sem Wolves tók en Ívar var ekki tilbúinn að fara í 2. deildina. Ívar lék með Brighton stór- an hluta af síðasta tímabili og hefur stjóri þess, Steve Coppell, af og til reynt að lokka Ívar aftur til félags- ins en án árangurs. Morgunblaðið/Kristinn Ívar Ingimarsson á hér í höggi við skoska landsliðsmanninn Don Hutchison í landsleik Skota og Íslendinga í Glasgow. Næsta verkefni Ívars og landsliðsins er í Hamborg 11. október. Stoke vill fá Ívar ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu hækkar um átta sæti frá síðasta mánuði á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Ísland er í 48. sæti á listanum og er í 27. sæti á með- al Evrópuþjóða. Íslenska landsliðið hrapaði um tíma nið- ur í 70. sæti á listanum, en frá því Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tóku við liðinu hefur það klifrað hratt upp listann. Undir stjórn þeirra hefur liðið leikið fjóra leiki. Það sigraði Færeyinga í tvígang í Evrópukeppn- inni – 2:1 í Reykjavík og einnig í Þórshöfn, sigraði Litháa í Evrópukeppninni á útivelli – í Kaunas, 3:0,og gerði jafntefli við Þjóðverja á EM á Laugardalsvelli, 0:0. Heimsmeistarar Braslíumanna eru sem fyrr í efsta sæti listans, Frakkar eru í öðru sæti, Spánverjar í þriðja, Argentínumenn í fjórða, Mexíkóar í fimmta, Englendingar í sjötta, Hollendingar í sjöunda, Tyrkir í áttunda og Tékkar og Þjóðverjar í níunda til tíunda sæti. Ísland upp um átta sæti á FIFA-lista ÁRNI Gautur Arason, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, segir það líklegast að hann gangi til liðs við Sturm Graz frá áramótum en austurríska félagið hefur gert hon- um tilboð eins og Morgunblaðið hefur greint frá. Árni Gautur losn- ar undan samningi við Rosenborg um áramót en hann kveður þá fé- lagið eftir sex ára dvöl. „Þetta tímabil hefur ekki verið neinn dans á rósum hjá mér en svona getur þetta verið í fótbolt- anum. Ég verð að þrauka í þrjá mánuði til viðbótar og verð bara að láta mig hafa það. Eins og er þá eru mestar líkur á að ég fari til Sturm Graz en ég er samt opinn fyrir öllu,“ sagði Árni Gautur við Morg- unblaðið í gær en hann var þá staddur í Lettlandi með Rosenborg þar sem hann sat á bekknum í gær- kvöldi í leik Rosenborg á móti Ventspills í UEFA-keppninni. Árni Gautur hefur aðeins spilað einn deildarleik með Rosenborg á leiktíðinni en tólfti meistaratitilinn í röð hjá félaginu er innan seil- ingar. Árni Gautur hefur því orðið meistari öll fimm árin sem hann hefur verið hjá liðinu en þar sem hann hefur ekki náð að spila 10 leiki með Rosenborg á tímabilinu kemur hann ekki til með að fá verð- launapening þegar Rosenborg verður krýndur meistari. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Árni Gautur Arason Sturm Graz líklegast hjá Árna Gauti Arasyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.