Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.09.2003, Blaðsíða 29
la Íslands á landsbyggðinni á málþingi í dag dirbúningi á k og Egilsstöðum RANNSÓKNA- og fræðasetrið í Vest-mannaeyjum myndar eins konar regnhlífutan um Hafrannsóknastofnun, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins (RF), Vestmanna- eyjadeild Háskóla Íslands, Náttúrustofu Suður- lands og minni þjónustustofnanir undir einu og sama þakinu í Vestmanna- eyjum. Páll Marvin Jónsson, for- stöðumaður Rannsókna- og fræðasetursins, rekur aðdrag- andann að starfseminni til Árna Johnsens. „Sagan segir að Árni Johnsen hafi verið við- staddur vígslu Fræðaseturs- ins í Sandgerði árið 1992. Hann hafi í framhaldi af því spurt sjálfan sig hvort ekki væri hægt að koma á fót slíku rannsóknasetri í Vestmannaeyjum. Árni hóaði til sín núverandi stjórnarformanni rannsóknaseturs- ins, Þorsteini Inga Sigfússyni, og fleiri góðum mönnum og í framhaldi af því fór hópurinn að vinna að því að gera hugmyndina að raunveru- leika,“ segir hann og bætir við að rannsóknasetr- inu hafi formlega verið komið á fót árið 1994. Beðið eftir kafbátnum Af nokkrum verkefnum Vestmannaeyjadeildar Háskólans nefnir Páll Marvin tvö sérstaklega. Annað verkefnið eru fyrirhugaðar botndýrarann- sóknir Líffræðistofnunar HÍ og Háskóladeild- arinnar í Eyjum við suðurströndina. „Núna bíðum við aðeins eftir því að fá afhentan fjarstýrðan kaf- bát til rannsóknanna. Kafbáturinn er ekki mann- heldur – hann er aðeins 2,7 m á lengd og alls ekki mikill um sig. Fyrir vikið er hann mjög ódýr mið- að við eiginleika og gefur mjög mikla möguleika til botndýrarannsókna.“ Páll Marvin segir að hugmyndin sé að skoða út- breiðslu kóralla og stærri botntegundir. „Um leið er ekki ólíklegt að við fræðumst talsvert um áhrif veiðarfæra á hafsbotninn. Eins og við vitum hefur talsvert verið talað um að einstök veiðarfæri væru að eyðileggja stór svæði í botninum,“ segir hann og bætir því við að fljótlega verði hafist handa við rannsóknina. „Ef afgreiðsla kafbátsins dregst verður annar kafbátur leigður til að hægt verði að hefja rannsóknirnar. Við þurfum ekki að bíða eftir því að aftur fari að hlýna. Aðalatriðið er að veðrið sé gott. Kafbáturinn á að komast niður í 2000 m dýpi en í upphafi verður unnið í verkefnum sem eru á 800 metra dýpi. Hann notast þar við eigið ljós því þarna er niðamyrkur.“ Börnin í bænum virkir þátttakendur Páll Marvin Jónsson Hitt verkefnið er skráning á fjölda og ástandi lundapysju sem lenda á götum Vestmannaeyja á leið til sjávar. „Við höfum boðið ungum Vest- mannaeyingum að vera pysjueftirlitsmenn. Hlut- verk barnanna er að hafa uppi á pysjunum, skrá niður þunga og fjölda og koma upplýsingunum hingað. Með þessu móti getum við séð hvenær og hversu margar pysjur koma í bæinn. Miðað við þá staðreynd að flestir krakkarnir í bænum taka þátt í verkefninu áætlum við að um 80% af pysjunum náist. Ef vel tekst til verður með hliðsjón af þess- um upplýsingum hægt að spá fyrir um árganga fram í tímann.“ Hvað hinar stofnanirnar varðaði minnti Páll Marvin á að Hafró sinnti eftirliti með fiskistofnum og rannsóknum á sviði fiskifræði. Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins sæi um þjónustumælingar hjá fiskvinnslunum í Eyjum auk þess að vinna að ýmiss konar gæðaverkefnum varðandi fisk. Nátt- úrustofnun Suðurlands ynni aðallega að rann- sóknum á náttúrufari og jarðfræði í Vestmanna- eyjum og á öllu Suðurlandi. Hjá Páli Marvini kom fram að fastir starfs- menn rannsóknasetursins væru 13. Við þann fjölda bættust yfirleitt á bilinu 2–4 sumarstarfs- menn á hverju sumri. Aðspurður um áhrif rannsóknasetursins á sam- félagið í heild sinni nefndi Páll Marvin fyrst fjölg- un starfa. „Fastar tekjur við rannsóknasetrið í samanburði við óöryggið í mörgum störfum tengdum sjávarútvegi geta skipt miklu máli fyrir fólk. Vinna hjá opinberum stofnunum myndar oft eins konar kjölfestu í fjölskyldum. Ekki má held- ur gleyma því að með rannsóknasetrinu skapast ákveðin tækifæri fyrir Vestmannaeyinga á menntabraut. Við höfum unnið talsvert af verk- efnum í samvinnu við Vestmannaeyinga bæði á framhalds- og háskólastigi. Starfsemin er al- mennt séð afar mikilvæg fyrir samfélagið og óhætt er að segja að með frekari eflingu væri hægt að sækja fram á enn fleiri spennandi svið- um.“ Páll Marvin segir að samstarfið við Háskólann hafi gengið ágætlega þótt tengslin hafi reyndar verið fulllítil til þessa. „Með tilkomu stofnunar fræðasetra vonast ég til að hægt verði að efla samstarfið. Annars felst eitt helsta vandamálið hvað verkefni varðar í skorti á fjármagni. Mikil samkeppni ríkir um fjármagn innan stofnananna sem standa að rannsóknasetrinu. Yfirstjórnunin í Reykjavík heldur oft stíft um fjármagnið. Þótt tækifæri sé til að vinna ýmis verkefni hjá okkur þá eru þau kannski unnin frekar í Reykjavík vegna mikillar samkeppni innan stofnananna.“ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2003 29 RANNSÓKNASTÖÐINNI í Sandgerðivar upphaflega komið á fót í tengslumvið rannsóknarverkefnið Botndýr á Ís- landsmiðum (BIOICE) árið 1992. Umhverfis- ráðuneytið hefur umsjón með verkefninu í sam- vinnu við Hafrannsóknastofnun, Náttúru- fræðistofnun Íslands og Sandgerðisbæ. Líffræði- stofnun HÍ og Sjávarútvegs- stofnun HÍ hafa tekið þátt í samstarfinu fyrir hönd Há- skóla Íslands. Guðmundur Víðir Helga- son, forstöðumaður rann- sóknastöðvarinnar, segir að stjórn rannsóknaverkefnisins Botndýr á Íslandsmiðum hafi upphaflega beint þeirri fyr- irspurn til Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum hvort eitthvert bæjar- félag á Suðurnesjum hefði áhuga á samstarfi og Sandgerðisbær hefði strax verið til í slaginn. „Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE) hafa frá upphafi verið aðalviðfangsefnið,“ segir Guð- mundur Víðir. „Meginmarkmið verkefnisins er að kanna hvaða dýr lifa á hafsbotninum innan íslensku efnahagslögsögunnar, magn þeirra, tegundasamsetningu og hvernig útbreiðslu þeirra er háttað. Vegna þessa hefur 1.290 sýn- um verið safnað á 528 stöðvum víðsvegar um- hverfis landið, frá 20 m dýpi og allt niður á rúmlega 3.000 m dýpi. Ein af meginforsendum BIOICE-verkefn- isins er að fá innlenda og erlenda sérfræðinga í flokkun botnlægra hryggleysingja til að greina til tegundar þau dýr sem safnast í verkefninu. Til að unnt sé að senda sýnin til sérfræðinga verður að flokka þau í helstu flokka og fylk- ingar dýraríkisins eða í þær einingar sem henta hverjum sérfræðingi. Þessi flokkun hefur öll farið fram í Rannsóknastöðinni í Sandgerði og var í raun ástæðan fyrir stofnun stöðvarinnar,“ segir hann. Rannsóknastöðin hefur tvisvar fengið stóra styrki frá Evrópusambandinu til að kosta dvöl og rannsóknir evrópskra vísinda- manna í stöðinni og hafa fjölmargir erlendir vís- indamenn dvalið í stöðinni við rannsóknir. Aðstaðan í Sandgerði hefur einnig verið vett- vangur kennslu og rannsókna á vegum Háskóla Íslands í eiturefnavistfræði og sjávarlíffræði auk þess sem þar hafa farið fram rannsóknir tengdar fisksjúkdómum. Háskólasetur Suður- nesja, Sandgerði, verður umgjörð fyrir rann- sóknir og kennslu á vegum Háskóla Íslands er lúta að mengun sjávar og frekari auðlindanýt- ingar auk þess sem Háskólasetrið mun vinna að eflingu starfsemi Háskóla Íslands á Suður- nesjum. Starfsemin bætt ímynd bæjarins Guðmundur Víðir svarar því til að starfsmenn Rannsóknastöðvarinnar séu 10 í 8 stöðugildum. Einnig hafi einn doktorsnemi aðstöðu í húsa- kynnum stöðvarinnar á Garðavegi 1 í Sand- gerði. Auk þess séu í sama húsi Fræðasetur og Náttúrustofa Reykjaness með samtals 4 starfs- menn. Þegar hann er spurður að því hvaða áhrif Rannsóknastöðin hafi haft á samfélagið nefnir hann að fyrir utan að hafa gefið af sér nokkur störf hafi gestakomur erlendra vísindamanna haft talsverð margfeldisáhrif í samfélaginu. „Stofnun Fræðasetursins er bein afleiðing þess- arar starfsemi en tilkoma þess hefur aukið verulega ferðamennsku í umhverfi Sandgerðis. Þá hefur starfsemin bætt ímynd bæjarins til muna.“ Farsælt samstarf við HÍ Guðmundur Víðir hrósar samvinnunni við Háskólann. „Reynslan af samstarfinu við Há- skóla Íslands hefur verið farsæl og leitt af sér ný og áhugaverð rannsóknaverkefni auk þess sem nýjar upplýsingar hafa aflast um ástand líf- ríkis með tilliti til mengunar og um sjúkdóma í fiskum.“ Botndýr á Íslandsmiðum undir smásjá Guðmundur Víðir Helgason Morgunblaðið/RAX gerði geta gestir skoðað safn ýmissa dýra í ferskvatns- og sjóbúrum. HÁSKÓLASETRINU í Hveragerði varkomið á fót með samstarfssamningiHáskóla Íslands, Prokaria ehf. (áður Íslenskar hveraörverur), Hveragerðisbæjar, Garðyrkjuskóla ríkisins og Rannsóknastofn- unarinnar Neðri-Áss árið 2000. Seinna bætt- ust Heilsustofnun NLFÍ og Sunnlensk orka í hópinn. „Ég get lítið tjáð mig um bláupphafið því að ég kom seinna til skjalanna. Engu að síður er mér óhætt að segja að hugsunin að baki stofnunar Háskólaseturs í Hveragerði hafi verið að koma upp nokkurs konar miðstöð náttúruvísinda í byggðarlaginu,“ segir Tryggvi Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Háskólasetursins í Hveragerði. Tryggvi segir að mörg verkefni Háskólaset- ursins tengist vötnum og mengun. „Háskóla- setrið hefur verið að vinna fyrir nokkur heil- brigðiseftirlit við flokkun áa og stöðuvatna í samræmi við reglugerð um varnir gegn meng- un vatns. Reglugerðin gerir ráð fyrir að þess- ari flokkun verði lokið um næstu áramót. Ekki er víst að öll heilbrigðiseftirlit nái því þar sem sum þeirra hafa ekki hafið flokkunar- vinnuna,“ segir hann og nefnir annað verkefni Háskólasetursins. „Við höfum einnig verið að meta lífríki hvera í tengslum við umhverf- ismat á virkjanasvæðum,“ segir hann en þess má geta að Háskólasetrið heldur úti fræðslu- síðunni www.hot-springs.org um hveri á net- inu. Náttúrulaugar kortlagðar „Núna erum við að vinna rannsóknarverk- efni í samvinnu við Heilsustofnun Nátt- úrulækningafélagsins og Prokaria á líf- og læknisfræðilegum eiginleikum hveraleirs,“ segir Tryggvi og tekur fram að verkefnið sé hluti af stærra verkefni, þ.e. rannsókn á heil- næmi íslenskra jarðhitabaða. „Annar hluti af því er kortlagning og rannsóknir á eig- inleikum náttúrulauga víðs vegar um landið.“ Háskólasetrið hefur unnið að fleiri verk- efnum. „Við höfum veitt Hveragerðisbæ ráð- gjöf í tengslum við innra eftirlit og mælingar í skolphreinsistöð bæjarins. Ekki má heldur gleyma því að við höfum í samvinnu við Prok- aria verið að skoða náttúrulegt lífríki sund- lauga,“ segir Tryggvi og játar því að hann sé eini fasti starfsmaður Háskólasetursins. „Ég vinn þó ekki einn að öllum verkefnunum, t.d. hefur hitinn og þunginn af örveruverurann- sóknunum hvílt á starfsmönnum Prokaria.“ Tryggvi segist eiga erfitt með að svara því hvaða áhrif Háskólasetrið hafi haft á byggð- arlagið. „Háskólasetrið tók þátt í því að útbúa bækling í tengslum við Staðardagskrá 21 um mengun í Varmá og hvernig bæjarbúar gætu lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að vinna gegn henni í framtíðinni. Bæklingnum var dreift í öll hús í bænum,“ segir Tryggvi og bætir því við að þannig hafi Háskólasetrið væntanlega haft áhrif á viðhorf og hegðun fólks í bænum. „Að öðru leyti er hægt að nefna að með setr- inu hafa opnast ýmsir möguleikar á samvinnu Háskólasetursins við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu um ýmis konar rannsókna- og þróun- arverkefni. Gott dæmi um slíkt er auðvitað samvinnuverkefni Háskólasetursins og Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins.“ Tryggvi tók fram að Háskólasetrið í Hvera- gerði væri lítil eining. „Ákjósanlegra hefði verið að fleiri hefðu unnið að svipuðum verk- efnum í Háskólasetrinu. Með því hefði mátt skjóta traustari grundvelli undir faglega starfið. Vonandi verður hægt að ráða bót á því í framtíðinni,“ segir Tryggvi og tekur fram að forsendan fyrir því að hægt verði að fjölga starfsmönnum sé að komandi verkefnum fylgi nægir fjármunir til að ráða fleiri starfsmenn. „Ég má svo til með að minna á að í upphafi var hugsunin að vísindamenn og háskólanem- ar gætu nýtt sér aðstöðuna í Háskólasetrinu til rannsóknaverkefna. Þessi hópur hefur því miður ekki skilað sér hingað. Hugsanlega veldur nábýlið við Reykjavík því að vís- indamenn kjósa að stunda rannsóknir sínar þaðan. Hér er sem sagt aðstaða ef einhver vill nýta sér hana.“ Tryggvi sagði að lítil reynsla væri komin á samvinnu Háskólasetursins við Háskóla Ís- lands. „Hingað til höfum við t.d. ekki fengið nein verkefni beint í gegnum tengslin við HÍ. Háskólasetrið hefur verið frekar laustengt HÍ. Háskólinn stendur einfaldlega að setrinu eins og fleiri. Hins vegar er það vilji beggja að efla þessi tengsl í framtíðinni.“ Náttúrulegt lífríki sundlauga skoðað Tryggvi Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.